Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1997, Page 18
18
MÁNUDAGUR 12. MAÍ 1997
menning
Hvað þora karlmenn?
• • •
„Já, það er engu líkara en fólk hafi
gaman af þessu,“ segir Guðjón Peder-
sen leikstjóri fullkomlega æsinga-
laust um sýningu sina á Listaverkinu
eftir Yasmínu Reza sem nú er farin á
flug í Þjóðleikhúsinu. Hún fékk afar
fallega dóma gagnrýnenda; til dæmis
talaði Auður Eydal í þessu blaði um
óvæntar hliðar á persónum - jafnvel
tragíska dýpt - frábæra leikstjórnar-
vinnu og leikara sem „fara heilu koll-
hnísana fram úr sjálfum sér í leik-
gleði og skemmtilegri tjáningu og eru
þó að góðu kunnir“.
Samtal við Yasmínu
„Við höfðum líka gaman af að
vinna með þetta leikrit og fórum
marga hringi með það,“ heldur Guð-
jón áfram. „Æfingatíminn var sund-
urslitinn. Við æfðum í haust í þrjár
vikur, svo fyrir páska og svo loka-
sprettinn. Verkið bjó lengi með okk-
ur og það skilar sér. Líka held ég það
skili sér að við sátum mjög oft mjög
lengi og kjöftuðum saman. Um hvað?
Um það sem karlmenn tala um þegar
karlmenn eru einir!
Leikritið er ögrandi verkefni frá
konu til karla og við tókum á þessu
eins og Yasmína hefði sent okkur
handrit og bréf með þar sem hún
spurði: Þorið þið? Það væri alveg
hægt að setja þetta leikrit upp án
þess að blotta sig. í því eru ótal litlar
gryfjur þar sem við sögðum: Þarna er
hún að spyrja hvort við þorum!
Annað sem við reyndum var að
vera svolítið kerlingalegir. Ekki i nei-
kvæðri merkingu heldur að hætta að
reyna að vera stórir og sterkir og
þora að vera litlir líka. Þora að kjafta
svolítið. Bak við persónurnar eru litl-
ir strákar - og það erum við líka.
Alltaf að reyna að ákveða hvað við
ætlum að verða þegar við verðum
stórir. Það er eilífðarverkefni karl-
mannsins. En þegar maður verður stór þá
byggir maður vegg í kringum sig og þessir
strákar eru hræddir við að verða stórir því það
þýðir viðskilnaður. Einn þeirra er aö fara að
gifta sig og konuefnið er alveg óskrifað blað en
þeir eru búnir að stimpla hana, ákveða að hún
sé svona og svona, af því að þeir eru svo
hræddir um að missa hann.“
Listaverkið fjallar um þrjá karlmenn sem
hafa verið vinir í fimmtán ár. Einn þeirra er
yngstur en fær að hanga aftan í þeim eldri, „af
því hann er svo nauðsynlegur," segir Guðjón.
„Þetta er eins og í hjónabandi þar sem hundur-
inn eða bamið fá skammimar. Við ímynduð-
um okkur oft að persónumar væra hjón með
bam - og rifumst um hvor ætti að vera konan
og hvor karlinn! Báðar persónurnar hafa í sér
Guðjón Pedersen leikstjóri
vaska upp.
það þarf enginn að segja honum að
DV-mynd E.ÓI.
kvenlega og karllega eiginleika - og við erum
af þessari kynslóð karlmanna sem er kennd
við mýkt. Það þarf enginn að segja okkur að
vaska upp, við vöskum upp. Og eldum án þess
að það sé mál. Mjúki maðurinn, það emm við.“
Endalausir möguleikar
Guðjón vann aö tveimur verkefnum fyrir
Riksteatret í Stokkhólmi 1995 og 1996, setti
fyrst upp Þrjár systur eftir Tsjekov, svo Ofvið-
rið eftir Shaikespeare. - Hvemig gekk?
„Ef ég á að vera hreinskilinn þá var ég ekki
nema hálfnaður með Þrjár systur þegar kom
að frumsýningu. Það tók mig langan tíma að
kveikja í leikurunum. Tungumálið olli dálitl-
um erfiðleikum, húsið er hrikalega
stórt og mikið batterí og hefð þeirra
fyrir Tsjekov er þung, þeir vildu hafa
þetta rosalega dramatík sem ég vildi
ekki. Þetta varð barátta. Og allt í einu
þurfti ég að fara að raða upp sýningu
sem ég var ekki búinn með af þvi aðr-
ir vildu fara að selja hana. Stundum
fær maður ekki allt sem maður vill.
En Ofviðrið gekk að óskum. Ég
sagði leikhússtjóranum að ég yrði að
fá leikara sem væru ekki fastir i móti,
og ég fékk fina leikara sem var gott að
vinna með. Þetta var lítil sýning með
einfóldu sviði, gerðist eiginlega inni á
skrifstofu hjá Prosperó með lítilli
sandhrúgu sem var eyjan, litlu skipi
og bókahillum.
Ég hugsaði Ofviðrið svolítið eins og
draum - enda er það ekki óskylt
Draumi á Jónsmessunótt. Spurningin
er hvort það gerist ekki allt inni í
höfðinu á Prosperó.
Gagnrýnin var misjöfn á Þrjár syst-
ur, annaðhvort alveg uppi eða niðri.
En hún var fín á Ofviðrið og það varð
ein best sótta sýning leikhússins á
leikárinu og menn voru ánægðir með
það.
Gagnrýnin í Svíþjóð er ekki ósvip-
uð og hér heima, það er bara miklu
meira af henni. Kannski í tíu blöðum,
á öllum útvarpsstöðvum og sjónvarps-
stöðvum. Það geta orðið einir tuttugu
aðilar. Svo er farið í leikferð og þá er
skrifað í öll héraðsblöðin. Þó er alltaf
beðið eftir einum gagnrýnanda, þess-
um á stærsta blaðinu. Það er alltaf
einn grosskritiker í hverju samfé-
lagi.“
Leikhús Guðjóns og félaga, Frú Em-
ilía, fékk tveggja mánaða starfsstyrk
frá Leiklistarráði en ekki hefur enn
verið ákveðið hvað verður gert fyrir
það fé. En nú er Héðinshúsið sem
Frúin lagði undir sig fyrst orðið Loft-
kastali á annarra vegum - hvar ætlar
hún þá að sýna?
„Ætli maður reyni ekki að finna einhvern
stað og fara svo að smíða áhorfendabekki og
svið eins og venjulega. Við vitum ekki enn
hvaða verkefni við veljum af þeim sem við
sóttum um að fá að gera. Kosturinn við ísland
er að hér á eftir að gera svo margt og það sem
er búið að gera hefur bara verið gert einu sinni
og á einn hátt. Hér em endalausir möguleikar.
Þetta er svo lítið samfélag. Þó maöur fari ekki
lengra en til Norðurlanda þá er búið að gera
allt þar og oft!“
- Langar þig aftur til útlanda?
„Það er gaman að vinna erlendis, já, já. Mað-
ur kemst að því hvað það er margt gott á ís-
landi - en líka hvað sjóndeildarhringurinn er
þröngur hér. Éf útlönd konm þá koma þau - ég
er ekkert æstur í þau.“
Bók úr musteri bókajma
út er kominri fyrsti árgangur
nýs íslensks ársrits og telst jafn-
an til tíðinda þegar svo er. Árs-
ritið er þó ekki öldungis nýtt
heldur arftaki Árbókar Lands-
bókasafns íslands, en ótvírætt
íburðarmeira en forveri þess,
innbundið og litprentað. Enda
stendur bókasafninu næst að
vanda til bókagerðar.
Það er hátíðarbragur yfir tíma-
ritinu. Efni þess tengist margt
sameiningu safnanna tveggja sem
nú era í Þjóðarbókhlöðunni og
vígslu þessa glæsilega húss.
Þannig er fjaOað um hið merka
kortasafn Kjartans Gunnarssonar
sem hann gaf safninu og viðtal er
við listakonuna Synneve Anker
Aurdal en eftir hana er veggtepp-
ið í anddyri hússins.
Viðamestu greinamar í ritinu
em báðar eins konar minningar-
greinar. Aðalgeir Kristjánsson minnist Carl
Christian Rafn, lautinantsins sem kom eins og
stormsveipur inn í íslenskt fræðalíf og tók að
gefa út íslensk fomrit af meiri krafti en áður
hafði þekkst. Meðal nafngreindra kaupenda
Fornmannasagna hans var íslensk vinnukona
sem hefur eytt í þær sparifé sínu.
Rafn var jafnan umdeildur en tvímælalaust
einn mesti eldhugi íslenskrar fræðasögu og
sögulegt mikilvægi hans fyrir útgáfu íslenskra
fomrita ótvirætt. Greinin rnn Rafn er bæði
Bókmenntir
Ármann Jakobsson
skemmtileg og vönduð eins og Aðalgeirs var
von og vísa.
Kristín Bragadóttir minnist Eimreiðarinnar,
tímarits Valtýs Guðmunds-
sonar sem var mikill menn-
ingarauki á sinum tíma. Eim-
reiðin fjallaði einkum um bók-
menntir og birti bæði íslenskan
og erlendan skáldskap en þar
birtust einnig greinar um þjóðfé-
lagsmál og náttúrufræði.
Saga Eimreiðarinnar er samof-
in miklu menningarskeiði í sögu
þjóðarinnar, seinustu aldamót-
um þegar óhætt er að segja að
vaxtarkippur hlaupi í íslenskt
menningarlíf. En um leið fjallar
Kristín um mennina á bak við
tímaritið og samskipti þeirra,
Valtý Guðmundsson, Boga Mel-
steð, Þorstein Erlingsson, Finn
Jónsson, Þorvald Thoroddsen og
fleiri.
Ýmislegt er sameiginlegt með
Rafn og Valtý Guðmundssyni.
Báðir voru einlægir hugsjóna-
menn sem unnu í þágu málstaðar fremur en í
eigin þágu. Það er vel til fundið að minnast
þeirra I fyrsta ársriti hinnar nýju Þjóðarbók-
hlöðu sem tvímælalaust er holdgerving hug-
sjónar. Það veit einnig á gott að ársritið er
skemmtilega og læsilega skrifað og auðugt af
myndefni. Ætti það því að geta höfðað til
margra og er góðs af því að vænta.
Ritmennt. Ársrit Landsbókasafns íslands - Há-
skólabókasafns. I. 1996.
Ævisaga Che Guevara
8. október 1967 leiddi lítil sveit úr
bolivíska hernum hóp af skæmliðum í
gildru nærri þorpinu La Higuera. Tveir
náðust lifandi: bólivíski skæraliðinn
Willy og Ernesto „Che“ Guevara, hetja
kúbversku byltingarinnar og leiðtogi
„innrásarliðs Castro-kommúnista“ eins
og forseti Bolivíu kallaði hann. Andrés
Selich, höfuðsmaður í
bólivíska hemum,
flaug undir eins til
La Higuera og yfir-
heyrði fangann Che
í tæpan klukku-
tíma í fátæklegu
skólahúsi. Dag-
inn eftir var Che
skotinn - fyrst í
fótleggi og
handleggi til
láta lita svo út sem hann
hefði fallið í bardaga. Likið var flutt
til Vallegrande og haft til sýnis nokkra
daga áður en það var jarðað á ókunnum
stað.
Selich skráði samtalið við Che sam-
viskusamlega, en fram til þessa hefur
enginn komist í pappíra hans og lítið
var vitað um síðustu stundir Che. En í
fyrra leyfði ekkja Selichs bandaríska
blaðamanninum Jon Lee Anderson að
lesa glósurnar, og nú hefur hann gefið
út nýja ævisögu Che: Che Guevara. A
Revolutionary Life, þar sem þetta sam-
tal er birt. Meðal annars spyr Selich
hvort Che sé kúbverskur eða argentísk-
ur, og Che svarar:
„Ég er kúbverskur, argentínskur,
bolivískur, perúskur, ekvadorskur og
svo framvegis ... þú skilur.“
„Hvað olli því að þú fórst að starfa
hér á landi?“ spyr Selich.
„Hefurðu séð hvemig smábændurnir
lifa hér?“ spyr Che á móti. „Þeir lifa
eins og villimenn. Fátækt þeirra er
hjartaskerandi. Þeir sofa og elda í sömu
kompunni og eiga ekki dulur utan á sig,
vanhirtir eins og skepnur.“
„Svona er þetta líka á Kúbu,“ segir
Selich.
„Nei, það er ekki satt,“ ansar Che.
„Ég neita því ekki að það sé fátækt á
Kúbu, en bændurnar þar hafa hugmynd
um að eithvað sé að breytast og þróast,
en bændurnir í Bólivíu lifa án vonar.
Þeir fæðast og deyja án þess að upplifa
nokkra bót á sínu mannlega hlutskipti."
Bók Andersons er heilmikill doðrant-
ur, 814 síöur, og það er Bantam sem gef-
ur hana út. í Englandi kostar hún 25
pund.
Ferðin til upphafsins
Isabel Allende varð fyrir þungri sorg
þegar einkadóttir hennar veiktist af tor-
kennilegum sjúkdómi og dó eftir langt
stríð, og gat ekki skrifað í þrjú ár. Nú er
hún farin að skrifa aftur, og hún segir í
nýlegri grein sem meðal annars birtist í
Jyllands-Posten að hún hafi losnað úr
álögum i di-aumi.
„Ég hélt að frásagnar-
fLóöið sem mér hafði eitt
sinn virst ótæmandi
hefði þornað upp,“
skrifar hún. „En eina
nóttina dreymdi mig
að fjórir indíánar
birtust innan úr iðr-
um Suður-Ameríku.
Þeir báru stórt
skrín sem þeir áttu
að færa einhverj-
um „conquistador". Á langri
íeio þeirra gegnum frumskóga, yfir
stórfljót og fjallgaröa og gegnum þorp og
bæi drakk skríniö i sig hvert einasta
hljóð og skildi heiminn eftir þögulan.
Fuglasöngurinn, þyturinn í vindinum,
frásagnir mannanna, allt hvarf ofan í
skrínið. Ég vaknaði harðákveðin í aö
fara þangað til að leita að skríninu. Það
gæti orðið mér hugmyndauppspretta.“
Nokkram mánuðum seinna hélt hún
til Amazon-svæðisins í Brasilíu og ferö-
aðist þar um í fylgd innfæddra. Ekki
fann hún indíanana með skrínið, en eitt-
hvað fann hún því hún er byrjuð á nýrri
bók.
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir