Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1997, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1997, Blaðsíða 32
Forsetinn sendi skeyti Forseti íslands herra Ólafur Ragnar Grimsson sendi Everestförunum heillaóskaskeyti í morgun. Þar segir: íslendingar fylgjast stoltir með afreksfor ykkar. Hún mun lengi í minnum höfð. Ég ^sendi ykkur bestu hamingjuóskir. Þjóðin munn fagna heimkomu ykkcir. -rt. Barðaströnd: Þriggja ára drengur lést Banaslys varð á Barðaströnd síð- degis í gær. Þriggja ára drengur lést eftir að bíll, sem hann var farþegi í, valt nálægt bænum Amólfsstöðum. Samkvæmt upplýsingum lögreglu liggur ekki ljóst fyrir um tildrög slyssins. Málið er í rannsókn. Kona, sem var ökumaður bifreiðarinncir, ’ *var lögð inn á sjúkrahús á Patreks- firði. -RR íslensku afreksmennirnir á Everest eru Einar K. Stefánsson, Björn Ólafsson og Hallgrímur Magnússon. Reiknaö er meö aö þeir komi niður í grunnbúðir á föstudaginn. rtii * 'PMkÚÚ llfttð víiiÆ iWxyl 1 i)yriF‘ktmfoííÍLi^ "B,w" " Faðir Hallgríms: Mesta íþróttaafrek Islendinga „Eg viðurkenni að þetta hefur tekið á taugarnar. Ég hef samt fullt traust á strákunum og mér sýnist þeir hafa fylgt öllum sínum reglum," sagði Magnús Hall- grímsson, faðir Hallgríms og Harðar, við DV í morgun. Magnús segist ekki í nokkrum vafa um að strákanir þrír hafi verið að vinna eitt mesta íþrótta- frek sem íslendingar hafi unnið. „Þegar menn hafa sett sér eitt- hvert mark eins og þetta þá er það vitaskuld merkur áfangi að nú sé honum náð. Strákarnir eru vel undir ferðina niður búnir og * ég kvíði því ekki að hún gangi ekki vel,“ segir Magnús Hall- grimsson. -sv Þyrla brotlenti í einu af samtölum við Hörð Magnússon í grunnbúðum í nótt sagði hann frá því að Jón Þór Víglundsson hefði hlaupið frá hon- um vegna þess að þyrla nepalska hersins hefði brotlent skammt frá ^DÚðunum. Spaðar þyrlunnar munu hafa rekist í og brotnað en flug- mennimir sluppu ómeiddir. Þyrlan kom til þess að sækja lík sem fund- ist hafði í fjallinu. -sv FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 21. MAI 1997 íslendingarnir á toppinn klukkan 7.16: Við erum í skýjunum segir Hörður Magnússon - Með hnút í maganum, segir imnusta Hallgrims Tilfmningin er stórkostleg. Ég hef verið með hnút í maganum í alla nóti Við höfum verið í sam- bandi við strákana þegar þeir hafa getað gefið sér tíma til að tala við okkur. Þeir hafa lent í miklum erf- iðleikum og það er ótrúlegt að fylgj- ast með því að þeir skuli vera komnir alla leið upp á meðan níu leiðangrar, 70 klifrarar, hafa legið i grunnbúðum og ekki þorað að hreyfa sig fyrir veðurspám," sagði Hörður Magnússon úr grunnbúð- um Everest í morgun, nokkrum augnablikum eftir að bróðir hans Hallgrímur Magnússon, Björn Ólafsson og Einar K. Stefánsson stigu fæti á Everesttind fyrstir ís- lendinga og fyrstir eiginlegra leið- angra á þessu vori. áhyggjur af því að fara niður. Tölu- verð hætta sé því alltaf samfara. „Strákamir eru sterkir. Þeir hafa ekki ofþreytt sig og því held ég að þetta eigi að ganga vel. Við höfum ekki heyrt nákvæmlega í þeim eftir að þeir komust upp en ég veit að þeir eru að koma fyrir fánum og taka af sér myndir á hæsta fjalli í heimi.“ Hörður segir þrekvirki íslending- anna meira fyrir þá sök að þeir séu í fyrsta hópnum sem fari upp nú og því fylgi mikið andlegt álag. Feröin niöur hættuleg Hörður segir alla fjallamenn hafa Meö hnút í maganum Unnusta Hallgríms Magnússon- ar, Elín Sigurðardóttir, var í húsa- kynnum Hjálparsveitar skáta í Reykjavík í alla nótt. Hún sagði nóttina hafa verið erfiða. „Þessir tveir mánuðir hafa verið langir og þessi síðasta nótt einstak- lega erfið. Hnúturinn í maganum ágerðist eftir því sem á leið og ég neita því ekki að ég hef verið nokk- uð óróleg í nótt,“ segir Elin. Hún segist í raun ekki hafa miklar áhyggjur af strákunum. Hún sé vissulega spennt eins og allir aðrir og viðurkennir að kvíðinn sé ekki langt undan. „Ég treysti þeim alveg fullkom- lega til þess að leysa þetta verkefni. Þeir áttu fuflt erindi á toppinn og ég hef ekki áhyggjur af þvi að þeir klikki eitthvað. Ég geri mér full- komlega grein fyrir því að hættum- ar eru þama. Ég reyni að bægja hugsunum um slys algerlega frá mér. Þeir tóku tíma í það á leiðinni upp að undirbúa leiðina niður og ég er bjartsýn á að þetta fái farsælan endi,“ sagði Elin Sigurðardóttir, sambýliskona Hallgríms Everest- fara, við DV í morgun. -sv Hallgrímur: Gleymdi súrefninu Oþolinmóðir í núsakynnum Hjálparsveitar skáta í Reykjavík í nótt skemmtu menn sér yfir óþolinmæði íslensku göngugarpanna. Bjöm mun hafa haft orð á því við Hörð að Babu, „súpers- herpinn" eins og hann var oft nefnd- ur í nótt, væri farinn að dragast aft- ur úr. Uppnefndu íslendingarnir í gríni þennan mikla fjallagarp og veltu menn hér á íslandi því fyrir sér hvort þeir hefðu ekki gert sér grein fyrir því að hann væri að leggja linur og slóð fyrir þá sem á eftir áttu að koma, auk þess sem hann skokkaði til baka nokkra leið til þess að ná í súrefhi sem komið hafði verið fyrir á röngum stað. -sv í Það er að mörgu að hyggja á Ev- erest. í þeirri hæð sem leiðangurs- mennirnir vom í í alla nótt er súr- efni nauðsynlegt þar sem líkaminn fær ekki nema um 30 prósent af því súrefni sem hann þarfi Hallgrímur var farinn að dragast eitthvað aftur úr hinum í nótt og það fannst mönn- um undarlegt. Því var farið að at- huga búnað hans og komust menn þá að því að hann hafði gleymt að skrúfa frá súrefninu eftir að hann fékk nýjan kút. Hann mun hafa hert verulega á göngunni eftir að súrefn- ið fór að streyma. -sv í í í í í í í í í L O K I Veðrið á morgun: Léttskýjað víðast hvar Á morgun verður hæg breyti- leg átt og léttskýjað víðast hvar. Hiti verður 2-12 stig, hlýjast um landið sunnanvert en kald- ast á annesjum norðan til. Veöriö í dag er á bls. 44 Opel Astra 5 dyra kr. 1.259.000.- Bílheimar ehf. - o o @ Sœvarhöfba 2a Sími:525 9000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.