Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1997, Qupperneq 60
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Björn og byssurnar:
Lögreglustjóri
tjáir sig ekki
DV hafði samband við Böðvar
Bragason, lögreglustjórann í Reykja-
vík, og kannaðist hann strax við
málið, a.m.k. að hluta, þegar blaða-
maður bar upp erindið. Hann sagð-
ist hafa reynt að greiða götu þess
sem um ræðir eftir mætti eins og
hann reyndi að gera fyrir hvern
þann sem leitaði til hans. Böðvar
kvaðst ekkert vilja láta hafa eftir sér
um málið, hvorki um þátt Bjöms
Halldórssonar né viðmælanda DV.
Hann sagðist ekki vilja hlýða á
það sem blaðamaður hefði að segja
og spurningar í framhaldi af því og
sagðist eðli máls samkvæmt ekki
geta tjáð sig um það sem hann hefði
ekki heyrt. -sv
Reykjavík:
Maður hand-
tekinn eftir
ofsalegan elt-
ingaleik
Þekktur aðili úr fikniefnaheimin-
um var handtekinn eftir ofsalegan
eltingaleik um götur Reykjavíkur á
fjórða tímanum i gær.
Maðurinn var stöðvaður á bifreiö
sinni á Hverfisgötu. Lögreglubílar
króuðu hann af en á ævintýralegan
hátt slapp hann með því að aka upp
á gangstétt.
Þrír lögreglubílar eltu hann frá
Hverfisgötu og alla leið vestur á
Hringbraut. Þar tókst að króa hann
af og stöðva fór hans. Lögreglumenn
þurftu að beita valdi til að handtaka
manninn og m.a. að brjóta rúður í
bifreið mannsins. Hann var færður í
fangageymslur lögreglunnar og var
yfirheyrður seint í gærkvöld. -RR
‘í
brother. |
tölvu-
límmiöa- H 1
prentari i.
#
Nýbýlavegi 28 - Sími 554-4443
SIMOIdÍL-AS'TÖ'l
533-1000
7
‘S&t
Kvöld- og
helgarþjónusta
L O K I
Þremur stolnum byssum skilað til yfirmanns fikniefnalögreglunnar:
Björn hét þeim sem skil-
aði byssunum nafnleynd
- hefur ítrekað tekið við stolnum byssum, segir í skýrslu hans
„Mér finnst það í hæsta máta
undarlegt að Björn Halldórsson, yf-
irmaður hjá lögreglunni í Reykja-
vik, skuli veita, samkvæmt eigin
skýrslu, manni sem tengist inn-
brotsþjófum og skemmdarvörgum
nafnleynd. Á sama tíma og hann
semur beint eða óbeint við glæpa-
menn hef ég, með 40 ára flekklaust
byssuleyfi, þurft að verjast ákærum
vegna þess að ég hafði m.a. fengið
úr dánarbúi látins ættingja byssur
sem voru ónýtar og óvirkar fyrir
mörgum áratugum," segir karlmað-
ur, sem ekki vill láta nafns síns get-
ið opinberlega, í samtali við DV.
í ágúst 1995 var brotist inn í íbúö
mannsins í Reykjavík um hábjart-
an dag á meðan fjölskyldan var er-
lendis í fríi. Auk þess sem hurðir
og skápar voru stungnir með egg-
járnum og töluverðar aðrar
skemmdir unnar á ibúðinni var
nokkrum byssum stolið úr safni
mannsins. Lögreglan var kölluð á
staðinn og lagði hún hald á byssu-
safh húsráðanda þar sem hann var
fjarverandi.
Viku eftir að innbrotið var
framið skrifaði Björn Halldórsson,
yfirmaður fikniefnalögreglunnar,
skýrslu, sem DV hefur undir hönd-
um, þar sem hann segist hafa veitt
þremur byssum viðtöku frá manni
sem hann hafi heitið nafnleynd. í
skýrslunni kemur fram að um-
ræddur maður hafi ítrekað látið
Björn hafa skotvopn úr undir-
heimunum. Ennfremur segir að
nefndur maður hafi fengið byss-
urnar hjá þeim aðila sem hafi
stolið þeim í áðumefndu innbroti
hjá viðmælanda DV. Meðal annars
vegna nafnleyndarinnar upplýstist
innbrotið aldrei.
„Það er undarlegt aðhannskuli
geta afgreitt sakamál, þar sem
brotið er gegn mér og fjölskyldu
minni, og að ég skuli síðan vera
kærður af sama efbætti."
Rannsóknarlögregla ríkisins fór
með rannsókn innbrotsins á sínum
tíma. Þremur vikum eftir að Bjöm
skrifaði sina skýrslu vissi aðstoðar-
yfirlögregluþjónn hjá RLR ekkert
um að vopnin væru komin í hend-
ur Björns, að sögn viðmælanda DV.
„Það hlýtur að vera verulegt um-
hugsunarefni fyrir alla að yfirmað-
ur í lögreglunni skuli geta samið
viö fulltrúa innbrotsþjófa og aö
þeir skuli ekki þurfa að taka út
refsingu fyrir það sem þeir gerðu,“
segir maðurinn. -sv
Þeir Jón Bjarnason og Snorri Baldursson meö mjólkina sem þeir keyptu noröur á Akureyri og tóku með sér í hand-
farangrinum í flugvélinni. DV-mynd E.ÓL
Reykj avíkurflugvöllur:
Mjólk í hand-
farangri farþega
Þó að mjólkurleysi hrjái íbúa á
höfuðborgarsvæðinu er nóg til af
mjólk annars staðar á landinu. í
gær rákust DV-menn á farþega á
Reykjavíkurflugvelli með mjólkur-
femur í handfarangri sínum. Þeir
vom að koma frá Akureyri með
mjólk handa ættingjum og vinum.
„Ég er í söluferð en notaði að
sjálfsögðu ferðina og tók með mér
mjólk handa afabarninu mínu hér í
Reykjavík," segir Jón Bjarnason
sölumaður. Hann var með verðmæta
tösku fulla af úrum í annarri hend-
inni en poka með mjólk í hinni.
„Það er spuming hvort er verð-
mætara hér núna,“ segir Jón 1 gam-
ansömum tón.
„Ég var fyrir norðan og keypti
auðvitað nokkra lítra af mjólk til að
taka með handa strákunum mínum
litlu. Þetta dugir alla vega fram yfir
helgi. Ég var að spá í að taka bens-
ín með í leiðinni en vissi ekki hvort
flugmennirnir hefðu leyft það,“ seg-
ir Snorri Baldursson, sem einnig
var að koma með innanlandsflugi
frá Akureyri. -RR
Veðriö á sunnudag:
Hlýnandi veður sunnanlands
Á morgun er gert ráð fyrir austankalda, léttskýjuðu og vægu frosti
um landið norðanvert en gengur í vaxandi suðaustanátt með hlýn-
andi veðri sunnanlands og vestan. Fer að rigna þegar líður á daginn.
Veðrið á mánudag:
Rigning víðast hvar
Á mánudag verður austan-stinningskaldi og jafnvel allhvasst meö
þíðu og rigningu um mestallt landið.
Veðrið í dag er á bls. 65
ofuísl9rids
Mánudagur