Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1997, Síða 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 1997
Spurningin
Hvaö ætlar þú aö boröa á
páskadag?
Hrafn Pálsson ráðnneytisstarfs-
maður: Ég ætla að borða svínalæri
með öllu tilheyrandi.
Anna M. Hálfdánardóttir af-
greiðslukona: Venjan er að borða
lambahrygg eða lambalæri að göml-
um góðum sið og ég á ekki von á að
þar verði breyting á.
Sigurberg Bogason: Ég á von á því
að í matinn verði léttreyktur hangi-
frampartur.
Sigurður Guttormsson nemi: Ég
veit ekki ennþá hvað ég fæ að
borða.
Pétur Darri Sævarsson nemi:
Ætli ég láti ekki páskaeggið duga.
Atli Freyr Friðbjörnsson nemi:Ég
hef örugglega ekki lyst á mat eftir
að hafa boröað páskaeggið.
Lesendur
Körfuknattleiks-
lýsingar í sjónvarpi
- RÚV hefur vinninginn
Frá bikarúrslitaleiknum í kvennakörfuknattleiknum.
Kolbrún Jónsdóttir skrifar:
Ég er ein af mörgum körfubolta-
manneskjum sem hef verið mjög óá-
nægð með frammistöðu Stöðvar 2
og Bylgjunnar í vetur varðandi sýn-
ingar og lýsingar af leikjum í ís-
lenskum körfuknattleik. RÚV hefur
sinnt handknattleikjum miklu bet-
ur en Stöð 2 og Bylgjan. Körfuknatt-
leikssambandið á að vita, að lýsing-
ar og sýningar leikja eru eitt besta
vopn útbreiðslustarfseminnar.
í fyrsta lagi voru í vetur tveir
fastir dagar í viku fyrir leiki í DHL-
deildinni, þ.e. fimmtudagar og
sunnudagar, og var aldrei lýst leikj-
um sem fram fóru á fimmtudögum,
og ekki einu sinni úrslitunum kom-
ið að. - Þama hefur RÚV vinning-
inn.
1 öðru lagi finnst mér lélegt að
geta ekki verið með stutta þætti á
Stöð 2 að kvöldi, eftir hvert
leikkvöld, þar sem sýndir væru
kaflar úr þeim leikjum sem hægt er
að komast yfir að taka upp fýrr um
kvöldið, líkt og RÚV gerir í hand-
boltanum. Sá vikulegi þáttur sem
sýndur er á sunnudegi ki. 13.00 er á
óhentugum tíma, auk þess sem þá
eru leikimir sem sýnt er úr, orðnir
gamalt efni. - Þama hefur RÚV
vinninginn. Kvennakörfuknatt-
leiknum hefur ekkert verið sinnt í
vetur utan hvað sýndur var síðari
hálfleikur af bikarúrslitaleiknum. -
Þama hefur RÚV einnig vinning-
inn.
Fram af mér gekk svo mánudags-
kvöldið (17. 3.) þegar tveir leikir
fóm fram í undanúrslitum í 1. deild
kvenna. Ég settist spennt fyrir
framan sjónvarpið rétt fyrir kl.
22.30 til að fylgjast með úrslitunum,
enda Stöð 2 loks komin með kvöld-
fréttatíma. Ég bjóst við umfjöllun
um leikina. En nei; Stöð 2 sýndi
kafla úr leik í úrslitakeppni í hand-
knattleik karla en sagði ekki einu
sinni frá úrslitum úr leiknum í und-
anúrslitum kvenna í körfuknattleik.
Ég beið eftir fréttum RÚV, þar var
sagt frá þessum óvæntu úrslitum,
sem hljóta að teljast markverð. -
Enn hafði RÚV vinninginn.
Að lokum vil ég rétt minnast á
kvöldið þriðjud. 18. þ.m. Ég var að
hlusta á lýsingu Valtýs Björns á
Bylgjunni, á fyrri hálfleik í leik KR
og Keflavíkur í undanúrslitum í
DHL- deildinni. Þar lýsir hann fjálg-
lega stórglæsilegri troðslu Roney
Eford á lokasekúndu fyrri hálfleiks,
og segir jafnframt: „Ég skal lofa
ykkur því að þessa troöslu fáið þið
að sjá í kvöldfréttatimanum á Stöð 2
í kvöld, ég lofa ykkur því.“ En, í
kvöidfréttatíma Stöðvar 2 voru
sýndar u.þ.b. 30 sek. af lokakafla
leiksins! - Með körfuboltakveðju og
von um að Stöð 2 og Bylgjan fari að
standa sig betur.
Kæn Dagsbrúnarforysta
Magnús Sigurðsson skrifar:
Sumir hafa látið að því liggja að
forysta Dagsbrúnar, einkum for-
maðurinn, hafi gert glappaskot er
hann lét kalla til hina svokölluðu
stóru samninganefnd félagsins og
Framsóknar inn eftir að undirrit-
un samninga var afstaðin - til þess
eins að fella samkomulagið - eins
og þessir sumir kalla það.
Hér er mikill misskilningur á
ferð. Avallt er skrifað undir kjara-
samninga með fyrirvara áður en
þeir eru samþykktir endanlega.
Það hefði verið hrein tímasóun að
láta boða til stórfundar um málið.
Samkomulagið hefði verið fellt
þar. En hvers vegna var þá skrifað
undir svona samning? spyrja
menn. Formaðurinn gat ekki ann-
að. Og með þessu einu móti gat
hann sýnt fram á hversu óraun-
hæft var að semja á þessum nót-
um.
Það er svo ókurteisi af fram-
kvæmdastjóra VSÍ að nota orðið
„úlfahjörð" um viðsemjendur sína.
Raunar væri ástæða til að víta
framkvæmdastjórann harðlega fyr-
ir mjög óviðurkvæmilega fram-
komu gagnvart viðsemjendum sín-
um, einkum í orðavali, á opinber-
um vettvangi.
Fríkortið og notagildi þess:
Hvað er fólk að kvarta?
Parketið fyrir 180.000 kr. gaf hjónunum fría máltíð á veitingahúsi í kaupbæti.
Elín Ragnarsdóttir skrifar:
Undarlegt að fólk skuli ekki sjá
kosti fríkortsins margumrædda. Ég
fór á milli verslana til að kanna verð
á parketi. Ekki er mikill verðmunur
milli fyrirtækja. Útslagið gerði þó að
hjá Húsasmiðjunni fékk ég frí-
punkta. Eftir því sem þar er staðhæft
fæ ég tvöfalda punkta fram að mán-
aðamótum, þannig að fyrir hvern
þúsundkall fæ ég 100 punkta. Parket-
ið sem ég keypti á u.þ.b. 180 þúsund
kr. gefur mér hvorki meira né minna
en 18.000 punkta fyrir vikið. Ég og
maðurinn minn fengmn því kaup-
bæti og forurn bæði út að borða um
helgina. Þetta kostar okkur 15.000
punkta, og því eigum við 3000 punkta
eftir.
Auk þessa erum við hjónin í ís-
landsbanka, sem gefur punkta í hvert
sinn sem við notum kortin. (við not-
um eingöngu kort). Allt stefnir þvi í
að við munum safna hratt og örugg-
lega, og náum að fara reglulega út aö
boröa. - Munaður sem við höfum
ekki getað leyft okkur til þessa. Það
er þvi hreinn bónus að versla þar
sem við fáum frípunkta.
Og annað mál: það virðist vera
stórfurðulegur hugsunarháttur hér á
landi gagnvart svona fyrirtækjum.
Við bjuggum í Bandaríkjunum um
tíma, og þar fagnar almenningur ef
fyrirtækjum gengur vel, og þess held-
ur ef þau verðlauna viðskiptavini
sína. Hér virðist hins vegar hlakka í
fólki ef fyrirtækin ganga illa, og orð-
ið „hagnaður" er eins og hvert annað
blótsyrði. Fólk áttar sig ekki á því að
fyrirtækin sem gengur vel halda uppi
framþróun, atvinnu og velmegun I
þjóðfélaginu. Ég lít á framtak þessara
fýrirtækja sem af hinu góða, og í
þágu neytenda.
H>V
Á brúsa og tunnur:
Gagnslaus laga-
setning
Reynlr hringdi:
Ég man ekki betur en lög mæli
svo fyrir að ekki megi geyma bens-
ín í hýbýlum manna. Þó horíir lög-
reglan á að menn kaupi bensín
þessa dagana á brúsa, tunnur og
hvers konar ílát sem finnast. Fólk-
ið fer með þetta heim og geymir í
kjöllurum, skúrum eða bara í bíln-
um. Ljótt er að sjá menn kaupa
bensín á marga brúsa, setja þá í
skottið og aka svo af stað, jafnvel
með barn í bílnum. Ekki þarf að
spyrja að leikslokum ef á þennan
bU yrði keyrt harkalega.
Herleiðing ís-
landsbanka
Gunnar Kristjánsson skrifar:
Ekki linnir uppákommn hjá ís-
landsbanka. Segja má að flest
verði honum að vopni ógæfunnar.
Kona lokast í anddyri hans tU
lengri tíma, fólk kvartar yfir röng-
um gjörningum bankans og nú er
hann kominn í afar slæma klípu
að mínu mati er hann hvetur neyt-
endur tU að versla við viss fyrir-
tæki. íslandsbanki, og reyndar
hvaða annar banki sem er, er Ula í
stakk búinn tU að hvetja fólk ttl
viðskipta við eitt fyrirtæki um-
fram annað. Bankinn ætti nú að
taka sér verulegt siðferðUegt tak.
Ferðamálaráð
og Flugleiðir í
morgunþættí
Hannes Jónsson skrifar:
Ég hlustaði á viðræður miUi
talsmanns Flugleiða og Ferða-
málaráðs á Rás 2 sl. fostudags-
morgun. Ég bjóst við málefnaleg-
um umræðum undir stjóm hins
glögga fféttamanns, Gissurar Sig-
urðssonar, um hagsmuni íslenskra
neytenda. En, æ, hvað var nú
þetta: Þátturinn varð létt en Ijúft
karp miUi talsmanna Flugleiða og
Ferðamálaráðs um eðli og gUdi
kynningar Flugleiða/Ferðamála-
ráðs á erlendri grundu. Hvers
vegna er aldrei rætt mál málanna,
hin háu gjöld sem íslendingar
verða að greiða til að komast úr
landi? Snýst ekki málið um neyt-
endur? En þátttakendumir þrír
létu sér vel líka umræður.ar. Út
úr þeim kom ekkert bitastætt. Og
átti kannski bara að vera þannig?
Pétur, Júlíus -
og báturinn
Hafstein
Sigurður Magnússon skrifar:
Það er ekki einleikið hvað Dag-
ur-Tíminn tekur upp hanskann
fyrir aUa sem hafa eftirnafhið Haf-
stein. Ritstjórinn, einn „Hafstein-
inn“ er svo yfir og aUt um kring og
bætir aUt upp með góðum leiður-
um, sem eru oft bæði smellnir og
stinga á mörgu kýlinu. Hitt, að
„umsorga" sérstaklega fyrir Pétri,
Júlíusi - og meira að segja björg-
unarbátnum Hafstein, það eru
svona eins konar eftirsleikjur ætt-
arveldisáranna. AUs ekki óalandi,
bara skemmtUeg skrumskæling.
Ríkisstjórn
ætíð ábyrg
Þórir skrifar:
Ýmist er hvatt tU að ríkis-
stjómin komi beint að samninga-
málunum eða hún haldi sig tU
hlés. Auðvitað er það rétt sem
Guömundur Bjarkarpabbi sagði:
Við verðum að vita hvað ríkis-
stjómin ætlar að gera eftir samn-
inga, hún getur hrifsað aUt tU
baka með nýjum sköttum. Ég
segi: Ríkisstjóm er ætíð ábyrg,
ekki síst í slíku krísuástandi og
nú. Og enn hefur hún aðeins spU-
að út lágspilum. Hún gæti gert
miklu meira og unnið sér veru-
legt traust borgaranna væri hún
verulega samstæð.