Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1997, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1997, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 21. MARS 1997 •k ★ ★ w menning ■& it 11 Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir J ón Leifs BIS útgáfufyritækið hefur nýverið sent á markað hljómdisk undir nafninu Geys- ir and Other Orchestral Works. Þar á er að fmna hljómsveitarverk eftir Jón Leifs í flutningi Sinfóníuhljómsveitar íslands. Stjómandi er Osmo Vánská en Japis dreifir. Þeim fjölgar nú stöðugt verkum Jóns Leifs sem gefin hafa verið út á hljómdiski. Tónlistaráhugafólk getur æ betur gert sér grein fyrir framlagi þessa sérstaka ís- lenska tónskálds til tónlistarinnar og ís- lenskrar menningar yfirleitt. Verkefna- valið á þessum diski er áhugavert m.a. vegna þess að það gefúr nokkra sýn yfir þroskaferil tónskáldsins. Þarna er að finna fyrsta hljómsveitarverk þess og einnig það síðasta ásamt öðrum mikil- vægum verkum. Hljómplötur Finnur Torfi Stefánsson Það er mjög fróðlegt að heyra fyrsta hljómsveitarverk hans „Trilogia piccola“ sem hann samdi rúmlega tvítugur. Þar koma fram, einkum í fyrsta þættinum, flest þau einkenni sem setja sterkan svip á síðari verk hans, þverstæðir þríhljóm- ar, þrástef og einfold einkar heildstæð form þar sem langvarandi stigmögnun í styrk er meðal helstu einkenna. Þessi sér- kenni verða öll mun skýrari í síðari verk- unum. Jón virðist hafa gert sér góða grein fyrir þvi í hverju hann var frábrugðinn öðrum tónskáldum og haft þrek og hug- rekki til þess að draga það fram og undir- strika, hvað sem áliti samtímans leið. Fyrir bragðið er arfur hans frumlegur, sjálfstæður. Forleikurinn að Galdra-Lofti stendur nokkuð sér á báti. Efniviður er þar fjöl- breyttari en algengast er hjá Jóni og með- ferð hans nokkru frjálslegri. Það er eins og tónskáldið sé að þreifa fyrir sér, hafi ekki enn sannfærst fullkomlega um hver hinn persónulegi tónn sé. Allar slíkar efa- semdir hafa hins vegar vikið í verkum eins og „Trois peintures abstraites" op. 44 og „Geysir“ op. 51. Þar er stíllinn fullmót- aður. Áherslan sem Jón leggur á sérkenni sín í þessum og sumum öðrum af síðari verkum sínum gengur stundum svo langt að jaðrar við einhæfni. Verkin fá vélræn- an svip. Slíku er hins vegar ekki til að dreifa i Hughreystingu, Intermezzo fyrir strokhljóðfæri, sem er mjög vel heppnað verk. Túlkunarhæfileikar stjómandans Vánská njóta sín þar sérlega vel. Flutningur Sinfóníuhljómsveitarinnar á þessum verkum er fýrsta flokks og frammistaða stjómandans með ágætum. Eitt af því sem setur mikinn svip á diskinn er valið á upptökustað, sem er Hallgrímskirkja með sínum mikla ómi. Hljómurinn er ríkur og litmikill eins og vænta mátti og merkilega skýr miðað við hinn mikla hljómburð og verður furðu lít- ið vart við óþægindi af hans sökum. Sum verkanna á diskinum era til í eldri upptökum. Þannig er fróðlegt að bera saman þessa upptöku af Geysi og Trois peintures við upptöku sem Sinfón- íuhljómsveit Islands gerði undir stjóm Pauls Zukofskys fyrir nokkrum árum. Þar er farin leið í flestu þveröfug þeirri sem Vánská velur. Upptakan er mjög Þjóðarbókhlaðan í París. Nýtt kennileiti í heimsborginni. Franska bóka- safnið fékk verðlaunin Mies van der Rohe Pavilion verð- launin í evrópskri húsagerðarlist voru fyrir skömmu veitt í fimmta sinn. Það var þjóðarbókhlaðan nýja í París, teiknuð af arkitektinum Dominique Perrault, sem þau hlaut i þetta sinn. Þjóðarbókhlaðan var valin úr hópi 127 bygginga sem til greina komu fyrir árið 1996, en 35 komust í undanúrslit. Úrskurðurinn var kveðinn upp 10. mars á fundi verð- launanefndarinnar í Þessalóníku, sem er menningarborg Evrópu 1997. Formaður nefndarinnar var Fritz Neumeyer og með honum sátu sjö aðrir nafnfrægir arkitektar. Verðlaunin eiga að auka áhuga almennings á menningarlegu gildi nútímahúsagerðarlistar og áhrifum hennai’ á þróun evrópskra borga. Þau vora sett á fót fyrir tíu árum af Evrópuráðinu og Mies van der Rohe stofnuninni i Barcelona, en húsa- kynni hennar era álitin gott dæmi um nýjungar í húsagerðarlist. Myndabók um verkin 35 sem til greina komu verður gefin út á ár- inu. í rökstuðningi dómnefndar segir að Franska þjóðarbókhlaðan hljóti verðlaunin í ár vegna þess hvað hún setji mikilsverðan svip á borg- ina. Hún er fyrsta stórhýsið á vinstri bakka Signu í austurborg- inni og opnar umtalsvert rými í kringum sig sem kallast á við önn- ur kunn torg borgarinnar. Tumam- ir fiórir eiga eftir að verða kenni- leiti í borginni, viðmiðanir íbúa hennar og gesta líkt og önnur lóð- rétt minnismerki enn þá frægari. Efsti hluti þeirra er upplýstur á kvöldin svo að þau speglast glæsi- lega í ánni bæði á nóttu og degi. Enn fremur var dómnefiidin hrif- in af þvi hvemig bókasafhið er líka hugsað sem rannsóknarstofnun í hugvísindum. Vísanir, berg- mál, áhrif eða hvað? Breski rithöfundurinn Graham Swift hlaut Booker-verðlaunin á dögunum, mestu viðurkenn- ingu sem breskur rithöfundur getur hlotið í heimalandinu, fyrir skáldsögu sína Last Orders (sem þýða mætti lauslega með Hinstu fyrirmæli). í lesendabréfi til ástralska dagblaðsins The Australian segir John Frow, kennari við háskól- ann í Queensland, að margt í byggingu og efni Last Orders minni á skáldsöguna As I Lay Dying (Meðan ég lá á banabeði) eftir William Faulkner, sem kom út 1930. „Það er erfitt að taka á svona málum," skrifar hann, „en lánið (ef þetta er lán) er umtalsvert. Bók Faulkners fjallar um flutninginn á líki Addie Bundren til Mississippi þar sem á að jarða hana; Last Orders fjallar um flutninginn á ösku Jack Dodds sem á að dreifa yfir hafið við Margate. As I Lay Dying er sögð í stuttum fyrstupersónufrásögnum nokkurra að- ila; Last Orders notar nákvæmlega sömu byggingu, jafnvel passar saman röðin á einstökum köflum." Times Literary Supplement segir að margir rithöf- undar hafi risið upp til vamar Graham Swift. Philip Hobsbaum leit eins og fleiri alveg fram hjá skyldleika í byggingu og fannst ástæðulaust að þrefa um þótt efni væri svipað í tveim skáldsögum, annað eins hefði nú gerst, og Julian Bames sagði: „Þegar Brahms skrifaði fyrstu sinfóníuna sína var hann sak- aður um að hafa notað stef úr Níundu sinfóníu Beet- hovens. Svar hans var að hver bjáni gæti séð það!“ Graham Swift var fljótur að kvitta fyrir skuldina við Faulkner og orðaði það svo að bók hans geymdi „bergmál" af sögu Faulkners. En það sem breskum áhugamönnum um bókmenntir finnst merkilegast er að dómnefnd Booker-verðlaunanna skyldi ekki ræða þetta, því gagnrýnandi The Times hafði raunar haft orð á þessu í ritdómi um bókina þegar hún kom út. Tveir dóm- nefndar- manna hafa tjáð sig um málið og sagt að þeim hafi aldrei dottið í hug skyld- leiki milli þessara tveggja verka - ein- faldlega af því að þeir höfðu aldrei lesið bók William Faulkner: var hann stældur? Heimur Guðríðar í Kópavogi Næsta sýning á Heimi Guðríðar eftir Steinunni Jó- hannesdóttur er í Kópavogskirkju á sunnudaginn kl. 17. Leitin að fjársjóðnum í Leitinni að fjársjóðnum tekur ungur áheyrandi eða lesandi þátt í að búa til söguna með því að finna hin ýmsu kennileiti sem máli skipta á myndunum. Símon frændi - sem er sjóræningi - kemur í heimsókn til Maríu litlu og fer með hana í fjársjóðsleit. Ótal hætt- ur verða á vegi þeirra, en fjársjóð- urinn er sannarlega erfiðleikanna virði. Sagan er eftir Susönnuh Leigh en teiknarinn heitir Brenda Haw. Vaka- Helgafell gefúr út. Jón Leifs - haföi hugrekki til aö standa sér. þurr, nákvæmni og skýrleiki dregin fram á fremstu brún með eindrægni sam- bærilegri þeirri sem tónskáldið hamr- ar með á sérkennum sínum í tónlist- inni. Hvor leiðin er betri er aö sjálf- sögðu smekksatriði, en gaman er að hafa báðar við höndina. Ekki er hægt að skilja við disk þennan án þess að nefna ágæta rit- gerð Hjálmars H. Ragnarssonar í fylgibæklingi þar sem fjallað er um tónskáldið og verkin af góðum skiln- ingi og þekkingu. Nú fær Böðvar fréttirnar Við sögðum frá því í fyrradag að Böðvar Guð- mundsson hefði ekkert frétt af kvikmyndun hóka sinna, en nú getum við sagt honum að útgefandi hans, Mál og menning, sem hefúr fullt umboð Böðv- ars til að semja fyrir hans hönd, hafi gefiö Kvik- myndafélaginu Umba leyfi til að sækja um styrk til Menningarsjóös útvarpsstöðva til að kvikmynda verðlaunasögur hans. Umbi hefur því tryggt sér for- kaupsrétt að þessum verkum og era samningar á lokastigi. Þá er bara að slá á þráðinn til höfundarins. Námskeið í biblíulestri I dymbilvikunni, nánai- tiltekið á þriðjudagskvöld- ið kemur, hefst námskeið á vegum Endurmenntunar- stofiiunar HÍ um Biblíuna, sögu hennar, tilurð, áreið- anleika og áhrif. Námskeiðið tekur fimm þriðjudags- kvöld og kennari verður Sigurður Pálsson guðfræð- ingur, framkvæmdastjóri Hins íslenska Biblíufélags. Upplýsingar og skráning í síma 525 4923/24. Myndverk Magnúsar Á pálmasunnudag verður opnuð sýning á verkum Magnúsar Tómassonar myndlistarmanns í anddyri Hallgrímskirkju í Reykjavík. Þetta era verk með trú- arlegu ívafi og hefur sýningin þann tilgang að vekja jafnt kirkjugesti sem aðra gesti til umhugsunar um píslargöngu og upprisu Krists. Tveim vikum seinna, eða sunnudaginn 6. apríl, verður haldið Sjónþing um Magnús og verk hans í Gerðubergi og sama dag verður opnuð sýning á nýj- um verkum hans á Sjónarhóli. Magnús Tómasson beygir sig undir ok. Icarus í Listaklúbbnum Á mánudagskvöldiö koma í heimsókn í Listaklúbb Leikhúskjallarans góðir gestir frá Hollandi. Þetta er Icarus-kvintettinn sem var stofnaður 1991 og leikur barokk-tónlist og tónlist frá endurreisnartímanum. Kvintettinn leikur bæði þekkt verk og lítt þekkt, mestmegnis á gömul hljóðfæri, og hefur fengið af- burða dóma fyrir leik sinn. Hann er nú á leið í tón- leikaferð um Bandaríkin. Tónleikamir era haldnfr í samráði við Ræðisskrif- stofu Hollands á íslandi og hefjast kl. 21, en húsið er opnað kl. 20.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.