Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1997, Blaðsíða 13
MIÐYIKUDAGUR 21. MAÍ 1997
Fallegur söngur
í söng blandaðra
kóra má greina
tvenns konar stíl-
brigði sem þróast
hafa hér á landi frá
því um miðja öld-
ina: rómantískan
söngmáta með þétt-
um og hlýjum tón
og talsverðu
vibrato, og það sem
ég vil kalla endur-
reisnarstílinn. Ekki
endilega vegna þess
að þannig hafi ver-
ið sungið á endur-
reisnartímanum heldur vegna þess að sá
söngmáti, með hreinum og tærum hljómi,
var talsverð nýjung þegar hann heyrðist
hér fyrst fyrir um 40 árum.
Örfáir menn bera öðrum fremur ábyrgð
á því að blandaður kórsöngur varð hér
meira en bara safnaðarsöngur og náði fót-
festu sem listgrein, og í dag má glögglega
sjá áhrif þeirra á þá kóra sem fremstir
standa. Þeir doktorar, Victor Urbancic og
Róbert A. Ottósson, unnu hér þrekvirki við
að efla kórstarf sem var lítið sem ekkert
áður en þeir komu hingað. Þeirra kórsöngs-
máti var fyrst og fremst rómantískur og lif-
ir arfleifð þeirra í Söngsveitinni Fílharm-
óníu, Kór Langholtskirkju og fleiri kórum.
Með stofnun Pólýfónkórsins fyrir 40 árum
lagði Ingólfur Guðbrandsson mikilsverðan
grunn að annars konar söngmáta. Þar
skyldi lögð áhersla á tærleika hljómsins og
nánast vibratolausan tón. I dag eru Hamra-
hlíðarkórinn og Mótettukór Hallgríms-
kirkju merkisberar þessa söngstíls. Á
fimmtán árum hefur Herði Áskelssyni tek-
ist að móta þennan stil vel og skapa sér-
staklega fallegt hljóðfæri með sínu úrvals
söngfólki, þar sem jafnvægi og góð samstill-
ing auka enn á áhrifamátt hljómsins.
Á afmælistónleikum Mótettukórsins ann-
an í hvítasunnu söng kórinn undir stjóm
Harðar úrval andlegra verka frá okkar öld.
Meðleikarar kórsins á orgel voru þeir Dou-
glas Brotchie og Hannfried Lucke. Söngur-
inn var afar fágaður. Þó vantaði nokkuð
upp á í fyrsta verkinu, Festival Te Deum
eftir Benjamin Britten, að raddirnar væm
„heitar“, og sópraninn var ekki alveg nógu
vel hljómandi af þeim sökum.
Nýtt verk Hróðmars Inga Sigurbjöms-
sonar, Sálmur 104, var fallegt; hlutur kórs-
Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson átti nýtt
Mótettukórsins.
Tónlist
Bergþóra Jónsdóttir
ins í hefðbundnum stíl, fremur hljómræn-
um, meðan hlutur orgelsins var nýstár-
legri. Niðurlag verksins var áhrifaríkt þar
sem orgelið lék eftirspil, rytmíska melódíu
í efstu rödd,
yfir ómstríðum
hljómum mið-
raddar - allt
þetta yfir löng-
um pedal í
bassa.
Orgelþáttur-
inn Guð á með-
al vor eftir Oli-
vier Messiaen
hefst eins og
íhugul spurn,
sem verður
fljótt áleitin og
loks ágeng og
túlkaði Lucke
verkið af sann-
færingu. Flutn-
ingur á Pange
lingua eftir
Zoltan Kodaly
var hnökra-
laus og mjög
fallegur. Hann-
fried Lucke
túlkaði Moto
ostinato eftir
Peter Eben
með drama-
tískum tilþrif-
um og rytm-
ískri spennu.
Messe Solen-
elle eftir Jean
Langlais kom á
óvart; frumleg
tónsmíð en þó
fom í senn; -
kraftmikið
verk sem
krefst mikils af
kórnum og var
sem annað
mjög fallega
sungið.
Hápunktur tónleikanna var þó án efa lít-
ið látlaust vers, 0, sacrum convivium. Hríf-
andi flutningur þess var sem opinberun að
helgidómi. Tónleikunum lauk með flutn-
ingi á nýju lagi Jóns Ásgeirssonar við nýj-
an hvítasunnusálm herra Sigurbjöms Ein-
arssonar, og var þar allt á sömu bók lært og
annað á þessum afbragðsgóðu afmælistón-
leikum Mótettukórs Hallgrímskirkju.
verk á afmælistónleikum
Einkamál
í átta þúsund eintökum
Kippur virðist nú kominn í tímaritaút-
gáfuna eftir margra ára gúrkutíð í hérlend-
um slúðuriðnaði í kjölfar þess að Jón Óttar
hvarf af landi brott. Ekki það að hann sé
mættur aftur heldur voru landsmenn sann-
arlega orðnir vel þyrstir i gömlu góðu
halló-en-samt-djúsí tímaritsviðtölin og nú
hefur aukin samkeppni á markaðnum
kcdlað út ný(skilin) og fersk
andlit til að tjá sig. Sem
sagt. Fólk er aftur farið að
opna sig á glansandi opn-
um tímaritanna.
Einkum þó konur.
Kvennablöðunum fjölgar enn.
Þar segja þær okkur Allt
um sitt fyrra samband og það
hvernig þær ætla sér að byrja
Nýtt líf.
í harðri samkeppni tefla þessi
tvö tímarit hvort fram sinni konu
sem opnar sig með miklum síðu-
glans í nafni réttlátrar og afar
kvenlegrar reiði. Báðar eru þær til-
tölulega nýfráskildar, önnur reynd-
ar enn á milli borðs og sængur, og
báðar úthúða þær rækilega sínum
fyrrverandi. Auövitað er það út af fyr-
ir sig hræðilegt og óheiðarlegt af karl-
manni að yfirgefa eiginkonu sína fyrir aðra
yngri. En réttlætir slíkur glæpur virkilega
þá refsingu að vera tekinn af lífi í hugum
almennings: Móralskt mannsmorð?
„Hann hafnar barninu sínu“ glumdi á
dögunum í auglýsingatimum allra útvarps-
stöðva og síðan fylgdi nafn hins seka. Á
hveiju máli eru tvær hliðar. Sannleikurinn
er tvíbreiður líkt og hjónasængin. Hér er
einungis annar helmingurinn birtur; og í
augum kvennablaðsins að sjálfsögðu sá
„betri".
Mér er til efs að þjóðin hefði gleypt svo
átakalaust við jafn hrottalegri úthúðun
karlmanns á
lesa. „Hún er óhæf móðir“ hefði vart ratað
jafn greiðlega í loftið úr höndum auglýs-
ingastjóra útvarpsstöðvanna. Hér er rasað
Fjölmiðlar
Hallgrímur Helgason
út í skjóli kvenhelginnar.
Nei, góðir íslendingar. Hér erum við að
skrifa okkur út á hála og ákaflega subbu-
lega braut þar sem slysin verða, fyrir fá-
mennis sakir, ennþá miskunnarlausari í
garð fórnarlambanna. Hér er verið að
græða á prívat harmleikjum. Hér eru kon-
ur í sárum símnn, staddar uppað ökkl-
um í miðjum skilnaði, að
hefna sín; að launa ein-
hverja gamla kinnhesta sem
koma engum við nema þeim
sem þá gáfu og þáðu. Hér er
verið að gefa út mjög einlita
kafla úr einhverjum skilnaðar-
rifrildum útí bæ; hér er verið að
dæma menn í einhverjum mjög
lágreistum hæstarétti götunnar
og jafnvel nýju kærusturnar líka
á allt að því móðursjúkan hátt.
Ásakanir um vanrækslu feðra
við böm sín eru bomar á torg og
börnin þar með. Heiftin ber mæð-
urnar ofurliði og þær gleyma öllu
nema eigin skinni: Óafvitandi kasta
þær perlum sínum fyrir sísvöng kjafta-
svínin í heitu pottunum.
Og til hvers var þetta þá allt? Málefna-
leg makagjöld? Útrás fyrir stundarbrjál-
æði? Líklega er það eina sem kemur útúr
þessum sorglega torgburði kvenna einhver
örlítill vottur af skilningi í höfði lesenda á
því hvers vegna karlarnir fóm frá þeim.
Kæru konur. Þið hafið samúð okkar í
ykkar erfiðu málum. En standið af ykkur
hretið og þið standið stærri eftir. Og mun-
ið: Vandinn liggur hjá þeim er honum veld-
ur.
menning «
Kirkjulistahátíð
í kvöld kl. 20 em tónleikar í Hallgrímskirkju
undir heitinu Orgel og slagverk. Svíarnir Matti-
as Wager organisti og Anders Ástrand slag-
verksleikari flytja þar saman umritanir á
yi Bolero eftir Maurice Ravel - allóvænt verk á
p kirkjulistahátíð - og Prelúdiu eftir Johann
|f Sebastian Bach, auk þess sem þeir spinna sam-
an um stef sem þeir fá á staðnum.
|| Stef hátíðarinnar, sem leikið er á klukkur
i Hallgrímskirkju fjórum sinnum á dag, kl. 9, 12,
i 15 og 18, er lag Jóns Ásgeirssonar við nýjan
S sálm eftir dr. Sigurbjöm Einarsson biskup. Það
i var frumflutt við hátíðarmessu á hvítasunnudag
I kirkjunni.
| Hátíðin hvílir sig að öðra leyti fram á laugar-
dag, en þá verður bæði málþing kl. 13 og org-
eltónleikar Frakkans Jean Guillou kl. 17.
Skiptistöðin - lokasýningar
Síðustu sýningar á
Skiptistöðinni
sem
irtektir í skólum und-
anfama mánuði verða í
bílageymslu Borgar-
leikhússins í kvöld og
annað kvöld kl. 20.30.
Þessar sýningar eru
opnar almennum áhorf-
endum og þegar er upp-
selt á sýninguna í
kvöld.
Leikritið er eftir Val-
geir Skagfjörð og tekur
á fikniefnavandanum eins og hann blasir við
ungu fólki. Eftir sýningar hefur verið hoðið upp
á umræður um efnið. Leikstjóri er Þórarinn Ey-
fiörð.
Dansflokkurinn frumsýnir
íslenski dansflokkurinn fmmsýnir fjögur ný
dansverk annað kvöld kl. 20. Michael Popper er
gestur dansflokksins að þessu sinni og samdi
dansinn „Næturljóð" sérstaklega fyrir hann við
tónlist eftir Offenbach og Schubert. David.
Greenall starfar með flokknum bæði sem dans-
ari og danshöfundur. Verkið hans heitir „Konan
á klettinum horfir" og tjáir líf á bláþræði. Verk
Láru Stefánsdóttur heitir „Hræringar" og er
hugljómun úr ljóðabók Elísabetar Jökulsdóttur,
Dans í lokuðu herbergi. Tónlistin er frumsamin
fyrir Láru af Guöna Franzsyni sem leikur und-
ir hjá henni á ástralskt frumbyggjahljóðfæri.
Loks er verk Nönnu Ólafsdóttur, „Ferli“, sem
samið er við Rómönzu Hjálmars H. Ragnarsson-
ar.
Búninga gerði Elín Edda Ámadóttir en ljósa-
hönnun er í höndum Elfars Bjarnasonar og
Lárusar Björnssonar.
íslenski dansflokkurinn hlaut fyrir helgi fjög-
urra milljóna króna styrk úr Kaleidoscope-áætl-
un Evrópusambandsins vegna uppfærslunnar á
Ein og La Cabina í vetur sem leið. Þetta er mik-
il viðurkenning fyrir flokkinn og nýjan listdans-
stjóra hans, Katrínu Hall. Islendingar fengu að-
ild að menningaráætlunum ESB 1994 og er þetta
eini styrkurinn sem íslenskt sviðsverk hefur
fengið til þessa.
Skækjan í Svíþjóð
Leiklistarhátíðin í Hallanda
í Svíþjóð hefst í dag og stendur
fram á sunnudag. íslenska
framlagið er sýning Þjóðleik-
hússins á leikriti Johns Ford,
Leitt hún skyldi vera skækja,
undir leikstjórn Baltasars Kor-
máks. Löngu er uppselt á báð-
ar sýningamar á hátíðinni, 23.
og 24. maí, en hópurinn er að
reyna að fá að hafa aukasýn-
ingu á laugardaginn að degin-
um til fyrir þá mörgu íslend-
inga sem fengu ekki miða.
Matthías ræðir um
Halldór
Fyrsti fyrirlesturinn í röð fyrirlestra um Hall-
dór Laxness á afmælisári á vegum Vöku-Helga-
fells verður á morgun kl. 17.15 í Norræna hús-
inu. Þá ræðir Matthías Johannessen skáld og
ritstjóri um samtöl sín við Halldór undanfarna
áratugi. Þau samtöl hafa birst víða, meðal ann-
ars i bókinni Skeggræðum gegnum tiðina, og
fjalla um allt milli himins og jarðar, bemsku
Halldórs, skáldskap, stjómmál og skoðanir hans
á ýmsum fyrirbærum í samtímanum.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Umsjón
Silja Adalsteinsdóttir