Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1997, Síða 21
ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 1997
25
DV
Fréttir
Samþykktir Alþýðubandalags og Framsóknarflokks:
Ingibjörg Sólrún
verði borgarstjóra
efni R-listans
Alþýðubandalagið í Reykjavík
samþykkti á laugardag að halda
áfram samstarfi um Reykjavikur-
iistann og að Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir verði borgarstjóraefni R-list-
ans. Hvort flokkarnir í samstarfinu
efna til prófkjörs hefur ekki verið
ákveðið.
„Aðalatriðið er að ákveða að
vinna áfram saman og að við mun-
um ekki berjast innbyrðis um borg-
arstjóratitilinn. Prófkjör eða upp-
röðun á lista er tæknileg útfærsla
sem er ýmist unnin innan flokk-
anna eða sameiginlega. Það er bara
handavinna," segir Guðrún Agústs-
dóttir, fulltrúi Alþýðubandalags í
borgarstjórn og forseti borgarstjórn-
ar.
Sama ályktun var samþykkt á
fundi hjá Framsóknarflokki á laug-
ardegi. Fulltrúar allra flokka sem
standa að R-listanum höfðu áður
ákveðið á sameiginlegum fundi að
hver flokkur kæmi með sömu yfir-
lýsingu. Ingibjörg Sólrún hefur ver-
ið með í málinu frá upphafi, segir
Guðrún.
„Fyrst fannst mér að Ingibjörg
Sólrún ætti að vera í 1. sætinu og
Loðnuveiðar á lokastigi
leiða listann en það kom fram í við-
tali í DV að hún vilji vera áfram í 8.
sætinu og standa og falla með því.
Ég virði þá ákvörðun hennar og
flnnst hún miklu djarfari," segir
Guðrún Ágústsdóttir. -jáhj
Bragðgóður simaleikur
Svaraöu fjórum léttum spumingum í síma
og þú getur unniö Ijúffenga fjölskyldumáltíð frá BK-kjúklingi
KIi
KJUKLINGUR
Verö 39,90 minutan
DV, Akureyri:
Hver nýr dagur kann nú að vera
sá síðasti á loðnuvertíðinni, en ver-
tíðin er orðin ein sú allra besta
hvað aflamagn varðar frá upphafi
loðnuveiða hér við land.
Skipum sem enn eru að veiðum
hefur farið fækkandi undanfama
daga, en þau sem enn eru að voru
við veiðar grunnt út af Snæfellsjökli
um helgina. Þar voru skipin að fá
50-70 tonna köst þegar best lét, en
loðnan sem veiðst hefur er að lang-
mestu leyti hængar.
Fyrir helgina nam heildarloðnu-
aflinn á vertíðinni rúmlega 1100
hundruð þúsund tonnum og voru þá
óveidd um 160 þúsund tonn af út-
gefnum kvóta. -gk
Skíðavika 97 hafin
Kristján Þór Júlíusson, bæjar-
stjóri ísafjaröarbæjar, setti Skíða-
viku 97 í íþróttahúsinu á Torfnesi á
sunnudaginn og lýsti þeirri von
sinni að fegurð daganna sem í
vændum eru geri okkur öll að betri
manneskjum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, for-
maður Skíðavikunefndar, kynnti að
því búnu ýmis skemmtiatriði sem
boðið var upp á við þetta tækifæri,
en hóf þá dagskrá með eigin söng á
bráðskemmtilegum texta sem samin
var um skíðaviku fyrir um 35 árum.
Þá söng karlakór og sönghópurinn
sem lengst af hefúr verið nafhlaus
en heitir nú Söngfjelagið úr Neðsta.
Einnig fluttu grunnskólakrakkar
leikritið Flugferðin til ísafjarðar. í
íþróttahúsinu voru einnig uppi
sölubásar handverksfólks, auk þess
sem boðið var upp á veitingar og
um kvöldið fóru fram í húsinu tón-
leikar með Emilíönu Torrini, KK og
Stefáni Hilmars.
„Undh-búningurinn hefur gengið
mjög vel,“ sagði Ásthildur við
blaðamann. „Það hafa engin meiri
háttar vandamál komið upp, en
þetta er alltaf erfitt starf. Það verð-
ur mjög mikið um að vera á Skíða-
viku og auk gömlu atriðanna, sem
eru orðin að fóstum liðum á Skíða-
viku, eru alltaf að bætast ný atriði
við.“
- Er búist við mörgum gestum?
„Já, ég á von á því. Fyrir helgina
var orðið fullbókað í flug fram á
miðvikudag."
-HK
Miðvikudaginn 9. apríl mun aukablað
um vörubíla og vinnuvélar fylgja DV.
Blaðiö veröur fjölbreytt og efnismikið en í því
veröur fjallað um flest það er viðkemur vörubílum
og vinnuvélum. MeÖal efnis verða kynningar á
nýjungum í greininni. Þeir auglýsendur sem hafa
áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði vinsam-
lega hafi samband við Gústaf Kristinsson í síma
550 5731. Umsjón efnis er í höndum Jóhannesar
Reykdal og Sigurðar Hreiöars í síma 550 5000.
Vinsamlegast athugiÖ aÖ síSasti skiladagur aug-
lýsinga er fimmtudagurinn 4. apríl.
Tóku dekk-
in og vatns-
kassann
Þeir voru ekkert að tvínóna
við hlutina þjófarnir sem stálu
fiórum 38 tommu dekkjum, á
felgum að sjálfsögðu, undan bíl
við Borgartún um helgina. Eins
og gefur að skilja hafa þeir
nokkuð þurft fyrir því að hafa,
en þeir létu þó ekki þar við sitja
heldur tóku vatnskassann líka.
-sv
Loftpressa
sprakk
Litlu munaði að illa færi þegar
loftpressa sprakk í Stálsmiðjunni í
Reykjavík laust eftir hádegi í gær.
Sprengingin var öflug og sprimgu
rúður í húsinu við hvellinn. Húsið
fylltist af reyk og voru lögregla og
slökkvilið kölluð á vettvang. Enginn
var nærri pressunni þegar hún
sprakk en ljóst er að hefði svo verið
hefði ilía getað farið. -sv
y Taktu þátt í DEVIL’S OWN leiknum
og þú getur unnið boðsmiða fyrir tvo á lokaða
S forsýningu og forsýningarteiti í Stjörnubíó.
HARRLSON FORD
BRAD Rl I F
DEVIL'S Ovvn
mmmmmmmmmmmmmm