Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1997, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997
11
Nýir straumar í hárgreiðslu:
^y±J 33jEUJ '
Afroflettur og
appelsínugular strfpur
—strákarnir ragari, segir Hrafnhildur Harðardóttir, verðlaunahafi í hárgreiðslu
Það var mikið um litadýrð og
frumleika á Hótel íslandi í
mars sl. þegar hin árlega
tískukeppni tímaritsins Hárs
og fegurðar var haldin. Einn
af þeim keppendum sem þar
lentu á verðlaunapalli var
hin 22 ára gamla Hrafnhildur
Harðardóttir en hún var í
fyrsta sæti í Freestyle-keppni
meistara og sveina og tísku-
línu herra og í öðru sæti í
permanent og litun. Hrafii-
hildur var að keppa í þriðja
skipti sem verður að teljast
gott af svo ungri konu en hún
lauk námi sínu í fyrra og
starfar nú á hárgreiðslustof-
unni Gullsól.
Vinkonurnar
hjálpa til
„Það er ansi mikil vinna að
baki þessu þó það fari líka
eftir hvað maður ætlar að
gera. Ég tók tvær vikur í að
undirbúa mig, finna módel og
annað. Annars hefur það alltaf gengið vel, ég
á góðar vinkonur sem hafa verið reiðubúnar
að hjálpa til.“ Hrafiihildur segir mjög gaman
að taka þátt í keppnum eins og þessari, hafi
maður á annað borð áhuga á þessum hlutum.
„Það er mjög skapandi og frábrugðið því sem
maður er að gera dagsdaglega. Maður getur
leyft sér að fara út fyrir mörkin og gera hvað
sem maður vill, sérstak-
lega í freestyle-keppninni.
Það má nota alls kyns hár,
koma með frumlega bún-
inga og annað slíkt.“
Kjólar úr
appelsín-
um, spegl-
um ojg
plasti
Það verður ekki
annað sagt en að
Hrafhhildur hafi
verið frumleg
þegar kom að
búningahönnun-
inni því verð-
launamódel
hennar í Frees-
tyle-keppninni
var í búning sem
búinn var til úr
brotnum speglum
og plastfilmu. í fyrra var Hrafnhildur
einnig með frumlegan kjól en þá bjó
hún til kjól úr þurrkuðum appelsín-
um sem reyndist vera hin klæðileg-
asta flík, „en hann var rosalega mik-
il vinna,“ bætir hún við.
En hvemig er hármenning íslend-
inga, em þeir frumlegir og tilbúnir
að prófa eitthvað nýtt eða
em þeir íhaldssamir? „Mér
finnst þetta allt vera að
koma. Fólk er sífellt að
verða duglegra við að prófa
eitthvað nýtt. Tískan í dag
Kjóllinn sem Hrafnhildur hannaði
fyrir keppnina í fyrra var búinn til úr
þurrkuöum appelsinum. Frumlegt
og ögrandi en ansi klæöilegt.
leyfir
Herraklippingin sem kom Hrafn-
hildi ó verölaunapall í tískulfnu
herra.
það líka, allt
er leyfilegt." Núna
er t.d. aftur fariö
að bjóða upp á
þéttar afrófléttur
þar sem viðbótar-
hár er notað. Þær
era að verða mjög
vinsælar aftur.“
Margir muna ef-
laust eftir þessari
hárgreiðslu sem
Bo Derek geröi
vinsæla í kvik-
myndinni 10 hér fyrir allmörgum árum.
Hrafnhildur segir litagleöina vera að
aukast. „Við erum farin að setja gervistripur
í hár. Þá era lokkamir litaðir í öllum regnbog-
ans litum og límdir við rótina. Unglingamir
vilja þetta og þetta helst lengi. Það era einmitt
einna helst unglingamir sem era til í að prófa
eitthvað nýtt en strákarnir era miklu ragari
en stelpurnar,“ sagði Hrafiihildur Harðardótt-
ir, tvöfaldur meistari í hárgreiðslu, að lokum.
-ggá
DV, Akranesi:________________________
Nú er sá tími kominn að hægt er
að fara á fjöll og tína egg enda máv-
urinn þegar byrjaöur að verpa. DV
kom að máli við Bjöm Finsen, kenn-
ara á Akranesi og leiðsögumann, og
innti hann eftir fréttum af lífi fúgla
á og við Akranes.
Bjöm sagði fugla lifa hér og deyja
sem löngum áður og gat þess að 11.
maí hefði haim farið í leiösögn um
Akranes og horft til fugla með öðr
um. Á þrem tímum höfðu 32 tegund
ir fúgla sést innan marka Akranes
kaupstaðar og rétt út til hafsins
Tegundimar vora fýll, grágæs, há
vella, heiðlóa, hettumávur, hrafn
hrossagaukur, húsdúfa, hvítmávur
jaðrakan, kría, lóuþræll, lundi
margæs, maríuerla, rauðbrystingur
rita, sandlóa, sendlingur, silfurmáv
ur, sílamávur, skógarþröstur, spói
stari, steindepill, stelkur, svartbak
Þeir sem óska eftir leyfi til sölu
úr tjöldum á þjóðhátíðardaginn 17. júní
1997, vinsamlegast
vitjið umsóknareyðublaða á skrifstofu ÍTR
Fríkirkjuvegi 11, opið kl. 08:20 - 16:15.
Umsóknum skal skilað í síðasta lagi
föstudaginn 30.maí fyrir kl. 16:00.
Úthlutun verður þriðjudaginn 3. júní kl.16:30
á Fríkirkjuvegi 11.
Vakin er athygli á því, að öll lausasala frá tjöldum
og á hátíðarsvæðinu er stranglega bönnuð.
Gjald v/ söluleyfa er kr. 2.000.-
Fuglaskoðun:
Engir furðufuglar á Akranesi
m-, tildra, tjaldur, toppönd, þúfutitt-
lingur, æðarfúgl.
Bjöm hefúr áður ritað stuttar
greinar um fugla, m.a. grein um
máva í HB-fréttum sem gefið er út af
fyrirtækinu Haraldi Böðvarssyni hf.
á Akranesi. Þar segir meðal annars:
„Þeir sem búa við sjávarsíðuna
komast ekki hjá því að veita fugla-
lífi eftirtekt en það er oft mjög fjöl-
skrúðugt bæði við flasir, í fjöra, við
varir, víkur og höfn. Hitt er rétt að
ekki nefna allir alla fúglana sem fyr-
ir augun ber með tegundanöfiium
enda stendur hugur ekki alltaf til
slíks.
Oft er látið nægja aö segja - og
réttilega. Þetta er mávur. Einn
þeirra máva sem sést hér sumar og'
vetur er svartbakur, einnig kallaður
veiðibjalla eða stórabjalla. Hinn,
mávurinn er sílamávur sem sumir
kalla litlubjöllu. Svartbakurinn er
töluvert stærri en sílamávur og er
nær svartur á baki og ofan á vængj-'
um þar sem sílamávurinn er dökk-
grár.
Stærðarmunurinn og þessi litar-
munur er mjög áberandi þegar
frændumir sitja saman á bryggju-
kantinum eða klettasnös og þá sést
einnig annað einkenni sem skilur
þá að. Svartbakurinn hefur föl-
bleika fætur en á sílamávi era þeir
gulir.
Svartbakur og sílamávur verpa
báðir i Akrafjalli. Sílamávurinn
mun hafa farið að nema land hér á
þriðja áratug þessarar aldar. Hann
er farfúgl sem hverfur héðan til
Bretlandseyja og reyndar allt til NV-
Afríku í september. Snýr til baka í
febrúar og mars. Hann er spakari en
svartbakur og er líklegri til að
hnupla grillmat úr görðum Skaga-
manna að sumarlagi, þegar hús-
bóndinn á heimilinu hefur bragöiö
sér snöggvast inn í hús frá útigrill-
inu. Svartbakurinn er að mestu
staðfugl og honum hefur fækkað
mjög á sama tíma og sílamávum hef-
ur fjölgað.
Söluleyfi 17. júní 1997
í Reykjavík
DV, Vík:
„Upphafið var að mig vantaði eitthvað til að gefa sonar-
dóttur minni í afmælisgjöf á tveggja ára afmælinu fyrir
tveim áram,“ sagði Sigurður Ævar Harðarson hér í Vík
við DV. Hann fékk nýlega viðurkenningu fyrir verkið á
Hönnunardögum 1997, dagana 19.-20. apríl.
„Ég fór þá að velta fyrir mér hvaða hlut ég gæti búið til
sem nýttist sem leikfang og leikfangageymsla og yrði jafn-
framt skrifborð með áföstum stóí,“ sagði Sigurður. Það
tókst.
Hann nefnir þetta Skelina og það er réttnefni. Þegar eig-
andi hefur leikið sér er hægt að loka henni og tekur hún
þá lítið pláss. Að sögn Sigurðar Ævars era 4 skeljar í notk-
un á leikskólanum I Vík og hafa þær reynst vel. -NH
Afmælisgjöfin varð
verðlaunagripur