Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1997, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997 JL*"V Kristin Johannesdottir frá Hverageröi korrí til aðalfundarins á KirRju- bæjarklaustri. Hún^-er einn af stofnfélögum Leikfélagsins í Hvera- geröi fyrir 50 árum. DV-myndir Sesselja. , _ Leiklist ahugamanna Áhugaleikarar á íslandi sameinast um listina undir hatti Bandalags íslenskra áhugaleikfélaga. Nýlega var aðalfundur handalagsins haldinn á Kirkjubæjarklaustri og meðal fundargesta var fréttaritari DV. Áhugaleikarar fjölmenntu á Klaustur: Leiklistarskóli fyrir áhugafólk Ánæsta starfsári mun Banda- lag islenskra leikfélaga setja á stofn leiklistarskóla. Hann mun taka til starfa í júní og mun vera eini leiklistarskólinn á Norð- urlöndum og jafnvel víðar sem stofnaður er og rekinn af samtökum áhugaleikfélaga. Þetta var meðal þess sem aðal- fundur Bandalags íslenskra leikfé- laga fjallaði um. Aðalfundurinn var haldinn að Kirkjubæjarklaustri helgina 10.-11. maí. Þangað mættu um 90 fulltrúar leikfélaga af öllu landinu og mótuðu starfsáætlun næsta árs fyrir stjóm og aðildarfé- lög bandalagsins. Þá hefur bandalagið nýverið fest kaup á eigin húsnæði að Laugavegi 96. Þar er rekin skrifstofa og þjón- ustumiðstöð samtakanna. Þetta er eina þjónustumiðstöð leiklistar í landinu og þjónar öllum þeim sem starfa að málefnum leiklistar. Leik- deild Ungmennafélags Ármanns á Kirkjubæjarklaustri tók á móti fundargestum með glæsibrag. Auk fundarins var boðið til Leikhús- veislu Selfyssinga sem valin var at- hyglisverðasta áhugaleiksýning árs- ins og verður sýnd i Þjóðleikhúsinu 25. maí nk. Einnig var sýnt mikil- fenglegt spunaverk heimamanna frá tímum móðuharðindanna í leik- stjórn Guðjóns Sigvaldasonar. -ST Eini leiklistarskóli áhugaleikara á Norðurlöndum: Kennsla hefst í júní Fyrstu vikuna í júní tekur nýr skóli á ís- landi til starfa, Leik- listarskóli Bandalags ís- lenskra leikfélaga. Skólinn hefur unnið eigin námskrá, kennarar verið ráðnir og í ár verður skólinn að Húsa- bakka í Svarfaðardal. Skólanefnd innan Banda- lagsins, skipuð þeim stöll- um Gunnhildi, Sigríði og Önnu, hefur starfað að mót- un skólans í nokkur ár. Vinnuhópar Bandalagsins hafa mótað stefnuna. Þetta mun vera eini leiklistar- skólinn á Norðurlöndum og víðar sem samtök áhuga- leikara standa að og reka. „Tilgangurinn var fyrst og fremst að taka ólík nám- skeið á vegum Bandalags- ins sem voru dreifð yflr allt árið og ekkert í framhaldi hvert af öðru og skipu- leggja þau. Fólk getur t.d. komið á leikaranámskeið og þróað nám sitt áfram. Það kemur í veg fyrir að fólk sé alltaf að læra sömu hlutina aftur og og aftur,“ segir Gunnhildur sem er í forsvari fyrir skólanefnd- inni. „Námskeiðin eru öll- um opin og allir sem áhuga hafa eru velkomnir." Að þessu sinni eru í boði þrjú námskeið. Harpa Ámadóttir leikkona leið- beinir á grunnnámskeiði fyrir leikara, grunnnám- skeið í leikstjóm er undir leiðsögn Sigrúnar Val- _bergsdóttur og leikstjóra- og leiktextasmiðju stýrir Þorgeir Tryggvason. Einu inntökuskilyrðin eru áhugi og vilji. Enn er möguleiki að komast í skólann í júní og nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Banda- lagsins. -ST Leiklistin er Siaurði Atlasyni allt: Gengur illa að halda konu Mér gengur voðalega illa að halda konu. Þær vilja fara mjög fljótt frá mér,“ svaraði Sigurður Atlason, að- spurður um ástæður þess að hann stundaði leiklist. „Þetta er fíkn. Leiklistin er, hún er.“ Sigurður er formaður Leikfélagsins á Hólmavík. Félagið stefnir hátt í sumar. Starfrækja á kaffileikhús á Hólmavík í sum- ar í samstarfi við ferðamálahreyfingu Strandamanna, með alls fjórum leiksýning- um sem verða á fimmtudagskvöldum í allt sumar. Sigurður telur að leikfélagið fái mun fleiri áhorfendur á sýningar yfir sumartim- ann en á veturna. Félagið er mjög lítið en Sigurður segist vinna mun hraðar yfir sum- arið. „Auk þess vinn ég með fólki sem er eins innstillt svo verkefnið er félaginu ger- legt.“ En það er fleira á döfinni. Á Laugarhóli i Bjamarfirði ætlar Sigurður að standa fyrir leiklistarhátíð fyrstu helgina í júlí. Þar er hugmyndin að blanda saman sýningum áhugaleikfélaga og atvinnuleikhópa. „Ég ætla að fara rólega af stað og bjóða upp á svona fimm sýningar. Það er engin leiklistarhátíð til á íslandi og hvar á slik há- tið betur heima hérlendis en á Ströndum? Hvergi,“ segir Sigurður að lokum. Hjónin Guölaug og Einar Rafn eru bæöi virk í Leikfélagi Fljótsdalshéraös. Erum samvaxin leikhúsinu ramnur á Jónsmessunótt verður lokaverkefni mitt sem formaður Leikfélags Fljóts- dalshéraðs," segir Guðlaug Ólafs- dóttir en upp úr miðjum júlí gerir hún ráð fyrir að leikári félagsins ljúki. Guðlaug og eiginmaður hennar, Einar Rafn Haraldsson, starfa bæði ötullega að framgangi leiklistar í landinu og hafa gert um langt skeið. Hún er formaður Leikfélags Fljóts- dalshéraðs - hann er formaður í stjórn Bandalags íslenskra leikfé- laga. Einar Rafn er fyrrverandi for- maður Leikfélags Fljótsdalshéraðs og hefur ekki síst starfað sem leik- ari og leikstjóri innan félagsins. „Þegar við vorum ungt fólk norð- ur á Akureyri fórum við bæði í leik- listarskóla. Síðan höfum við verið samvaxin leikhúsinu, fyrst hjá Leik- félagi Akureyrar meðan það var enn áhugaleikfélag og síðan á Egils- stöðum," segir Einar um kyrmi þeirra hjóna af leiklistinni. Bandolag islenskra leikfélaga Bandalag íslenskra leikfélaga er landssamtök áhugaleikfélaga í landinu. Það var stofnað árið 1950 og er opið öllum sjálfstæð- um áhugaleikfélögum og leik- deildum ungmennafélaga. Inn- an vébanda bandalagsins stcirfa á milli 70 og 80 aðildarfélög með um það bil 4.500 einstaklinga. Útgáfa bandalagsins Leiklistarblaðiö er gefið út af bandalaginu og fiallar um mál- efhi leiklistar vítt og breitt. Það er eingöngu selt í áskrift og er að mestu leyti skrifað að áhuga- leikurum í landinu. Auk þess eru yfir 1500 handrit í þjónustu- miðstöð bandalagsins sem hægt er að panta. Þrettán ný, íslensk verk Á síðasta leikári settu 50 áhugaleikfélög í landinu upp rúmlega 60 verkefiii, þar af voru 13 ný, íslensk verk og fimm frumflutt erlend verk. Menningarstefna í menningarstefhu banda- lagsins er m.a. lýst yfir vifja til að stuðla að uppbyggingu leik- listarstarfs í öllum byggðarlög- um, stuðla að menntun í list- inni og ýta undir vægi leiklist- aruppeldis í skólum. Þá er jafn- framt hvatt til samstarfs at- vinnumanna og áhugaleikara innan leiklistarinnar til að tryggja listinni þroskavænleg skilyrði. Innan bandalagsins er einnig lögð áhersla á gott, al- þjóðlegt leiklistarsamstarf. Um 40.000 áhorfendur Árlega koma að meðaltali rúmlega 40.000 manns á leik- sýningar áhugaleikfélaganna í landinu. Leikfélögin á Húsavik og Freyvangsleikhúsið hafa fengið til sín flesta áhorfendur á sýningar síðustu ára. Sýning Leikfélags Húsavíkur á Gaura- gangi eftir Ólaf Hauk Símonar- son í leikstjórn Sigrúnar Val- bergsdóttur var mest sótta áhugaleiksýning leikársins 1995-96. Samtals komu 3.511 áhorfendur til að sjá sýning- una. Hæst hlutfall á Norðurlandi vestra Samkvæmt kjördæmaskipan landsins sáu 47% íbúa á Norö- urlandi vestra áhugaleiksýn- ingu i sinni heimasveit leikárið 1995-96. Á sama tíma sóttu að- eins 4% Reykvíkinga sýningar áhugaleikfélaganna í borginni. í öðrum kjördæmum var að- sóknin á bilinu 11-37%. -ST

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.