Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1997, Síða 36
> C3 O FRÉTTASKOTIÐ
CC r—> u_i — SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
^ LTD *=C Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fuilrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn.
oo
1— LTD 1— 550 5555
Frjálst,óháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 1997
'V
Friðrik Sophusson:
Bætur
hækka í takt
við almennar
hækkanir
„Mér líst auðvitað vel á að búið
sé að leysa verkfallið og ná vinnu-
friði með kjarasamningum til langs
tíma. Það gefur auðvitað vonir um
að hægt verði að halda efnahagsleg-
um stöðugleika næstu árin. Sá stöð-
ugleiki er forsenda þess að hægt sé
að auka kaupmátt hér,“ segir Frið-
rik Sophusson fjármálaráðherra.
Aðspurður um hver kjör öryrkja
og ellilífeyrisþega verði í kjölfar
samninganna segir Friðrik að ríkis-
stjómin hafi lýst því yfir að hún
muni hækka bætur almannatrygg-
ingakerfisins í takt við þá almennu
hækkun sem verði í kjarasamning-
um. „Það er ekki endanlega frágeng-
ið i hvaða formi sú hækkun verður
en það verður vafalítið gengið frá
því á næstunni," segir Friðrik. -RR
Halldór Ásgrímsson:
Erfitt fyrir
ríkissjóð
„Mér list að sjálfsögðu vel á að það
sé búið að semja. Þau verkfóll sem
voru hafin hefðu ekki getað endað
með öðru en að rýra tekjur fólks.
Mér sýnist að um verulegar hækkan-
ir sé að ræða á lægstu töxtunum sem
mér finnst vera mjög jákvætt. Það er
verið að semja um meiri kaupmátt-
araukningu en oftast áður í íslenskri
efnahagssögu," segir Halldór Ás-
grímsson utanríkisráðherra.
„Ég á von á að þessir samningar
verði erfiðir fyrir ríkissjóð í sam-
bandi við fjárlagagerð og gert er ráð
fyrir verulegum skattalækkunum.
Þessir samningar þýða áframhald-
andi aðhald í ríkisbúskapnum og
ekki víst að allir geri sér grein fyrir
því. Það á eftir að fara yfir fjárhags-
dæmi í sambandi við kjör örorku-
og ellilífeyrisþega og þar skiptir nið-
urstaða fiárlaga miklu máli. Ég get
ekki svarað um það á þessari
stundu,“ segir Halldór. -RR
Bensín á ný
Bensín var afgreitt á öllum bens-
ínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu í
morgun en unnið var við að dreifa
bensíni til stöðvanna í alla nótt.
Reyndar tókst ekki að stútfylla
tankana en unnið verður að því í
dag vegna páskaumferðarinnar sem
fram undan er.
Hjá Olíufélaginu var DV tjáð að
bílar væru farnir austur yfir fiall og
til Suðurnesja með bensín en bens-
ínlaust var orðið frá Hvalfirði og
austur til Hafnar í Hornafirði. -hlh
Hreinsun á drasli úr Víkartindi hefst í dag:
Stjórnvöld
féllu á prófinu
- segir Heimir Hafsteinsson, oddviti í Þykkvabæ
„Þetta strand hefur verið ein
sorgarsaga. Þeir sem áttu að gripa
inn í atburðarásina hafa ýmist
ekki gert það eða allt of seint. Ég
segi að menn séu runnir út á tíma
og þetta er búið, stríðið er tapað,“
segir Heimir Hafsteinsson, oddviti
í Þykkvabæ, í samtali við DV í
morgun.
„Allt í sambandi við þetta strand
hefur verið þvílík endileysa að
manni blöskrar. Málið hefur snúist
um krónur og aura og enginn hef-
ur greinilega þorað að taka af skar-
ið og gera nokkurn skapaðan hlut
fyrr en eitthvert sérfræðingastóð
hefur sagt álit sitt. Það sem mér
gremst þó mest er að íslensk
stjórnvöld skuli ekki frá fyrstu tíð
hafa tekið af skarið með hvað gert
yrði, hvernig að allri hreinsun og
olíulosun yrði staðiö og þar fram
eftir götunum. Þau gátu síðan sótt
kostnaðinn til eigenda og trygging-
araðila skipsins. Þetta gerðu þau
ekki og standa uppi á nýju fótum
keisarans og eru eitthvað að reyna
að klóra yfir það,“ segir Heimir.
Hann segir að hreinsun nú verði
aldrei annað en yfirklór.
Hreinsun á rusli sem borist hef-
ur úr Víkartindi síðan hann
strandaði i Háfsfiöru sunnan
Þykkvabæjar hefst í dag að sögn
Friðjóns Guðröðarsonar, sýslu-
manns Rangárvallasýslu. Sýslu-
maður sagði í morgun i samtali
við DV að þetta heföi verið ákveð-
ið á fundi í gærdag.
Ingólfur Waage lögreglumaður
var á vakt á strandstað Vikartinds
í nótt. Hann sagði að halli skipsins
væri óbreyttur frá því sem var í
gærkvöldi en fleiri gámar á þilfari
skipsins hefðu losnað í nótt en
ekki farið í sjóinn enn þá. „Þeir
hanga nánast á lyginni, en í það
minnsta einn hefur opnast og
draslið úr honum er að berast á
land,“ sagði Ingólfur.
„Ég hef látið þau skilaboð fara
frá mér að mér finnist aðgerðir á
strandstað ganga með ólíkindum
rólega og ég skil ekki af hverju, því
að nokkuð er síðan samið var við
ákveðinn verktaka um að fara í
hreinsun á rusli. Mér var síðan
sagt það seint í gærkvöldi að
hreinsun hæfist í dag, en án skýr-
inga á því hvers vegna það hófst
ekki I gær. Það var í vikunni samið
við aðila um að reyna að losa farm-
inn. Út af fyrir sig hefur aOtaf eitt-
hvað verið að gerast, en allt of
hægt.“ sagði Guðmundur Bjarna-
son umhverfisráðherra. -SÁ
Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, hringir hér í fyrirtæki sitt og tilkynnir að dælubílarnir megi fara af staö þar
sem verkfallinu sé lokiö. Viö hliö hans er Siguröur Pálmason, Hagkaupi. DV-mynd Hilmar Þór
Mjólkurfræðingar:
Sömdu í nótt
á svipuðum
nótum og
aðrir
„Við sömdum á svipuðum nótum
og hin stéttarfélögin eða til febrúar
2000. Grunnkaupshækkanirnar eru
svipaðar og hjá öðrum - heildarút-
koman er í sömu prósentutölu á bil-
inu 12-14 prósent. Þeir yngri fá
meira en það er nánast hægt að
kópera þennan samning miðað við
aðra,“ sagði Geir Jónsson, formaður
Mjólkurfræðingafélags íslands, við
DV í morgun en skrifað var undir
samninga við félagið skömmu fyrir
klukkan átta.
Þá var Þórir Einarsson ríkis-
sáttasemjari búinn að vaka í 48
klukkutíma. Hann sagði þá við
DV að samningalotan með mjólk-
urfræðingunum hefði verið erfið
en almennt séð hefði gengið vel í
nótt. Eftir að Þórir lauk samtalinu
við DV sagðist hann ætla heim að
sofa. -Ótt
Léttmjólk og
nýmjólk í
verslanir í dag
„Við leggjum allt kapp á að koma
léttmjólk og nýmjólk í verslanir í
dag. Vinnan við átöppun hófst í
gærkvöldi og heldur áfram í dag.
Líklega eru það um 150 þúsund litr-
ar sem þarf að dreifa í verslanir,"
segir Baldur Jónsson, framkvæmda-
stjóri sölusviðs Mjólkursamsölunn-
ar.
Baldur segir að eitthvað af rjóma
komi í verslanir á morgun en ekki
sé vitað hvað mikið. Hann segir að
þar sem mjólkurfræðingar hafi sam-
ið í nótt muni ástand á mjólkur-
markaði verða eðlilegt mjög fljót-
lega en það taki tíma að koma sér-
vöru í verslanir á ný. -jáhj
Alvarlegt um-
feröarslys
Ekið Vcir á þrítuga konu sem var
á gangi yfir Kringlumýrarbraut
norðan Miklubrautar um kl. 21.30 í
gærkvöld.
Konan var flutt á slysadeild
Sjúkrahúss Reykjavíkur og síðan
meðvitundarlaus á gjörgæslu. Hún
var í rannsóknum í nótt og er hald-
ið sofandi. Konan mun hafa hlotið
höfuðáverka og var eitthvað brotin
á hrygg sem læknir á slysadeild
sagði menn þurfa að skoða betur í
dag. Hann sagði konuna ekki lífs-
hættulega slasaða. -sv
L O K I
Veðrið á morgun:
Léttir til
syðra
Á morgun verður norðan
stinningskaldi eða allhvasst og
snjókoma eða él á norðanverðu
landinu en léttir til syðra. Vægt
frost verður víðast hvar.
Veðrið í dag er á bls. 36
Kvöld- og
helgarþjónusta
brother.
tölvu-
límmiöa-
prentari
Nýbýlavegi 28 - Sími 554-4443