Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1997, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1997, Qupperneq 3
FÖSTUDAGUR 21. MARS 1997 3 I>V Fréttir PHILIPS Réttur þingmanna til upplýsinga: Forsætisráð- herra vill leita lögfræöiálits - ráöherra greinir á um málið „Ég hvet forsætisráðherra til þss að láta framkvæma lögfræðilega út- tekt á þessu máli,“ sagði Svavar Gestsson, formaður þingfiokks Al- þýðubandalagsins, í utandag- skrárumræðum á Alþingi í gær um rétt þingmanna til upplýsinga um stofnanir og fyrirtæki í eigu ríkisins. „Ég get í sjálfu sér tekið undir það sjónarmið að fá lögfræðilega út- tekt í málinu," sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra í svarræðu sinni. Þetta var eiginlega eina niður- staðan sem fékkst í utandagskrár- umræðu um þetta mál. Ásta R. Jóhannesdóttir, þingkona Þjóðvaka, fór fram á umræðuna. Ástæðan var svar Halldórs Blöndal samgönguráðherra fyrr í vikunni við fyrirspurn hennar um laun stjórnenda Pósts og síma hf. Þá neit- aði samgönguráðherra að gefa þau upp. Hann taldi það ekki hægt þar sem fyrirtækið væri orðið hlutafé- lag, þó 100 prósent í eigu ríkisins. Menn greinir mjög á um þetta at- riði. Til að mynda er Finnur Ingólfs- son viðskiptaráðherra þeirrar skoð- unar að þingmenn eigi fullan rétt á að fá þessar upplýsingar þótt ríkis- hlutafélögum sé breytt í hlutafélög í eigu ríkisins. í svari Davíðs Oddssonar forsæt- isráðherra í gær kom fram að þetta væri umdeilanlegt samkvæmt hlutafélagalögum. Aðrir sögðu að það gengi ekki upp að Alþingi afsal- aði sér réttinum til að fá upplýsing- ar um ríkisfyrirtæki með því að gera þau að hlutafélögum. Ef það reyndist rétt yrði að taka breytingu ríkisfyrirtækja i hlutafélög til end- urskoðunar. Guðný Guðbjömsdóttir, þingkona Kvennalista, sagði það fara í vöxt að svör ráðherra til alþingismanna væru allsendis ófullnægjandi. Gagn- rýni þingmanna á svör ráðherra hefur farið vaxandi að undanfömu. -S.dór Tapa 52 milljónum um páskana: Fáránlegt aö velja þessa tímasetningu - segir Dagsbrúnarmaður „Við erum mjög ósáttir hér við það hvernig að þessari verkfallsboð- un hefur verið staðið. í stað þess að boða verkfall eftir páskana þá koma þarna þrír helgidagar sem við fáum ekkert kaup fyrir en hefðum annars fengið. Þar verðum við af 5.000 krónum á dag og ég er viss um að hver svo sem útkoma kjarasamn- inganna verður þá munum við vart ná því tapi á árinu,“ segir Guð- mundur Sigurðsson, félagi í Dags- brún. Guðmundur segir ekki óeðlilegt að reikna með 5.000 krónum á mann á dag og því megi reikna með því að verkfallsfólk tapi um 52 milljónum á því að Dagsbrún/Framsókn skyldi boða verkfall fyrir páska. „Það hafa flestir haft vit á því að fresta verkfalli fram yfir páska og þar með fær fólk þessa helgidaga bprgaða, þ.e. skírdag, föstudaginn langa og annan páskadag. Við fáum hins vegar ekkert og yfir því erum við ævareiðir," segir Guðmundur Sigurðsson. Á verkfallsvakt Dagsbrún- ar/Framsóknar var allt annað við- horf uppi þegar DV bar það undir menn hvort viðhorf Guðmundar væri hið almenna viðhorf, hvort mönnum fyndist almennt að tíma- setningin á verkfallinu væri röng. „Menn vissu alveg nákvæmlega á hvaða tímapunkti var verið að boða vinnustöðvunina og gátu allt eins búist við því að það drægist fram yfir páska að ná samningum. Við sjáum það bara á úrslitunum úr at- kvæðagreiðslunni í stóru samninga- nefndinni að menn voru ekkert að velta þessu fýrir sér þar. Við getum alltaf reiknað með því að einn og einn líti á þetta sem stóra málið en fjöldinn gerir það alls ekki,“ sagði maður sem DV talaði við á verk- fallsvaktinni í gær. -sv Vinsælasta kvikmynd alira tíma, Star Wars, var forsýnd í Háskólabíói á fimmtudaginn. Þeir Trausti Skúlason, Jóhann Pedersen, Þorsteinn L. Helga- son og Ómar Örn Hauksson grófu upp öll gömlu Star Wars-leikföngin sín og hafa stillt þeim upp í anddyrinu ásamt öörum fylgihlutum myndanna. FERÐATÆKI MEÐ GEISLASPILARA • 100 W PMPO magnari • Hátalarakerfi m/bassaendurvarpi • Fjarstýring • Slembival • Stafræn hljóðstjórn: Jazz, DBB o.a. • Incredible Sound - ofurhljómurinn frá Philips 'YYiunum efltir flé L e rmutcjciröornunum Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 569 15 OO http.//www.ht.is umboðsmenn um land allt MGDZ7 15.900 kr. FERÐATÆKI MEÐ GEISLASPILARA • 20 W PMPO • Tónjafnari • Lagaminni á geislaspilara «)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.