Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1997, Síða 19
18
ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 1997
ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 1997
23
Iþróttir
Iþróttir
Fimleikar:
Rúnar er
í mikilli
framför
Eins og kom fram í DV í gær
stóö Rúnar Alexandersson sig
frábærlega á sænska meistara-
mótinu í fimleikum sem haldið
var í Stokkhólmi um helgina en
hann keppti þar sem gestur.
Rúnar sigraði í fjölþraut þar sem
hann hafði betur gegn Norður-
landameistaranum Magnusi Ros-
engren. Rúnar hlaut samtals
49,15 stig og næstur á eftir hon-
um varð Tobias Ekman frá Sví-
þjóð með 48,09 stig. Rúnar sigr-
aði á þremur áhöldum. Hann
hafði mikla yfirburði í æfmgum
á bogahesti og fékk hæstu ein-
kunn í æfingum á tvíslá og í
hringjum.
„Þetta er mjög góður árangur
hjá Rúnari og það er ljóst að
hann er í mikilli framfór. Þessi
sigur er gott veganesti fyrir
heimsmeistaramótið sem fram
fer 1 Lausanne í september og
fyrir smáþjóðaleikana heima,“
sagði Heimir Gunnarsson, þjálf-
ari Rúnars, í samtali við DV í
gærkvöldi.
-GH
Ince búinn
að semja?
Breskir flölmiðlar hafa komist
á snoðir um að Paul Ince sé bú-
inn aö ganga frá munnlegu sam-
komulagi við Arsenal um að
hann gangi til liðs við félagið
frá Inter fyrir næsta tímabil.
Liverpool og Arsenal hafa á und-
anförnum vikum slegist um aö
fá Ince í sínar raðir og nú virðist
sem Arsenal ætli að hafa betur
og þar vegur þungt að fjöld-
skylda Ince vill búa i London.
Yfirgefur Ronaldo
liö Börsunga?
Ronaldo, besti knattspyrnu-
maöur heims, sagði í gær að
hann gæti yfirgefið herbúðir
Barcelona eftir tímabilið.
„Ég gæti vel hugsaö mér að
vera áfram með Barcelona en ég
er atvinnumaður og verð að
gera það sem ég tel best fyrir
mig og þær kringumstæður
gætu komið upp að ég færi frá fé-
laginu,“ sagði Ronaldo.
-GH
Valencia tapaði
Einn leikur var í spænsku 1.
deildinni í knattspyrnu í gær.
Sporting Gijon vann 2-1 sigur á
Valencia.
Montpellier
í þriðja sæti
Geir Sveinsson og félagar
hans í Montpellier eru í þriðja
sæti í frönsku 1. deildinni í
handknattleik. Um helgina sigr-
aði Montpellier lið ACBB á úti-
velli, 28-32. Irvy er í efsta sæti
jneö 68 stig, Creteil 67, Montpelli-
er 63 og París SG. 58.
-GH
Haukar mæta KA
Haukar og KA mætast í und-
anúrslitum 1. deildar karla í
handknattleik í íþróttahúsinu
við Strandgötu klukkan 20.15 í
kvöld. Þessi liö áttust við í úrslit-
um bikarkeppninnar fyrir
skömmu og þá höföu Haukarnir
betur. Spumingin er nú hvort
KA menn nái að hefna ófaranna.
-GH
NBA-deildin í körfuknattleik:
Nýtt met í
óförum hjá
liði Boston
- LA Lakers vann Nets í nótt
Einn leikur fór fram í NBA-
deildinni í körfuknattleik í nótt.
New Jersey Nets lék á heima-
velli sínum gegn Los Angeles
Lakers og lauk leiknum með sigri
LA Lakers, 84-109.
Nick van Exel átti mjög góðan
leik fyrir Lakers og skoraði 23
stig, Travis Knight skoraði 18 stig
og Eddie Jones var með 16 stig.
Lið Lakers þótti leika mjög vel.
Nýliðinn Kerry Kittler skoraði 17
stig fyrir New Jersey Nets.
Úrslit í NBA-deildinni aðfara-
nótt mánudagsins urðu þessi:
Orlando-LA Lakers..........110-84
Boston-NJ Nets.............91-100
Toronto-Atlanta.............79-90
Minnesota-Miami ..........108-113
NY Knicks-Portland..........88-94
Utah Jazz-Denver .........120-103
LA Clippers-SA Spurs.......106-91
Vancouver-Seattle..........92-106
Alonzo Mourning, miðherjinn
sterki hjá Miami Heat, er farinn
að leika á ný með liðinu eftir
langvarandi meiðsli.
Mourning var í aðalhlutverkinu
þegar Miami sigraði Minnesota og
skoraði 21 stig. Að auki tók hann
8 fráköst. Tim Hardaway skoraði
22 stig fyrir Minnesota og það
sama gerði Voshon Lenard. „Það
var gott að fá Mouming aftur í lið-
ið. Hann lék mjög vel og við þörfn-
umst hans í þeim verkefnum sem
fram undan em í deildinni," sagði
Pat Riley, þjálfari Miami, eftir
leikinn Minnesota.
Stephan Marbury var bestur í
liði Minnesota og skoraði 27 stig.
Tom Gugliotta var með 25 stig og
14 fráköst.
Patrick Ewing er óstöðvandi
þessa dagana með liði New York
Knicks. Hann skoraði 35 stig gegn
Portland og var allt í öllu hjá lið-
inu. Það dugði þó ekki til og
Portland vann 12. sigur sinn í 13
leikjum og vantar nú aðeins einn
sigur enn til að komast í úrslita-
keppnina 15. árið í röð. Kenny
Anderson skoraöi 24 stig fyrir
Portland gegn Knicks og Isaiah
Rider 23 stig.
Orlando átti ekki í neinum erf-
iðleikum með að sigra LA Lakers.
Nick Anderson skoraði 21 stig og
tók 13 fráköst fyrir Orlando,
Penny Hardaway 21 og Horace Gr-
ant var með 16 stig og jafnmörg
fráköst.
Karl Malone skoraði enn einu
sinni meira en 30 stig í leik í vet-
ur er Utah Jazz vann auðveldan
sigur gegn Denver. Malone skor-
aði 35 stig. John Stockton skoraði
22 stig og gaf 15 stoðsendingar.
Antonio McDyess skoraði 24 stig
fyrir Denver og LaPhonso Ellis 22.
Leikmenn Seattler Supersonics
skoraðu 34 stig í fyrsta leikhluta
gegn Vancouver og eftirleikurinn
reyndist auðveldur. Shawn Kemp
og Gary Payton fóru fyrir liði
Seattle að venju. Payton skoraði
31 stig, tók 6 fráköst og gaf 11
stoðsendingar. Kemp skoraði 18
stig og tók 6 fráköst.
Mookie Blaylock skoraði 18 stig
fyrir Atlanta gegn Toronto, Steve
Smith var með 17 stig og Christi-
an Laettner 15. Hjá Toronto var
nýliðinn Marcus Camby stiga-
hæstur með 37 stig og var yfir-
burðamaður hjá Toronto.
Sam Cassell skoraði 30 stig fyr-
ir New Jersey Nets gegn Boston.
Hiö fomfræga stórveldi, Boston
Celtics, hefur nú tapað 57 leikjum
á tímabilinu og hefur aldrei geng-
ið eins illa í sögu félagsins. -SK
Rasheed Wallace í liði Portiand reynir að verja skot frá Larry Johnson í
leik Portland og New York Knicks sem Portland vann.
Símamynd Reuter
Undanúrslitin í 1. deild karla í handknattleik:
„Kjúklingarnir“ sterkir
- deildarmeistararnir áttu ekki í vandræðum með Framara í fyrsta leik liðanna
Afturelding(U) 23
Fram (7) 17
2-0, 2-1, 5-2, 8-4, 9-5, 9-7, (11-7), 13-7,
13-8, 16-9, 19-10, 20-15, 22-17, 23-17.
Mörk Aftureldingar: Bjarki
Sigurðsson 9, Sigurjón Bjamason 4,
Ingimundur Helgason 4, Páll
Þórólfsson 4, Sigurður Sveinsson 1,
Gunnar Andrésson 1.
Varin skot: Bergsveinn Berg-
sveinsson 14.
Mörk Fram: Njörður Ámason 4,
Sigurpáll Ámi Aðalsteinsson 3, Páll
Þórir Beck 3, Oleg Titov 2, Daði
Hafþórsson 2, Ármann Þór
Sigurvinsson 1, Guðmundur Helgi
Pálsson 1, Sigurður Guðjónsson 1.
Varin skot: Reynir Þór Reynisson
11.
Brottvlsanir: Afturelding 4 mín.,
Fram 4 mín.
Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson
og Ólafur Haraldsson, höfðu góð tök á
leiknum.
Áhorfendur: Um 500.
Maður leiksins: Bjarki Sigurðs-
son, Aftureldingu.
Næsti leikur liðanna er í
Fram-húsinu annað kvöld
klukkan 20.
Mosfellingar, sem komu til að sjá
sína menn taka á móti Frömurum í
gærkvöldi, höfðu ástæðu til að fagna í
lokin. Heimamenn sýndu geysilega
góðan leik, tóku strax forystuna með
fyrsta marki leiksins og má segja að
þeir hafi aukið við hana jafnt og þétt
allt til loka leiksins. Framarar
byrjuðu vamarleikinn með 5-1 vörn
en heimamenn áttu ekki í
vandræðum með að spila sig í
gegnum hana og skapa sér opin færi
sem þeir nýttu vel. Afturelding spilaði
síðan mjög sterkan vamarleik, var
fóst fyrir og gekk eins langt og
dómaramir leyfðu. Á sama tíma var
sóknarleikur gestanna engu betri en
vamarleikur þeirra og þeir gerðu
aðeins 3 mörk fyrstu 15 mínútur
leiksins. Þeir breyttu síðan vöminni í
6-0 en þá tóku bara skyttur heima-
manna við
sér. Þeir
höfðu því
góða forystu
í leikhléi,
11-7.
Síðari hálfleikur hófst síðan
nákvæmlega eins og sá fyrri endaði.
Heimamenn héldu áfram af fúllum
krafti á meöan FramclrcU• fundu engan
veginn rétta taktinn í spil sitt og áttu
í miklum erfiðleikum og þá sér í lagi
í sókninni. Heimamenn færðu vöm
sína framar og náðu að klippa
algjörlega á spil og leikkerfi gestanna
og uppskára oftar en ekki hraða-
upphlaup í stað þess að Framarar
kæmu skoti á markið. Mestur varð
munurinn á liðunum 9 mörk í
stöðunni 19-10, um miðjan síðari
hálfleik, og sigur heimamanna nánast
í höfn. Gestimir gáfust þó ekki upp og
náðu að minnka aðeins muninn og
lokastaðan varð 23-17 Aftureldingu í
vil.
Góöur varnarleikur
heimamanna
Heimamenn spiluð allir vel í
þessum leik. Þeir áttu aldrei i neinum
vandræðum með gestina og lögðu
grunninn að öraggum sigri sínum
með mjög góðum varnarleik. Bjarki
Sigurðsson var þeirra atkvæðamestur
með 9 mörk og mörg hver stór-
glæsileg. Bergsveinn varði einnig vel
í markinu.
Framarar náöu ekki saman
Það er hins vegar ýmislegt sem
Framarar þurfa að laga fyrir næsta
leik liðanna ef þeir ætla sér að mæta
aftur í Mosfellsbæinn í þriðja leikinn.
Eins og fyrr segir var vandræða-
gangur bæði í sókn og vörn og liðið
náði engan veginn jafnvel saman og
það hefur oft gert og sýnt. Liðið getur
miklu meira og betur og ætlar sér
örugglega stærri hluti á heimavelli í
næsta leik þar sem það er enn
taplaust í vetur. Atkvæðamestur
Framara í gærkvöldi var Njörður
Árnason með 4 mörk og Reynir var
ágætur í markinu. -ÖB
Afturelding-Fram 1-0
Páll Þórólfsson hefur leyst skyttuhlutverkið vel með Aftureldingu. Hann er hér að skora eitt af fjórum mörkum sínum gegn Fram að Varmá í gærkvöldi. Oleg Titov
er til varnar og Bjarki Sigurðsson, besti maöur leiksins, fylgist spenntur með. DV-mynd Brynjar Gauti
Liverpool gefur
ekkert eftir
- í toppbaráttuni eftir sigur á Arsenal, 2-1
Liverpool ætlar að vera með á
fullu í baráttunni um enska
meistaratitilinn í knattspymu en
liðið minnkaði forskot Manchest-
er United niður í þrjú stig í gær-
kvöldi með því að leggja Arsenal
að velli í toppslag úrvalsdeildar-
innar á Highbury, 2-1.
Leikurinn var hraður og fjörug-
ur og bæði lið spiluðu stíft til sig-
urs. Eftir markalausan fyrri hálf-
leik kom Stan Collymore Liver-
pool yfir snemma í síðari hálfleik
og náði þar með að bæta fyrir
þrjú gullin færi í fyrri hálfleik
sem hann misnotaði. Collymore
skoraði af stuttu færi eftir að Dav-
id Seaman hafði misst skot Stigs
Inge Bjömebyes frá sér.
Það var síðan Jason McAtaeer
sem kom Liverpool í tveggja
marka forystu. Liverpool fékk
dæmda mjög vafasama víta-
spyrnu þegar Robbie Fowler féll í
vítateignum eftir að hafa leikið
boltanum fram hjá David Seam-
an. Dómarinn benti á vítapunkt-
inn þrátt fyrir mikil mótmæli frá
leikmönnum Arsenal og ekki var
að sjá betur en að Fowler geröi
slíkt hið sama. Fowler tók spym-
una sem Seaman varði en
McAteer náði frákastinu og skor-
aði. Eftir markið þyngdist sókn
Arsenal jafnt og þétt og 10 mínút-
um fyrir leikslok minkaði Ian
Wright muninn þegar hann vipp-
aði laglega yfir David James,
markvörð.
Það stefnir því allt í einvígi
Manchester United og Liverpool
um meistaratitilinn og ekki
ósennilegt að úrslitaleikurinn
verði þegar þessi lið mætast á An-
field Road í Liverpool þann 19.
apríl.
Á hinum enda stigatöflunnar
gerðu Middlesbrough og Notting-
ham Forest 1-1 jafhtefli í miklum
fallbaráttuslag þar sem Norður-
landabúar vora á skotskónum.
Normaðurinn Alf Inge Háland
kom Forest yfir eftir þunga sókn
Forest en Daninn Mikkel Beck
jafnaði metin eftir frábæran und-
irbúning Juninhos. -GH
Jason McAteer skoraði síðara
mark Liverpool gegn Arsenal.
Titillinn í sjónmáli
hjá Grindvíkingum
- Suöurnesjastúlkur lögöu KR-inga ööru smni
DV, Suöumesjum:
Kvennalið Grindvíkinga, sem komið
hefur svo skemmtilega á óvart, hélt sig-
urgöngu sinni áfram í gær þegar liðið
lagði KR í öðrum úrslitaleiknum um ís-
landsmeistaratitilinn. Þar með era
Grindavíkurstúlkur komnar með tvo
vinninga gegn engum og íslandsmeist-
aratitillinn er því í sjónmáli hjá liðinu en
með sigri í næsta leik er titillinn þeirra.
„Það er enn og aftur gamla góða vöm-
in sem er að skila okkur sigrinum. Viö
ætlum okkur að klára þetta í næsta leik
og sá leikur verður erfiðastur af öllum.
Það hefur ekki gengið vel hjá okkur í vet-
ur en nú erum við að toppa á réttum
tíma,“ sagði Stefanía Ásmundsdóttir,
leikmaður Grindvíkinga, sem spilað hef-
ur geysilega vel í úrslitakeppninni.
Grindvíkingar byrjuðu leikinn mjög
vel með öflum vamarleik og á eftir fylgdi
skemmtilegur sóknarleikur sem endaði
með hverri glæsikörfúnni á fætur
annarri. Grindvíkingar komust í 5-0 og
síðan komu sex 3ja stiga körfúr í röð á 7
mínútna kafla og staðan 23-8. Þessi góða
byrjun setti KR-inga út af laginu og þeir
náðu aðeins að gera 10 stig á 17 minút-
um.
KR-ingar náðu að gera 11 stig í röð í
upphafi síðari hálfleiks og minnka mun-
inn í 4 stig. KR-stelpumar dekkuðu mun
framar með góðri vöm og náðu að stöðva
fyrir 3ja stiga skotin sem þær gerðu ekki
í fyrri hálfleik. Penni Peppas tók þá til
sinna ráða og upp á sitt eindæmi skoraði
hún körfúr fyrir Grindvíkinga. Grinda-
vík skoraði 10 stig í röð eftir að KR hafði
minnkað muninn í 4 stig og eftir það var
sigurinn í höfii.
„Það var mjög erfitt að fá 6 þriggja
stiga körfúr í röð á sig og það fór mikil
orka í að vinna muninn upp. Þær vinna
okkur ekki 3-0,“ sagði Helga Þorvalds-
dóttir, fyrirliði KR.
Peppas átti frábæran leik í sterkri liðs-
heild Grindvíkinga en KR-stúlkumar
náðu sér ekki fyllilega á strik og vora
ekki með sjálfstraustið í lagi.
-ÆMK
Grindavíkurstúlkur hafa haft ástæðu til að fagna að undanförnu og nú stefnir allt í að Grindavík verði íslandsmeistari
í 1. deild kvenna eftir sigur á KR-ingum í gærkvöldi. DV-mynd Ægir Már
IA vill fá
56 milljónir
fyrir Bjarna
í textavarpi Sky Sport
fréttastofunnar í gær kom fram
að Skagamenn vilja fá 500
þúsund pund fyrir Bjama
Guðjónsson eða um 56 milljónir
króna. Ekki þykir líklegt að
Skagamenn fái sínu framgengt.
Liklegt er að Newcastle sé
reiðubúið að greiða milli 10 og 15
milljónir króna fyrir Bjama og
sú tala getur síðan hækkað
standi hann sig hjá félaginu.
Á Sky sport var einnig greint
frá því að Kenny Dalglish, fram-
kvæmdastjóri Newcastle, væri í
þann veginn að ganga frá sínum
fyrstu leikmannakaupum síðcm
hann tók við liðinu af Kevin
Keegan. Þar er átt við Bjarna og
haft er eftir Dalglish að hann
hafi hrifist af frammistöðu hans
þegar hann var hjá félaginu til
reynslu fyrir skömmu.
„Við eigum von á honum
fljótlega til okkar og þá verður
vonandi gengið frá samningum,"
sagði Dalglish.
Bjami mun þvi væntanlega
skrifa undir hjá Newcastle á
næstu dögum en þó svo að
félögin gangi frá samningum á
hann eftir að ganga frá sinum
samningi við félagið. Hann er
staddur í Skotlandi í
keppnisferöalagi meö ÍA og
ráðgert er að hann fari þaðan til
Newcastle
-GH
Hlynur.skoraði
fyrir Orebro
Hlynur Birgisson skoraði eitt
af mörkum Örebro þegar liðið
lagði Gimonese, 1-4, i 16-liða úr-
slitum sænsku bikarkeppninnar
í knattspyrnu í fyrrakvöld.
Örebro er því komið áfram í
keppninni svo og Elfsborg, lið
Kristjáns Jónssonar, sem sigraði
Grimsos, 0-1, og Örgryte, lið
Rúnars Kristinssonar sem vann
0-1 sigur á Nacka.
-GH
iHOIAND
Arsenal-Liverpool.......1-2
0-1 Collymore (50.), 0-2 McAteer (65.),
1-2 Wright (78.)
Middlesbrough-Nott. Forest . . 1-1
0-1 Haland (4.), 1-1 Beck (56.)
Man. Utd 31 18 9 4 61-33 63
Liverpool 31 17 9 5 53-26 60
Arsenal 32 16 9 7 52-28 57
Newcastle 30 15 7 8 59-36 52
Sunderland 32 8 9 5 29-48 33
Middlesbr 31 9 8 14 44-52 32
Nott. Forest 33 6 13 14 28-49 31
Coventry 32 6 12 14 27-46 30
Southampton31 6 9 16 39-51 27
Gríndavík (32) 59
KR (17) 47
5-0, 5-2, 11-2, 20-8, 26-8, 28-10, 28-15,
(32-17), 32-28, 42-28, 44-34, 51-34,
51-56, 55-36, 57-43, 59-47.
Stig Grindavíkur: Penni Peppas
20, Stefania Ásmundsdóttir 11, Anna
Dís Sveinbjömsdóttir 9, Rósa Ragn-
arsdóttir 9, Sandra Guðlaugsdóttir 6,
Sólveig Gunnlaugsdóttir 2, María Jó-
hannesdóttir 1, Christine Buchhholz
1.
Stig KR: Helga Þorvaldsdóttir 14,
Kristín Jónsdóttir 11, Kristín Magn-
úsdóttir 8, Sóley Sigþórsdóttir 6, Ge-
orgia Olga Kristiansen 4, Guöbjörg
Norðijörð 3, Sólveig Ragnarsdóttir 1.
Fráköst: Grindavík 38, KR 38.
3ja stiga körfur: Grindavík 16/7,
KR 13/1.
Vítanýting: Grindavík 23/18, KR
24/12.
Dómarar: Kristinn Óskarsson og
Kritján Möller, dæmdu vel.
Áhorfendur: 450.
Maður leiksins: Penni Peppas,
Grindavík.