Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1997, Blaðsíða 33
UV LAUGARDAGUR 22. MARS 1997
útlönd 45
Breska pressan liggur ekkert á skoðunum sínum í kosningabaráttunni:
Oft gert of mikið úr áhrifum
dagblaðanna á kjósendur
John Major, forsætisráðherra Bretlands, klórar sér áreiðanlega í hausnum yfir því hve gengi
flokks hans er lélegt í skoðanakönnunum. Símamynd Reuter
Svo bregðast krosstré sem önnur
tré. Nú er svo komið að John Major,
forsætisráðherra Bretlands, og
íhaldsflokkur hans geta ekki lengur
treyst á dyggan stuðning mikils
hluta dagblaða landsins til að snúa
kjósendum á sveif með sér og
tryggja með því að þeir fari með sig-
ur af hólmi i fimmtu kosningunum
í röð. Skýrasta dæmið um það er
kúvending æsihlaðsins Sun sem
lýsti yfir stuðningi sínum við Tony
Blair og Verkamannaflokk hans í
vikunni.
„Sun styður Blair,“ sagði fyrir-
sögn á forsiðu blaðsins á þriðjudag,
sama dag og John Major tilkynnti
að kosið yrði til þings á baráttudegi
verkalýðsins, þann 1. maí næstkom-
andi.
Fimm árum áður var annað hljóð
í strokknum. Þá lagðist Sun, sem er
í eigu ástralska blaðakóngsins Ru-
perts Murdochs, á sveif með fram-
boði íhaldsflokksins.
„Það var Sun sem gerði útslagið,“
sagði á forsíðu blaðsins eftir að
íhaldsmenn mörðu sigur á Verka-
mannaflokknum, þrátt fyrir að allar
skoðanakannanir fyrir kosningar
hefðu hent til hins gagnstæða.
Major hefur ekki
áhyggjur af Sun
En nú vill Sun sem sé gefa breyt-
ingunum tækifæri, eins og ritstjór-
ar blaðsins sögðu. Major reyndi þó
að gera lítið úr sinnaskiptum rit-
stjóranna sem segja að tíu milljónir
manna lesi blaðið á degi hverjum.
Upplag þess er fjórar milljónir ein-
taka á dag.
„Ég hef ekki áhyggjur af afstöðu
ritstjóra Sun,“ sagði Major í sjón-
varpsviðtali í vikunni. „Það eina
sem ég fer fram á við Sun og önnur
dagblöð er að þau segi satt og rétt
frá því sem við segjum og gerum."
Major mátti hins vegar varla við
því að glata stuðningi jafn áhrifa-
mikils blaðs og Sun er þar sem ekki
blæs byrlega fyrir íhaldsflokknum
um þessar mundir, ef eitthvað er að
marka skoðanakannanirnar sem
birst hafa að undanfórnu. Sam-
kvæmt þeim hefur Verkamanna-
flokkurinn allt að 28 prósentustiga
forskot á íhaldsflokkinn.
Munið að slökkva Ijósin
þegar þið farið
Um sjötíu prósent breskra dag-
blaða styðja íhaldsflokkinn alla-
jafna og fyrir kosningamar fyrir
fimm árum studdu þau dyggilega
við hakið á Major og hans mönnum.
Hvert tækifæri var aftur á móti not-
að til að skjóta á Neil Kinnock, þá-
verandi leiðtoga Verkamanna-
flokksins, og stefnuskrá hans. Kjós-
endur voru varaðir við því að
treysta kosningaloforðum Verka-
mannaflokksins.
„Ef Kinnock vinnur í dag er síð-
asta manneskjan sem yfírgefur
Bretland beðin um að slökkva ljósin
um leið og hún fer,“ sagði í skila-
boðum Sun til kjósenda og forsíð-
una prýddi andlitsmynd af Kinnock
sem var römmuð inn í ljósaperu.
Major hefur átt í miklu basli með
að halda íhaldsflokknum saman
vegna sífelldra deilna flokksmanna
um afstöðuna til Evrópusambands-
ins og það hefur aftur leitt til geng-
isfalls hans meðal íhaldsblaðanna,
ef svo má að orði komast. Mörg
blaða þessara vilja að stjómin taki
miklu harðari afstöðu gegn Evrópu-
sambandinu en nú er.
„Hann (Major) er ekki leiðtogi.
Hann er sporgöngumaður," sagði
Sun á þriðjudag. Ritstjórarnir vom
líka ósparir á lofið á Blair: „Blair er
sá ferski andblær sem þetta mikla
land þarfnast."
Stjórnmálin stýra jafn-
vel fráttaflutningi
Bresku dagblöðin hafa aldrei far-
ið leynt með hvaða stjórnmálaöfl
þau styðja. Ekki einasta geta leiðar-
ar þeirra verið harðorðir í garð and-
stæðinganna, heldur ber fréttaflutn-
ingurinn einnig keim af stjórnmála-
skoðunum eigendanna og ritstjór-
anna. Svo rammt kveð-
ur að því að útlending-
ar era margir hverjir
furðu lostnir.
Stjórnmálamönnum
er mikill akkur í að fá
stuðning blaðanna þar
sem blaðaútbreiðsla í
Bretlandi er mikil, þótt
hún hafi smám saman
verið 'að dragast saman
á undanförnum árum.
Að meðaltali seljast
samtals um fjórtán
milljón eintök daglega
af blöðunum sem koma
út um allt land.
Daily Mirror og hið
skoska systurblað þess,
Daily Record, voru einu
útbreiddu svokölluðu
æsiblöðin sem
studdu Verkamanna-
flokkinn í kosning-
unum 1992. Daily
Mail og Daily Ex-
press héldu sig við
íhaldsflokkinn, eins
og allajafna, svo og
Sun, títtnefnt blað
Murdochs.
Af svokölluðum
breiðsíðublöðum, eða
gæðablöðum, studdu
Times, sem er í eigu
Murdochs, og Daily
Telegraph, sem er í
eigu Kanadamanns-
ins Conrads Blacks,
ríkisstjórnina en Gu-
ardian lagðist á sveif
með Verkamanna-
flokknum. Blaðið
Independent stóð
undir nafni og tók
ekki afstöðu. Það
sem kom hins vegar
mest á óvart var rit-
stjómargrein í hinu
virta blaði Financial
Times, hálfgerðri
biblíu kaupsýslumanna, á kjördag
þar sem lýst var yfir stuðningi við
Verkamannaflokkinn.
Búast við hinu versta af
hálfu blaðanna
Tony Blair gerir sér góða grein
fyrir því valdi sem dablöðin hafa.
Erlent fréttaljós
á laugardegi
Hann þáði því boð árið 1995 um að
ávarpa ráðstefnu í Ástralíu sem
skipulögð var af fjölmiðlafyrirtæki
Ruperts Murdochs. Sú ákvörðun
hans olli miklu fjaðrafoki. Gordon
Brown, talsmaður Verkamanna-
flokksins í fjármálum, þvertók fyrir
það í vikunni að nokkurt samkomu-
lag hefði verið gert við Murdoch í
skiptum fyrir stuðning Sun. Mur-
doch ræður yfir um 35 prósentum
blaðamarkaðarins i Bretlandi.
Blair hefur snætt með fjölmörg-
um blaðaeigendum og ritstjórum
sem hafa síðan farið lofsamlegum
orðum um hann í blöðum sínum.
Blaðafulltrúi Blairs er þó enn þeirr-
ar skoðunar að blöðin muni reyna
að klekkja á Verkamannaflokknum,
ef þau fái tækifæri til.
Þótt Sun hafi eignað sér sigur
íhaldsflokksins í kosningunum 1992
eru ekki allir á einu máli um
hversu mikil áhrif dagblöðin geti
haft á hverjum kjósendur greiði at-
kvæði sitt. Skoðanakannanir sýna
þó að lesendur blaða á borð við
Daily Telegraph, Sun og Times ætla
í síauknum mæli að kjósa Verka-
mannaflokkinn.
Auðveldara að hafa
áhrif á suma en aðra
„Svo virðist sem æsiblöðin geti
breytt afstöðu fólks og þar virðist
Sun hafa vinninginn á Daily Mirror,"
segir Bill Miller, stjómmálafræðipró-
fessor við háskólann í Glasgow.
„Meiri líkur eru á að lesendur Mir-
ror hafi tekið afstöðu en meirihluti
lesenda Sun er ekki pólitískur og því
er auðveldara að hafa áhrif á þá.“
Miller hefur rannsakað áhrif dag-
blaða á hvernig menn kjósa og hann
segir að hægt sé að gera of mikið úr
þeim. Hann bendir til dæmis á að
Sun seljist aðeins í fjórum milljón-
um eintaka á dag í landi þar sem
kjósendur eru 35 milljónir.
„Áhrifin eru kannski eitt prósent
til eða frá sem síðast hefði ráðið úr-
slitum um sigur Majors eða patt-
stöðu i þinginu," segir Miller.
Nú er þvi ekki að heilsa vegna
þeirrar yfirburðastöðu sem Verka-
mannaflokkurinn hefur í skoðana-
könnunum.
„Ef maður vill gera væntanlegri
ríkisstjórn lífið leitt verður maður
að taka afleiðingunum. Það má vel
vera að æsiblöðin sem allajafna
styðja íhaldsflokkinn átti sig á því
að þetta eru ekki þeirra kosningar,"
segir Bill Miller. Byggt á Reuter
Ben Chapman, þingmaöur Verkamannaflokksins, les
breiösíöublaöiö Guardian sem studdi Verkamanna-
flokkinn í kosningunum 1992. Símamynd Reuter
FORVAL
um gerö samanburöartillagna
Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu
Byggingadeild Borgarverkfræðings f.h. byggingarnefndar Hafn-
ar- og Safnahúss Reykjavíkur óskar eftir umsóknum arki-
tekta/teiknistofu um gerð samanburðartillagna vegna Listasafns
Reykjavíkur í Hafnarhúsinu.
Rétt til þátttöku í forvalinu hafa allir þeir sem rétt hafa til að
skila inn aðaluppdráttum til bygginganefndar Reykjavíkur.
Að loknum viðtölum við 8-10 umsækjendur verða valdir þrír til
fimm þátttakendur til að gera samanburðartillögur.
Við val á þátttakendum verður árangur í samkeppnum(verð-
laun, innkaup) lagður til grundvallar, ásamt færni, menntun,
reynslu, afkastagetu og hæfileikum til samvinnu og stjórnunar.
Byggingarnefnd Hafnar- og Safnahúss Reykjavíkur mun velja
þátttakendur í gerð samanburðartillagna.
Forvalsgögn liggja frammi hjá byggingadeild Borgarverkfræö-
ings í Reykjavík, Skúlatúni 2, fimmtu hæð, 105 Reykjavík, frá
og með mánudeginum 24. mars 1997.
Umsóknum skal skila til byggingadeildar Borgarverkfræðings í
Reykjavík, Skúlatúni 2, fimmtu hæð, 105 Reykjavík, eigi síðar
en kl. 13.00 þriðjudaginn 1. apríl 1997, merktum:
FORVAL
um gerö samanburðartillagna
Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu
Tony Blair, leiötogi Verkamannaflokksins, gerir sér góöa grein fyrir áhrifa-
mætti dagblaðanna. Hér ræðir Blair viö nemendur í bílgreinaskólanum í
Birmingham sem eiga áreiðanlega eftir aö lesa blööin vandlega fyrir kosn-
ingarnar 1. maí í vor. Símamynd Reuter