Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1997, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1997, Síða 20
32 FÖSTUDAGUR 21. MARS 1997 íþróttir unglinga Bikar- og meistaramótið í íslenska fimleikastiganum 1997: .Jafnvægissláin er langerfiðust“ - sögðu stelpurnar eftir keppnina í fimleikastiganum Þaö voru glæsileiki og tign í fyrirrúmi í Laugardalshöll um síð- ustu helgi - þar fór nefnilega fram bikar- og meistaramótið í íslenska fimleikastiganum. Á laugardegin- um, 15. mars, var bikarmótið á dag- skrá, sem er liðakeppni, og voru lið Ármanns mjög sigursæl en þau sigr- uðu í báðum þrepum pilta og þrem þrepum stúlkna af fjórum, sem er frábær árangur. Á sunnudeginum, 16. mars, fór Umsjón Halldór Halldórsson siðan fram íslandsmeistaramótið í íslenska fimleikastiganum sem er einstaklingskeppni í áhaldaleikfimi sem er samin af tækninefndum og byrjar 1 4. þrepi. Keppendur halda siðan áfram upp stigann eftir að þeir hafa náð ákveðnum stigafjölda í hverju þrepi og enda loks í frjálsum æfingum. Til að fá að keppa á þessu móti verða keppend- ur að hafa náð tilteknum stiga- fjölda. Mótin voru mjög skemmtileg enda í góðri umsjón Ármanns. slandsmeistarar f fimleikastiganum, sem fór fram á sunnudeginum, frá vinstri; Róbert Kristmannsson, Gerplu, og Jónas Valgeirsson, Árm. (jafnir í 4. þrepi), Saga Huld Benediktsdóttir, Gerplu (3. þrepi), Hiidur Jónsdóttir, Björk (4. þrepi), Aðaiheiöur Gunnarsdóttir, Árm. (2. þrepi), Lilja Erlendsdóttir, Gerplu (1. þrepi) og Viktor Kristmannsson, Gerplu (sigurvegari í 3. þrepi). DV-myndir Hson í liðakeppni bikarmótsins á laugardeginum voru Ármannskrakkarnir sterkir. Hér er lið félagsins sem sigraði í 3. þrepi, frá vinstri, aftari röð: Ásdís Björk Pétursdóttir þjálfari, Sóley Valgeirsdóttir, Guöríður Guölaugsdóttir, Hrefna Halldórsdóttir og Vilborg Hlöðversdóttir. Fremri röö frá vinstri, Ásdís Guðmundsdóttir, Sif Baldursdóttir, Mfa Jónsdóttir og Birta Benónýsdóttir. Ármannsliðið vann 3. þrepið: Asdís er uppáhalds- Ásdis Björk Pétursdóttir, þjálfari Ármannsliðsins, sem sigraði í 3. þrepi á laugardeg- inum, er í miklu uppáhaldi hjá „stelpunum sínum“. „Uppáhaldsfimleikakonan okkar er hún Ásdís Björk,“ sögðu þær allar einum rómi og eru það góð tíðindi fyrir félagið að hafa svona vin- sælan þjálfara innanborðs. Ásdís hefur að auki verið ís- landsmeistari í þolfimi síð- astliðin tvö ár og ekki spillir það fyrir. Annars verður það að segjast eins og er að fim- leikadeildimar hafa ávallt haft á að skipa góðum þjáifur- um sem hafa, að því er séð verður, sýnt krökkimum til- litssemi og hlýhug og hvatn- ingar þeirra til bamanna hafa ávallt verið með jákvæð- um tóni sem er mikilvægt. Sem betur fer er mikið af menntuðum og góðum leið- beinendum fyrir ungt íþrótta- fólk í landinu - og þeim fer fjölgandi. Enda þarf svo að vera ef vel á að takast. fslandsmótið í tennis unglinga: DV íslenski fimleikastiginn: Úrslit Hér á eftir fara úrslit í bikar- og meistaramóti íslenska fim- leikastigans sem fór fram um sl. helgi. Bikarmótiö á laugardag 3. þrep, piltar 1. Ármann................. 278,46 2. Gerpla................. 269,85 4. þrep, piltar 1. A-lið Ármanns.......... 279,95 2. Gerpla................. 268,80 3. B-lið Ármanns.......... 250,35 1. þrep, stúlkur 1. Ármann................. 94,281 2. Björk...................91,870 3. Gerpla...................82,46 2. þrep, stúlkur 1. Ármann...................80,189 3. þrep, stúlkur 1. Ármann................ 160,498 2. Gerpla................ 150,857 4. þrep, stúlkur 1. Grótta................ 169,834 2. Björk................. 169,647 3. KR.....................161,756 Fimleikastiginn á sunnudag 3. þrep, piltar 1. Viktor Kristmannss., Gerplu. 56,30 2. Steinn Finnbogason, Gerplu . 54,70 3. Amar Vilbergsson, Gerpiu .. 54,50 4. þrep, piltar 1.-2. Róbert Kristmannss., Gerp. 56,45 1.-2. Jónas Valgeirsson, Árm . . 56,45 3. Friörik Benediktsson, Gerplu 55,65 1. þrep, stúlkur 1. Lilja Erlendsdóttir, Gerplu . 33,082 2. Marín Þrastardóttir, Björk . 31,766 3. Ema Sigmundsdóttir, Árm . 31,283 2. þrep, stúlkur 1. Aðalheiður Gunnarsd., Árm 31,883 2. Vala V. Guðmundsd., Árm . 29,716 3. Sóldís L. Benjaminsd., Árm. 24,882 3. þrep, stúlkur 1. Saga Benediktsd., Gerplu .. 35,717 2. Hrefna Halidórsdóttir, Árm. 35,716 3. Sóley Valgeirsdóttir, Árm. . 33,266 4. þrep, stúlkur 1. Hildur Jónsdóttir, Björk . . . 35,933 2. Kristbjörg T. Ásbjömsdóttir 35,482 3. Dasia Kolomenska, Gróttu. . 35,400 „Sláin erfiðust" Stelpumar, sem urðu íslands- meistarar í fimleikastiganum, sem keppt var í á sunnudeg- inum, vom á einu máli um að jafnvægissláin hefði verið lang- erfiðust. „Jú, hún var erfið en um leið skemmtileg - og þetta er búið að vera frábær dagur, alveg ógleymanlegur," sögöu krakk- £imir. Landskeppni gegn írum Þess má geta að nýverið var valið landsliðið í fimleikum 1997 og næstkomandi laugardag, þ.e. 22. mars, verður keppt við íra og má segja að þetta sé upphitun fyrir smáþjóðaleikana, sem haldnir verða hér á landi í sumar, en þar verður keppt í fyrsta sinn í fimleikum. Keppnin fer fram í Laugardalshöll og hefst kl. 13,00. „Tennis er skemmtileg íþrótt" - sagði Ingunn í Fjölni sem sigraði í flokki 14 ára íslandsmótið i tennis 10-16 ára fór fram um síðustu helgi í Tennis- höllinni í Kópavogi. Góð þátttaka var og ljóst að vinsældir tennis- íþróttarinnar aukast hægt og síg- andi. Fjölnir hlaut fiesta meistara eða 4, TFK 2 og BH og Umf. Bessastaða- hrepps 1 meistara hvort. Gaman í tennis Ingunn Erla Eiríksdóttir, Fjölni, varð meistari í keppni 14 ára. „Mér finnst mjög gaman í tennis enda er það skemmtileg íþrótt. Það er mjög mikill tennisáhugi í Fjölni," sagði Ingunn. Aöstaöan er nokkuð góð Heiða, Brynhildur og Bergþóra eru allar í Umf. Bessastaðahrepps: „Aðstaðan er nokkuð góð í íþróttahúsinu á Álftanesi og við æfum reglulega. Þetta er þriðja árið okkar í tennis og þetta er alveg frábær íþrótt - auðvitað ætlum við okkur að ná langt,“ sögðu stúlkurn- ar úr UMFB. Úrslit Stelpur, 10 ára og yngri: 1. Rakel Pétursdóttir............Fjölni 2. Kolbrún Hallgrinisdóttir.......Fjölni 3. Lilja Dögg Vignisdóttir...........TFK Stelpur, 12 ára og yngri: 1. Sigurlaug Sigurðardóttir.........TFK 2. Nina Cohagen...................Þrótti 3. Sunna Friðbertsdóttir..........Fjölni Stelpur, 14 ára og yngri: 1. Ingunn Erla Eiríksdóttir......Fiölni 2. Sigurlaug Sigurðardóttir..........TFK 3. Ingibjörg Snorradóttir.........Fjölni Stelpur, 16 ára og yngri: 1. Rakel Pétursdóttir............Fiölni 2. Ingunn Erla Eiríksdóttir....Fjölni 3. Ingibjörg Snorradóttir.....Fiölni Strákar, 10 ára og yngri: 1. Sturla Óskarsson...........Fjölni 2. Gunnar H. Gunnsteinsson........BH 3. Erik Bjarnason..................BH Strákar, 12 ára og yngri: 1. Margeir Ásgeirsson.............BH 2. Kári Pálsson..............Vikingi 3. Þórir Hannesson.............Fjölni Strákar, 14 ára og yngri: 1. Jón Axel Jónsson.......Umf. Bess. 2. Eyvindur A. Pálsson............BH 3. Andri Jónsson..................BH Strákar, 16 ára og yngri: 1. Amar Sigurðsson...............TFK 2. Davíð Halldórsson..............TFK 3. Jón Axel Jónsson.......Umf. Bess. Krakkamir sem skipuðu efstu sætin í íslandsmótinu eru mjög lof- andi og gætu náð langt í tennis- íþróttinni - en bara ef rétt er á málum haldið. Þessir krakkar voru að keppa í undanrásunum þegar DV kom á staðinn sl. laugardag. Frá vinstri: Ingunn Erla Eiríksdóttir, Fjölni, sem vann í flokki 14 ára, Heiða Björk Ingvarsdóttir, Umf. Bess., Brynhildur Jónasdóttir, Umf. Bess. og Bergþóra Magnúsdóttir, Umf. Bess. DV-mynd Hson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.