Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1997, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 1997
15
í leit að biskupsefni
Senn dregur aö biskupskosning-
um. Eins og viö er að búast hefur
þetta æruverðuga kjör hreppt
sömu örlög og flestar kosningar
aðrar hér á landi, prófkjör flokk-
anna, alþingiskosningar og nú síð-
ast forsetakjörið. Glanstímarit
birta viðtöl við meinta eða raun-
verulega kandídata, dagblöð
kanna skoðanir almennings og
aðrir fjölmiölar auka á spennuna
hver með sínum hætti.
Um þetta er ekki nema gott eitt
að segja. Biskupskjör er ekki heil-
agra en aðrar kosningar og lýtur
sömu lögmálum og þær. Þá er eðli-
legt að almenningi sé gefið tæki-
færi tO að segja álit sitt þar sem
þjóðin kýs ekki biskup. Hitt er al-
varlegra ef látið verður staðar
numið við undirbúning kosning-
anna á þessu yfirborðslega stigi.
Þá er hætt við að þeir þættir sem
ráða úrslitum verði tilfinninga-
legri en góðu hófi gegnir.
Hlutverk biskupsins
í biskupskosningum velja kjör-
menn stjómunarlegan og faglegan
forystumann stofnunar sem gríp-
ur inn í líf þjóðarinnar með marg-
víslegu móti. Ef sá einstaklingur
sem valinn er ber gæfu til verður
hann líka andlegur leiðtogi. Menn
er hins vegar ekki hægt að kjósa
til andlegrar forystu. Þeir verða
einfaldlega að sýna sig og sanna í
embætti, ávinna sér þessa stöðu.
Sumum biskupum tekst þetta að
einhverju leyti,
öðrum ekki, eins
og gengur. Þá er
auðvitað loku fyrir
það skotið að
nokkmm manni
takist að verða
raunvemlegur trú-
arleiðtogi kirkju
sem nær til meira
en 90 prósenta
heillar þjóðar. Til
þess eru skoðanir
okkar of skiptar og tilfmningar
okkar of ólíkar, sem betur fer.
Við undirbúning kosninganna
er að sönnu hægt að geta sér til
um hvernig einstökum kandídöt-
„Kristin kirkja er í raun einn elsti sjálfshjálparhópur veraldar," segir m.a. í grein Hjalta.
um muni vegna í hlutverkinu. Það
verða kjörmenn líka að gera og
eiga þar við samvisku sína. Rétta
svarið fæst þó aðeins eftir á!
Þau hlutverk biskupsins, sem
nefnd voru hér að framan, stjóm-
unarleg og fagleg forysta í þjóð-
kirkjunni, eru á hinn bóginn ekki
„Ætli kirkjan biskupnum einum
að axia þessa ábyrgð er hún að
kalla eftir sannhelgum manni.
Slíkir menn eru illu heilli ekki
til.u
eins huglæg og tilfinningaleg. For-
sendur manna til að gegna þeim
þáttum embættisins er þar af leið-
andi hægara að meta.
Sannhelgur mað-
ur?
Ætli kirkja að leysa
þörf heillar þjóðar fyrir
andlega leiðsögn við
kjörborð í biskups-
kosningum fer hún vill
vegar. Þá er hún að
leggja ábyrgð sem hún
ber sjálf á herðar eins
einstaklings. Það er
hlutverk kirkjunnar í
heild, sérhvers starfs-
manns og raunar allra
skirðra félaga hennar
að stuðla að andlegri
velferð meðal þjóðar-
innar. Kristin kirkja er
í raun einn elsti sjálfs-
hjálparhópur veraldar.
Góðum biskupi er aðeins ætl-
andi að styrkja heildina í þessu
efni. Ætli kirkjan biskupinum ein-
um að axla þessa ábyrgð er hún að
kalla eftir sannhelgum manni.
Slíkir menn eru illu heilli ekki til.
Kjallarinn
Væru þeir það hins
vegar myndu þeir
ekki finnast í kosn-
ingum. Til þess þarf
aðrar aðferðir.
Þær kosningar sem
í hönd fara eru hins
vegar mikilvægur
þáttur í stefnumörk-
un þjóðkirkjunnar á
þröskuldi nýrrar
aldar. Það skiptir
því miklu að vitað
sé hverju einstakir
kandídatar hyggjast
beita sér fyrir í
embætti. Það skipt-
ir líka miklu að
1..... Ijóst sé við hverju
kirkjan býst af
þeim. Fari slík skilgreinandi um-
ræða fram áður en til kosninga
kemur eru líkur á að sambúð bisk-
ups, kirkju og þjóðar verði farsæl.
Ella er hætt við vonbrigðum.
Hjalti Hugason
Hjalti Hugason
prófessor
Oll erum viö neytendur
Hver kannast ekki við að hafa
sem neytandi keypt vöru eða þjón-
ustu og síðan ekki fengið það sem
beðið var um og það þrátt fyrir að
hafa óskað eftir úrbótum? Öll höf-
um við lent í slíku einhvem tím-
ann. Því er það þegar á heildina
litið allra hagur að slík viðskipti
fari fram með eðlilegum hætti og
fylgi lögum og reglum í landinu.
Samstaða neytenda
Við erum öll neytendur en
vinna að neytendamálum verður
ekki stunduð af krafti nema fólk
standi saman að henni. Vegna
þessa stofnuðu íslenskir neytend-
ur Neytendasamtökin þann 23.
mars 1953 og eru þau þriðju elstu
samtök neytenda í heiminum.
Neytendasamtökin eru frjáls og
óháð félagasamtök
um 20.000 einstak-
linga.
Síðustu áratugi
hefur áhersla á
neytendamál auk-
ist mjög í heimin-
um og því hafa
neytendasamtök
hinna ýmsu landa
haft með sér aukna
samvinnu. ís-
lensku Neyten-
dasamtökin hafa
hin síðari ár tekið þátt í þessu al-
þjóðlega samstarfi neytendasam-
taka.
Vinna við neytendamál, þ.e.
þegar einstaklingar eiga viðskipti
eða einhver lögskipti við fyrirtæki
og stofnanir í þjóðfélaginu, er tví-
skipt. Annars vegar í forvamar-
vinnu og hins vegar í úrlausn ein-
stakra ágreiningsmála milli neyt-
enda og fyrirtækja eða stofnana.
Forvarnarvinna á neyt-
endasviði
Forvarnarvinna Neytendasam-
takanna felst í ýmsum þáttum.
Þau til að mynda beita sér fyrir
setningu laga og reglna á neyt-
endasviði þar sem eðlilegar reglur
vantar. Þau gefa umsagnir til Al-
þingis og ráðuneyta vegna laga-
frumvarpa og annars sem undir
þessi stjómvöld heyrir. Svo eiga
Neytendasamtökin fulltrúa í ýms-
um opinberum nefndum þar sem
rétt þykir að sjónarmið neytenda
komi fram.
Neytendasamtökin leggja sig
fram um að veita markaðinum að-
hald, bæði með því að fylgjast með
verði og gæðum vöm og/eða þjón-
„Fólk sem á í ágreiningi við fyrir-
tæki á enga aðra leið, ef ekki næst
sátt í málinu og það vill ekki láta
óréttlætið yfír sig ganga, en að
fara með málið fyrir dómstóla með
tilheyrandi kostnaði, tíma og fyrir•
höfn.u
ustu og hvort lögum
og reglum sé fylgt af
fyrirtækjum og stofn-
unum í þjóðfélaginu.
Þau leitast síðan við
að koma upplýsing-
um og tilkynningum
um þessi atriði til
neytenda, þannig að
þeir geti betur áttað
sig á kostum og göll-
um þess sem í boði
er. Hafa samtökin átt
gott samstarf við fjöl-
miðla í þessum til-
gangi auk þess sem
þau gefa út sitt eigiö
blað, Neytendablaöið,
sem félagsmenn fá
sent heim til sin og _____
er það innifalið í fé-
lagsgjaldi.
Úrlausn einstakra neyt-
endavandamála
Fólk sem á í ágreiningi við fyrir-
tæki á enga aðra leið, ef ekki næst
sátt i málinu og það vill ekki láta
óréttlætið yfir sig ganga, en að fara
með málið fyrir dómstóla með til-
heyrandi kostnaði, tíma og fyrir-
höfti.
Til að bregðast við þessu starf-
rækja Néytendasamtökin kvörtun-
ar- og upplýsingaþjónustu og geta fé-
lagsmenn leitað til hennar með neyt-
endavandamál sín og fengið lög-
fræðilega ráðgjöf við úrlausn þeirra.
Árlegt félagsgjald Neytendasamta-
kanna er einungis kr. 2.000 og því
Kjallarinn
Hjalti Pálmason
lögfræöingur Neytenda-
samtakanna
getur fólk sparað sér
umtalsverðar ijárhæð-
ir og fyrirhöfn með því
að vera í samtökunum
og þannig átt mögu-
leika á að nýta sér
þessa þjónustu þeirra.
Dómstólaleiðin er
óhentug í mörgum
neytendavandamálum.
Því hafa Neytendasam-
tökin barist fyrir því
að einstakar starfs-
greinar starfræki ódýr-
ar og fljótvirkar úr-
skurðamefhdir, sem
geti úrskurðað í
ágreiningi milli neyt-
anda og fyrirtækis.
_^____ Málsmeðferð nefnd-
anna tekur i mesta lagi
30 daga og almennt bindur úrskurð-
ur þeirra viðkomandi fýrirtæki en
neytandinn er ekki bundinn af nið-
urstöðunni nema hann vilji. Rétt er
að hvetja fólk til þess að leita nánari
upplýsinga hjá Neytendasamtökun-
um um þessar nefhdir því þær geta
komið að góðum notum í erfiðum
málum.
Nauðsynlegt er að neytendur hafi
öflugan málsvara sem getur komið
sjónarmiðum þeirra á framfæri og
látið til sín taka ef á neytendur hall-
ar eða á þeim er brotið. Sá málsvari
sem neytendur hafa haft í 44 ár eru
Neytendasamtökin og með félagsað-
ild stuðlum við að því að svo verði
áfram.
Hjalti Pálmason
Með og
á móti
Kemst Stjarnan alla leiö á
íslandsmótinu í hand-
bolta?
Einn í einu
„Ég sagði í
haust að öll tólf
liðin í deild-
inni ættu
möguleika á að
verða meistar-
ar, svo mikið
er jafnræðið
búið að vera í
vetur. Við
Stjörnumenn Þjálfari Stjörnunn-
getum vel klár-
að dæmið ef við höldum okkar
striki, markmið okkar eins og
allra annarra er að ná sem lengst
en við höldum okkur þó á jörð-
inni og tökum einn leik í einu.
Stjaman var með nánast nýtt
lið í haust, leikmenn voru að
koma úr ýmsum áttum og það
tók tíma að slípa liðið saman.
Hjá okkur eru ekki neinir yfir-
bui-ðamenn, þetta er jafn hópur
og þaö er okkar styrkur. Ég hef
reynt að byggja upp hópstarf á
þann veg að allir skipti miklu
máli, það séu engir meiri eða
minni i hópnum. Ef okkur tekst
að halda áfram á þessari braut
eigum við ágæta möguleika á að
komast alla leið í mótinu.
KA-leikurinn í kvöld verður
mjög erfiður. Við höfum mætt
KAþrisvar i vetur og það hafa
allt verið hörkuleikir. Ef okkur
tekst að ná eins góðum vamar-
leik og markvörslu og fyrir norð-
an og sóknin er einbeitt, þá vinn-
um við aftur og losnum við að
fara aðra ferð til Akureyrar.“
Þorleifur Ananías-
son, stuðnings-
maður KA.
Ekki möguleiki
Nei, Stjarn-
an kemst ekki
alla leið, ein-
faldlega vegna
þess að KA
vinnur í
Garðabænum í
kvöld og aftur
á Akureyri í
þriðja leikn-
um. Stjarnan
er með ágætis
lið, marga sterka og skemmtilega
leikmenn, en liðið á ekki erindi
lengra og á enga möguleika á að
vinna titilinn.
Sigur Stjörnunnar á Akureyri
á mánudagskvöldið var slys og
mikið áfall fyrir okkur KA-menn
að tapa heima. Þar brást sóknar-
leikurinn algerlega og Duranona
var t.d. ótrúlega slakur. Ég er
ekki vanur að afsaka mig með
dómgæslunni en hún var skelfi-
leg, ekki aðeins léleg heldur hlut-
dræg. Valdimar og fleiri þjálfar-
ar hafa undanfarin ár verið með
þann áróður að dómarar þori
ekki að dæma gegn KA á Akur-
eyri og nú er þetta farið að virka
á dómarana.
Það verður hinsvegar KA sem
verður íslandsmeistari í ár,
hjartað segir mér það þó skyn-
semin segi kannski nei. Þetta er
búin að vera samfelld veisla síð-
an Alfreð tók við þjálfun liðsins
og ég trúi ekki öðru en leikmenn
KA gangi með honum síðasta
spölinn og nái í eina titilinn sem
eftir er að vinna i hans tíð.
Stuðningsmenn KA, á Reykjavík-
ursvæðinu og að norðan, munu
líka gera sitt til þess að það tak-
ist.“
-VS
Kjallarahöfundar
Athygli kjallarahöfunda er
vakin á því að ekki er tekið við
greinum í blaöið nema þær ber-
ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu-
diski eða á netinu.
Netfang ritstjórnar er:
dvritst@centnun.is