Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1997, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1997, Side 6
 LAUGARDAGUR 22. MARS 1997 6 utlönd Jeltsín og Clinton kátir eftir fundinn í Helsinki í gær: Sammála um annað en stækkun NATO í austur Bill Clinton Bandarikjaforseti og Borís Jeltsín Rússlandsforseti inn- sigluðu samstarf sitt með samkomu- lagi um allt frá kjarnorkuflaugum til efnahagsaðstoðar á fundi sínum í Helsinki í gær en ekki tókst þeim að jafna ágreining sinn um stækkun Atl- antshafsbandalagsins (NATO) til austurs. Forsetarnir sögðu að þrátt fyrir ósamkomulagið um stækkun NATO hefði fundur þeirra heppnast vel og þeir hétu því að draga úr spennu vegna stækkunaráformanna eins og kostur væri með þvi að efla tengsl Rússlands og bandalagsins. „Þetta var frábært," sagði Clinton hress í bragði að loknum sameigin- legum blaðamannafundi þeirra. „Ég get sagt ykkur að hann (Jeltsín) hefur það mjög gott og mér líður vel.“ Jeltsín og Clinton ætla að taka höndum saman um að blása lífi í markaðsvæðingu efnahagslífsins í Rússlandi, efla erlendar tjárfestingar og viðskipti til þess að rússneska þjóðin fái að njóta afraksturs umbóta- stefnu stjórnar Jeltsíns. Þá gáfu forsetarnir ádrátt um enn frekari niðurskurð á langdrægum kjarnavopnum þannig að þau verði aðeins um fimmtungm- af því sem mest var í kalda stríðinu. Þeir náðu einnig samkomulagi um takmörkun annars konar vígbúnaðar. Clinton sagði að markmiðið með þessu öllu væri að byggja upp óskipta og lýðræðislega Evrópu í fyrsta sinn í sögunni. Fundur leiðtoganna, sem fór fram í embættisbústað Marttis Ahtisaaris við ísilagt Eystrasaltið, stóð ekki nema í rétt rúmar fjórar klukku- stundir. Bæði Clinton og Jeltsín sögðust vera reiðubúnir að leita málamiðlana í erfiðum ágreiningsmálum og virtust staðráðnir í að gera að engu spár um að fundurinn mundi fara út um þúfur vegna ágreiningsins um NATO. Stjómvöld í Moskvu eru hörð í andstöðu sinni gegn inngöngu fyrrum bandalagsþjóða Sovétríkjanna sálugu í NATO þar sem slíkt mundi ein- angra Rússland og ógna öryggi þess. Stjórnvöld í Washington segja að ekki verði hvikað frá þeirri ákvörðun að taka inn ný aðildarríki og að Evrópa öll muni hagnast á því. Reuter stuttar fréttir Dýrara að hlæja Malcolm Kushner, kímniráð- gjafi margra amerískra stórfyrir- Ítækja, segir að það hafi verið þremur prósentum dýrara að hlæja á undanfómum tólf mánuð- um en árið á undan, ef miðað er við 16 þátta hláturvísitölu. Ægivald brennivínsins Einn af hverjum tuttugu Bret- um er ofurseldur áfengi, eða meira en tvisvar sinnum fleiri en era háðir öllum öðrum fikniefn- um. Afleiðingarnar eru ofbeldis- | glæpir, skipbrot fjölskyldna og milljónir tapaðra vinnudaga. f- Fast á hæla Asíu Kynferðisleg misnotkun á : börnum í rómönsku Ameríku er að verða jafn mikil og hún er í , Asíu, segja sérfræðingar á þingi í Argentínu. Land vonarinnar Hillary Rodham Clinton, for- setafrú í Banda- ríkjunum, hlóð Suður-Afriku- menn lofi í gær og kallaði land þeirra land von- arinnar, áður en hún og Chel- sea dóttir hennar héldu áfram fór sinni um nokkur ríki Afríku. Of margir arabar Nærri tveir þriðju hlutar Frakka telja að of margir arabar búi í Frakklandi, jafnvel þótt flestir þeirra harmi um leið kyn- þáttafordóma, segir í nýrri skýrslu um mannréttindamál. Lenín ekki bjargað Tillaga um að koma í veg fyrir að lík Leníns verði flutt úr graf- hýsinu í Moskvu og jarðsett var felld í rússneska þinginu. Reuter Hlutabréfamarkaður: Enn lækkun Gengi hlutabréfa Evrópu og Wall Street hafa lækkað nokkuð síðustu daga eftir að Alan Greenspan, banda- ríski seðlabankastjórinn, varaði við því að vextir í Bandaríkjunum kynnu að hækka strax í næstu viku. í London var á fimmtudaginn lokað á nokkuð hærra gengi en því sem verst lét þann daginn og í Frankfurt var gengi hluta- bréfa komið niður fyrir svokallaðan sálfræðiþröskuld en hann er miðaður við 3300 stig. Lokaverð á fimmtudag var 3264,67. Frí var á markaðinum í Tokyo í fyrradag en tölur frá miðviku- degi sýna að gengi hlutabréfa hafði hækkað nokkuð frá fyrri viku. Enn má greina lækkun í Hong Kong. Bensínverð hækkaði nokkuð í lok vikunnar þegar vonir stóðu til mikillar sölu til Bandaríkjanna. Tonnið af 95 oktana bensíni fór í 216 dollara tonnið og 98 oktana í 220 dollara. Um er að ræða sex dollara hækkun á milli vikna. -sv Kona sem særðist í sprengjuárásinni á kaffihúsið í Tel Aviv í gær rekur upp öskur um leið og hún er flutt á brott. Símamynd Reuter Þrír týndu lífi í sjálfsmorðsárás á kaffihús í Tel Aviv: Palestínumenn og ísraelar kenna hvorir öðrum um Yasser Arafat, forseti Palestínu- manna, fordæmdi sprengjutilræði sem var þremur að bana á kaffihúsi í Tel Aviv i gær og talsmaður hans vís- aði reiðilega á bug ásökunum ísrael- skra stjórnvalda um að Arafat bæri óbeint ábyrgð á árásinni. Talsmaðurinn, Marwan Kanafani, kallaði Benjamin Netanyahu, forsæt- isráðherra ísraels, lygara vegna ásakananna á hendur Arafat og sagði að ísraelski leiðtoginn bæri sjálfur ábyrgð á blóðbaðinu. Kanafani sagði í viðtali við Reuters fréttastofuna að Arafat hefði hringt í Ezer Wizman, forseta ísraels, og for- dæmt hryðjuverkið. Þrír týndu lífi í sprengingunni, þar á meðal Palestinumaður sem var með sprengjuna á sér, og 43 hlutu sár, að sögn lögreglunnar. Sprengjan sprakk á útisvæði kaffi- hússins þar sem fjölskyldur voru að slaka á í hádeginu og búa sig undir frídag gyðinga. Yfirmenn öryggismála í ísrael höfðu varað við hugsanlegum ofbeld- isverkum Palestínumanna, þar á með- al sjálfsmorðsárásum, vegna fram- kvæmda við nýja byggð gyðinga í ar- abíska hluta Jerúsalem. Maður sem hringdi f lögregluna sagði að skæruliðasamtökin Hamas bæru ábyrgð á tilræðinu. Talsmaður hinna róttæku samtaka Alþýðufylkingarinnar til frelsunar Palestínu sagði í gær að Netanyahu skyldi búa sig undir frekari árásir af hálfú Palestínumanna þar sem hann hafnaði friðargerð við araba. Reuter Kauphallir og vöruverð erlendis 216 S/t D J F M *s*i 220 210 $/t D n»v»jj Major verst { ásökunum um spillingu John Major, forsætisráðherra >; Bretlands, bar í gær til baka nýj- ar ásakanir í fjölmiðlum um spillingu í íhaldsflokknum. Hann sagði það tóman þvætting að hann hefði leyft þingmann- * inum Tim Smith að gegna áfram embætti aðstoðarráðherra í mál- efnum Norður-írlands árið 1994 | eftir að honum hafði verið skýrt íi frá því að Smith hefði þegið fé ' fyrir að bera upp spumingar í j þinginu fyrir kaupsýslumenn. Svíar óhressir út í ESB vegna þorskkvóta Svíar hafa fengið minni þorsk- , kvóta í Eystrasaltinu en þeim var lofaö í samningaviðræðunum um inngöngu í Evrópusambandið í árið 1995 og þeir undirbúa nú málsókn á hendur ráðherranefnd ESB, að sögn sænska blaðsins Dagens Nyheter. Sjávarútvegsráðherrar ESB ákváðu kvótann í desember á síð- i; asta ári. Belgar vom óhressir með langlúrukvótann sem þeim var skammtaður og Svíar með þorskkvótann. Ráðherramir höfðu hugsað sér að kvótaskipt- « ingin skyldi leyst með samning- um við Þjóðverja og Dani. Finnist hins vegar ekki lausn á málinu fljótt, er bara dómstólaleiðin eftir. Fagna játning- um tóbaks- framleiðanda Sérfræðingar í krabbameini og j hjartasjúkdómum fögnuðu í gær óvæntum játningum forráða- manna bandaríska tóbaksfram- leiðandans Ligget um að sígarett- ureykingar væm skaðlegar hefls- 1 unni og ávanabindandi. Liggett komst að samkomulagi ; við 22 fylki í Bandaríkjunum sem höfðu farið í mál við tóbaksfram- leiðendur til að reyna að endur- heimta útlagðan kostnað vegna 1 læknismeðferðar á reykinga- mönnum. | „Þetta er upphafið að endalok- 1 um 40 ára blekkingarleiks," sagði Richard Peto sem starfar hjá krabbameinsrannsóknarstofnun í Englandi. Hann mun bera vitni sem vísindamaður í málaferlum sem hefjast i Missisippi í júní. ITalið er að játningar forráða- manna Liggett muni hafa víðtæk- ar afleiöingar um heim allan og að þær geti leitt til mikfls fjölda lögsókna. Eiginkona Jeltsíns forð- ast sviðsljósið | Naína Jeltsín, eiginkona Rússlandsforseta, fór í skoð- unarferð um Helsinki i gær á meðan eiginmaður hennar ræddi við Clinton Bandaríkjafor- seta en henni tókst þó að mestu að forð- ast sviðsljós fjölmiðla, 1 nokkuð sem ekki hefði verið : hægt ef bandariska forsetafrú- I in hefði einnig verið i bænum. Eeva Ahtisaari, forsetafrú | Finnlands, fylgir rússneskri : stallsystur sinni í félagsmiö- I stöð aldraðra og í barnaskóla, auk þess sem þær kíktu að- eins í búðir. Á aðalmarkaði Helsinki smakkaði Naína kalt, I reykt hreindýrakjöt sem hún sagði algjört lostæti. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.