Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1997, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997 Fréttir ^ Andvökunótt í húsnæöi Hjálparsveitar skáta 1 Reykjavik: Ahyggjur af mðurleiðinni - segir Víðir Reynisson „Nóttin var heldur lengri en við vorum að vona í upphafi. Strákam- ir lentu í mjög erflðu færi eftir góða byrjun og það tafði þá verulega. Snjórinn brotnaði undan göngu- mönnum í hverju skrefi og síðan töfðust þeir í um tvo tíma eftir að þeir komust í Suðurskarð. Ástæða þess var að sherpi sem bera átti súr- efni til þeirra hafði skiliö það eftir á röngum stað, mun neðar en gert hafði verið ráð fyrir og því þurfti Bahu, „súpersherpinn" í hópnum, að sækja það,“ sagði Víðir Reynis- son við DV á áttunda tímanum í morgun, eftir að ljóst var að íslend- ingamir þrír höfðu náð á topp Ever- est. Víðir var ásamt fjölda fólks í stjórnstöð Hjálparsveitar skáta í Reykjavík í alla nótt. Hann var i stööugu sambandi við Hörð Magn- ússon og Jón Þór Víglundsson í grunnbúðum Everest. Þeir voru í talstöðvarsambandi við göngu- mennina og fluttu íslendingum tíð- indi jafn skjótt og þau hámst. Fyrst vonbrigði Það mátti jafnan heyra saumnál detta þegar Víðir fór í símann og Mikii fagnaöarlæti brutust út í húsakynnum Hjálparsveitar skáta í Reykjavík þegar Ijóst var aö Hallgrímur, Björn og Einar væru komnir á topp Everest. DV-myndir S fólk gat ekki leynt vonbrigðum sín- um framan af nóttu þegar ljóst var að strákamir ættu í vandræðum. Heldur fór svo að hýma yfir mann- skapnum undir morgun þegar ljóst var að garpamir væm komnir á gott skrið á ný. Fagnaðarlæti „Þeir höfðu ætlað sér að vera tólf tíma á leiðinni upp og Ijóst er að tím- amir hefðu ekki mátt verða mun fleiri en þrettán. Þeir em nú á ágæt- um tíma, enda kannski eins gott þar sem niðurleiðin er eftir og hún verð- ur erfið. Þetta er alveg frábær árang- ur og maður á vart orð til að lýsa þeim tilfmningum sem bærast með manni þegar þessi stóra stund er runnin upp. Ég hef áhyggjur af niður- leiðinni og verð ekki í rónni fyrr en strákarnir verða komnir niður í efstu búðir aftur. Það gæti tekið þá fjóra til sex tíma.“ Geysileg fagnaðarlæti bmtust út þegar ljóst var að strákamir vom komnir upp. Mamma og pabbi, kær- asta, ættingjar og vinir og sjálfsagt all- ir Islendingar glöddust innilega yflr áfanganum. Tappi var tekinn úr flösku og skálað fýrir árangrinum.-sv Formaður Hjálparsveitar skáta: Hefur geysi- leg áhrif „Það er enginn vafi að þessi ár- angur strákanna hefur geysileg áhrif á allt okkar starf. Leiðang- urinn hefur vakið mikla athygli og áhugi á fjallamennsku almennt á eftir að stóraukast nú í kjölfar- ið. Fjöldi félagsmanna verður hér í alla nótt til þess að fylgjast með síðustu metrunum og annar eins flöldi hefur hringt eða rekið inn nefið annað slagið til þess að fá fréttir,“ sagöi Ingimar Ólafsson, formaöur Hjálparsveitar skáta í Reykjavik, þegar DV ræddi við hann í stjórnstöð hjálparsveitar- innar í nótt. Þar var þá fjöldi manna að fylgjast með ferðum Everestfaranna. Gekk vel í byrjun Göngurhraði íslendinganna var mjög mikill fyrstu klukkustund- irnar og að meðaltali höfðu þeir gengiö 150 metra fyrstu þrjá tím- ana. Mjög gott þykir að komast 100 metra á klukkustund. „Súrefnisleysið, kuldinn og rok- ið skipta gríðarlega miklu í þessu og það getur enginn sem ekki hef- ur prófað gert sér í hugarlund hversu erfitt er i raun að halda sér uppi, hvað þá að klifra og ganga við þessar aðstæður." Ingimar segir slæmt að þeir skyldu ekki hafa náð upp í fyrra- kvöld. Menn séu í raun að ganga á varabirgöir líkamans og því hafi verið slæmt að þurfa að vera svona lengi í yfir 8.000 metra hæð. Sjaldnast sofi menn þar uppi. „Þetta er vitaskuld mikil hættu- för en þeir hafa sýnt að þeir taka engar óþarfa áhættur," sagði Ingi- mar I gærkvöld, sannfærður um að hans menn kæmust á toppinn. -sv Ingimar Ólafsson, formaöur Hjálparsveitar skáta í Reykjavík, bendir hér á topp Everest. Afrekið er með ólíkindum - segir formaður íslenska Alpaklúbbsins: „Þetta er alveg með ólíkindum og alveg stórkostlegt að þetta skuli hafa gerst. Everest er ekkert venjulegt en aðstæður hafa verið óvenju slæmar og strákamir hafa mætt ótrúiega miklum farartálmum. Veðrið spilar vitaskuld stærstu rulluna og var í raun eini óvinur þeirra nú á þessum lokaspretti," sagði Páll Sveinsson, formaður íslenska Alpaklúbbsins, við DV eftir að ljóst var aö Bjöm Ólafsson, Einar K. Stefánsson og Hallgrímur Magnússon myndu ná á topp Everest i morgun. Þeir hafa all- ir verið í klúbbnum til fjölda ára. Páll segir það merkilega við þetta vera að ef einhver hefði minnst á það fyrir nokkmm ámm aö íslend- ingur ætti eftir að fara upp í 8.000 metra þá hefðu menn hrist höfuöið í hneykslan. Enn fáránlegra hefði þótt að einhver þyrfti að sofa þarna uppi eins og strákarnir gerðu í fyrrinótt. Orönir ódauölegir „Jafnvel þótt þeir hefðu þurft frá að hverfa í nótt, án þess að komast á toppinn, þá væri afrekið með ólík- indum. Ég á því vart orð til að lýsa ánægju minni fyrst þeir komust alla leið upp,“ segir Páll. Aðspurður hvaða máli þessi ferð þeirra á toppinn skipti sagði Páll að þótt þeir væru ekki að þessu vegna sögunnar væru þeir búnir að gera sjálfa sig ódauðlega með þessu af- reki. Menn myndu ávallt minnast fyrstu íslendinganna sem fóm á Ev- erest. „Ódauðleikinn er ekki tilgangur þeirra, aðeins einn af fylgifiskun- um. Þetta er frábær auglýsing fyrir land og þjóð. Þeir hafa sýnt að þetta er hægt og í kjölfarið er ég viss um að nú fara menn að fara á suðurpól- inn, norðurpólinn og víðar.“ Páll Sveinsson, formaöur íslenska Alpaklúbbsins. DV-myndir S Niöurferöin hættuleg Páll segir gersamlega ómögulegt að setja sig í spor strákanna en til að gefa fólki einhverja hugmynd um við hvað þeir séu að glíma þá megi geta þess að þeir séu að ganga fjög- ur til sex skref á mínútu á leiðinni upp. Þégar á tindinn sé komið hafi ótrúlega mikilli orku verið eytt og þá sé eftir aö koma sér niður. „Gríðarleg orka fer í þetta á leið- inni upp og síðan verður hálfgert adrenalínsjokk þegar á tindinn er komið. Þess vegna er niðurferðin ekki síður hættumikil. Þá era menn orðnir geysilega þreyttir og haldi menn ekki einbeitingunni getur far- ið illa. Ég hef tröllatrú á strákunum eftir það þrekvirki sem þeir hafa sýnt og efast ekki um að þeir skila sér heilu og höldnu aftur niður,“ sagði Páll Sveinsson við DV í morg- un. -sv Á toppnum „Ástæða þess hve langan tíma þetta tók er að við erum fyrsti hópurinn sem kemst hér upp að sunnanveröu á þessu tímabili. Við höfum því þurft að leggja lín- ur og troða slóðina fyrir næstu hópa,“ segir Björn Ólafsson á toppi Everest í viðtali við Leif Hauksson í morgunútvarpi rásar 2 í morgun. Ágætlega viðraði á fjallgöngu- mennina á toppnum en þó var heldur hvasst. Björn sagði í viðtalinu að þeir myndu flagga á toppnum og taka myndir. Það tæki þá fjóra tíma að komast niður ef allt gengi að óskum. Björn sagði að á toppnum væri útsýni til allra átta. Það sæist greinilega frá toppi Everest að jörðin væri hnöttótt. -VÁ Stuttar fréttir Búdda ekki á Bessastaöi Hreppsnefnd Bessastaða- hrepps hafnaði ósk búddista um byggingu musteris og híbýla fyr- ir munka í hreppnum. Ástæðan er tilmæli frá forsetaembættinu, sem telur staðarvaliö óheppilegt nálægt forsetasetri. Glerskálinn seldur Hótel Keflavík hefur keypt hinn umdeilda glerskála við Iðnó. Tilboði hótelsins, sem hljóðaði upp á 2,2 milljónir, var tekið og mun það sjá um að fjar- lægja hann. Beit lögregluþjón Maður sem sagðist sýktur af lifrarbólgu-C réðst á lögreglu- þjón í fangageymslum lögregl- unnar. Hann hafði þá verið bú- inn að bíta sig í tunguna til að fá fram blóð en lifrarbólga-C smit- ast við blóðblöndun. Mbl. grein- ir frá þessu. AivaKegar hliöarverkanir Lyfið dycykloverin, sem ung- börnum hefur verið gefið í mikl- um mæli viö ungbamakveisu, getur haft alvarlegar hliðarverk- anir í fór með sér. Komiö hefur verið með böm, sem hefúr verið gefið lyfið, í andnauð á Barna- deild Hringsins. Alþýðublaðið segir frá. -VÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.