Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1997, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 1997 Lesendur_____________________ Leikskólinn og „límbandsmálið" - sá kasti fyrstur steininum... Leikskólinn Hörðuvellir í Hafnarfiröi. Spurningin Tekur þú þátt í kvikmynda- vali Sjónvarpsins í Dags- Ijósi? Dóróthea Svavarsdóttir nemi: Nei, það geri ég ekki. Sigrún Jóhannsdóttir nemi: Nei, ég horfi eiginlega aldrei á Ríkissjón- varpið. Kristján Valdimarsson forstöðu- maður: Nei, ég hef ekki gert það en ég hef aðeins fylgst með því. Sólveig Snorradóttir húsmóðir: Nei, ég hef ekki tekið þátt í valinu. Gunnar Halldórsson smiður: Nei, aldrei. Finnbogi Grétar Sigurbjörnsson pítsusendill: Nei, ég horfi ekki á Dagsljós á föstudagskvöldum. Aðalheiður Magnúsdóttir skrif- ar: Ég get ekki lengur orða bundist vegna atburðarásar þeirrar er átt hefur sér stað út af mistökum starfs- stúlku á leikskólanum Hörðuvöllum í Hafnarfirði og nefnt hefur verið „límbandsmáliö". - Ég á sjálf barn á þessari deild sem umrætt atvik gerð- ist á og þekki þar með aðstæður mjög vel og í alla staði erum við mæðgur mjög ánægðar. Hinn 10. mars varð einni starfs- stúlku leikskólans á að skella lím- bandi yfir munn barns sem ekki vildi hætta að gefa frá sér mjög truflandi og skerandi hljóð meðan hún var að vinna með börnunum. Við það þagn- aði barnið og eftir örfáar sekúndur tók hún plásturinn aftur af munni þess. Barnið sýndi engin neikvæð viðbrögð en hélt ekki áfram að reka upp hljóðin. Þennan stutta tíma sat barnið við hliðina á starfsstúlkunni. Til þess að halda uppi aga á þess- ari deild, þar sem einungis eru yngri böm, hefur starfsfólk kosið að setja börnin í svokallaðan „hókus-pókus“ barnastól, sem einnig er notaður sem matstóll, þurfl að róöa þau niður. Þetta er gert til þess að ekki þurfi að setja börnin fram í fatahengi sem er viðurkennd agaaðferð. í æsifrétta- mennsku er þessi límbandsbútur orð- inn að límbandi sem breikkar og breikkar og nær orðið eymanna á milli og „hókus-pókus“ stóllinn orð- inn í líkingu við rafmagnsstól. Ég hef það eftir áreiðanlegum heimildum að starfsstúlkan sagði móður barnsins frá atvikinu þegar Kjartan Guðmundss. skrifar: Ég las afar sannferðug skrif Sveinbjöms Sigurðssonar í lesenda- dálki DV miðvikud. 19. þ.m., „Allt hækkar: skattar, skuldir og vextir". Þar var farið nokkuð inn á skuldir heimila og einstaklinga, kaupmátt- inn og eyðsluna. Þar sagði ennfrem- ur að allir fyndu fyrir litlum kaup- mætti, jafnvel þeir sem hefðu hærri launin, þetta 350 til 400 þús. kr. á mánuði, og þaðan af meira. Þessir aðilar væru gjarnan þeir sem héldu uppi eyðslunni, og væm því einnig í mestri hættunni af að verða gjald- Helga Stefánsd. hringdi: Dæmið um Fokker-flugvélina sem var að koma að norðan fyrir stuttu síðan og varð að lenda á Keflavíkurtlugvelli, vegna þess að ekki var óhætt að lenda í Reykja- vík, sýnir ljóslega, að Keflavíkur- flugvöllurinn er eini öruggi ílug- völlurinn hér á landi. Hvað hefði getað gerst ef flugvél- in hefði ekki haft Keflavíkurflug- völl sem varaflugvöll? Enginn get- ur svarað því. En svo mikið er víst að Reykjavíkurflugvöllur er ekki lengur sá flugvöllur sem boðlegur er íslendingum í innanlandsflugi. [L1Í1R5®Í\ þjónusta allan sólarhringinn Aðeins 39,90 mmútan - eða hringid í síma 550 5000 milli kl. 14 og 16 hún kom með barnið næsta morgun og baðst þá afsökunar á þessu frum- hlaupi sínu. Þá vildi móðirin ekki gera mikið úr atburðinum og skildi barnið eftir eins og venjulega og var barnið mjög sátt við það. Það er svo á miðvikudeginum um hádegið sem móðirin kemur og krefst þess að eitt- hvað verði gert í því sem hún vildi meina að væri stórmál og setti allt á annan endann. Á Stöð 2 var sagt frá atburðinum þannig að það minnti á söguna um fjöðrina sem varð að fimm hænum og á föstudeginum 14. mars fjallar formaður Landssamtaka foreldrafé- laga leikskóla um málið í DV án þess að hafa kynnt sér það á nokkurn hátt þrota og allslausir. Þetta má til sanns vegar færa, því hverjir eru það sem kaupa alla dýr- ustu bílana, fara í dýrustu ferðirnar til útlanda og eyða mest í neyslu- varning? Það er ekki einleikið að á kreiki er orðrómur um þekkta ein- staklinga í þjóðfélaginu - í áður- nefndum launastigum - sem ýmist eru á barmi gjaldþrots eða uppis- kroppa með eyðslufé, einmitt vegna ofangreindrar ofeyðslu. Þessir vesl- ings menn hafa hvorki haft þrek né -þekkingu til að lifa í samræmi við laun sín, þótt há séu. Einfaldlega vegna þess að hann stenst ekki þær alþjóðlegu öryggis- kröfur sem gerðar eru til flugvalla annan en að endurtaka gífuryrði'og fullyrðingar Stöðvar 2. Starfsstúlkunni urðu á mistök sem hún var þegar búin að biðjast afsök- unar á og engin eftirmál í sjónmáli. Menn læra af mistökum. Nægilegt hefði verið að veita áminningu. En að leggja í rúst líf þriggja starfs- stúlkna með þvílíkum áburði og rangri sök er ófyrirgefanlegt. Ein af grundvallarreglum réttarreglna okk- ar hefur verið gróflega fótum troðin, þ.e. að hver og einn skuli vera sak- laus uns sekt er sönnuð. Brottvikn- ing starfsstúlknanna er óásættanleg lausn á máli sem í upphafi var óheppilegt atvik sem ekki hefði átt að gerast en vel hefði mátt fyrirgefa. Það er því ekki allt sem sýnist í blöðunum sem birta myndir af prúðbúnum góðborgurum með maka sína á sýningunum eða söfn- unum. Þarna eru oft í bland hinir aumustu allra, eyðsluseggir og van- vitar á veraldlega vísu, hafa glutrað niður eigum sínum og kunna ekki fótum sínum forráð með sjálfsafla- féð. - Já, það er ekki að spyrja að því þegar þrengir að, þá er oft fátt til bjargar, og allir verða jafnir er þeir standa frammi fyrir henni fröken neyð. sem þjóna flugforum til mann- flutninga. I>V Er olía viö ísland? Gunnar Sigurðsson skrifar: Ég hef tekið eftir því að DV hefur fjallaö nokkuð um það mál sem á sínum tíma var látið nið- ur falla, þegar frumkönnun var gerð á því hvort hér væri hugs- anlega olíu aö fmna. Þingmenn og jarðfræðingur hafa skrifað um málið í DV, en frekari úttekt hefur ekki verið gerö í fjölmiðl- unum svo ég viti til. Mér finnst hér vera afar merkilegt mál á ferð, jafnvel það merkilegasta sem skotið hefur upp kollinum á síðustu áratugum. Ef olíuborun er talin fýsileg í Færeyjum og nú á Grænlandi, því þá ekki hér á landi eða við landið? Auðvitað er það skylda stjórnvalda að láta fullkanna málið. Hógværð ákæruvaldsins B.J. skrifar: Fyrir stuttu var í DV minnst á bUastuldi og spurt um hver við- urlög væru við slíkum brotum. Ég hef einmitt undir höndum 21 árs gamalt bréf frá ríkissaksókn- ara um svona mál. Það skal tek- ið fram, að sá sem valdur var að hvarfi umrædds bUs hélt góssinu og endurgreiddi ekkert. Þarna sýnir ákæruvaldið mildi og hóg- værð. Ég hvet lesendur sem hafa vitneskju um mál þessu lík að láta í sér heyra. Tóbaksvarnaráö: Óviðurkvæmi- leg auglýsing Sveinbjörn skrifar: Það er ekki að sökum að spyrja þegar þeir bindindismenn eiga í hlut, hvort sem um er að ræða vín eða tóbak. AUtaf skulu þeir sækja í klámið eða tvíræðn- ina. Nú sendir mannvinurinn og heilagleikinn Tóbaksvarnaráð frá sér boðskap um getuleysi, „limaburð" og 25% þrengingu slagæðar í getnaðarlim karl- manna. Hve langt þessi endemis fábjánaháttur Tóbaksvarnaráðs getur svo náð má guð vita, en hér er á ferð óviðurkvæmUeg auglýsing sem sýnir aðeins brenglaðan hugsunarhátt hjá „limunum" í þessu ríkisrekna ráði. Kung Fu þætt- ina aftur Dísa skrifar: Mér er ómögulegt að skilja hvers vegna sjónvarpsstöðin Sýn hætti aUt í einu að sýna fram- haldsþættina Kung Fu á flmmtu- dögum. Þeir höfðu þó verið aug- lýstir í dagskrá áfram vikulega í nýlega heimsendum auglýsinga- bæklingi. Ég reyndi að hingja tU að afla upplýsinga en fékk ekki samband við neinn sem vissi nokkurn hlut. Er hugsanlegt að allur þessi fótbolti sem nú er sýndur í staðinn, sé tímabundið ástand, Vona bara að svo sé, því þessir þættir voru uppáhaldið hjá mér og minni fjölskyldu. Og hygg ég að svo hafi verið um miklu fleiri áhorfendur. Fermingarbörn 67 á Hellis- sandi Ingibjörg Sigurðardóttir skrif- ar: Þið sem fermdust fyrir 30 árum, 15. maí 1967 í Ingjalds- skóla (Hellissandi): Hvernig væri að við hittumst I maímán- uði næstkomandi? Ef þið hefðuð áhuga vinsamlegast hafið þá sambandi við mig í síma 456 7119 eða síma 456 7547. Heimilsfang: Traðarland 2, 415 Bolungarvík. Margir illa komnir fjárhagslega Keflavíkurflugvöllur eini öruggi fiugvöllurinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.