Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1997, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1997, Side 9
4- ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 1997 DV 9 Utlönd Skæruliðum í Perú boðið lausn- argjald? Skæruliðamir í Perú, sem hafa í haldi 72 gísla í bústað jap- anska sendiherrans, sögðu í gær aö árangur hefði náðst i viðræð- unum um lausn gísladeilunnar þar sem stjómvöld gerðu sér grein fyrir að eina lausnin væri samningaviðræður. Talsmaður skæruliðanna, Isa- ac Velazco, sagði að þrýstingur- inn á Alberto Fúiimori, forseta Perú, um að finna friðsamlega lausn á máiinu ykist. Á mánu- daginn gaf forsetinn út yfirlýs- ingu þar sem hann sagði að lausn væri ekki í sjónmáli. Dag- blað í Perú greindi frá því í gær að skæruliðunum kynni að verða boðið nokkurra milljóna dollara lausnargjald, hæli í Karíbahafi og lausn nokkurra fangelsaðra félaga. Reuter Óskarsverðlaunin afhent í Hollywood í nótt: Enski sjúklingurinn fékk flesta óskara Stendur við gam- alt heit um fall- hlífarstökk Fyrrum for- seti Bandaríkj- anna, George Bush, sem er orðinn 72 ára, ætlar að stökkva í fallhlif í dag. Bush hafði heitið sjálfum sér því að stökkva einhvern tímann aftur í fallhlíf þegar ekki væri um neyð- artilvik að ræða eftir að herflug- vél hans var skotin niður í heimsstyrjöldinni síðari. Hann stökk þá úr laskaðri vélinni yfir Kyrrahafi. í dag ætlar forsetmn að stökkva úr 12 þúsund feta hæð yfir Arizona í Bandaríkjunum. Kvikmyndin Enski sjúklingurinn tók bróðurpartinn af óskarsverð- laununum þegar þau vom afhent við hátíðlega athöfn vestur í Hollywood í nótt. Níu verðlaun komu í hlut aðstandenda sjúklings- ins, þar á meðal óskarinn fyrir bestu myndina og fyrir bestu leik- stjómina. Bretinn Anthony Ming- hella stjómaði myndinni. Juliette Binoche var hins vegar eini leikarinn í Enska sjúklingnum sem fékk verðlaun en það var fyrir bestan leik í aukahlutverki kvenna. Geofirey Rush var verðlaunaður sem besti leikarinn. í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á ástralska píanó- leikaranum David Helfgott í Undr- inu en Frances McDorman hirti óskarinn fyrir bestan leik kvenna í aðalhlutverki. Hún lék í Fargo, mynd þeirra Coen-bræðra. „Hvað er ég eiginlega að gera hér?“ sagði McDormand þegar hún tók við verðlaununum, „einkum þegar litið er á þennan frábæra hóp kvenna sem ég var tilnefnd með. Við, þessar fimm konur, vorum heppnar að geta kosið að leika jafh- margbreytilegar kvenpersónur, ekki bara heppnar að fá tækifæri til þess,“ sagði McDormand. Keppinautar McDormand um óskarinn voru Brenda Blethyn (Leyndarmál og lygar), Diane Keaton (Marvin’s Room), Kristin Scott Thomas (Enski sjúkíingurinn) og Emily Watson (Brimbrot). Óskarinn fyrir bestu erlendu Pótt Madonna hefði ekki veriö tilnefnd fyrir leik sinn í Evitu fékk hún þó aö syngja lag úr myndinni viö óskarsathöfnina í nótt. sfmamynd Reuter myndina kom í hlut hinnar tékk- nesku Kolya sem segir frá ferðalagi fullorðins sellóleikara og ungs rúss- nesks drengs um sveitir Tékklands skömmu fyrir flauelsbyltinguna svokölluðu árið 1989. Enski sjúklingm-inn fékk einnig verðlaun fyrir bestu kvikmyndatök- una, bestu leikmyndina og bestu klippinguna, svo að eitthvað sé nefnt. Með verðlaununum níu komst hún í þriðja sæti yfir þær myndir sem flest verðlaun hafa fengið. Reuter ■J mtst n M I K M Y N D ie English Patient BESTi LEIKARI Geoffrey Rush Shlne LEIKKO NA Frances McDormand Fargo LEIKKON A I AUKAHLUTVSRKI / Juliette Binoche Tho Engllsh P-tlont ¥ §' BISTI LEIKARI I AUKAHLUTVBRKI Cuba Gooding Jr. Jorry Magulre BBSTI LEIKSTJÓRI thony Mlnghella The Engiish Petient BISTA HANDRIT Fargo Ethan og Joel Coen ERLENDA MYND 3 Milosi mótmælt Milosi Forman, leikstjóra myndar- innar um klámhundinn Larry Flynt, var ekki vel tekið þegar hann mætti til óskarsverðlatmaathaíharinnar í gærkvöldi. Forman ætlaði aö svara spumingum en tókst ekki vegna há- vaða í mótmælendum. Reuter Þessi mynd er í raunstasrð (10x17) Sonur hennar Siggu er alltaf að flækjast fyrir. Það er annað en APS fllmurnar. Þú bara setur filmuhylkið í, lokar og tekur myndir. Engin þræðing og engin flækja. Þú þarft ekki einu sinni að koma við sjálfa filmuna. GERIR ÞAÐ SEM SÚ GAMLA GAT EKKI Kodak Advantix 3I00AF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.