Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1997, Page 26
26
MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 1997
MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 1997
47
íþróttir
íþróttir
Theodóra stendur
sig vestanhafs
Theodóra Mathiesen skíða-
kona hefur staðið sig vel á mót-
um í Bandaríkjunum í vetur en
þar dvelur hún við nám. Fyrir
skömmu varð hún þriðja í stór-
svigi á svæðismeistaramóti í
Anchorage í Alaska. Þá varð hún
fimmta í svigi á boðsmóti
Nevada-háskóla í Reno og hafn-
aði loks í sjötta sæti í stórsvigi á
háskólameistaramóti Bandaríkj-
anna.
-vs
Kolbrún og Örn
með unglingamet
Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir frá
Akranesi og Örn Amarson úr
SH settu nokkur unglingamet á
sprettsundsmóti Ármanns og KR
á sunnudaginn.
Kolbrún setti fimm sinnum
telpnamet í þremur greinum en
hún synti 50 m flugsund á 30,18
sekúndum, 50 m baksund á 31,52
sekúndum og 100 m fjórsund á
1:08,87 mín.
Öm tvíbætti eigið piltamet í
50 m baksundi, synti á 27,27 sek-
úndum.
Ríkarður Ríkarðsson úr Ægi
vann besta afrek mótsins þegar
hann synti 50 m flugsund á 25,62
sekúndum. Það gefur 856 stig og
Ríkarður fékk farandbikar til
varðveislu.
-VS
Ásmundur og
Edda sigursæl
Ásmundur ísak Jónsson og
Edda Lúvísa Blöndal úr Þórs-
hamri voru sigursæl á íslands-
meistaramótinu í kata sem fram
fór um síðustu helgi.
Þau urðu íslandsmeistarar
karla og kvenna og vom jafn-
framt bæði i sigursveitum Þórs-
hamars í hópkata. Með Ásmundi
í karlasveitinni vora Jón Ingi
Þorvaldsson og Sigþór Markús-
son en með Eddu i kvennasveit-
inni vom Björk Ásmundsdóttir
og Sólveig Krista Einarsdóttir.
Keppendur á mótinu vom 30
frá fjórum félögum.
-VS
Haukur vann þre-
falt á Seyöisfiröi
Haukur Amórsson úr Ár-
manni varð þrefaldur sigurveg-
ari á bikarmóti SKÍ sem hcddið
var á Seyðisfirði um helgina.
Haukur sigraöi tvívegis í svigi
karla og síðan í stórsvigi.
í flokki 15-16 ára vann Rann-
veig Jóhannesdóttir, Akureyri,
tvo sigra í svigi og Björgvin
Björgvinsson frá Dalvík sigraði
bæði í svigi og stórsvigi. Krist-
inn Magnússon, Akureyri, og
Dagný Linda Kristjánsdóttir, Ak-
ureyri, sigruðu ennfremur í stór-
svigi.
-hiá/VS
Leiftur gerði þrjú
gegn Selfossi
Leiftur frá Ólafsfirði vann ör-
uggan sigur á liði Selfoss í leik
liðanna í deildabikarnum í
knattspymu um síðustu helgi.
Lokatölur urðu 3-1 en ekki 2-1
eins og missagt var í DV. Mörk
Leifturs skoruðu þeir Davíð
Garðarsson, Arnar Grétarsson
og Magnús Þorgeirsson.
Ikvöld
Handbolti karla - undanúrslit:
Fram-Aftureiding (0-1) .....20.00
Reykjavíkuraiótið í knattspyrau:
Fram-lR..................... 20.30.
Haukar komnir með undirtökin gegn KA:
Sjóaðir í að spil
spennuleiki
- rafmögnuð spenna í Firðinum þegar Haukar unnu, 25-24
„Það var frábært að vinna því ég
hefði ekki viljað fara norður með
tap á bakinu. Þetta var baráttuleik-
ur. Við spiluðum góða vöm og vor-
um komnir með góða stöðu í síðari
hálfleik en þá fómm við að flýta
okkur of mikið og létum boltann
ekki fljóta í sókninni. Það má segja
að við séum orðnir sjóaðir að spila
svona spennuleiki og hafa betur í
lokin. Með þessum sigri stigum við
stórt skref í átt að úrslitaleiknum,"
sagði Haukamaðurinn Aron Krist-
jánsson, nýkominn úr leikbanni,
eftir sigur á KA, 25-24, í æsispenn-
andi leik í undanúrslitum 1. deildar
karla í handknattleik i gær.
Það var rafmönguð spenna á loka-
mínútum leiksins. Eftir aö hafa lent
gómm mörkum undir um miðjan
síðari hálfleik sýndu KA-menn
mikla seiglu og tókst að jafna leik-
inn í 23-23 þegar rúmar 6 mínútur
vom eftir. í hönd fór mikið tauga-
strið þar sem góð færi fóru forgörð-
um hjá báðum liðum. Rúnar Sig-
tryggsson kom Haukunum yfir,
24-23, en Björgvin Björgvinsson
jafnaði metin
fyrir KA þegar
ein og hálf mín-
úta var eftir.
Rúnar var aftur á ferðinni þegar
hann kom Haukum yfir með góðu
marki 40 sekúndum fyrir leikslok
og KA-menn höfðu því nægan tíma
til að jafna metin og knýja fram
framlenginu. Þegar 10 sekúndur
voru eftir skaut Duranona þrumu-
skoti í stöngina, Haukar náðu knett-
inum og héldu honum út leiktím-
ann.
Mætum aftur í Fjöröinn
„Þetta er langt frá því að vera
búið. Við mætum aftur í Fjörðinn
og leggjum þá Haukana að velli. Við
gerðum okkur seka um marga feila
í sókninni, hentum boltanum hvað
eftir annað í lúkumar á Haukunum
og þessi mörgu mistök vora okkur
dýrkeypt," sagði
Jóhann G. Jó-
hannsson,
homamaður KA-
manna, eftir leikinn.
Siguröur feikisterkur
í jöfnu liði Hauka átti Sigurður
Þórðarson einna besta leikinn.
Hann skoraði 6 góð mörk úr jafn-
mörgum tilraunum og var feiki-
sterkur í öflugri Haukavörn. Gústaf
Bjarnason og Halldór Ingólfsson
vom mjög drjúgir og Þorkell Magn-
ússon ógnandi í hominu. Ekki má
gleyma þætti Rúnars undir lokin og
Bjami Frostason kom sterkur inn í
markið í síðari hálfleik.
Alfreö tveggja manna maki í
vörn KA
KA-menn þurftu að hafa mun
meira fyrir sínum mörkum og sókn-
arleikur þeirra var oft ráðleysisleg-
ur og leikmenn liðsins að gera of
marga tekniska feila. Vamarleikur
liðsins var hins vegar mjög traustur
þar sem Alfreð Gíslason var oft
tveggja manna maki. Jóhann G. Jó-
hannson átti mjög góðan fyrri hálf-
leik og þeir Björgvin Björgvinsson
og Leó Öm Þorleifsson vom sterkir
í þeim síðari.
Róbert Julian Duranona náði sér
hins vegar ekki á strik, virkaði
kraftlaus og á köflum utanveltu.
Eigi KA-mönnum að takast að kom-
ast í úrslitaleikinn þriðja árið í röð
en lykilatriði fyrir þá aö Duranona
sýni styrk sinn.
-GH
Haukar - KA1-0
Jakob Jónsson, KA-maöur, fær aö kenna á kröftugri Haukavörninni í leiknum í Hafnarfiröi í gærkvöldi. Óskar Sigurösson og Siguröur Þóröarson stööva hann af mikilli
ákveöni. Þaö má búast viö svipaöri baráttu í öörum leik liöanna á Akureyri annaö kvöld. DV-mynd ÞÖK
Ekki í Þórstreyjunni
Stuðningsmenn KA spurðu Akureyringinn í liði
Hauka, Rúnar Sigtryggsson, í hálfleik hvort hann
væri í Þórstreyjunni undir Haukapeysunni, eins og
þegar liðin áttust við í bikarúrslitunum á dögunum.
Rúnar sýndi þeim að svo væri ekki og þá sögðu KA-
menn: „Þú þorðir ekki!“
KA-menn voru ósáttir við sigurmark Rúnars. Þeir
sögðu að Egill Már Markússon dómari hefði verið bú-
inn að flauta aukakast áður en skotið reið af og því
voru þeir ekki nægilega vel á verði.
Egill Már Markússon var nýkominn frá Dallas í
Texas þar sem hann dæmdi á stóm unglingamóti í
knattspymu. Nóg að gera hjá honum á tvennum víg-
stöðvum. Sólin hafði greinilega skinið í Texas þvi þeir
dómarabræður, hann og Öm, vom með sinn hvom lit-
arháttinn.
Sigurður Þórðarson átti besta leik sinn fyrir
Hauka í vetur. Einn dyggur Haukamaður sagði ástæð-
una vera einfalda. Mjólkurfræðingar hefðu gengið frá
kjarasamningum um morguninn en Sigurður starfar
sem mjólkurfræðingur - enda frá mjólkurbænum Sel-
fossi. -GH
Haukar (14) 25
KA (13) 24
0-1, 3-2, 5-7, 8-7, 10-10, 14-12, (14-13),
14-14, 17-16, 20-16, 22-18, 23-20, 23-23,
24-24, 25-24.
Mörk Hauka: Sigurður Þórðarson
6, Halldór Ingólfsson 5/1, Gústaf
Bjamason 4, Rúnar Sigtryggsson 4,
Þorkell Magnússon 3, Aron Kristjáns-
son 2, Óskar Sigurðsson 1.
Varin skot: Magnús Sigmundsson
5, Bjami Frostason 9.
Mörk KA: Róbert Julian Dura-
nona 6/1, Jóhann G. Jóhannsson 5,
Leó Öm Þorleifsson 4, Björgvin
Björgvinsson 4, Jakob Jónsson 2, Al-
freð Gíslason 1, Heiömar Felixson 1,
Sævar Ámason 1.
Varin skot: Guðmundur Amar
Jónsson 7, Hermann Karlsson 2.
Brottvlsanir: Haukar 8 mín., KA 4
mín.
Dómarar: Egill og Öm Markús-
synir, ekki sannfærandi.
Áhorfendur: Um 1.000.
Maður leiksins: Sigurður Þórð-
arson, Haukum.
Liðin mætast aftur á Akureyri
annað kvöld ki. 20.30.
NBA-deildin í körfuknattleik í nótt:
Rodman tók 21 frákast
- aðeins 123 stig skoruð þegar SA Spurs sigraði Cleveland Cavaliers
Níu leikir fóru fram í NBA-deildinni
í körfuknattleik í nótt. Úrslit urðu
þessi í leikjunum:
Toronto-Indiana ..................84-98
Orlando-Sacramento..............114-103
Atlanta-Portland .................96-89
Houston-Minnesota...............112-103
SA Spurs-Cleveland ...............64-59
Chicago-Dallas....................94-92
Phoenix-Milwaukee...............117-112
LA Clippers-Vancouver...........110-104
Golden State-Seattle.............89-126
Langt er síðan stigaskor hefur verið
jafn lágt og það var i leik SA Spurs og
Cleveland Cavaliers. Það er ekki á
hverjum degi sem aðeins 123 stig eru
skoruð í leik í NBA-deildinni en það
gerðist þó í þessum leik. Grant Hill
skoraði 16 stig fyrir Cleveland en hjá
Spurs var Vemon Maxwell stigahæst-
ur með 10 stig.
Chicago heldur áfram á sigurbraut-
inni og þrátt fýrir mikla yfirburði í
deildinni virðast leikmenn liðsins
halda fullri einbeitingu og það er
aldrei gefið eftir.
Meistararnir lentu þó í nokkrum
vandræðum með sprækt lið Dctllas í
nótt en höfðu sigur í lokin. Michael
Jordan skoraði 20 stig, sem þykir ekki
mikið á þeim bæ, og Steve Kerr skor-
aði einnig 20. Miðherjinn Luc Longley
skoraöi 14 stig og Scottie Pippen 13.
Það var hins vegar furðufuglinn Denn-
is Rodman sem stal senunni í þessum
leik og ekki í fyrsta skipti. Hann átti
mjög góðan leik, tók alls 21 frákast, 9 í
sókn og 12 í vörn.
Orlando er í góðum gír þessa dag-
ana og í nótt vann liðið öruggan
heimasigur gegn Sacramento Kings
sem átt hefur erfiðan vetur að venju.
Snillingurinn Penny Hardaway fór
fyrir liði Orlando og skoraði 30 stig.
Miöherjinn skapmikli, Roney Seikaly
kom skammt á eftir en hann skoraði
26 stig og hirti 14 fráköst.
Indiana vann í nótt góðan útisigur
gegn Toronto. Hollenski miðherjinn í
liði Indiana, Rik Smits, átti afbragðs-
leik, skoraði 28 stig og tók 14 fráköst.
Að vanda lék Reggie Miller einnig vel
hjá Indiana en hann skoraði 24 stig í
nótt.
Portland réði ekki við Atlanta á úti-
velli. Smith skoraði 27 stig fýrir Atl-
anta, Dikembe Mutombo 24 og Christi-
an Laettner 17. Hjá Portland var Isai-
ah Rider stigahæstur með 22 stig.
-SK
Tap gegn Belgum á Ítalíu
íslenska unglingalandsliðið í knattspyrnu tapaði fyrir Belgum, 2-1, í
fyrsta leik sinum á alþjóðlega mótinu á Ítalíu sem hófst í gær. Haukur
Ingi Guðnason, Keflvíkingurinn efhilegi, skoraði mark íslands í fyrri
hálfleik.
ísland sigraði óvænt á þessu móti í fyrra eftir að hafa tapað fyrsta leik
sínum. í dag leikur liðið við Bandaríkin og á morgun við Rúmeníu og
þarf að vinna riðilinn til að komast í undanúrslitin sem fara fram á laug-
ardagimi. -VS
Válsmenn voru sektaðir
Aganefnd Handknattleikssambands íslands sektaði í gær Val um 50
þúsund krónur og veitti félaginu alvarlega áminningu vegna atviks eftir
leik liðsins gegn Haukum síðasta föstudagskvöld.
Stuðningsmenn Vals ruddust inn á völlinn þegar flautað var af og
veittust að dómurunum. Einn þeirra sló Sigurgeir Sveinsson dómara í
höfuðið og skammir og svívirðingar dundu á þeim svartklæddu. -VS
Sampras auðveldlega áfram
Pete Sampras var ekki í vandræðum með að sigra Magnus Larsson frá
Svíþjóð í gærkvöldi og tryggja sér sæti í átta manna úrslitum á stigamóti
Alþjóða tennissambandsins í Key Biscyane í Bandaríkjunum. Sampras
sigraði, 6-2 og 6-0. Thomas Muster og Goran Ivanisevic unnu einnig til-
tölulega örugga sigra og þeir Jonas Björkman og Andrei Medvedev eru
líka komnir áfram. í kvennaflokki er Monica Seles komin í undanúrslit
ásamt Barböm Paulus. -VS
Valur aftur í
úrvalsdeildina
- eftir stórsigur í Stykkishólmi
DV, Stykkishólmi:
Valsmenn em komnir í úrvals-
deildina í körfubolta á ný eftir eins
árs fjarveru eftir stórsigur á Snæ-
felli, 60-84, í þriðja úrslitaleik lið-
anna í 1. deildinni í Stykkishólmi í
gærkvöld.
„Við unnum þetta á vöminni og
þetta var sigur liðsheildarinnar.
Strákamir vinna vel saman og það
er engin eigingimi í liðinu. Við
ákváðum í haust að ef viö gætum
ekki unnið 1. deildina án útlendings
hefðum við ekkert upp að gera,“
sagði Torfi Magnússon, þjálfari
Valsmanna. Þeir vora eina liðið í
efri hluta deildarinnar sem ekki
tefldi fram erlendum leikmanni.
Þeir komust yfir í fyrsta skipti
seint í fyrri hálfleik og eftir það átti
Snæfell aldrei möguleika. Staðan
var 37-46 í hálfleik og munurinn
jókst jafnt og þétt. Valsmenn eru
með mjög skemmtilegt lið þar sem
leikgleðin er allsráðandi og breidd-
in er mjög góð. Á meðan vora
heimamenn að reyna hver í sínu
homi að bjarga því sem bjargað
yrði, án árangurs. Þeir sitja áfram í
1. deild þrátt fyrir að hafa unnið
deildakeppnina í vetur.
í úrslitakeppninni saknaði Snæ-
fell Dalons L. Bynum sem handar-
brotnaði fyrir hana og lék ekki með.
í hans stað kom Terence Harris og
fyllti engan veginn í skarðið.
Stig Snæfells: Terence Harris 17,
Tómas Hermannsson 12, Lýöur Vignis-
son 10, Bárður Eyþórsson 10, Helgi R.
Guðmundsson 4, Sæþór Þorbergsson 3,
Þorkell Þorkelsson 3, Jón Þ. Eyþórsson 1.
Stig Vals: Bergur Emilsson 17, Ragnar
Þór Jónsson 15, Bjöm Sigtryggsson 13,
Guðni Hafsteinsson 12, Gunnar Zoega 8,
Jónas Páll Jónasson 6, Ólafur Jóhanns-
son 5, Guðmundur Bjömsson 4, Hjörtur
Þór Hjartarson 2, Bjarki Gústafsson 2.
-KS
|Xy ENGLAND
David Seaman, markvörður Arsenal, var í
gær sæmdur heiðursorðu breska heimsveldisins
fyrir framlag sitt til knattspymunnar og frábæra
frammistöðu með enska landsliðinu í úrslita-
keppni EM síðasta sumar.
Joe Jordan er hættur sem framkvæmdastjóri
2. deildar liðs Bristol City eftir slæma útkomu í
síðustu leikjum.
Sheffield United keypti Carl Tiler frá Aston
Villa i gær fyrir 66 miHjónir króna.
Gordon Cowans, fyrrum leikmaöur með
enska landsliðinu og Aston Viila, gekk í gær til
liðs við 2. deildar liðið Stockport.
Stan Collymore frá Liverpool og Stuart Pe-
arce frá Forest vom gær valdir í enska landslið-
ið sem mætir Mexíkó í vináttuleik á laugardag.
Fimm leikmenn hafa dregið sig úr hópnum
vegna meiðsla og átta í viðbót em tæpir. Glenn
Hoddle á því í miklum vandræðum með að stilla
upp liði og mikil gagnrýni er komin upp í Eng-
landi á að þessi leikur skuli hafa verið settur á.
Mark Crossley, markvörður Forest, er meidd-
ur og getur ekki varið mark Wales gegn Belgíu í
undankeppni HM á laugardag.
Phillipe Albert frá Newcastle getur ekki spil-
að meö Belgum í umræddum leik vegna meiösla.
Portsmouth sigraöi Reading, 1-0, í ensku 1.
deildinni í gærkvöldi.
Skíðamót íslands
hefst í fyrramálið
Skíðamót íslands 1997 fer ffarn á Ólafsfirði og Dalvík um
páskana. Keppni hefst í fyrramálið og lýkur síðdegis á
páskadag. Mótiö verður formlega sett í Dalvíkurkirkju
annað kvöld og því verður slitið í Tjamarborg á Ólafsfirði
að kvöldi páskadags.
Mótið er að þessu sinni jafnframt FlS-mót og gefur al-
þjóðleg styrkleikastig. Það er liður í FlS-mótaröð sem fram
fer á Dalvík, Ólafsfirði og Akureyri.
Flest af besta skíðafólki landsins verður á meðal þátttak-
enda en keppt er í hefðbundnum alpagreinum og norræn-
um greinum. Dagskrá og keppnisstaðir era hér til hliðar á
siðunni. Greinunum er skipt á milli kaupstaðanna en Dal-
víkingar verða með meirihlutann af alpagreinunum og
Ólafsfirðingar með megnið af norrænu greinunum.
KSÍ 50 ára í dag
Knattspymusamband íslands, stærsta sérsambandið
innan ÍSÍ, er 50 ára í dag. KSÍ var stofnað þann 26. mars
1947.
Afmælisins verður minnst með margvíslegum hætti í
ár. Þar má nefna að úrslitakeppni Evrópumóts unglinga-
landsliða fer fram hér á landi í sumar en þar leika átta lið
um Evrópumeistaratitilinn. Þá gefur KSÍ út bók um knatt-
spymuna í landinu frá upphcifi. Bókin nefnist „Knatt-
spyma í heila öld“ og kemur út með vorinu.
Leikið viö Kín-
verja á ísafirði
ogSelfossi
ísland og Kina mætast í tveimur landsleikjum í
handknattleik karla hér á landi í næstu viku. Sá
fyrri verður háöur á ísafirði á miðvikudaginn
kemur, 2. apríl, og sá síðari á Selfossi kvöldið eft-
ir.
Af þessum sökum verður fyrsti úrslitaleikurinn
um íslandsmeistaratitil karla ekki leikinn fyrr en
sunnudaginn 6. apríl. Leikmenn úr þeim tveimur
liðum sem komast í úrslitin munu ekki taka þátt í
landsleikjunum við Kínverja.
-VS
Bandaríkin
ekki með í
Kumamoto
- Brasilía í staðinn
Bandaríkjamenn hafa tilkynnt Alþjóða handknatt-
leikssambandinu að þeir sendi ekki landslið sitt í
heimsmeistarakeppnina sem hefst í Kumamoto í Jap-
an 17. maí. Engin skýring hefur verið gefin á ákvörð-
un Bandaríkjamanna sem hafa leikið í flestöllum
lokamótum HM undanfama tvo áratugi.
Það verður aö öllum líkindum Brasilia sem tekur
sæti Bandaríkjanna. Brasilía hafnaði í fjórða sæti í
undankeppninni í Norður- og Mið-Ameríku en Banda-
ríkin i því þriðja, á eftir Kúbu og Argentinu.
-VS
Albanir með ein-
tóma „útlendinga"
Albanir þurfa að leika tvo heimaleiki sína í und-
ankeppni HM í knattspymu næstu dögu í Granada á
Spáni vegna ástandsins heima fyrir en þar hefur jaðr-
að við borgarastyrjöld síðustu vikur. Þeir fá Úkraínu
í „heimsókn" þangað á laugardag og síðan Þjóðverja
næsta miðvikudag.
Landsliðshópur Albana var tilkynntur í gær og at-
hygli vekur að allir 20 leikmennirnir í honum spila
utan heimalandsins, flestir í Grikklandi og Þýska-
landi. Ekki era nema fimm ár síðan fyrsti albanski
knattspymumaðurinn fékk að yfirgefa heimalandið
til að spila atvinnuknattspyrnu erlendis.
-vs
FIFA hrósar
Robbie Fowler
Sepp Blatter, framkvæmda-
stjóri Alþjóða knattspyrnusam-
bandsins, sagði í gær að Robbie
Fowler, miðherji Liverpool, ætti
mikinn heiður skilinn fyrir við-
brögð sín við vítaspymunni sem
dæmd var á Arsenal í leik lið-
anna í fyrrakvöld.
Vítaspyrnan var dæmd á Dav-
id Seaman, markvörð Arsenal,
sem virtist fella Fowler. En
Fowler fagnaði ekki dómnum og
gaf greinilega til kynna að hann
væri rangur. Fowler tók síðan
spymuna sjálfur, Seaman varði
en Jason McAteer fylgdi á eftir
og tryggði Liverpool sigur í þess-
um mikilvæga leik.
„Viðbrögð þín voru þér til
mikils sóma og undirstrika þann
heiðarleika sem við viljum að sé
viðhafður í knattspyrnunni,"
sagði Sepp Blatter og beindi orð-
um sínum til Fowlers.
Félagar Fowlers í liði Liver-
pool, Stan Collymore og David
James, sögðu að með þessu væri
Fowler rétt lýst. Hann væri heið-
arleikinn uppmálaður.
-VS
Hertha áfram efst
Eyjólfur Sverrisson og félagar
í Herthu Berlín halda toppsæt-
inu í þýsku 2. deildinni í knatt-
spyrnu eftir 0-0 jafntefli Mainz
og Kaiserslautem í fyrrakvöld.
Hertha er með 43 stig, Kaisers-
lautem 42, Wolfsburg 37 og
Mainz 35 stig. Þrjú efstu liðin
vinna sér sæti i 1. deild.
-VS
Úrtökumót en
ekki meistaramót
Vegna misskilnings varðandi
fréttir af sigri Rúnars Alexand-
erssonar á fimleikamóti í Stokk-
hólmi um helgina skal tekið
fram að þetta var ekki sænska
meistaramótið. Þarna var um að
ræða úrtökumót fyrir fjögurra
landa keppni á Spáni. Rúnar
stóð sig eftir sem áður með
miklum sóma og sigraði í fjöl-
þraut og á þremur áhöldum.
Skotarnir í Reyni
Skosku knattspymumennirn-
ir Kevin Docherty og Scott
Ramsey koma aftur til Reynis úr
Sandgerði og spila með liðinu í
2. deildinni í sumar. Þeir vora í
lykilhlutverkum í fyrra þegar
Reynir vann sig upp úr 3. deild-
inni. -VS
Umpáskana
Handbolti karla - undanúrslit:
KA-Haukar (0-1) ..........Fi. 20.30
Afturelding-Fram (?)......Fö. 16.30
Haukar-KA (?) .............L. 16.00
Körfubolti kvenna - úrslit:
KR-Grindavík (0-2) .......Fi. 20.00
Grindavík-KR (?)...........L. 16.00
Deildabikarinn f knattspymu:
Njarðvík-Þróttur, R. . Hafn. Fi. 11.00
Valur-Skallagr. . . Leiknisv. L. 13.00
KR-Keflavík......Leiknisv. L. 15.00
Skíðalandsmótiö
Haldið á Ólafsfírði og Dalvík.
5 km ganga kvenna . . .. Ól. Fi. 11.00
10 km ganga pilta......Ól. Fi. 11.00
15 km ganga karla . . . . Ól. Fi. 11.00
Stórsvig karla . . . Dal. Fö. 9.30/12.00
Stórsvig kvenna . Dal. Fö. 10.30/13.00
3x3,5 km ganga kvenna Ól. Fö. 15.00
3x10 km ganga karla .. Ól. Fö. 15.00
Svig kvenna........Ól. L. 9.30/12.00
Svig karla........Ól. L. 10.30/13.00
Skíðastökk..............Ól. L. 15.00
Risa-/samhliðasvig kv. Dal. S. 10.30
Risa-/samhliðasvig ka. . Dal. S. 11.15
7,5 km kanga kvenna . . . Ól. S. 14.00
15 km ganga pilta......ÓI. S. 14.00
30 km ganga karla......Ól. S. 14.00
Mótsslit................Ól. S. 18.00