Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1997, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1997, Qupperneq 22
MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 1997 LlV 22 tmrstæð sakamál ---- Reikningsskilin Það voru háar einkunnir á próf- skírteininu sem Wolfgang Braun fékk afhent þegar hann lauk líffræð- inámi í Vilhelms-háskólanum í þýska bænum Munster. Hann var heldur ekki í vandræðum með að fá starf sem aðstoðarmaður i vísindar- annsóknardeild stórs alþjóðlegs iðn- fyrirtækis. Wolfgang var þó ekki ná- hvítur bókaormur sem sýndi aðeins áhuga á líffræði. Hann hafði mikinn áhuga á íþróttum og stundaði sigl- ingar, fjallgöngur, hlaup og fallhlíf- arstökk. En hann var hlédrægur þegar stúlkur áttu í hlut, það er að segja allt fram í september 1991. Þá varð hann mjög ástfanginn af Sú- sönnu Goedicke, þrjátíu og eins árs lækni sem vann hjá sama fyrirtæki og hann. Aðskilnaður Vorið 1992 trúlofuðu þau Wolf- gang og Súsanna sig og næstu þrjú árin nutu þau lífsins saman. Þau fóru í ferðalög til Helgolands og Par- ísar og sigldu á skútum við St. Tropez, Tenerife og Senegal. Þá voru laun Wolfgangs orðin það góð að hann hafði jafnviröi um fimm mihjóna íslenkra króna á ári. Sús- anna hafði líka góð laun og gátu þau því leyft sér margt. 1995 sagöi Súsanna upp starfi sínu og bar við áreitni. Hún sótti um og fékk nýtt starf í Wiesbaden. Hún kom þó oft í heimsókn til Oppau, sem er eitt úthverfa Lud- wigshaven, en þar bjuggu þá bæði móöir hennar og Wolfgang. En sam- bandið milli þeirra Wolfgangs var nú orðið annaö en þaö var áður. Hjá henni gætti æ meira áhugaleysis um þaö en hinn sjálfsöruggi og sjálf- umglaði Wolfgang gat ekki með neinu móti litið þannig á að neitt væri athugavert við framkomu hans gagnvart Súsönnu. Því væri þveröfugt farið. Kvíðaköst Wolfgang lýsti síðar sambandi þeirra meðal annars á þennan hátt: „Það gætti álags vegna aðskilnaðar- ins. Hún varð aö fara úr fæðing- arbæ sínum þar sem móðir hennar bjó. Ég tók fljótlega eftir að hún var ekki eins og hún hafði verið áður. Það var sem innri óvissa gerði æ meira vart við sig. Ég reyndi að sýna henni alla þá umhyggju sem ég gat og gefa henni frið og ró til að finna sjálfa sig. En það lék enginn vafi á því að hún átti við sálræn vandamál að stríða. Hún sýndi yfir- burði yfir marga aðra í starfi sínu en einkalífið einkenndist af kvíða- köstum. Ég þekki vel til slíks ástands. Ég bað hana því að leita læknis en þaö mátti hún ekki heyra nefnt.“ Síðar var haft á orði að Wolf- gang hefði átt að leita til sálfræð- ings eða geð- læknis. Þá hafði sá atburður gerst árið 1995 sem leiddi til þess að opinbert sakamál var höfðað. Wolfgang hafði farið til Wiesbaden í heimsókn til Súsönnu. Að- faranótt 9. aprll var hringt í neyðamúmerið í Wiesbaden og veikluleg rödd sagði: „Hjálp! Mér blæöir. Unnusta mín er dáin.“ Óhugnanleg aðkoma Lögregla og sjúkralið var þegar í stað sent að húsinu sem Súsanna bjó í, við Hirtenstrasse. í svefnher- berginu var komið aö Wolfgang meövitundarlausum og haföi verið skorið á báðar púlsæðamar. Viö hlið hans lá Súsanna, látin. Var ljóst aö hún hafði verið kyrkt. Hún var nakin og alblóöug. Á vegginn viö rúmiö hafði verið skrifað „Dauðinn frelsar" með blóði. Wolf- gang var í skyndi fluttur á sjúkra- hús þar sem læknum tókst að bjarga lífi hans. Wolfgang Braun virtist sjálfsör- uggur og yfirvegaöur þegar hann p r Wolfgang Braun, t.v., meö lögmanni slnum. Húsiö sem atburöurlnn gerölst I. að hann hefði ekki haft annað í huga. Áfall Schmölz saksóknari var ekki á sama máli og Wolfgang um þetta at- riði frekar en svo mörg önnur. Hann sagðist ekki geta séð að bréfið hefði komið að miklu gagni því Sús- anna hefði dáið á nákvæmlega þann hátt sem komið hefði fram I því. Það var loks er hér var komið að Wolfgang viðurkenndi að hann hefði oröið fyrir áfalli þegar hann Bréfiö sem aldrei var sent. sá mynd af fyrrverandi skólabróður hennar, Magnúsi, í handtösku henn- ar. Hann kvaðst hafa spurt hana um myndina og hefði hún þá viður- kennt að eiga í ástarsambandi við hann og hafa í hyggju að gerast sambýliskona hans. „Eru þessi ummæli hinnar látnu ekki einmitt ástæðan til þess sem gerðist nóttina sem hinn ákæröi framdi afbrotið?" spurði Schmölz saksóknari kvóðdómendur. Þeir voru honum sammála og fundu Wolfgang Braun sekan um morö. Orð dómarans Það sjálfsöryggi sem einkennt hafði framkomu sakbomings hvarf eins og dögg fyrir sólu þegar ljóst var hver niðurstaöa réttarhaldarma var og Kraayvanger dómari sagði: „Gastu ekki þolaö aö verða aö láta í minni pokann? Það er engin skömm fyrir mann að verða aö horfast í augu viö aö stúlkan hans fer frá honum. Og það er ekki held- ur afsökun fyrir moröi. En þú ert ekki sá fyrsti sem stendur hér í rétt- inum af þessari ástæðu. Og því mið- ur verðuröu ekki sá siðasti." Enn einu sinni reyndi Wolfgang Braun að koma í veg fyrir þann dóm sem hann þóttist nú sjá fyrir. Skerandi hvítt Ijós „Ég var í mjög þröngri stöðu,“ sagöi hann svo hárri röddu að líkt- ist hrópi. „Ég veit þaö eitt að ég féll saman. Ég sá skerandi hvítt ljós. Ég sá ofsjónir. Ég var í afbrigðilegu sál- arástandi og vissi ekki lengur hvað ég gerði.“ Kraayvanger dómari dæmdi Wolfgang Braun í tiu ára fangelsi. Þar með var á enda, að minnsta kosti í bili, ferill ungs manns sem hafði skarað fram úr í skóla og hafði svo góð laun að hann gat leyft sér flest það sem hugurinn gimtist. En hlédrægnin, sem haföi gert vart við sig á fyrri árum, átti sér orsök. Og hennar var að leita einhvers staðar í sálarlífi hins dæmda. Hann gat ekki séð nema aöra hliðina á sambandi sínu við unnustu sína og ekki tekið því sem hann taldi óbæri- legan ósigur. Þegar hann skynjaöi að Súsanna var í þann veginn aö snúa baki við honum brást hann við á þann hátt sem hann gerði. Það var ekki fyrr en afleiðingamar blöstu við honum í réttinum að hann gat loks horfst í augu viö þá staðreynd að hann hafði ekki getað tekið því sem gerðist eins og sá sjálfsöruggi maður sem hann hafði þóst vera. „Samkomulag um að deyja" Næst reyndi Wolfgang að skýra það sem gerst hafði nóttina örlaga- ríku sem samkomulag hans og Súsönnu um að svipta sig lífi saman var gert. Hann sagðist ekki hafa skorið á púlsæðamar á sér heldur hefði Súsanna gert það og væri það skýringin á því hve blóðug hún hefði verið þegar að var komiö. Enn á ný gerði saksóknarinn hríð að Wolfgang. Sagði hann að leitað hefði verið fmgrafara á eldhús- hnífnum, sem notaður hafði verið, og hefðu aðeins fundist á honum fingraför hans. Undrun Súsanna Goedlcke. Dr. Johan Glatzel, geð- læknir og pró- fessor, var kallaður fyrir réttinn vegna sérfræðiþekk- ingar sinnar og hann varð mjög undrandi þegar Wolf- gang sagði: „Þegar hún fékk kvíða- köstin setti hún sig í fðst- urstellingar en mér tókst aö binda enda á þau með samforum." Wolfgang sagöi kynlífs- þörf Súsönnu hafa verið svo mikla og kröf- ur hennar svo sérstakar aö hann gæti ekki rætt um þær í réttarsalnum nema hon- um yröi lokaö fyrir almenningi. Þessu svaraði dómarinn með því aö segja að réttarhöldin væm opinber og yrðu það. Saksóknarinn, Bernd Schmölz, geröi harða hríð aö ákæröa fyrir að reyna að fá viðstadda til að trúa því aö Súsanna hefði verið kynlífssolt- in. Hann gagnrýndi hann sömuleiö- is fyrir að reyna að láta líta svo út að hann væri eins konar sérfræð- ingur í að beita samfórum í meö- ferðarskyni. Síðan lagöi Schmölz fram krumpaö blað úr dagbók Súsönnu. Þar stóð: „Ég er hrædd. Tilfmningatengslin eru horfin. Hann talar bara um kyn- líf. Ég hef reynt að viðhalda sam- bandinu en við erum aldrei sam- mála vegna þeirra krafna sem hann gerir á kynlífssviðinu. Mér finnst ég ófijáls. Ég á aðeins einn kost og það er aö slíta sambandinu." Schmölz saksóknara tókst einnig að gera að engu tilraunir Wolfgangs til að bera sakir af sér með öörum hætti. Lagði hann fram bréf sem Wolfgang haföi skrifað gömlum skólafélaga sínum en aldrei sent honum. Það hófst meö þessum orö- um: „Ég var að drepa Súsönnu. Hún Bernd Schmölz saksóknarl. sveik mig. Ég átti ekki um annað að velja en taka um háls hennar. Á eft- ir fannst mér ég fullkomlega frjáls...“ Wolfgang gaf þá skýringu á bréf- inu að það hefði veriö tilraun hans sjálfs til að „skrifa sig út úr sálar- kreppu“. Með þvi að setja tilfinning- ar sínar á blað hefði honum tekist að koma í veg fyrir að afbrýðisemi hans (sem hafði ekki komið við sögu réttarhaldanna fyrr) leiddi hann í þunga þanka. Sagöi hann að sú staðreynd að bréfiö hefði fundist í Oppau en ekki í Wiesbaden sýndi kom fyrir rétt I Frankenthal, ákærð- ur fyrir morðið á Súsönnu Goed- icke. Þar hlustuðu kviðdómendur undrandi á hann vísa ákærunni á hendur sér á bug og segja að í raun væri hann fórnar- lambiö. í hvert sinn sem hann fékk að taka til máls í réttar- salnum talaði hann án afláts. Hann ræddi, að því er virt- ist af miklu ör- yggi, um taugaáfall sem Súsanna hefði fengið, sál- gæslu og kyn- líf þeirra tveggja sem hann sagði aö hefði ger- breyst eftir að hún fluttist til Wiesbaden.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.