Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1997, Síða 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 1997
Stjörnuskoðunarfálag Seltjarnarness heimsótt:
Himinhvolfin könnuð
I Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi
eru höfuðstöðvar áhugamannafé-
laga í stjörnufræði sem ber nafnið
Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnar-
ness. Félagið er stofnað í mars 1964
og fagnaði nýlega 33 ára afmæli
sínu.
DV-menn brugðu sér í heimsókn
á Seltjamamesið eitt stjömubjart
kvöld í síðustu viku. Stjórnarmenn
félagsins tóku á móti blaðamanni
og ljósmyndara DV sem þurftu að
klifra upp þrjá stiga upp í
stjömutuminn en þar
er aðalbækistöð
félagsins.
Þar er
lítið
tumherbergi þar sem félagsmenn
hafa aðstöðu. Uppi á þakinu er síð-
an veglegur 10 tommu spegilkíkir
sem snýr í átt að himinhvolfunum.
Þar geta félagsmenn og aðrir áhuga-
menn fengið að skoða himininn og
leitað að stjörnum að vild.
„Við erum um 70 í félaginu og það
er töluverð fjölgun meðlima
og þá sér-
staklega nú með tilkomu Hale-
Bopp-halastjörnunnar. Þetta er aðal-
lega fólk af höfuðborgarsvæðinu en
einnig nokkrir úti á landi. Við erum
að reyna að efla félagið og erum nú
búnir að setja upp heimasíðu á ver-
aldarvefnum. Þetta er mjög
skemmtilegt áhugamál/
segir Guðni Sig-
urðsson,
Þorir Mar Jonsson, mikill
áhugamaður um stjörnufræöi
og stjórnarmaður í
Stjörnuskoðunarfélagi
Seltjarnarness, sést hér kíkja
í átt til himinhvolfanna í stóra
spegilkíkinum.
DV-mynd S
stjórnar-
maður félags-
ins. Hann, ásamt
Snævari Guð-
mundssyni for-
manni og Þóri
Má Jónssyni
ritara, bera
hitann og
þungann af
félaginu.
Allir eru
þeir miklir
á h u g a -
menn um stjörnufræði og hittast
mjög reglulega í stjörnuturninum til
að kíkja upp i himinhvolfin.
„Félagið okkar er eina áhuga-
mannafélagið um stjömufræði sem
ég veit um hér á landi. Það eru hins
vegar margir sem hafa eigin að-
stöðu og það þarf auðvitað ekki
endilega svona stóran kíki þó það sé
auðvitað betra. Fólk getur notað
venjulegan kíki líka. Við erum
með ágætis aðstöðu hérna en
höfum auðvitað hug á að fá
tæknilegri græjur í framtíð-
inni,“ segir Snævarr formað-
ur.
Glæsilegar myndir
Þetta kvöld eru tveir gestir
í stjörnuturninum. Það eru þeir
Ólafur H. Óskarsson, skólastjóri
Valhúsaskóla og einn af stofnendum
félagsins fyrir 33 árum, og Daniel
Niddan frá Frakklandi. Ólafur er
heiðursgestur í félaginu þó hann
segi sjálfur að hann hafi dregið sig
töluvert út úr starfseminni undan-
farin ár.
Snævarr hefur tekið ljósmyndir í
gegnum stóra kíkinn með góðum ár-
angri. Hann tekur fram myndaalb-
úm og sýnir glæsilegar myndir af
tunglinu, ýmsum stjörnum og ekki
síst af halastjörnunni Hale-Bopp
sem birtist hér á síðunni.
-RR
Halastjarnan Hale-Bopp:
200 milljón kílómetra frá jörðu
- mjög stór og björt halastjarna, segir Guðni Sigurðsson
„Ég sá halastjörnuna Haie-Bopp fyr- rískir áhugamenn um stjömufræði,
ir hálfu ári. Þeir sem sáu hana fyrst þeir Hale og Bopp og hún er nefnd eft-
fyrir einu og hálfu ári eru tveir banda- ir þeim. Halastjörnur eru alltaf nefnd-
Hagstœð kjör
&
Æ%<
m
m
Ef sama smáauglýsingin
er birt undir 2 dálkum sama
dag er
afsláttur
af annarri auglýsingunni.
aiit mill/ hirn/,
,r*t
%
Smáauglýsingar
WST^
550 5000
ar í höfuðið á þeim sem fyrstir sjá þær
og tilkynna fundinn til alþjóðlegra
samtaka stjörnufræðinga," segir
Guðni Sigurðsson.
„Hale-Bopp er eins og flestar hala-
sfjömur á ferð í kringum sól. Þetta er
mjög stór og björt halastjarna og mjög
langt í burtu frá jörðu eða um 200
milljón kílómetra í burtu. Til viðmið-
unar er ijarlægðin til sólar 150 milljón
kílómetrar. Halastjarnan, sem var hér
í fyrravor, var mjög nálægt eða í um
10-15 milljón kílómetra fjarlægð. Hale-
Bopp er mjög stór halastjarna og hal-
inn er t.d. tugir milljón kílómetra að
lengd,“ segir Guðni.
Snævarr segir að halastjarnan nái
hámarki og verði næst jörðu 27. mars
nk. en síðan muni hún dofna hægt og
rólega. Snævarr segir að hún verði þó
sýnileg langt fram á vor.
„Hale-Bopp sést nú frá íslandi öll-
um stundum. Hún er í norðvestri þeg-
ar dimmt er orðið að kvöldi en í norð-
austri snemma að morgni," segir
Snævarr. -RR
Þeir voru í stjörnuturninum að ræða um stjörnurnar þegar DV kom í
heimsókn. Frá vinstri Þórir Már Jónsson, Guðni Sigurðsson, Daniel Niddan,
Ólafur H. Óskarsson og Snævarr Guömundsson. DV- mynd S
| Stjörnufræði til forna
k Margar fornaldarþjóðir stund-
uðu stjömufræði. Til forna var
einmitt stjömufræð-
in notuð tii að
gefa mönnum
til kynna
hvenær best
væri að sá.
E g y p t a r
stunduðu
mjög stjömu-
fræði til að
komast að því
hvenær flóð yrðu í ánni Níl. Þeg-
ar þeir sáu hundastjömuna svo-
!! nefndu var það fyrirboði um flóð
íNfl.
Fyrsta sólkerfis-
kenningin
Atistarkos frá Samos var
grískur stjörnufræðingur 320
fyrir Krist. Hann setti fyrstur
fram sólkerfiskenninguna, þ.e.
að reikistjörnurnar allar og jörð-
in með snémst um sólina. Hann
fann upp homfræðilega aðferð
til að reikna út hlutfallið milli
þvermála tungls og sólar og
einnig hlutfallið milli fjarlægða
þeirra frá jörðu.
Sesar innleiddi
hlaupár
Júlíus Sesar, keisari Róma-
veldis, innleiddi 365 daga í árinu
og hlaupár fjórða hvert ár í tíma-
talið í veldi sínu. Þetta
fyrirkomulag reyndist mun
nákvæmara en áður hafði
tíðkast og breiddist hratt út um
hinn vestræna heim. Tímatal
þetta er enn notað í dag og er
nefnt Júlíanska tímatalið eftir
keisaranum.
Galíleó Galilei
Nútíma stjömufræði er jafhan
talin hefjast með rannsóknum
Galileó Galflei, sem fæddist í
ítölsku borginni Pisa 1564. Galí-
leó var stjörnufræðingur og eðl-
isfræðingur. Hann fann upp
stjörnusjónaukann og uppgötv-
aði m.a. fjöllin á tunglinu, bletti
á sólinni og tungl Júpíters. Skoð-
anir Galíleós þóttu vera í and-
stöðu við kenningar kirkjunnar
og hann var dreginn fyrir rann-
sóknarréttinn í Róm.
Þorsteinn surtur og
Stjörnu- Oddi
Samkvæmt Úlf-
ljótslögum, sem
sett voru á Alþingi
930, var ári skipt í
tvær árstíðir, sumar
og vetur, og árið var þá
talið 364 dagar. Þor-
steinn surtur gerði end-
urbót á íslenska tímatal-
inu um 960 og kom með
sumarauka. Stjörnu-
Oddi, sem uppi var
á 12. öld og bjó í
Húnavatns-
sýslu, er tal-
inn einn merkasti fræðimaður á
þessum sviðum. Hann er af
mörgum talinn einn gleggsti
stjörnuspekingur þeirra tíma á
norðurhveli jarðar.
Gat reiknað menn til
dauða
Björn Guðmundsson, stærð-
fræðingur og mikill áhugamaður
um stjömufræði, var uppi á 19.
öld. Björn skrifaði bækur um
stjömumerkin og hvaða stjörnur
mætti sjá frá íslandi. Hann end-
urbætti líka íslandskortin frá
því sem danska rikið lét gera i
upphafi 19. aldar. Sögur segja að
Björn hafl verið svo klár i stærð-
fræði að hann hafi getað reiknaö
menn til dauða en verið of góður
f sér tfl að gera það.
-RR
mmmm . mmám wmrnm