Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1997, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1997, Blaðsíða 9
MIÐVTKUDAGUR 21. MAÍ 1997 9 dv Stuttar fréttir Veitingastað lokað Yfirvöld í Búdapest í Ungverja- landi hafa lokað veitingastað sem rukkaöi tvo danska ferðamenn og tvo félaga þeirra um rúmar 400 þúsund krónur fyrir kvöldverö og tilheyrandi drykkjarfong. Löggan of áköf Bill Richardson, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, sagði í gær að andúð í garð erlendra sendimanna færi vaxandi og að lögreglan í New York færi stundum offari i að sekta menn fyrir stöðumælabrot Heath skrifar bók Edward Heath, fyrrum forsæt- isráðherra Bretlands, ætlar að gefa út endurminningar sínar í október á næsta ári og hefur þeg- ar fundið útgefanda. Gaddafí fær ofanígjöf Öryggisráð SÞ veitti Gaddafi Líbýuleiðtoga milda ofanígjöf í gær vegna brots á alþjóðlegu flug- banni. Ánægð með Ciinton Kínversk yfirvöld hafa lýst yfir ánægju sinni með þá ákvörð- un Bills Clint- ons Bandaríkja- forseta að skerða ekkivið- skiptakjör Kína. Forsetinn ákvað á mánu- dag að Kínverj- ar héldu áfram vildarkjörum í viðskiptum við Bandaríkin. Haida áfram sókn Tyrkir hafa að engu tilmæli íra- skra yfirvalda og NATO um að stöðva sókn sína gegn kúrdískum skæruliðum í írak. Afhenda skjöl Hvíta húsið hefúr látið undan þrýstingi repúblikana og sam- þykkt að láta af hendi skjöl sem tengjast fjáröflun fyrir kosninga- baráttuna. Albright til Sarajevo Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, fer til Sarajevo síðar í þessum mánuði til að styðja friðarviðleitni í Bosn- íu. Ekkert baktjaldamakk Jean-Marie Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingar- innar, kveðst ekki hafa verið með baktjalda- makk við vinstri flokk- ana þrátt fyrir mótsagna- kenndar yfir- lýsingar. „Ég sagði aldrei að fólk ætti að kjósa vinstrimenn. Ég kvaðst bara held- ur vilja sjá meirihluta vinstri- manna,“ útskýrði Le Pen í gær. Slapp naumlega Necmettin Erbakan, forsætis- ráðherra Tyrklands, slapp naum- lega í gær er stjómarandstaðan gerði tilraun til að koma sam- steypustjórn hans frá völdum. Reuter Útlönd Chirac Frakklandsforseti varar við vinstri flokkunum: Staða Frakka í Evrópu í hættu Jacques Chirac Frakklandsforseti lagði lóð sitt á vogarskálamar í kosningabaráttunni í gær þegar hann varaði þjóðina við svokallaðri „sambúðarstjóm", eins og það er kallað þegar vinstri- og hægrimenn stjóma í sameiningu. Aðeins fjórir dagar eru til fyrri umferðar kosn- inganna og lítill munur á fylgi fylk- inganna. Chirac sagði í hátíðlegri yfirlýs- ingu fyrir fund með Helmut Kohl Þýskalandskanslara að Frakkar gætu því aðeins staðið vörð um hagsmuni sína í Evrópu að þeir töl- uðu einum rómi. „Hvemig getur maður ímyndað sér að öllu því sem hefur verið byggt upp á undanfornum fjörutiu árum verði slegið á frest án þess að það valdi landi okkar óbætanlegum skaða,“ sagði Chirac í yfirlýsing- unni sem var sýnd í beinni útsend- Chirac Frakklandsforseti blandaöi sér enn í kosningabaráttuna f gær. Símamynd Reuter ingu sjónvarpsstöðva. „Við skulum ekki gleyma því að Frakkland getur aðeins staðið vörð um hagsmuni sína ef það getur talað einum rómi og sterkum." Yflrlýsing forsetans var í svipuð- um dúr og fullyrðingar Alains Jupp- és forsætisráðherra um að sigur vinstri flokkanna í kosningunum 25. maí og 1. júní gæti stefht stöðu Frakklands í myntsamstarfi Evr- ópusambandsríkjanna í hættu. Juppé sagði að tvö tímabil þar sem vinstri og hægri flokkamir deildu með sér völdum, á árunum 1986 til 1988 og 1993 til 1995, hefðu sýnt og sannað að „sambúð" forseta og ríkisstjómar úr öndverðum fylk- ingum væri versti kosturinn en ekki ávísun á styrka stjórn. Lionel Jospin, leiðtogi sósíalista, vísaði viðvöranum forsetans á bug og sagði augljóst að Frakkland mundi tala einum rómi þótt vinstri flokkamir færa með sigur af hólmi. Reuter Móöir og börn hennar sitja fyrir framan rústir heimilis sfns í hafnarborginni Chittagong f Bangladess eftir aö gríöar- legur feliibylur fór þar yfir. Hundruö manna týndu lífi og þúsundir heimila eyðilögðust. Slmamynd Reuter Svaraði í farsíma og drap 3 ára dreng - dæmd til aö greiða hálfan milljarð í skaðabætur Átján ára stúlka, Kayla Seger- ström, var í gær dæmd í Texas í Bandaríkjunum til að greiða um 7 milljónir dollara, eða tæpan hálfan milljarð íslenskra króna, til foreldra þriggja ára drengs sem lést er hún ók á bíl fjölskyldu hans. Segerström missti stjóm á bíl sínum er hún teygði sig til að svara í farsíma. Yngri systir litla drengsins háls- brotnaði við áreksturinn og faðir bamanna, James Colvin, skaddaðist alvarlega á heila. Colvinsfjölskyldan hafði höfðað mál gegn Segerström og fjölskyldu- fyrirtæki foreldra hennar. BÚlinn sem Segerström ók og farsíminn voru í eigu fyrirtækisins. Kviðdóm- ur úrskurðaði hins vegar aðeins gegn stúlkunni. Lögmaður Colvinsfjölskyldunnar, Steven DeWolf, segir málið hafa for- dæmisgildi. Sagði lögmaðurinn í málflutningi sínum að foreldrar stúlkunnar hefðu átt að kenna henni að nota farsíma á öruggan hátt. Reuter Tíkin Millie Bush dauð Hin fræga MOlie Bush, tík Bar- böru og George Bush, fyrrverandi forsetahjóna Bandaríkjanna, drapst á mánudag vegna maga- sjúkdóms. Að sögn talsmanns hjónanna voru þau mjög döpur yfir missi hundsins sem náði 12 ára aldri. Millie öðlaðist frægð þegar út kom bók um lífiö í Hvíta húsinu árið 1990. Bókin var eignuö Millie en forsetafrúin mun hafa aðstoð- að við ritunina. Millie komst einnig í fréttimar er hún gaut fjórum hvolpum í Hvíta húsinu í mars 1990. Tíkin var nefnd í höf- uðiö á Mildred Kerr sem var vin- kona og nágranni Bushfjöl- skyldunnar í Houston. Reuter Sumartilboð. Urval af flíspeysum og jökkum. ( Meiri gceÖi og smekkvt'si.J Cortina Sport Skólavörðustíg 20 Sími 552 1555 TV/tR FUKUR IEINNL HEfTUR OG ÞURR THERMO varmanærfötin eru í raun tværflíkur i einni. Tveggja laga spunatækni flytur rakann frá líkamanum og heldur þér heitum og þurrum. NotaOu Thermo nærfötin í næsta feröalag, þú sérö ekki eftir þvl. Sportvörugerðin Heildsala-smásala Mávahlíö 41, Rvík, sími 562-8383 BOSCH UTIBU m BILDSHOFDA 12 1, ,u.^Æ£dÉíl Aukin þjónusta við iðnaðarmenn, verkstæði, þjónustuaðila og bíleigendur BOSCH Bílavarahlutir TRIDON^ Bílavarahlutir Okkur er sönn ánægja að tilkynna að Bræðurnir Ormsson ehf. og Skorri ehf. sameina nú krafta sína í því skyni að bæta þjónustu við viðskiptavini á Ártúnshöfða og í nágrenni. Frá og með föstudeginum 2. maí mun verslunin Skorri ehf. hafa á boðstólum alla helstu vöruflokka BOSCH-verslunar Bræðranna Ormsson og kappkosta að þjónusta viðskiptavini fljótt og vel. BRÆÐURNIR Bílaporur FðRBH Verbindende Tecbnik f&b,mÆrÆr%Lmm.wsm.m ___ bræðurnir SKORRIehf. (g) OFMSSON Verkfæri, efnavara og rekstrarvörur BíldshÖfða 12 • 112 ReykjaVÍk • SÍITIÍ: 577 1515 • Fax: 577 1517 BOSCH verslunin -nýtt útibú aö Bíldshöfða 12 Olfusíur Rafmagnsvörur pPRDmetall ** Hillukerfi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.