Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1997, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1997, Side 37
LAUGARDAGUR 22. MARS 1997 49 * ±1 IPl > Fákk Flórídaferð úr sólarpotti DV og Flugleiða: Ætla sem fyrst eftir erfiðan vetur - segir Guðrún M. Guðjónsdóttir „Jesús minn, hvað ég er hamingjusöm," voru fyrstu viðbrögð Guðrúnar M. Guðjónsdóttur, sem dregin var úr sólarpotti DV og Flugleiða í vik- unni. Hún er skuldlaus áskrifandi DV og sem slík fær hún ferð til St. Petersburg Beach á Flór- ída með Flugleiðum og gistingu í viku. Farmið- inn gildir fyrir tvo. „Ég ætlaði bara alls ekkert að fara í sumarfrí- inu en með þessu er fríinu bjargað og ég get skellt mér í sólina. Ég hugsa að ég bjóði systur minni með mér og á frekar von á því að fara í fyrra fallinu, eftir þennan langa og erfiða vetur,“ segir Guðrún. Guðrún hefur verið áskrifandi að DV síðan 1991 og er sjötti skuldlausi áskrifandi blaðsins sem dreginn er úr sólar- pottinum góða. St. Petersburg Beach er það sem Flugleiðir kynna sem sannkallaða sólar- paradís og því ætti enginn að vera svikinn af því að bregða sér í sæl- una í vikutíma, ekki síst fyrst DV og Flugleiðir bjóða. í heild verða tíu heppnir og skuld- lausir, nýir og gamlir, áskrif- Guðrún M. Guðjóns- dóttir heldur hér á gjafabréfinu að Flórídaferöinni en hún var dregin úr hópi skuldlausra áskrifenda aö DV og ætlar að bjóða systur sinni með sér á St. Petersburg Beach í viku í sumar. DV-mynd á uppleið Ferðamynstur fólks tekur sífellt breytingum og ferðaskrifstofúr leit- ast sífellt við að hafa í boði nýjar áherslur í ferðamennsku sem full- nægja kröfum neytandans. Umræð- an um ómengað umhverfi og vemd- un landsvæða hefur sífellt verið að færast í aukana og viðbrögðin eru þau að bjóða vistvænar ferðir þar sem lögð er áhersla á að spilla ekki umhverfinu og njóta þess sem óspillt náttúra hefur að bjóða. Undir þeim formerkjum starfar íslenska ferðaskrifstofan Landnáma og er raunar eina ferðaskrifstofan á íslandi sem sérhæfir sig sem vist- væn ferðaskrifstofa. Meðal margra þátta í starfsemi Landnámu er að byggja upp vistvænan rekstur inn- an skrifstofunnar jafnframt þvi sem leitast er við að skipta eingöngu við þjónustufyrirtæki sem tileinka sér umhverfisvænan rekstur. Fjöldi þátttakenda í hverri ferð er tak- markaður og ferðirnar eru skipu- lagðar meðal annars með það í huga að kveikja og dýpka áhuga og skiln- ing ferðamanna á ólíkum menning- arheimum, náttúru og vísindum. Slóðir Hróa hattar Landnáma hefur gefið út ferða- bækling (að sjálfsögðu á endurunn- inn pappír) þar sem feröir skrifstof- unnar eru kynntar. Meðal þeirra er 13 daga ferð til Bretlands sem nefn- Arctic '97 Grænlendingar ætla að halda alþjóðlega skíðagöngukeppni á Grænlandsjökli í aprílmánuði og skráningarfrestur er nú þeg- ar útrunninn. 110 skíðamenn frá 14 löndum hafa tilkynnt þátt- töku sína, meðal annars norsku heimsmeistaramir Vegard Ul- vang og Grete Nykkelmo og svissneski meistarinn Koni Hal- lenbarter. Sænskar og danskar sjónvarpsstöðvar ætla að fylgj- ast náið með keppninni. ist „Kastalar og sveitasæla". Hún verður farin 25. maí til 6. júní. Fyrst er farið til London, síðan á slóðir Jane Austin í Sussex, slóðir Hróa hattar í Skírisskógi, leiksýningar Shakespeares í Stratford-upon-Avon skoðaðar, víkingasafnið í York og kastalar í Wales svo eitthvað sé nefnt. Önnur ferð er farin „Á vit sögu, menningar og lista“ til Þýskalands 25. ágúst-3. september. Hún er farin undir leiðsögn dr. Colettu Búrling, forstöðumanns menningarstofnun- ar Þýskalands, og þema ferðarinnar er þýsk menningarsaga. Vestræn menning á rætur sínar að rekja til Grikklands og þangaö til lands er skipulögð ferð á vegum Landnámu dagana 25. maí-8. júní. Þar verður komið víða við á helstu sögustöðum landsins undir leiðsögn Arthúrs Björgvins Bollasonar heim- spekings. Ítalía er land fegurðar og í ferð Landnámu þangað, 13.-27. júní, gefst tækifæri til að kynnast fjölbreytni landsins. í þeirri ferð verða skoðaðar glæsilegar bygging- ar borganna, útivistar notið í faðmi Dólómítafjallanna og þræddar fáfamar götur lítilla fiskimanna- bæja. Einng verða á vegum Landnámu famar nokkrar ferðir til fjarlægra staða. Ein þeirra er safaríferð til Tansaníu 6.-23. nóvember undir leiðsögn Tómasar Gíslasonar líf- fræðings. Costa Rica í Mið-Ameríku er framarlega í flokki þeirra þjóða sem leggja áherslu á vemdun nátt- úrunnar. 27% landsins heyra undir þjóðgarða og náttúruverndarsvæði. Landnáma hyggst skipuleggja hóp- ferð þangað í desember næstkom- andi sem nánar verður auglýst síð- ar. Af öðmm ferðum Landnámu má nefna hópferð á slóðir Leifs heppna og norrænna kappa í Vesturheimi í síðari hluta ágústmánaðar og einnig hópferð til S-Ameríku í lok septemb- er undir leiðsögn Ara Trausta Guð- mundssonar jarðeðlisfræðings. -ÍS e n d u r dregnir úr sólarpott- inum og fjórir mega því eiga von á símtali frá DV um það að þeir hafi hreppt ferð til Flórída fyrir tvo í viku. -sv Heathrow Bandaríska flugfélagið Delta Air, sem hefur átt í samstarfi við breska flugfélagið Virgin Air á flugi til London í gegnum Heathrow, hefur sagt upp sam- starfssamningi félaganna. Delta áformar að fljúga sínum eigin vélum til Heathrow. Virgin Air hefur tilkynnt að það muni leita samstarfs við bandaríska flugfé- lagið Continental Airways í stað Delta. Vandræði Breska flugfélagið British Airways hefur hætt við að nota Boeing 777-risaþotumar í Atl- antshafsflugi félagsins. Ástæð- an er síendurtekin tæknivanda- mál sem komið hafa upp í þess- ari tegund flugvéla. Boeing 777 eru með öflugustu flugvélar- hreyfla veraldar í farþegaflugi. Hætta yfirvinnu Það er víðar en á íslandi sem verkfoll trufla starfsemi. Flug- menn hjá TAP Air í Portúgal ætla að hætta að vinna yfir- vinnu til að leggja áherslu á kröfur sínar um kauphækkanir og búist er við talsverðum trufl- unum á flugleiðum félagsins vegna þessa. Umræðan um ómengað umhverfi og verndun landsvæða hefur sífellt verið að færast í aukana og viðbrögðin eru þau að bjóða vistvænar ferðir þar sem lögð er áhersla á að spilla ekki umhverfinu og njóta þess sem óspillt náttúra hefur að bjóða. Græn ferðamennska 350 krónur 300 250 200 150 100 50 Verð á biórflösku 319 -12 dýrustu löndin - 263 184 184 201 202 214 216 217 220 224 229 CO o f C/) £ 'c <D E o cr o cr 03 ±í > X tU) C 'cn <D V) <D >> <D cn o cr ~o c 03 c jB O Hvar er bjórinn dýrastur? Island sígur niður listann Alþjóðlega ferðatimaritið Business Traveler gerir með reglu- legu millibili kannanir á verði á ýmsum „nauðsynjavörum". Á hverju ári er til dæmis kannað með- alverð á bjórflösku í flestum lönd- um heims og síðan sett upp súlurit sem sýnir 12 dýrustu lönd heims. í þeim samanburði var ísland ofar- lega á blaði á síðasta ári, með fimmta hæsta meðalverðið út úr búð. f könnun ársins nú, sem birtist í marshefti Business Traveler, hef- ur ísland sigið nokkuð niður listann (sjá meðfylgjandi graf). Listi 12 dýrustu landanna hefur reyndar tekið miklum breytingum frá í fyrra. Noregur var dýrasta „bjórland" heims í fyrra, en er nú í 6. sæti. Grænland, sem áður var i 3. sæti, nær þeim vafasama heiðri að sitja á toppi listans í ár. f öðru sæti er Rússland, sem var í 9. sæti í fyrra. ísland fellur um 3 sæti á list- anum. Til samanburðar má geta þess að meðalverð á bjórflösku út úr búð er um 160 krónur í Bretlandi, tæpar 80 krónur í Frakklandi og tæpar 65 krónur í Þýskalandi í könnun blaðsins. .jf-- Uf. í , & Páskaliljur í potti kr. 149 Krýsur kr. 390 Króton kr. 390 Páskagreinar 30% afsláttur. Tilboöin gilda til þriöjudagsins 25/3 j Pottaplöntutilboö Fikus (tvílitur), 30-40 cm. kr. 360 Fíkus 60-70 cm, kr. 490 100-130 cm, kr. 990 Sólhlífarblóm 60 cm. kr. 490 Friðarlilja 40 cm. kr. 440 Rósahjarta (á hengi) kr. 490 Gúmmítré 50-60 cm, kr. 490 Einir frá kr. 177 Kaktusar, 30-50% afsláttur Smáplöntur 5 plönturað eigin vali á aðeins kr. 990 Opið alla daga kl. 10-21 Blómabúðin Garðskom ^ Suðurhlíð 35 - Sími 55 40 500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.