Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1997, Side 28
32
ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 1997
Sviðsljós
Streisand
svekkt og mætti
ekki
Leikkonan, leikstýran og
söngkonan Barbra Streisand
var svo svekkt út í óskarstil-
nefninganefndina yflr því að
mynd hennar, Tvö andlit speg-
ilsins, skyldi ekki vera talin til
hinna bestu að hún mætti ekki
á athöfhina í gærkvöldi. Hún
átti þó að syngja óskarstilneflit
lag úr myndinni. Natalie Cole
söng í staðinn.
Gúimníkallinn
enn vinsæll
Ofurfyrirsætan Helena Christensen:
Yfir sig ástfangin og
íhugar að breyta til
Danska ofurfyrirsætan Helena
Christensen hefur nýlega gefið í
skyn að hún ætli jafnvel bráðum
að fara að draga sig í hlé frá fyr-
irsætustörfunum og byrja á ein-
hverju öðru. Ein af ástæðunum er
kannski löngunin til að stofna
fjölskyldu, að minnsta kosti er
hún yfir sig hrifin af manninum
sem er í lífl hennar núna.
Kærastinn heitir Peter
Makebisch og er ljósmyndari.
Helena hitti hann í sambandi við
störf sín fyrir einu og hálfu ári og
ástin hefur alls ekki minnkað eft-
ir því sem tíminn hefur liðið
heldur þvert á móti. Helena hefúr
reyndar verið þekkt fyrir að sýna
tryggð þegar hún er í sambandi
en það hefur ekki alltaf þótt vera
aðalatriðið í þeim bransa sem
hún hrærist í.
Samband Helenu og söngvar-
ans í INXS, Michael Hutchence,
stóð í þrjú ár og það var hann
Helena Christensen og Peter Makebisch.
sem batt enda á sambandið vegna
annarrar konu, Paulu Yates.
Þrátt fyrir svik Michaels barðist
Helena til að reyna að halda hon-
um en ást hans til Paulu sigraði.
Paula, sem var eiginkona rokk-
stjörnunnar Bobs Geldofs, er nú
búin að ala Michael litla dóttur
en fyrir átti hún þrjú böm með
Bob.
Sem betur fer liðu ekki nema
nokkrir mánuðir frá þvi að Mich-
ael yfirgaf Helenu þar til hún
hitti Peter og nú slær hjarta
hennar aðeins fyrir hann.
Þau ljóma hreinlega af ást og
að sögn þeirra sem sjá þau saman
er Helena eitt stórt bros þegar
Peter er nálægt henni. Þau tóku
sér nokkra daga frí saman i Ástr-
alíu í vetur eftir að Helena hafði
verið við tískusýningar í Mel-
bourne og það fór ekki fram hjá
neinum að þau nutu lífsins sam-
an.
Alveg er það með ólíkindum
hvað Jim Carrey nýtur mikilla
vinsælda i heimalandinu.
Nýjasta mynd þessa leikara sem
hefúr tvær eöa þijár grettrn- á
valdi sínu var mest sótta mynd
liðinnar helgar. Myndin heitir
Lygari, lygari og segir frá lög-
fræðingi sem verður að segja
satt í einn dag. Hann lendir
náttúrlega í hinum mestu vand-
ræðum.
Johnny Depp er á kafi í tísku-
myndunum. Og vestur í Hollywood
eru myndir um ævi frægra látinna
eða jafnvel lifandi manna og
kvenna nýjasta tískuæðið.
Johnny er nýbúinn að leika fyrr-
um FBI mann í glæpamyndinni
Donnie Brasco og senn byrjar hann
að leika hinn alræmda suddablaða-
mann Hunter S. Thompson í mynd
eftir sjálfsævisögulegri bók hans,
Ótta og fyrirlitningu í Las Vegas.
Bókin sú lýsir eiturlyfjaferðalagi
höfundarins um borg neonljósanna
þar sem ekkert er sem sýnist.
Og ef leikstjórinn Barry Levin-
son, maðurinn sem gerði myndir á
borð við Rain Man og fleiri grát-
klökka ópusa, fær sínu framgengt
mun Johnny svo leika hinn draum-
kennda raulara Bobby Darin í
mynd um ævi hans og ástir sem á
aö heita Draumóramaðurinn. Fleiri
ævisögulegar myndir eru í bígerð í
Hollywood, til dæmis um hinn goð-
sagnakennda leikara James Dean
sem lést í bilslysi langt fyrir aldur
fram. Og verið er að gera mynd um
söngkonuna Janis Joplin.
Johnny Depp hinn snoppufriöi.
Johnny Depp
í ævimyndum
Pessi glæsilega stúlka, sem svalar þorstanum með smákóksopa, tók þátt í
líkamsföröunarkeppni f tengslum viö kvikmyndahátíö í Brussel í Belgíu um
helgina. Fjórtán fyrirsætur og listamenn frá sex löndum tóku þátt í keppn-
inni. Hver þátttakandi fékk fjórar klukkustundir til að Ijúka viö listaverkiö.
Hugarflugiö fékk svo sannarlega aö ráöa ferðinni, enda var þaö þema kvik-
myndahátíöarinnar. simamynd Reuter
Schwarzenegger tekur sér frí
- til að sinna eiginkonunni
Kvikmyndaleikarinn Amold
Schwarzenegger hefur ákveðið að
sleppa allri vinnu á næstunni til
þess að geta verið hjá konunni
sinni, Mariu Shriver, sem á von á
tvíburum.
Maria, sem er orðin 41 árs, er
komin nokkra mánuði á leið og
bæði hún og eiginmaðurinn, sem er
49 ára, hlakka mikið til að verða
foreldrar í fjórða sinn.
Allar meðgöngur Mariu hafa ver-
ið erfiðar og nú hefur þegar þurft að
leggja hana tvisvar inn. Þess vegna
ætlar Schwarzenegger að snúast í
kringum eiginkonuna á næstunni.