Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1997, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1997, Side 31
LAUGARDAGUR 22. MARS » helgarviðtalið Helga Bachmann leikkona missti mann sinn úr banvænum sjúkdómi og leikur nú konu sem er að missa mann sinn úr krabbameini: Helga Bachmann er ein ástsælasta leikkona íslendinga og minnisstæö leikhúsgestum í ótal hlutverkum frá farsælum ferli í yflr flörutíu ár. Nú leikur hún á stóra sviði Þjóðleik- hússins hlutverk Múttu í átakaverki Tennessee Williams, Köttur á heitu blikkþaki. Eiginmaður hennar, Helgi Skúlason, átti að leika á móti henni hlutverk Pápa en eins og kunnugt er lést hann 30. september síðastliðið haust. Helga er alin upp við Óðinsgötuna og býr núna við Suðurgötu. Alla sína starfsævi hefur hún unnið í miðbæn- um, fyrst í Iðnó og síðan í Þjóðleik- húsinu. Það var vel við hæfi að taka þetta viðtal á Hótel Borg, heimsborg- aralegasta veitingastað borgarinnar. Lásu leikritið saman í sveitinni Auk þess að vera fastráðinn leik- ari við Þjóðleikhúsið situr Helga í leikritavalsnefnd hússins. Ég spurði hana hvort hún hefði átt þátt í að velja Kött á heitu blikkþaki. „Minnsta kosti var ég samþykk því að taka það til sýninga," svarar hún. „Ákvarðanir eru bomar undir alla í nefndinni og við förum öll yfir verkin sem koma til greina. Þjóðleik- hússtjóri þarf ekki að taka mark á niðurstöðum nefndarinnar en Stefán Baldursson vill hafa samvinnu um valið. Það hefur staðið til þrisvar í stóru leikhúsunum í Reykjavík að sýna Kött á heitu blikkþaki en alltaf kom eitthvað í veg fyrir það. í fyrsta skipti held ég að Herdís Þorvalds- dóttir hafi átt að leika Maggie. Seinna hafa Tinna Gunnlaugsdóttir og Edda Heiðrún Backman verið nefndar í það hlutverk og einu sinni var Amór Benónýsson í myndinni sem Brick. Síðastliðið vor var okkur Helga sagt að við hefðum verið valin til að leika eldri hjónin og Stefán sagði mér í haust að verkið hefði ekki síst verið valið vegna Helga. Við eigum sumarbústað austur í Hreppum sem við höfum notað mikið og við fórum með leikritið austur 1 fyrrasumar og lásum það í sveitinni." Sumarbústaðurinn heitir Stekkjar- holt og er í landi Birtingaholts sem er ættaróðal Helga Skúlasonar í móð- urætt. Fyrsta húsið sem reis þar var gjöf frá Gísla Halldórssyni. „Hann kom niður í Iðnó þegar við vorum að ljúka sýningu á Fjalla- Ey- vindi haustið 1967 og sagðist ætla að gefa okkur hús! Það reyndist vera æskuheimili Þórhalls Sigurðssonar leikstjóra, Sigurður Guðmundsson ritstjóri hafði átt það en pabbi Þor- steins Ö. Stephensens hafði byggt húsið til að konan hans gæti selt mjólk. Hana langaði svo til að opna mjólkurbúð. Við þáöum húsið og eitt nísting- skalt októberkvöld árið eftir ókum við með það austur. Það var tíu stiga gaddur og tíu vindstig, hryllileg nótt. Þegar við fórum yfir brýr þurftum við að setja kubba undir húsið og lyfta því upp fyrir handriðin. Þetta tók alla nóttina en það tókst. Árið 1988 jörðuðum við þetta hús. Það var búið. Við grófum því gröf og stugguðum því ofan í hana og kveikt- um í því. Svo gróðursettum við tré og blóm á leiðinu. Og keyptum nýtt hús, helmingi stærra, á Selfossi, sem við settum niður á grunninn. Við náðum að koma í það einu sinni saman i haust eftir að við rafvædd- um það. Ein heimsókn áður en Helgi veiktist en það var nóg. Það er dá- samlegt hús.“ En um sumarið áður en ljósin komu lásu þau saman Kött á heitu blikkþaki til að búa sig undir vetur- inn, þó að ekki ætti að fara að æfa verkið fyrr en í desemberlok. En hvernig fannst Helga og Helgu, sem sjálf höfðu verið gift í yfir flörutíu ár, eins og persónurnar sem þau áttu að leika, að segja setningar þeirra hvort við annað. Og þá sérstaklega: Hvemig fannst henni að hlusta á þessar hræðilegu setningar Pápa af vörum eiginmanns síns? „Það má ekki taka þær svo bók- staflega," segir Helga. „Við verðum að muna að Mútta segir hvað eftir annað að hann sé ekki með sjálfum sér; spyr hvað hafi hlaupið í hann og vonar að hann hafi ekki meint þessa hræðilegu hluti sem hann sagði við hana. „Ég ætla ekki að leyfa þér að haga þér svona, ekki einu sinni á af- mælisdaginn þinn,“ segir hún við hann. Hann hefur aldrei látið svona fyrr og það segir okkur að það er dauðaóttinn sem hefur hann á valdi sínu. Hann veit að hann er fárveikur og er heltekinn skelfingu og lífsþrá og heift hans verður kannski ennþá meiri vegna þess að hann er hrædd- ur um að hún viti eitthvað sem hann veit ekki. Þau hafa verið saman í 45 ár og þekkja hvort annað út og inn og hún talar ekki svona við hann út í bláinn. Greddutalið í honum sprettur að mínu mati líka af dauðaótta og karla- komplex og er held ég vel þekkt í sál- arfræði. Mútta er í mínum augum í fyrsta, öðru og þriðja lagi móðir. Sumar konur eru meiri kynverur en aðrar og þessi kona er fyrst og fremst móð- ir og í annan fótinn óskaplega barna- leg. En um leið hefur hún þetta stolt sem hún getur gripið til. Hún er aldr- ei beint skemmtileg en mér finnst eitthvað viðkunnanlegt við hana.“ Vertu ekki að hanga yfir már! Helga og Helgi fengu ekki að leika par í Ketti á heitu blikkþaki eins og þau höfðu leikið svo oft saman áður - Kára og Höllu í Fjalla-Eyvindi, Heddu Gabler og Eilert Lövborg, Stefán og Sigrúnu í Sumrinu ’37, Carlottu og Eugene í Seið skugg- anna. Og þau fengu engan frest til að venja sig við þá tilhugsun saman. „Dauðastríð Helga tók einn klukkutíma," segir Helga. „Hann hafði greinst með illkynja æxli í lunga tíu dögum fyrr og átti að hefla lyflagjöf þennan dag, 30. september. Æxlið var nánast einangrað og hann var hjá mjög góðum lækni, Sigurði Árnasyni, sem er sérfróður um krabbameinslyf og heldur fyrirlestra um þau um allan heim. Þessa helgi var hann einmitt að tala á ráðstefnu í Finnlandi og var ekki kominn heim þennan mánudag en hafði mælt með þessu kraftaverkalyfi sem Helgi átti að byrja að fá þennan dag. Helgi átti að mæta uppi á spítala klukkan níu og ég rumskaði þegar hann fór á fætur og sagði að ég ætl- aði með honum til að geta komið með bílinn til baka. Og Helgi segir: „Nei, hvaða vitleysa, ég tek leigubíl. Sofðu bara.“ En ég fór á eftir honum niður og sagðist ætla að skella yfir mig kápu og fara með. Þá kom þessi klassíska setning: „Nei, láttu ekki svona, ástin mín, vertu ekki að hugsa um mig - sofðu bara áfrarn.” Það var alltaf svoleiðis þegar hann var eitthvað lasinn að hann vildi ekki að ég væri að hanga yfir hon- um, eins og hann orðaði það. Ég þekki þig, sagði hann, ég veit að þig langar til að hitta fólk, gerðu það, vertu ekki að hanga yfir mér! Ef þetta stríð hans hefði orðið langt þá hefði ég oft fengið að heyra þessa setningu. Klukkan hálfþrjú fór ég til hans. Þá var hann kominn með vatn í æð vegna þess að það hafði fundist vatn við lungað og það er rekið burt með vatni í stað þess að reyna að soga það út, sem er miklu óþægilegra. Ég sat hjá honum rúman klukkutíma og við töluðum um heima og geima þangað til ég fann að hann mátti helgarviðtalið 4 UV LAUGARDAGUR 22. MARS 1997 -t ekki reyna svona mikið á sig, hann þurfti að fá hvíld. Svo ég bað hann að hringja heim ef hann vantaði eitt- hvað, annars kæmi ég bara að sækja hann klukkan níu morguninn eftir. Þama var hann búinn að fá eina lyflagjöf. Hann var á tveggja manna stofu og maðurinn í hinu rúminu hét Skúli og var úr Keflavík svo að þeir höfðu undir eins tekið tal saman. Þegar klukkan er að nálgast hálf- níu um kvöldið er ég heima og Skúli sonur minn er að gramsa í dóti uppi á háalofti. Hann kemur þjótandi ofan stigann því ég æpi í símann þegar ég er beðin að koma strax upp á spítala. Hjúkrunarkonan segir mér að slappa af - einstaklega notalegt að vera beð- in að slappa af þegar maður er skelf- ingu lostinn! „Hvað er að,“ spyr Skúli. „Það er ekki hringt svona til mín nema af einu tilefni," svéira ég. Síðasta stundin Þegar við komum upp eftir segist læknirinn óttast blóðtappa við lung- að, hann þykist greina hann á tækj- um sínum. En Helgi liggur brosandi í rúminu og segir: „Það er gott að sjá þig, ástin mín.“ Og ég kúri í hálsa- koti hans og segi við hann öll fallegu orðin sem ég kann. Og hann segir, og dregur andann ótt og títt: „Ég elska þig líka - svo mikið.“ Honum var orðið ákaflega þungt um andardrátt- inn. Læknirinn bað hann um að setja upp súrefnisgrímuna en Helgi hélt áfram að brosa og tala - hann talar og talar - þangað til ég segi við hann: „Ástin mín, ég hef heyrt þig flytja skýrari texta en akkúrat núna!“ Þá sýndist mér læknirinn tárast. Ég þekkti hann ekki. Hann var bara á vaktinni. En þetta var bara okkar heimilishúmor. Og Helgi heldur áfram þessu við- móti, það rennur ekki af honum brosið og hann horfir alltaf beint í augun á mér og talar. Svo gerir hann tvær tilraunir til að komast fram úr rúminu og krafturinn var svo mikill að hann var hálfstaðinn upp en læknirinn lempaði hann niður aftur því hann var allur tengdur við slöng- ur. Svo sé ég breytinguna sem verðrn- á honum og bið Skúla að ná í systk- ini sín undir eins; það tók ekki nema örstutta stund. Helgi hélt áfram að horfa á mig og horfa á mig og allt í einu var ekki lengur tilfinning í aug- um hans. Hjúkrunarkonan ætlaði að loka þeim en ég bandaði henni frá. Og ég fékk að horfa áfram í augu hans þangað til ég lokaði þeim sjálf. Það átti enginn að gera nema ég. Þegar ég var búin að kúra lengi í hálsakoti Helga og lufsaðist loksins til að líta upp þá vantaði klukkima kortér í tíu. Ég var bara búin að vera hjá honum í rúman klukkutíma. Krakkarnir komu of seint en þau eru svo vel gerð að það fyrsta sem þau sögðu eftir að hafa grátið var að ég hefði átt að vera ein með honum hinstu stundina. Óbærilegast af öllu er að veslast upp í langan tíma og svona snöggur dauðdagi er betri en það. En ég vildi svo að við hefðum getað talað meira saman. Um hugtakið dauðann. Hvor- ugt okkar grunaði að að þessu væri komið, þrátt fyrir greininguna. Þetta átti að vera svo einfalt. Ég fór sjálf i krabbameinsaðgerð 1994. Við höfðum verið í upplestrar- ferð með Brekkukotsannál um Norð- urlönd. Bara tvö. Hallgrímur sonur okkar hafði búið til handrit úr skáld- sögunni fyrir okkur, klukkutíma lestur. Við leiklásum þetta handrit fyrir íslendingafélög á fimm stöðum á Norðurlöndum í tilefni af lýðveldis- afmælinu og þegar við komum heim úr ferðinni fór ég í stóra aðgerð. Viku seinna mætti ég uppi í leikhúsi til að æfa Fávitann. Svona einfalt átti þetta líka að vera hjá Helga. Myndin sem talaði Þetta er skrýtið starf. Maður þarf að skilja svo rækilega á milli sinnar eigin persónu og persónunnar sem maður er að leika. Einmitt það veitt- ist mér svo erfitt núna, vegna þess að Köttur á heitu blikkþaki fiallar með- al annars um sama harm og ég var að hafa fylgt þessu verkefni á enda? „Nei. Það var það eina rétta. í haust ákvað ég að fara í líkams- rækt og hef verið í lyftingum tvisvar þrisvar í viku siðan. Þetta hefur gef- ið mér aukinn kraft. Það var líka ögrun að halda áfram að æfa í Ketti á heitu blikkþaki og ég hafði mjög gott af henni sjálf. Þetta voru andleg- ar lyftingar, og mér líður miklu bet- ur.“ Helga er ekki að æfa á daginn núna en hún hefur nóg að gera. Fyr- ir utan lesturinn fyrir leikritavals- nefndina les hún mikið af skáldskap og hefur verið að lesa inn sögur fyr- ir rás 1. í vetur er hún í inntöku- nefnd í Leiklistarskóla íslands og horfir þessa dagana á tugi ungmenna þreyta þetta mikilsverða próf. Hún sækir menningarviðburði af kappi, til dæmis er hún fastagestur í Lista- klúbbi Leikhúskjallarans og fylgist vel með leikhúsum borgarinnar. Hvernig lítur hún fram á veginn núna? „Ég stend mig stundum að því að kviða framtíðinni. Kvíða fyrir að fara í sveitina, til dæmis. Sá staður er svo hlaðinn minningum. En ég fer auðvitað, ekki síst vegna krakkanna. Við höfum haft svo náið samband við frændur Helga í Birtingaholti, það hefur verið svo gaman hjá okkur alltaf. Ég verð bara að komast yfir þann hjalla. Bömin mín umvefla mig - en þó ekki um of! Þegar maður lendir í þessari stöðu, vinnandi þessa vinnu, þá er svo mikill vandi að bera ekki raunir sínar inn á sviðið. Það var minn stærsti vandi. Ég er ekki Mútta, hún er allt önnur kona, afskaplega ólík mér, að syrgja allt annan mann. En gallinn er sá að við höfum bara eitt tilfinningalíf. Við þyrftum að hafa nokkra skápa! En ég fann undir lok æfingatímans að ég var ekki lengur á valdi tilfinn- inganna. Ég hafði stjórn á því sem ég var að gera. Ég varð Mútta á svið- inu.“ -SA Helgi og Helga í Föngunum í Altona áriö 1964. Fyrir leik sinni í því verki fékk Helgi silfurlampann en Helga fékk sinn silfurlampa fyrir Heddu Gabler. Þegar ég hætti að fara í Skálholt á sumrin fór ég að vinna á fótsnyrti- stofu sem Þóra Borg frænka mín átti á Vesturgötu þar sem núna er Kaffi Reykjavík. Ég hafði þann starfa að taka til vatn í bala sem fólkið setti fæturna ofan í áður en það fékk ped- ikjúr. Einn daginn kemur kona í fót- snyrtingu, svartklædd frá hvirfli til ilja, og ég vísa henni inn eins og vant var. En ég skil ekki hvers vegna fót- snyrtidaman, Gauja Björnsson, er ekki komin og hringi í hana og segi henni að kona sé búin að bíða eftir henni í tíu mínútur. „Nú, ég hélt að það væri engin bókuð á þessum tíma,“ segir hún hissa. Hún kemur eins og skot og rýkur inn en snýr strax fram aftur og segir: „Það er engin þarna inni, Helga." Þetta var svipur konu sem hafði hengt sig í húsinu löngu áður, sagði okkur gamall maður. Þarna fór ég að verða hrædd. Ég hafði aldrei verið hrædd í Skálholti þó að ég sæi ýmislegt sem aðrir sáu ekki. Mamma var afskaplega trúuð kona og hún fór með mig til Andrés- ar Andréssonar klæðskera sem var bænheitur maður. Nokkrar heim- sóknir til hans þvoðu mig af þessu. En maður getur ekki lokað alveg á straumana. að vinna mig út úr. Og mér leið djöf- ullega framan af. Sumir skildu það af samstarfsfólkinu, aðrir ekki, sem ekki var von. Héldu að ég væri svona óprófessjonal, eða hvað sem maður kallar það. Á einni æfingu fór leikstjórinn að tala um dauðann, eins og sjálfsagt var. Leikstjóri verður að taka til meðferðar efni sem verkið flallar um. Þá sprakk ég. En ég spring ekki með hávaða og látum, ég verð bara að fara og fá blautt handklæði og vera ein með handklæðinu. Mér var sagt að mótleikari minn, Erlingur Gíslason, hefði verið fljótur að skilja hvemig mér leið þá stund.“ - Hvað gerðirðu til að lifa af þenn- an æfingatíma? „Þegar ég áttaði mig á að með því að halda áfram í sýningunni væri ég kannski að gera nokkuð sem ég ætti eftir að taka út á sjálfri mér um langa hríð þá vissi ég að ég yrði að íhuga vandlega hvort ég vildi halda áfram eða ekki. Einmitt þegar hér var komið sögu bauð Hallgrímur sonur minn mér norður á Akureyri á frumsýningu á Kossum og kúlissum sem hann hafði samið. Ég fékk frí á fimmtudegi til að fara norður og ætl- aði ekki að koma suður fyrr en á sunnudag, helst með ákvörðun í far- teskinu. Það er alltaf gaman að koma til Akureyrar og ég sá líka Undir ber- um himni sem Hallgrímur þýddi svo ég hlustaði á texta eftir hann tvö kvöld í röð. Ég hafði með mér mynd af Helga i sporöskjulöguðum tinramma sem mér var gefinn og stillti honum á borðstofuborðið í ibúðinni þar sem ég gisti. Á fóstudag hringi ég í Flugfélag- ið og segist hafa skipt um skoðun og vilji komast heim á laugaidag- inn. Ég var hrædd við ófærð og vildi ekki að það félli niður æfing mín vegna - ef ég afréði að vera áfram í sýningunni. Það var upp- bókað með kaffivélinni sem ég vildi komast með svo ég var sett á biðlista þá en bókuð með hádegis- vélinni. Ég vaknaði snemma á laugar- dagsmorgun og von bráðar hringdi síminn og mér sagt að sæti hafi verið að losna með kaffí- vélinni. Úti var besta veður. „Það er ágætt, þá get ég verið alveg til þijú,“ segi ég. í sömu svipan fell- ur ramminn með myndinni af Helga á hliðina fyrir framan mig á borðinu. Það kom enginn ná- lægt henni og engin hreyfing var á loftinu inni. „Nei, ég fer með hádegisvélinni," segi ég. Við fengum prýðilegt flugveður en í kvöldfréttum var sagt að vélin sem hefði farið frá Akureyri hálfflögur heföi ekki getað lent í Reykjavík en lent við illan leik með forsetahjónin á Keflavíkurflugvelli!" - Hefurðu fengið fleiri skilaboð? „Ég fann óskaplega vel fyrir hon- um þegar ég var að horfa á leikritið hans Halla á Akureyri. Nærveran var svo sterk að mér fannst ég heyra andardráttinn. Líka á frumsýning- unni. Þó ekki inni á sviði. Ég var skyggn sem bam en var losuð við að sjá þegar ég var flórtán ára. Þegar ég var í sveit í Skálholti sem stelpa þá var sko flör þar - í kringum mig! Ég asnaðist til að lesa Skálholt allt of ung, 7 eða 8 ára, og sá Ragnheiði og Brynjólf og allt þetta fólk. Einu sinni hristi Brynjólfur rúmið sem ég svaf í - það var stórt með flórum póstum - og hló! Ég nærðist á þessu gamla drama í Skál- holti. Svo fékk ég að sýna kirkjuna og kyrja söguna fyrir gesti. Það var hryllilega gaman - og svo fékk mað- ur alltaf nammi! Á jaröarfarardegi Helga fór Páll á Húsafelli upp í fjall og fann sér stein til aö klappa mynd hans í. Erfiöast var, sagöi hann, að finna nógu breiö- an stein fyrir hnakka Helga. Til vinstri viö Helgu og steininn er mynd af þeim hjónum í hlutverk- um Kára og Höllu í Fjalla-Ey- vindi. DV-myndir ÞÖK Líkamlegar og andlegar lyftingar Þegar ég kom í bæinn frá Akur- eyri, með hádegisvélinni, hringdi ég í vin minn, sem er rómaður sálfræð- ingur, og bað hann um að hlusta á mig smástund. Við hittumst á sunnu- daginn og ég sagði honum að ég stæði frammi fyrir því að tilkynna það ekki seinna en daginn eftir ef ég ætlaði að hætta í sýningunni. Þá bað hann mig að segja sér nákvæmlega hvað það væri sem ég óttaðist ef ég hætti. „Ég óttast mest skert sjálfstraust,” sagði ég, „og ég hef ekki efni á því.“ „Það er nákvæmlega þetta sem gerist," sagði vinur minn, sál- fræðingurinn, „bara alveg eins og þú orðar þaö. Og það gerist um leið.“ Við þurftum ekki að ræða það frekar. Nú var bara að duga eða drepast. Allur janúar hafði farið í hel- víti. Ég hafði ferigið sáran verk í magann þegar erfiða senan í þriðja þætti nálgaðist. Ég hef aldrei upplifað neitt svona líkamlega vont í vinnunni. En upp frá þessu fór allt að lagast." - Hef- urðu séð eftir því > >

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.