Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1997, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1997, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 1997 DV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarforma&ur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. Friður enn fjariægur Það er harla ófriðlegt á sumum helstu söguslóðum Nýja testamentisins í þessari dymbilviku. Hörð átök eiga sér stað dag eftir dag bæði í Hebron og Betlehem, þar sem ungir Palestínumenn takast á við ísraelska hermenn og palestínsku lögregluna. Það sem kveikti eldana að þessu sinni var sú hrokafulla ákvörðun ísraelskra stjórnvalda að heíja miklar fram- kvæmdir í austurhluta Jerúsalem, á hæð sem liggur á milli þessarar umdeildu borgar og Betlehem, en hæðin er hluti þess landsvæðis sem ísraelsmenn hertóku í sex- daga-striðinu árið 1966. Þar er þegar farið að ryðja fyrir grunni nýrrar byggðar sem ætluð er fyrir tugþúsundir gyðinga. Arabar hafa snúist öndverðir gegn þessum áformum, enda líta þeir á það sem lokatakmark sjálfstæð- isbaráttu Palestínumanna að Jerúsalem verði höfuðborg þeirra engu síður en ísraelsmanna. Friðarsamningarnir í Mið-Austurlöndum hanga á blá- þræði, ekki aðeins vegna þessara áforma ísraelsmanna heldur einnig vegna hryðjuverka sem framin hafa verið í ísrael að undanförnu að undirlagi samtaka á borð við Hamas, en þau hafa aldrei sætt sig við þá stefnu sem felst í Óslóarsamkomulaginu frá árinu 1993. Margir óbreyttir borgarar, þar á meðal böm, hafa látið lífið í þessum hryðjuverkum og það hefur að sjálfsögðu valdið reiði með- al ísraelsmanna. ísraelskir ráðamenn eru einnig æfir vegna þess að Arafat, leiðtogi Palestínumanna, lét suma leiðtoga Hamas-hreyfingarinnar lausa fyrir skömmu - þar á meðal þann foringja sem sagður er hafa lagt á ráðin un nýjustu hryðjuverkin. Saga ísraels og Palestínu síðustu árin er að sjálfsögðu stráð hörmulegum atburðum af því tagi sem nú hafa ver- ið og eru að gerast, án þess að stjórnmálamennirnir hafi gefist upp við að tala saman. Spurningin nú er hversu mikið þanþol friðarferlið hefur. Meirihluti ríkisstjórnar ísraels er þannig háður hægrisinnuðum öfgamönnum sem vilja helst slíta öllum viðræðum við Palestinustjórn Arafats. Innan palestínsku sjálfstjórnarsvæðanna fer and- staða við frekari eftirgjöf af hálfu Arafats líka vaxandi. Jafnvel er látið að því liggja að hann kunni að reynast valtur í sessi á næstu mánuðum, enda finnst mörgum að lítið hafi breyst til batnaðar við valdatöku Arafats á sjálf- stjómarsvæðunum. Arabar em enn sem fyrr efnahagslega háðir ísrael, þangað sem mikill fjöldi þeirra sækir atvinnu — ef þeim er ekki meinuð innganga af ísraelsmönnum sem loka landamænmum þegar henta þykir. Bandaríkjamenn leggja nú eina ferðina enn hart að Palestínumönnum og ísraelum að setjast niður og ræða málin. Hvorugur leiðtoganna, Arafat eða Netanyahu, hafa útlokað fund sín á milli, en áherslur þeirra eru gjörólíkar. ísraelsstjórn vill ræða um hertar lögregluaðgerðir á sjálf- stj ómarsvæðunum og fangelsun þeirra sem grunaðir eru um að vera virkir í Hamas-hreyfingunni. Síðustu dagana hafa bandarísk stjórnvöld reyndar líka þrýst á Arafat og ríkisstjórn hans að sýna meiri hörku í viðskiptum við lík- lega hryðjuverkamenn. Efst í huga Palestínumanna er hins vegar að stöðva framkvæmdirnar á hæðunum við Jerúsalem. Arafat hefur leitað stuðnings Sameinuðu þjóðanna, en þar komu Bandaríkjamenn í veg fyrir fordæmingu ísraelsmanna í Öryggisráðinu með því að beita neitunarvaldi. Það sýnir auðvitað að engin breyting hefur orðið á þeirri hefð bandarískra stjómvalda að standa alltaf með ísrael á al- þjóðavettvangi þegar í harðbakkann slær. Það hlýtur að draga úr möguleikum þeirra til að miðla málum. Elías Snæland Jónsson Stöövum unglingadrykkju ...10 þúsund krónur fyrir aö koma upp um bruggverksmiðjur - nafnleynd heitiö. Barnaheill ... Sá er munur á barni og UÍolloNnn fullorðnum að hinn full- njaiiannn orðni getur lesið en barnið ekki fyrr en á vissum aldri. Fjölmiðl- ar ættu þess vegna að hafa fyrir reglu að færa ekki i töluð orð fréttir sem eru síst við þeirra hæfi. Oft hafa þeir sem ráða kynlegt viðhorf til barna og unglinga, jafnt foreldrar sem aðrir. Hér eru nokkur íslensk dæmi: Kynlegt viðhorf Fyrir tveimur árum til- kynnti Valdimar Jó- „Það er ekkert nýtt aö hræsnarar og kynferðislega krumpað fólk stjórni hjálparstofnunum. Sá er munur á fortíö og samtíð að áður voru þær í hóndum hreinna meyja og munka en núna stjórna þeim utanheimilismæður, félagsráð- gjafar og sérmenntað fóik.....u Guðbergur Bergsson rithöfundur Ef Jesú hefði ekki fæðst fyrir nær tvö þúsund árum og fæddist núna, jafn undar- legur maður og hann kvað hafa verið í augum sam- landa sinna, og segði: „Leyfið börn- unum að koma til mín ...“ yrði þeim ekki bara bannað að koma til hans heldur myndu mömmur og flöl- miðlar vara við honum. Dulbúiö barnaklám Sú umhyggja fyrir börnum sem maður heyrir í ijöl- miðlunum er stundum furðuleg. Þeir lýsa nákvæm- lega hvernig þeim er nauðgað, aðferð- um, aldri barnsins og öðru í þeim dúr sem áður hefði þótt óeðlilegt i þessu samfélagi. - Núna heitir þetta „frelsi til fréttaflutnings og þess að upplýsa fólk“. Stundum grunar mann samt að í skjóli frelsis til fréttaflutnings séu fréttamenn ekki aðeins að velta sér upp úr atburðunum held- ur beinlínis að æsa upp hvatir sín- ar og samfélagsins með lýsingun- um. Böm hljóta að heyra þetta margtuggna efni sem hljómar eins og dulbúið bamaklám. hannesson, fyrir hönd átaksins Stöðvum unglingadrykkju, að reynt yröi að greiða unglingum 10 þúsund krónur fyrir að koma upp um bruggverksmiðjur og var heit- ið nafnleynd. Sjá Morgunblaðið 3. mars 1995. Þetta svipar til þess þegar böm- um í Sovét var heitið umbun ef þau kæmu upp um hættulega and- kommúnista. Yfirvöld í Reykjavík ætluðu ekki alls fyrir löngu að koma upp myndbandstökuvélum til að fylgj- ast með unglingum og hegðun þeirra í miðbænum um helgar svo hægt yrði að refsa sekum. Ekki fyrir löngu hugðust skólar skrá nöfn nemenda sem uppvísir yrðu um að hafa neytt áfengis og annarra efna sem foreldrar og jafnvel kennarar neyta um hverja helgi. „Giftur maður í góðri stöðu" Ekki er þetta betra í útlöndum. í Frakklandi hóf lögreglan um daginn aðgerðir gegn þeim sem misnota börn. Fimmtudaginn 13. mars birti Le Figaro frétt um hverjir hafi verið handteknir: kennarar, fréttamenn, verslunar- menn, barnavemdarar, dagmæður og telpur sem gæta á kvöldin. Lýs- ing blaðsins á dæmigerðum söku- dólg var þannig: „Giftur maður í góðri stöðu.“ Með lærdómskjaftinn á réttum stað Það er ekkert nýtt að hræsnarar og kynferðislega krumpað fólk stjórni hjálparstofnunum. Sá er munur á fortíð og samtíð að áður voru þær í höndum hreinna meyja og munka en núna stjórna þeim utanheimilismæður, félagsráðgjafar og sérmenntað fólk, ekki með guðsorð á vör held- ur með lærdómskjaftinn á réttum stað. Guðbergur Bergssson Skoðanir annarra Kjarasamningarnir „Öll þjóðin hefur vafalaust andað léttar, þegar þau tíðindi spurðust út í gærmorgun, að heildarkjara- samningar væru í burðarliðnum.... Nýju kjarasamn- ingamir sýna, að verkalýðshreyfingin náði fram meginkröfu sinni um 70 þúsund króna lágmarks- laun. Sú krafa virðið njóta almenns stuðning og einnig meðal margra vinnuveitenda, enda sanngjörn krafa. ... Mikilvægur þáttur i nýrri kjarasátt á vinnumarkaði er ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skattalækkanir á næstu þremur árum, þær mestu sem hér hafa orðið um langt árabil." Úr forystugrein Mbl. 25. mars. Páskaupprisa Júlíusar „Þeir segja að hinn eini sanni Ólympíuandi felist í slagorðinu: Það skiptir ekki öllu máli að sigra, aðalatriðið er að vera með.... Og nú hefur enn sann- ast að ólympíuandinn um mikilvægi þess að vera með er hvergi sterkari en hjá sjálfri Ólympíunefnd- inni, þar sem átök og illdeilur hafa einkennt starfið upp á síðkastið. ... Og nú um helgina kom í ijós að búast má við talsverðri eldsprengingu eftir þessa páskaupprisu Júlíusar Hafstein í ólympíunefndinni. Júlíus er kominn í hvíta búninginn og orðinn for- maður Júdósambandsins albúinn í slaginn við knatt- spyrnukónginn Ellert B. Schram. Garri í Degi-Tlmanum 25. mars. Upplýsingaskortur lögreglu „Baráttan gegn fikniefnum snýst um upplýsingar. Okkur vantar stöðugt upplýsingar. Þær eru blóðið sem heldur okkur gangandi. Þess vegna höfum við til dæmis opinn sérstakan síma, þar sem menn geta hringt inn upplýsingar um fikniefni. Það hefur gef- ist vel. ... Ég kem hér árið 1985 og hef sem lögreglu- stjóri skrifað upp á það, að upplýsingar skuli keypt- ar. I mínum huga hefur endurgjaldið verið lágt og af- raksturinn drjúgur miðað við það.“ Böðvar Bragason í Alþbl. 25. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.