Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1997, Blaðsíða 52
i@ g§§ m
lyiiMii'agE A
■ w 1 11 1 1 ! •
S LT3
Æsu-málið:
í skoðun að fá
breska kafara
„Ég er með Æsu-málið í athug-
un,“ var það eina sem Halldór Blön-
dal vildi segja þegar tíðindamaður
DV spurði hann hvort það væri rétt
að samgönguráðuneytið væri að fá
breska kafara til að kafa niður að
flaki skelveiðibátsins Æsu sem sökk
í Amarfirði.
DV hefur fyrir því heimildir að
unnið sé að því að fá þessa kafara til
landsins. Þeir munu vera sérfræð-
ingar á þessu sviði. Þeim er ætlað
að komast að því hvað olli því að
báturinn sökk i blíðalogni auk þess
að ná upp líkum mannanna tveggja,
sem fóru niður með bátnum, séu
þau enn um borð í því. -S.dór
Bankamenn:
Semjum bara til
* tveggja ára
„Við getum í sjálfu sér farið inn í
það launamunstur sem gengið er út
frá í samningunum frá síðustu
helgi. Það kemur hins vegar ekki til
greina að við semjum til lengri tíma
en tveggja ára,“ sagði Friðbert
Traustason, formaður Sambands ís-
lenskra bankamanna, í morgun.
í gær felldu bankamenn miðlun-
artillögu ríkissáttasemjara með 92,5
prósent atkvæða þeirra 3.136 félaga
sem atkvæði greiddu um tillöguna.
^ ~r Bankarnir felldu hana líka. -S.dór
Ráðuneytið axli
sína ábyrgð
„Það er kominn tími til aðgerða
og það verður að mínu mati aðeins
gert með því að ríkið gangist í f]ár-
hagslega ábyrgð fyrir hreinsuninni
þar sem hún er 260 manna sveitarfé-
lagi algerlega ofviða,“ segir Matt-
hías Garðarsson, framkvæmdastjóri
heilbrigðiseftirlits Suðurlands, í
samtali við DV í morgun. -SÁ
Smáauglýsingadeild DV er opin í
dag, 26. mars, til kl. 18. Lokað
verður skírdag, föstudaginn langa,
laugardaginn 29. mars og páskadag.
Opið verður mánudaginn 31.
mars, annan í páskum, frá kl. 16-22.
Blaðaafgreiðsla DV er opin frá kl.
9-20 i dag.
Lokað verður skirdag, fóstu-
daginn langa, laugardaginn 29.
mars, páskadag og annan í páskum.
Opið þriðjudaginn 1. apríl frá kl.
6-20.
Fyrsta blað eftir páska kemur út
eldsnemma að morgni þriðju-
dagsins 1. apríl.
Gleðilega páska!
RÁÐHERRAR HLJÓTA
AÐ SETJA KVÓTA Á
RUSLIÐ!
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Frjálstróháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 1997
Einstæður dómur í hnífstungumáli þar sem fómarlambið lét stúlku passa bömin sin:
Greiddi barnapíunni
með fíkniefnum
- móðir stúlkunnar dæmd fyrir hnífstunguna en refsing hennar verulega milduð
Héraðsdómur Reykjavíkur
ákvað í gær að 8 mánaða fangels-
isrefsing konu, sem var dæmd fyr-
ir að stinga aðra konu í handlegg
með hníf, skyldi verða skilorðs-
bundin þar sem m.a. þótti ljóst að
sú síðamefnda hafði greitt dóttur
konunnar með flkniefnum fyrir
bamapössun. Dómurinn telur að
þó brotið hafi verið stórfellt og
ekki sé algengt að skilorðsbinda
slíkar refsingar eigi konan sér
málsbætur því hún hafi framið
brotið í ákafri geðshræringu með
velferð barns síns að leiðarljósi.
Málið á sér enga hliðstæðu hér á
landi.
Hnífstungan átti sér stað í
heimahúsi á Réttarholtsvegi í maí
síðastliðnum. Fram að þeim tíma
höfðu tvær dætur ákærðu passað
böm fyrir konu sem þar bjó. For-
eldrum þeirra þótti ljóst að eftir að
þær byrjuðu að passa böm í um-
ræddu húsi hefði yngri dóttirin
farið að sýna merki fíkniefna-
neyslu - verið undir áhrifúm þegar
hún kom heim. Þá þótti einnig
ljóst að bréf, sem innihéldu fikni-
efni, hefðu verið send á nöfn
stúlknanna heim til afa þeirra og
ömmu. Bréfin voru afhent lögreglu
og reyndust þau innihalda kókaín.
Foreldrar stúlknanna höfðu
samband við lögreglu sem greindi
þeim frá að konan, sem lét þær
passa böm sín, væri hættuleg og
hefði þegar hótað fjölskyldu eins
lögreglumannanna. Móðirin komst
síðan að því að yngri dóttir herrn-
ar, sem fékk greitt með fikniefn-
um, var að passa fyrir konuna á
Réttarholtsveginum. Hún reyndi
að fá hana heim en tókst það ekki.
I málinu kom síðan fram að Bjöm
Halldórsson hjá fíkniefnadeildinni
hefði greint henni frá því að sér
fyndist óhugnanlegt hversu mikið
vald konan hefði yfir barnapíunni,
dóttur ákærðu.
Eftir að upplýsingar höfðu borist
um að dóttirin væri að fara úr
landi með konunni olli það móður-
inni miklu hugarangri. Hún ákvað
síðan kvöld eitt að taka hníf með
sér að heimili konunnar, i varnar-
skyni miðað viö aðvömn lögreglu,
og freista þess að ná dótturinni
heim á ný. Dóttirin kom siðan til
dyra og upphófust átök sem end-
L O K I
Veðrið á morgun:
Éljagangur
norðan-
lands
Á morgun verður norðlæg átt.
Það lægir smám saman á austan-
verðu landinu en éljagangur
verður norðanlands. Suðvestan-
kaldi verður sunnanlands og
slydduél síðdegis og vægt frost.
Veðrið í dag er á bls. 66
Mokfiskirí er um allan sjó suður af landinu en það kemur ekki bara þorskur í veiðarfæri bátanna heldur einnig alls
konar varningur úr hinu strandaða skipi, Vikartindi. Rusl úr farmi skipsins hefur dreifst um fjörur allt austan úr Mýr-
dal og vestur að Ölfusárósum. Á myndlnni eru þeir Guðmundur Alexander Gíslason vélavöröur, t.v., og Sigurður
Viggó Gunnarsson, skipstjóri á Haferni ÁR 115, með hiuta af „afla“ skipsins úr róðri í gær. Auk netabelgjanna og
harviðarins var mikið af alls konar pakkasúpum og -sósum, hvers konar pasta og smávindlum í netunum og er Guð-
mundur Alexander að reykja einn þeirra. Hann sagði nokkurt saltbragð af vindlinum og sjávarlykt af reyknum.
DV-mynd Helga Sörensen
uðu með því að móðirin stakk hina
konuna í framhandlegg.
Meiðsl konunnar reyndust ekki
stórfelld en við leit lögreglu fund-
ust ýmis áhöld til fiknefnaneyslu,
s.s. nálar, sprautur og fleira. Dóm-
urinn tók m.a. mið af því að báðar
dæturnar staðfestu að sú yngri
hefði þegið fikniefni hjá konunni
sem hún passaði fyrir og þar hefði
hún kynnst fólki tengdu neyslu.
Dómurinn taldi að ákærða hefði
haft réttmæta ástæðu til að óttast
um dóttur sína vegna fikniefha-
neyslu þótt óafsakanlegt hefði ver-
ið að beita hníf. Hins vegar hefði
örvænting, tilfinningatengsl og
væntumþykja móður í garð dóttur
ráðið ferð hennar að heimilinu á
Réttarholtsveginum. -Ótt
Björn Halldórsson:
Ég hef akkúrat
ekkert að fela
„Ef þetta moldviðri verður til
þess að þar til bærir aðilar setja
loks þær vinnureglur sem beðið var
um fyrir mörgum árum fagna ég
þessari rannsókn. Ég hef akkúrat
ekkert að fela en mér finnst óeðli-
legt að tjá mig frekar mn þetta mál
í fjölmiðlum áður en rannsókn fer
fram. Ég hlýt að verða kallaður til.
Ég vísa þessu að öðru leyti til lög-
reglustjóra því ég lít svo á að hann
sé ábyrgur fyrir embættinu," sagði
Björn Halldórsson hjá fíkniefna-
deild lögreglunnar í Reykjavík, að-
spurður um rannsókn sem dóms-
málaráðherra hefur fyrirskipað
vegna samskipta embættisins við
Franklín Steiner á síðustu árum.
Atli Gíslason hæstaréttarlögmað-
ur hefur verið settur sérstakur sak-
sóknari málsins. -Ótt
Líkamsárás um
miðjan dag
Ráðist var á mann á Lindargötu
um miðjan dag í gær.
Maðurinn hafði lagt bíl sínum við
hús í götunni þegar tveir menn
komu og réðust á hann. Fómar-
lambið fékk minni háttar áverka.
Lögreglan leitaði árásarmann-
anna í gær en sú leit hafði engan ár-
angur borið i morgun. -RR
\
533-1000
Kvöld- og
helgarþjónusta
f
brother
tölvu-
límmiöa-
prentari
Nýbýlavegi 28 - Sími 554-4443