Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1997, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997 Spurningin Hverjir veröa íslandsmeist- arar í knattspyrnu? Grétar Hannesson nemi: KR-ing- ar. Garðar Ómarsson lyftingamaður: Valur. Grímur Garðarson verslunar- maður: Leiftur. Helga Hauksdóttir nemi: Akur- nesingar. Ásbjörg Una nemi: Hverjum er ekki sama. Jónína Brynjólfsdóttir nemi: Akurnesingar. Lesendur____________________ Sameining keisaradæmanna Dagsbrúnar og Framsóknar Dagsbrún og Framsókn funda um verkfallsboöun. Unnur Pálsdóttir skrifar: Á öldum áður var kapp lagt á að sameina keisaradæmin, þau minni að þeim stærri. Ýmis meðul voru tiltæk, svo sem mægðir eða vopna- vald. Þeir sem slóttugastir voru og höfðu stærsta hirð jámanna á hak við sig réðu lögum og lofum. En hvað er að gerast i dag? Fyrir dyrum stendur að sameina tvö stærstu félög ófaglærðs verkafólks í Reykjavík í eitt félag, án þess að í raun komi nokkur vitræn kynning á kostum sameiningar. Verkafólki í Dagsbrún var t.d. aðeins sent bréf og því gefinn kostur á að svara með jái eða neii. Engar frekari skýringar. Þarna var hið stærra keisara- dæmi að verki, þegnarnir áttu ekki rétt á frekari upplýsingum. Það voru keisarinn slóttugi og hirð hans sem höfðu ákvörðunarréttinn. Hon- um og hirð hans reyndist leikur einn að sannfæra keisaraynju minna keisaradæmisins og hirð hennar um ágæti samvinnunnar. Ekki veit ég hvort þegnum hennar hátignar var sent sams konar bréf og þegnum hans hátignar. Lítillega var þetta þó kynnt, ásamt öðrum málum sem voru ofar á baugi, á fundi þar sem örfáir tryggir þegnar hennar hátignar voru saman komn- ir - eins og ævinlega á fundum Framsóknar. Ég tel að léleg fundarsókn stafi af tímasetningu fundanna sem er full- seint á kvöldin. Þegar kemur að „öðrum málum“ í fundarsköpum er helmingur stjórnar og fundar- manna farinn heim aö sofa því það er vinnudagur að morgni. Ekki er heldur nógu vel staðið að auglýs- ingu funda. Sýndi það sig enda á að- alfundi Framsóknar 6. maí sl. að mikið bjátar á. Af 2.700 félagsmönn- um voru mættar um 40-50 hræður (tryggu þegnarnir). Þær máttu hlusta á fundargerðir beggja Bíóborgarfundanna, langa greinargerð vegna nýafstaðinna samninga og á æðsta prest beggja keisaradæmanna, Atla Gíslason, þann ágæta lögmann, fara á ólögleg- um hraða í gegnum drög að nýjum lögum Framsóknar. Og orðið áliðið þegar hann komst að. Því næst fengu þeir þegnar sem þá sátu eftir að vita að sameining keisara- dæmanna yrði framkvæmd i haust. Yrði þó einhver kynning viðhöfð um ágæti þess ama og síðan yrði framhaldsaðalfundur haldinn þegar þegnarnir hefðu melt þann boðskap sem lagadrögin nýju kenndu oss. - Meira um það seinna. Hverri vitiborinni veru er það þó óskiljanlegt hvernig 40-50 eintök af reikningum félagsins og drög að nýjum lögum þessa ágæta keisara- dæmis eiga að ná skilningi þeirra þegna sem ekki voru mættir. Ég hvet alla þegna þessara keis- aradæma að íhuga vel stöðu sina ef og þegar sameiningin verður kynnt. Hverra hagsmuna er t.d. verið að gæta? Þekkingarleysi skapar áhuga- leysi og sundrungu. Þá geta hinir slóttugu stjórnendur ráðið hinu sameinaða stóra keisaradæmi og stjórnað því að eigin geðþótta. Hví ganga glæpamenn lausir? Aðalsteinn skrifar: Enn og aftur berast fréttir af glæpamönnum sem ganga lausir en eru einhverra hluta vegna á stjái um borg og bí. Nú hafa samkvæmt fréttum hátt í 20 manns verið þátt- takendur í 12 alvarlegum ofbeldis- málum aðeins nú síðasta hálfa árið. Og hér er ýmist um að ræða beina ofbeldisskúrka eða bamaníðinga á kynferðissviðinu. Sumir eru dæmd- ir en hafa ekki verið settir inn, aðr- ir svokallaðir „gamlir kunningjar“ lögreglunnar sem era þekktir hjá henni fyrir ofbeldi. En hvers vegna ganga glæpa- menn lausir? Það þekkist hvergi í heiminum að menn sem hafa nýver- ið orðið uppvísir að fólskuverkum gangi lausir ef á þá hefur sannast sökin. - Það er mikið að réttarkerf- inu hér og vísast að það sé gegnrot- ið. Er hægt að búast við einhverjum úrbótum? Mér sýnist svo ekki vera eftir þá hræðilegu atburði sem hafa hvað mest valdið óhug hjá fólki. Það er kannski það óhugnanlegasta að almenningur skuli þurfa að sæta af- skiptaleysinu. Vantar löggjöf um auðlindir Umræðu um setlög við Island beint suöur aö klettinum Rockall, segir bréf- ritari m.a. Óskar Sigurðsson skrifar: Það er ekki vist að öllum lands- mönnum hafi verið það ljóst að eng- in löggjöf er til um auðlindir okkar. Nú hefur loks verið lagt fram frum- varp til laga á Alþingi um eignar- hald og nýtingu á auðlindum! Frum- varpið var einhverra hluta vegna ekki lagt fram fyrir þinglok. Var þó nefnd um málið skipuð 1995. í frum- varpinu er skipaö í einn lagabálk reglum um allar auðlindir í jörðu, hvort sem eru í fóstu, fljótandi eða loftkenndu formi. Auðvitað snýst þetta frumvarp að öllu leyti um það að til staðar sé lög- gjöf þegar og ef farið yrði að leita olíu í eða við landið. Ríkisstjómin og ráðamenn, ásamt þeim sem eigna sér fiskinn í sjónum, hafa því tekið höndum saman um að drepa á dreif þeim staðreyndum að hér við land eru setlög nægilega þykk til að geyma olíu til vinnslu. Það er þess vegna sem t.d. stærsta blað landsmanna, Morgunblaðið, er farið að ræða að það sé við Rockall- klettinn, langt suður í höfum, sem hugsanlega kunni að leynast olía á sjávarbotni, en ekki við ísland, sem væri þó eilítið skynsamlegra að ræða heldur en um klettinn Rockall sem við munum aldrei geta nýtt og síst til olíuleitar. Ýmsir hér á landi eru sem sé orðnir hræddir við að annað og fleira en fiskur verði gulls ígildi áður en langt líður. DV í vistvænu fangelsi - tölvuvæddur barnaníðingur Ragnar skrifar: Þau gerast ekki vinsamlegri fangelsin á íslandi. Eða í heim- inum. Sé það rétt að dæmdur bamaníðingur sitji inni á Akur- eyri, tölvuvæddur og horfi á diska með bamaklámi, og það með leyfi lögreglunnar, þá er tími til kominn að huga að því hvort dómsmálaráðherra eða aðrir nán- ir yfirmenn fangelsismála eigi ekki að segja af sér. Lögreglan á Akureyri segir, í svörum við spumingum blaðamanna, að ver- ið sé að „skoða“ málið þar innan- húss og kerfið hafi sínar leiðir. Svæðið sé „kolgrátt". Er lögreglan að verja eða skoða „barnaefnið" með tukthúslimnum? ABC-útsendingarnar: Sjónvarpið aug- lýsti ekki Guðm. Þorsteinsson hringdi: Ég hringdi í Sjónvarpið meðan útsendingar ABC-sjónvarpsstöðv- arinnar stóð yfir þar sem skjár- inn hjá RÚV var ónotaður og þar stóð „Auglýsingahlé". Ég ætlaði að koma inn auglýsingu fyrir vinnuveitandann sem er með aug- lýsingu liggjandi hjá Sjónvarpinu. Við undruðumst að enginn skyldi auglýsa í hléunum. Svarið hjá Sjónvarpinu var að ekki mætti nota hléin tO að auglýsa. Ég sagði að það stæðist ekki. Þá æsti sig sá sem svaraði og sagði að tæknilega væri ekki hægt að koma við aug- lýsingum á þessari dagskrá. Þá æstist ég vegna þess að nú var slegið fram nýju svari. - Ég er bara yfir mig hissa á þessu and- varaleysi Sjónvarpsins. Ber því ekki skylda til að opna alla mögu- leika á tekjuöflun? Skelplógurinn úr Æsu Nonni hringdi: Nú er búið að ná upp skelplógn- um úr bátnum Æsu sem sökk í Arnarfirði. Þetta var mikiö kappsmál, að sögn. Mikilvægur hlekkur í rannsókninni á orsök- um sjóslyssins, segja þeir fyrir vestan. Jæja, segi ég bara, halda þeir að skelplógurinn skýri allt? Mikil andskotans vitleysa er þetta allt saman. En ef nú plógurinn er heillegur, er þá ekki hægt að nota hann aftur? Það skyldi þó ekki vera mergurinn málsins? Unglingar í ofskynjun Hildur skrifar: Við stöndum stjörf frammi fyi'- ir vandanum. Unglingar hér eru að drepa sig eða hálfdrepa vegna neyslu ofskynjunarlyfja eins og LDS. Við erum í raun komin í hringiöu alheimsins þar sem eit- urlyf, morð og sjálfsvíg eru dag- legar fréttir. Hvað getum við gert? Vill enginn ráðamaður eða ríkis- stjórnin í heild taka málið föstum tökum? Ég á við að fría landið af þessum óþverra öllum með því að leita á sérhverjum manni sem til landsins kemur. Börnin og nýju lögin Bjarni Valdimarsson skrifar: Foreldrar sem ráða ekki við bömin 0 til 10 ára munu heldur ekki ráða viö þau 16 til 18 ára. Böm eru ósakhæf og þess vegna eiga messaguttar yfirleitt smygl- ið. Nýju lögin em himnasending til glæpaflokka. Hvers kyns árás- um mun stórfjölga. Má mamma láta eyða fóstri elsku dóttur? Og fæðist barnið, þarf þá háttvirtur faðir að greiða meðlag? Hvílir framfærsluskylda á barnabörn- um? Hvað um skuldastöðu heimil- anna? Þingkonur, þið emð víst ömmur, flestallar. Bestu kveðjur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.