Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1997, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1997, Qupperneq 4
4 MIÐVKUDAGUR 26. MARS 1997 Fréttir Dregst að opna vínbúð 1 Kópavogi: Innréttingarnar fóru í sjóinn „Við stefndum á að geta selt áfengi hérna í versluninni fyrir páska en þær áætlanir fóru út í veður og vind þegar Vikartindur strandaði. Við vorum að frétta að gámarnir með innréttingunum séu nú komnir í sjó- inn. Það er búið að afgreiða þetta úti og við eigum von á nýrri sendingu með næsta skipi. Við verðum bara að vona að það komist alla leið í höfn,“ segir Ari Eggertsson, verslun- arstjóri Vínbúðarinnar í Kópavogi, sem átti að opna formlega fyrir páska. Ari segir að stefnt sé að því að opna vínbúðina um miðjan apríl. „Heildsali flytur inn innréttin- garnar og hann er tryggður en við eigum eftir að skoða hvort eða hve mikið tap verður á því að hafa ekki getað opnað áfengissöluna strax,“ segir Ari. -RR Mmm Geir Jóhannsson, verslunarstjóri Apple-umboðsins, afhendir hér Sigrúnu Skúladóttur Performa Macintosh tölvu í verðlaun en svarseðlar hennar voru dregnir úr miklum fjölda innsendra iausna f getraunaleik DV og Apple-umboðs- ins. Sigrún er hér ásamt börnum sínum Sverri og Hildi Björk Jónsbörnum. Dv-mynd Dregið í getraunaleik DV og Apple-umboðsins: Sigrún fékk glæsilega tölvu - ótrúlegur íjöldi innsendra lausna Dregið var úr innsendum lausnum í getraunaleik DV og Apple- umboðs- ins á mánudag. í verðlaun var glæsi- leg Performa 6320/120 Macintosh tölva ásamt mótaldi að verðmæti 150 þúsund krónur. Greinilegt er að tölv- an hefur freistað margra því þátttak- an í þessum lauflétta getraunaleik var ótrúlega mikil. ÞÚsundir svöruðu samviskusamlega öllum spumingun- um og sendu inn og síðan var einn lukkulegur sendandi dreginn út. Sig- rún Skúladóttir datt í lukkupottinn, umslag hennar var dregið úr hrúg- unni og í ljós kom aö hún hafði svar- að öllum spumingunum rétt. „Þetta var alveg frábært, ég átti svo sannarlega ekki von á því að verða dregin út,“ sagði Sigrún þegar henni var tilkynnt um tölvuvinninginn. Hún sagði tölvuna án efa eiga eftir að koma sér vel. Tölvan sem um ræðir er öflug, með gott minni, hraðvirkt geisladrif og stóran harðdisk. Tölvan leysir ailan vanda á skjótan og auðveldan hátt, hvort sem nota á hana við vinnu, nám, leik eða flakk um veraldarvef- inn. DV og Apple-umboðið óska Sigrúnu til hamingju með vinninginn og þakka öllum hinum fyrir þátttökuna. -sv Dagfari Hvað felst í kjarasamningunum? Lágmarkshækkun launa verður 12,86% á samningstímanum 1997: frá og meö undirskriftardegi um 4,7% 1998:1. janúar. Öll laun og launataxtar hækka um 4,0% 1999:1. janúar. Öll laun og launataxtar hækka um 3,65% Lágmarkstekjur verða 70.000 kr. 1. janúar veröa lágmarkstekjur 70.000 kr. á mánuði fyrir 40 klst. vinnuviku fyrir starfsmenn 18 ára og eldri sem hafa unniö fjóra mánuði samfellt hjá sama fyrírtæki. Desemberuppbót Oriofsuppbót 1997: 25.100 kr. 1997: 8.400 kr. 1998: 26.100 kr. 1998: 8.800 kr. 1999: 27.100 kr. 1999: 9.000 kr. Nýju kjarasamningarnir: Samið um fleytitíma - 11 klukkustunda samfelldur hvildartími Fyrir utan sjálfa kaupliðina og krónutölumar eru ýmis ný og merk atriði í nýgerðum kjarasamningi að- ila vinnumarkaðarins. Þar má sem dæmi nefna að vinnuveitendur fengu það í gegn að 8 tíma dagvinnu má skila hvenær sem er á tímabil- inu 7.00 til 19.00. Þetta ákvæði hefur verið kallað fleytitími. Eins er I samningunum heimild til að ljúka fullum viku vinnutíma á 4 dögum. Sömuleiðis er nú í fyrsta sinn í kjarasamningi ákvæði um 11 klukkustunda samfelldan hvílda- tíma. Þetta er samkvæmt reglugerð E vrópusambandsins. Óheimilt er að skipuleggja vinnu þannig að vinnutími fari umfram 13 klukkustundir. Við sérstakar að- stæður, við að bjarga verðmætum, má lengja vinnulotu í allt að 16 klukkustundir en þá verður að veita 11 klukkustunda hvild í beinu fram- haldi af vinnunni án skerðingar á rétti til fastra daglauna. í samningunum er nýr og ítarleg- ur kafli um hvemig standa skuli að gerð fyrirtækjasamninga. Einn er sá þáttur í samningunum sem menn voru ánægðir með en það snýr að viðræöuáætlun þegar kem- ur að endumýjun þessa samnings haustið 1999. -S.dór Með fullt og óskorað umboð Dagfari fjallaði lítillega um það í frradag, hvernig menn gengu í það um helgina að afstýra verk- falli sem hafði skolliö á fyrir mis- skilning. Meim voru sem sagt að berjast fyrir sjötíu þúsund króna lágmarkslaunum en áttuðu sig allt i einu á því að það fannst eng- inn á vinnumarkaðnum sem þigg- ur lægri laun en sjötíu þúsund. Verkfallið var með öðmm orðum byggt á misskilningi og menn þurftu að leggjast yfir það hvem- ig hægt væri að afstýra þessu verkfalli. Enda höfðu menn greinilega gleymt því að verkföll eru til að bæta kjörin en ekki til að rýra þau. Nema hvað, menn lögðust und- ir feld og fundu svo ráð við vand- anum. Ráðið var fólgið í því að senda stóru samninganefndina hjá Dagsbrún heim, eftir að hún hafði gefið litlu samninganefnd- inni fullt umboð til að semja fyrir verkamenn. Þetta var skynsamlega gert, enda óðs mann æði að hleypa al- mennum félagsmönnum að svo viðkvæmum samningum. Al- mennir félagsmenn vita lítið sem ekkert um launin og kjörin þó þeir hafi kannski einhverja vit- neskju um það hve mikið þeir fá í launaumslögin. En það er ekkert að marka vegna þess að samning- ar eru eitt og launin í umslaginu eru allt annað og svo eru menn heldur ekki að semja um það hvað menn eigi að fá í laun, heldur um það hvað vinnuveitendur treysta sér til að borga en vinnuveitendur bera að sjálfsögðu hag launþega fyrir brjósti og borga þeim ekki meira en launþeginn þolir vegna skuldanna sem hvíla á heimilinu. Skuldir heimilanna eru nefni- lega orðnar svo miklar að það er ekki hægt að hækka launin meira en pínulítið, til að fjárhagurinn fari ekki úr skorðum. Það er þess vegna launþegum fyrir bestu að launin hækki sem minnst. Þetta vita þeir í Karphúsinu og þá ekki síst Dagsbrúnarmennim- ir í forystunni og til að koma í veg fyrir að almennir félagsmenn fari að eyðileggja hófsama samninga og mátulega litlar kauphækkanir, var brugðið á það ráð að senda fé- lagsmennina heim. Stóra samn- inganefhdin játaði vanþekkingu sína í flóknum samningaviðræð- um og féllst á þau rök að þaö væri þeim sjálfum fyrir bestu að þvæl- ast ekki fyrir samningum og afsal- aði sér öllu umboði til að hafa skoðun á málinu og fór heim. Þá loks komst skriður á viðræð- urnar. Nokkrir verkfallsverðir, sem hafa verið úti á vígvellinum og ekki getað fylgst með því sem raunverulega er að gerast í verk- fallsátökunum og kjarabarátt- unni, gerðu hróp að Dagsbrúnar- forystunni, sem undirstrikar í rauninni enn betur að almennir félagsmenn hafa ekki vit á launa- baráttu og kjarabaráttu og eiga ekki að hafa neitt um það að segja hvenær menn skrifa undir samn- inga. Gæfa Dagsbrúnar er að hafa menn við stjómvölinn sem sækja sín völd til almennra félagsmanna með því skilyrði að almennir fé- lagsmenn skipti sér ekki af kjara- málum, nema þá til að senda þá út í verkfallsvörsluna til að taka slaginn þegar forystan er að passa upp á þá hagsmuni félagsmanna að launin hækki ekki of mikið. Það versta sem fyrir Dagsbrún- armenn og annað ófaglært verka- fólk gæti komið er ef launin hækka of mikið þannig að verð- bólgan geri launahækkanimar að engu og auki skuldabyrðina. Það era allir sammála um að það er óðs manns æði að semja um hærri laun. Þetta tókst. Slíkum samningum ná menn ekki nema hafa til þess fullt og óskorað umboð. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.