Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1997, Qupperneq 24
40
MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 1997
Fréttir
J
Cosby sagður íhuga
ættleiðingu
Bill Cosby er sagður vera að
íhuga að ættleiða lítinn dreng, að
því er bandarískt tímarit fullyrð-
ir. Bill telur að ættleiðing muni
hjálpa konu hans Camille að um-
bera missi sonar þeirra sem var
skotinn til bana er hann var að
skipta um dekk á bil sínum.
Madonna skiptir um
umboðsmann
Madonna hefur fengið sér nýj-
an umboðsmann, þann sama og
Mel Gibson og Michelle Pfeiffer
hafa, í von um að fá fleiri góð
hlutverk eftir leik sinn í Evitu.
Hún hefur þegar fengiö tilboð um
að leika í myndinni Pin Cushion.
Bresk þokkadís segir farir sínar ekki sléttar:
Ráðgátuspæjarinn er
ofurmannlegur í bólinu
Örlög Mandy Komlosy voru ráðin
eftir þriðja stefnumót hennar og
Ráðgátutöffarans Davids
Duchovnys. Mandy var leidd inn í
musteri ástarinnar sem leikarinn
hefur komið sér upp í svefnherbergi
sinu og þá varð ekki aftur snúið.
„Ég varð kynlífsþræll Davids,
leikfang hans. Þegar í rúmið var
komið, virtist hann rnntmnast al-
veg gjörsamlega og breytast í ein-
hverja ofurmannlega veru, að hálfu
leyti mann og að hálfu leyti skepnu.
Hann er alger ófreskja í bólinu,“
segir breska þokkadísin Mandy í
viðtali við breska æsiblaðið News of
the World.
Mandy segir að sér hafi nú ekki
meira en svo litist á blikuna þegar
David dró hana heim með sér. Hús-
ið hans var í fremur sóðalegu hverfi
í Santa Monica, nærri Hollywood,
og innandyra var einhver óþefúr.
Annað var hins vegar upp á ten-
ingnum þegar hún var leidd inn í
sjálfan helgidóminn þar sem angur-
Þokkadísin Mandy hefur aldrei
kynnst öðrum eins elskhuga og
blíð tónlist var leikin við flöktandi
kertaljós sem varpaði skuggum á
veggi.
„Ég varð fyrir eins konar yfirskil-
vitlegri reynslu sem er engu lík,
hann var það góður. Það var ekkert
rúm þama inni, bara dýna á gólf-
inu,“ segir Mandy og lýsir því fjálg-
David „Fox Mulder" Duchovny,
töffaranum úr Ráögátum.
lega hvernig þau rifu spjarirnar
hvort utan af öðru eftir ástríðufulla
kossa í nokkra stimd. Og hún heldur
áfram:
„David er með dásamlegan lík-
ama, mjög stæltan og ég verð að
segja að hann er mjög stór stjarna.
Hann veitti mér þrisvar eða fjórum
sinnum fullnægingu á fimm klukku-
stundum. Ég var í alsælu."
Leiðir Davids og Mandy lágu sam-
an haustið 1992. Hann var um þrí-
tugt en hún eitthvað yngri. Hann var
þá þegar oröin stjama eftir leik sinn
í furðuþáttunum vinsælu Tvídröng-
um og undirbúningur að fyrstu þátt-
um Ráðgátna var í fullum gangi. Það
neistaði strax á milli þeirra.
„Það var eitthvað óumræðilega
kynferðislegt við David, það fór fiðr-
ingur um mig alla. Mér fannst eins
og örlög mín væru ráðin,“ segir
Mandy.
Hana dreymdi meira að segja um
að giftast David en hann var ekki á
þeim buxunum, reyndar ekki í nein-
um buxum, því hann var fljótlega
kominn upp í rúm til annarra
kvenna og þar með var það búið.
Svo segir Mandy að David hafi
verið nískupúki og hann hafi krafist
þess að þau skiptu með sér reikn-
ingnum þegar þau fór fint út að
borða.
■-
á
I
v.
i
A
4
Bette, Diane og Goldie fá kristalsverölaun.
Þrjár konur fá kristal
Stöllumar Goldie Hawn, Diane
Keaton og Bette Midler, sem léku
saman í gamanmynd um fyrstu eig-
inkonumar, þóttu standa sig svo vel
og vera málstað kvenna í kvik-
myndagerð svo til framdráttar að
ákveðið hefur verið að verðlauna
þær. Að sjálfsögðu eru verðlaunin
kennd við kristal.
Verðlaunin, sem stofnað var til
fyrir tuttugu árum, em veitt konum
sem með þrautseigju sinni og dugn-
aði hafa þótt skara fram úr innan
skemmtanaiðnaðarins.
Stöflurnar sönnuðu það svo um
munaði að hægt er að gera kvik-
mynd sem borgar sig með þremur
miðaldra konum í aðalhlutverkun-
um. Myndin um eiginkonurnar
þrjár naut mikillar hylli, bæði í
Bandaríkjunum og öðrum löndum,
þar á meðal á íslandi.
Verðlaunin verða afhent í hádeg-
isverðarboði á Centm-y Plaza hótel-
inu í Hollywood þann 13. júní.
ntiuUn
Aðalbjörn Sverrisson, Einarsnesi 40
Andri Már Kristjánsson, Lóurima 29
Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, Lyngrima 12
Arnór Gísii Ólafsson, Eiríksgötu 12
Atli Freyr Víðisson, Hjallabraut 18
Atli Gunnarsson, Stóragerði 10
Ágúst Örn Jóhannesson, Ásbraut 4
Bárður R. Jónsson, Þórsgötu 10
Bergdís Eggertsdóttir, Hlíðarhjalla 61
Berglind Beinteinsdóttir, Grundarsmára 1
Birgir Freyr Birgisson, Engihjalia 5
Bragi Ragnarsson, Reyðarkvísl 3
Brynjar Sigurðsson, Skildinganesi 16
Chus Barja, Tjarnarbraut 15
Eva Bryndís Ingadóttir, Gyðufelli 2
Eydís Hauksdóttir, Mosarima 8
Eyjólfur Kári Friðþjófsson, Skaftahlíð 28
Eyþór Ásmundsson, Hnjúkabyggð 27
Freyja Ágústsdóttir, Fálkagötu 21
Freyja Jónsdóttir, Veghúsastíg 9
Guðmundur Arnar Guðmundsson, Skúlaskeið 14
Guðmundur Bjarki Þorgrímsson, Bólstaðarhlíð 60
Guðmundur Kárason, Hrísholti 13
Gunnar Geir Gunnarsson, Granaskjóli 18
Gunnar Gunnarsson, Álfhólsvegi 81
Halldóra Ingimarsdóttir, Fannafold 136
Hjalti Þór Halldórsson, Bústaðabletti 10
Hörður Steinar Sigurjónsson, Keldulandi 15
Ingvi Þór Geirsson, Heiðaroddi 9
ívar Már Daðason, Flúðaseli 82
Jóhannes Haukur Jóhannesson, Lækjargötu 34-b
Jón Tryggvi Helgason, Staðarbakka 26
Jóna Kristín Ámundadóttir, Torfufelli 8
Jónas Þór Guðmundsson, Stórahjalla 11
Kristinn Ingi Helgason, Fífilbrekku, Hveragerði
Kristjana Ingimarsdóttir, Fannafold 136
Loftur Þórarinsson, Brekkubæ 24
Óli Páll Einarsson, Eskihlíð 21
Pétur Darri Sævarsson, Drápuhlíð 18
Reynir Jónsson, Bogahlíð 16
Reynir Skarskaard, Eyjabakka 3
Reynir Örn Guðmundsson, Vallarbraut 10
Sighvatur Haraldsson, Teigagerði 15
Sigrún Valsdóttir, Akraseli 33
Sindri Reynisson, Kvisthaga 23
Skarphéðinn Þór Hjartarson, Reyrengi 2
Snorri Steinsson, Bergþórugötu 59
Sólveig Hrafnsdóttir, Skólavörðustíg 46
Viktor Davíð Sigurðsson, Vesturbergi 2
Ægir Þór Steinarsson, Vesturbergi 78
Midarnir verða affientir i midasölu Háskólabiós gegn framvísun persónuskilrikja
Góða skemmtun!
HASKOLABIO
Kennedy hitti j
Daryl Hannah í
á laun
Carolyn Kennedy, eiginkona
Johns Kennedys yngri, sprakk af
reiöi þegar hún komst að því að
hann hafði hitt Daryl Hannah,
gamla kærustu sína, á laun yfir
málsverði í einkaherbergi á veit-
ingastað í New York.
Bandarísk blöð greindu frá þessu i
um helgina og jafnframt að John (t
hefði fúllyrt að hann hefði hitt Dar- ™
yl til að biðja hana um að skrifa um
stjómmál í tímaritið hans. Carolyn
á að hafa hefiit sín með því að fara
út á lífið með dularfúllum manni.
3
I
ÁTAK
BÍLALEIOA
554 6040
Askrifendur
aukaafslátt af
smáauglýsingum
i