Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1997, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1997, Qupperneq 33
ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 1997 Svanurinn í kvöld verður sýning á Litla sviði Borgarleikhússins á hinu vinsæla leikverki Svaninum eft- ir Elizabeth Egloff. Þessu leik- riti sem lýst er sem ævintýra- legri ástarsögu hefur verið mjög vel tekið hér á landi og verið sýnt í marga mánuði og þá hafa dómar verið mjög lofsamlegir. Þrir leikarar leika í verkinu; Ingvar E. Sigurðsson, sem leik- ur Svaninn, María EUingsen og T Ingvar E. Sigurðsson leikur titilhlut- verkiö í Svaninum. Leikhús N.Ö.R.D Leikflokkurinn Sunnan Skarðsheiðar hefur fært á svið leikritið N.Ö.R.D. (Nær öldungis ruglaður drengur) eftir Larry Shue og var það frumsýnt síð- astliöinn fostudag í félagsheim- ilinu Miðgarði, Innri Akranes- hreppi. Næsta sýning á leikrit- inu er í kvöld kl. 21.00. N.Ö.R.D. hefur ekki áöur verið sýnt hér á landi af áhugaleikfélagi en Gríniðjan setti það á svið 1988 og naut það mikilla vinsælda. Leikstjóri er Þórey Sigþórsdótt- ir. Alls taka sjö leikarar þátt í sýningunni en að uppfærslunni koma á einn eða annan hátt um 20 manns. Samfélagið og einstaklingur- inn Annað kirkjukvöldið af þremur í Háteigskirkju verður í kvöld. Á efnisskránni verða ýmis einsöngs- og einleiksverk. Einsöngvarar eru Dúfa Sylvía Hauksdóttir og Kristin Bjarna- dóttir. Ræðumaður: Björn Bjamason menntamálaráð- herra. ITC-deildin Harpa Fundur verður í kvöld að Sól- túni 20. Allir velkomnir. Páskaeggjabingó Árlegt páskaeggjabingó Safn- aðarfélags Ásprestakalls verður í kvöld kl. 20 í safnaðarheimili kirkjunnar. Samkomur Opinn miðilsfundur I íþróttahúsi Breiðabliks, Dalsmára 5, Kópavogi, verður i kvöld opinn miðilsfundur með ÞórhaOi Guðmundssyni, miðli. Fundurinn hefst kl. 20.30. ITC-deildin Irpa Fundur verður í kvöld, í Hverafold 5, sjálfstæðissalnum. AOir velkomnir. Þjónustugæði Stjórnunarfélag íslands gengst fyrir tveimur námsstefh- um á Loftleiðahótelinu í dag. Fyrirlesari er Michael E. Hurst, prófessor, en hann er einn reyndasti fyrirlesari í Banda- ríkjunum á sviöi veitingaþjón- ustu. Skemmtanir Djasskvöld hjá Puccini Vegna fjölda áskorana verður endurtekiö djass- kvöld á Kaffl Puccini, Vitastíg lOa, í kvöld. Djass- kvöldið var haldið í síðasta mánuði í tengslum við kynningu á nýrri kafFitegund, Jazzis, og komust færri að en vildu. Það var tríó Bjöms Thoroddsen sem lék á fyrra djasskvöldinu og það mætir aftur til leiks í kvöld. Auk Björns, sem leikur á gítar, skipa tríóið Ásgeir Óskarsson á trommur og Gunnar Hrafnsson á bassa. Þeir félagar múnu leika frá kl. 21.00-23.00. Fjörunginn '97 í kvöld og annað kvöld verður haldinn í Bæjarbíói í Hafharfirði Fjörunginn ’97, en þar er íslenskum hljómsveitum gefinn kostur á að kynna tónlist sína. í fyrra var Fjörunginn haldinn á Akureyri og kepptu þá tíu hljómsveitir og lauk þeirri keppni með sigri SOMA. í keppninni mun hver hljómsveit leika þrjú frumsamin lög ásamt slagaranum Magga, frá 1959, í eigin útsetningu. Frumsömdu lögin mega ekki hafa verið gefin út áðm'. Sigursveitin fær að launum 80 hljóðverstíma i fjórum hljóðverum, einnig verða bestu einstaklingamir heiðraðir. Björn Thoroddsen leikur ásamt tríói sínu á Kaffi Puccini í kvöld. Öxnadals- heiði mokuð Á Vestfjörðum er verið að hreinsa um Kleifaheiði og Hálfdán til Bíldudals, einnig um Steingríms- fjarðarheiði og frá Hólmavík og í Brú. Norðurleiðin er fær en verið að hreinsa um Öxnadalsheiði. Aust- an Húsavlkur er verið að moka fyr- Færð á vegum ir Tjömes, um Hálsa á milli Raufar- hafnar og Þórshafnar, þungfært er um Brekknaheiði, fært er í slóðum um Möðrudalsöræfi. Á Austurlandi er verið að moka til Borgarfjarðar eystri og Fjarðarheiði til Seyðis- fjaröar. m Hálka og snjór s Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir Lokaö^100^ ® Þungfært 0 Fært fjallabílum Birna og Gisli eignast Litla stúlkan á mynd- inni fæddist á fæðingar- deild Landspítalans 11. mars kl. 06.40. Þegar hún var vigtuð reyndist hún Barn dagsins dóttur vera 3.665 grömm að þyngd og var 49 sentí- metra löng. Foreldrar hennar eru Birna Jóns- dóttir og Gísli Jens Guð- mundsson og er hún þeirra fyrsta bam. Eddie Murphy og Michael Rapa- port leika tvo haröskeytta sér- sveitarmenn. ?Ér >T j3 dagsC33i> Metro Sam-bíóin frumsýndi um síð- ustu helgi nýjustu kvikmynd Eddie Murphys, Metro. í mynd- inni, sem er sakamálamynd með biöndu af húmor, sem þeir sem hafa séð til Eddie Murphys ættu að geta sér til um hvemig er, leikur Murphy, Scott Roper, Kvikmyndir harðjaxl sem á að sjálfsögðu ekki í vandræðum með að koma fyrir sig orði þegar þess þarf með. Roper er lögreglumaður í San Francisco sem hefur það sérsvið að semja við glæpamenn. Roper á glæsilegan feril að baki og hef- ur það að leiðarljósi að geta kjaftað sig út úr öllum vandræð- um en þegar hann og nýliði einn, Kevin McCall, standa augliti til auglitis við brjálaðan morðingja þá getur hann ekki lengur treyst á mælsku sína. Auk Eddies Murphys eru í stórum hlutverkum í Metro Michael Rapaport, Carmen Ejogo og Michael Wincott. Leik- stjóri er Thomas Carter. Nýjar myndir Háskólabíó: Star Wars Laugarásbíó:Evita Kringlubíó: Metro Saga-bíó: Space Jam Bíóhöllin: Innrásin frá Mars Bíóborgin: Kostuleg kvikindi Regnboginn: Rómeó og Júlía Krossgátan Lóðrétt: 1 hættunnar, 2 hnoða, 3 garma, 4 huggun, 5 peningur, 6 keröld, 7 nöldraði, 12 fuglinn, 14 áburður, 16 ákefð, 18 athygli Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 skjalls, 8 laut, 9 ein, 10 eflist, 11 na, 12 lotan, 14 æla, 15 roði, 17 dekkin, 19 tóra, 20 agg. Lóðrétt: 1 slen, 2 kafald, 3 julla, 4 ati, 5 lest, 6 litaði, 7 snúning, 13 orka, 14 æft, 16 oka, 18 er. Gengið Almennt gengi Ll nr. 91 25.03.1997 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollgengi Dollar 70,590 70,950 70,940 Pund 114,120 114,710 115,430 Kan. dollar 51,250 51,560 51,840 Dönsk kr. 10,9750 11,0330 10,9930 Norskkr 10,5490 10,6070 10,5210 Sænsk kr. 9,2260 9,2770 9,4570 Fi. mark 13,9940 14,0770 14,0820 Fra. franki 12,4010 12,4720 12,4330 Belg. franki 2,0269 2,0391 2,0338 Sviss. franki 48,4100 48,6700 48,0200 Holl. gyllini 37,2000 37,4200 37,3200 Þýskt mark 41,8400 42,0500 41,9500 ít lira 0,04176 0,04202 0,04206 Aust. sch. 5,9410 5,9780 5,9620 Port. escudo 0,4157 0,4183 0,4177 Spá. peseti 0,4927 0,4957 0,4952 Jap. yen 0,57190 0,57540 0,58860 írskt pund 111,260 111,950 112,210 SDR 96,67000 97,25000 98,26000 ECU 81,2000 81,6800 81,4700 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270 í'-. <r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.