Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1997, Blaðsíða 28
44 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997 Brugðist í menningar- málum „Þaö er í mínum huga ljóst að menntamálaráðherra hefur brugðist algjörlega í menningar- málum þótt hann hafi staðið sig i menntamálum." Sigríður Dóra Sverrisdóttir, menningarfrömuður á Vopnafirði, ÍDV. Menning íslendinga „Raunveruleg menning íslend- inga skiptist ekki í menningu og alþýðumenningu. Menningin skiptist i alþýðumenningu og rík- ismenningu." Ásgeir Hannes Eiríksson, í DV. Ummæli Sjónhverfingar „Þetta eru hreinar sjónhverf- ingar.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borg- arfulltrúi, um ársreikninga Reykjavíkurborgar, í DV. Fashion Victim „Tíska er bæði vinna mín og áhugamál. „Ég er algjört „fashion victim". Svavar Örn Svavarsson hár- greiðslumaður, í Degi-Tímanum. Efni í stórsöngvara „Mér hefur oft fundist ég vera efni í stórsöngvara, þegar ég hlusta á aðra.“ Bjarni Hafþór Helgason, sem stendur í plötuútgáfu, í DV. Söngkonurnar Ingveldur G. Ólafs- dóttir, og Signý Sæmundsdóttir. Með þeim á myndinni er tónskáldiö Atli Heimir Sveinsson. Tunglskinseyjan í kvöld verður frumsýnt nýtt verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Tunglskinseyjan, en heimsfrum- sýning á henni var á íslenskum menningardögum í Peking á dög- unum og fram undan eru sýningar á afmæli Stokkhólmsóperunnar. Tunglskinseyjan gerist í kring- um 800, skömmu fyrir eiginlegt landnám íslands, Kalman jarl á Suðureyjum og Auður dóttir íra- konungs eru heitbundin. Kalman verður undir í valdatafli og flýr í norðurátt að eyjunni miklu sem talað er um í sögum. Þar ku sólin setjast og þar munu engar sorgir vera til. Kalman sest að einsamall á eyju í Breiðafirði. Auður heit- kona hans fær þær fregnir að hann hafi fallið í orrustu og hún er gefin Orkneyjajarli. Liða svo árin. Þegar víkingar herja á Suð- ureyjar er Orkneyjajarl drepinn og Auður flýr með Unni þernu sinni í norður. Þær ná landi á eyju í Breiðafirði sem þær nefna Tunglskinseyju. Á stilltum vetr- armorgni heyrir hún óminn af söng berast til sín og þekkir þenn- an söng aftur... Leikhús Með sönghlutverk fara Loftur Erlingsson, Signý Sæmundsdóttir og Ingveldur G. Ólafsdóttir. Sögu- maður er Sigm-ður Pálsson. Leik- stjóri er Kristín Jóhannesdóttir og hljómsveitarstjóri Guðmundur Emilsson. Aðeins verða fjórar sýningar og er sú næsta á fostu- dagskvöld. Víða léttskýjað anvert landið fram eftir degi en annars léttskýjað. Hiti 6 til 12 stig í dag en 0 til 4 stig í nótt. Á höfuðborgarsvæðinu er breyti- leg átt, skýjað með köflum. Hiti 5 til 10 stig í dag en 1 til 4 stig í nótt. Sólarlag í Reykjavík: 22.57 Sólarupprás á morgun: 03.51 Síðdegisflóð í Reykjavík: 18.05 Árdegisflóð á morgun: 06.17 Fyrir norðan og vestan land er heldur minnkandi 1028 mb háþrýsti- svæði, en víðáttumikil 995 mb lægð langt suðvestur í hafi hreyfist aust- ur. Veðrið í dag í dag verður fremur hæg, breyti- leg átt. Skýjað um sunnan- og vest- Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjaö -1 Akurnes alskýjaó 2 Bergsstaöir alskýjaö 2 Bolungarvík snjóél 2 Egilsstaöir heiöskírt 2 Keflavíkurflugv. skýjaö 5 Kirkjubkl. alskýjaö 3 Raufarhöfn léttskýjaö -0 Reykjavík þokumóða 6 Stórhöfói skýjaö 4 Helsinki léttskýjaó 8 Kaupmannah. rigning 5 Ósló skúr á síó. klst. 7 Stokkhólmur skýjaö 6 Þórshöfn skúr 4 Amsterdam rigning 12 Barcelona léttskýjaó 16 Chicago léttskýjaó 7 Frankfurt skýjaö 13 Glasgow skýjaó 8 Hamborg skúr 11 London þokumóóa 11 Lúxemborg Malaga léttskýjaó 18 Mallorca alskýjaö 15 París rign. á síð. klst. 12 Róm hálfskýjaö 20 New York heióskírt 12 Orlando heiöskírt 24 Nuuk þokuruöningur -0 Vín skýjað 15 Washington léttskýjaö 14 Winnipeg skýjaö 4 Kristjana Sveinbjörnsdóttir þjónn: Erum komin stutt í vínmenningu „Við vorum þrjú sem höfðum unnið okkur rétt til að taka þátt í Norðurlandakeppni um Alsace-vín i Gautaborg eftir frammistöðu okkar í Sopexa-vínþjónakeppninni hér heima. Auk mín voru það Haraldur Halldórsson og Stefán Guðjónsson. Við unnum mikla undirbúnings- vinnu i nokkrar vikur og það gerð- um við saman sem heild þótt við kepptum sem einstaklingar og ár- angurinn af erfiðinu skilaði sér, við stóðum okkur öll mjög vel. Frammi- staða mín var framar öllum vonum sem ég hafði gert mér,“ segir Krist- jana Sveinbjörnsdóttir, þjónn á Naustinu, sem hafnaði í öðru sæti í Norðurlandakeppninni. Yfirleitt er aðeins tilkynnt um sigurvegarann, sem var Finninn Juha Lihtonen, en þar sem dómnefndin átti í miklum Maður dagsins erfiðleikum með að gera upp á milli þeirra þótti ástæða til að tiltaka hver var í öðru sæti. Yfirdómari keppninnar tók það síðan fram að ef landslið hefðu keppt hefði ísland fyllilega átt vinninginn skilið fyrir samstöðu, glæsileika og framúr- skarandi frammistöðu. Kristjana hefur ekki mikla reynslu af slíkri keppni og var í Kristjana Sveinbjörnsdóttir. fyrsta skipti að keppa á erlendri grund. Hún segir keppnina hafa verið erfiða en um leið mjög skemmtilega: „Keppnin fór fram á einum degi. Við byrjuðum um morguninn á skriflegu prófi þar sem 30 spumingar voru lagðar fýrir okkur, síðan kom blindsmökkun fyrir framan fimm dómara. Eftir há- degi var síöan úrslitakeppnin, þá fengum við bæði matseðil og vínseð- il og þurftum að velja vín með matnum. Þegar við vorum búin að því fórum við fram fyrir áhorfendur og tíu dómara og þar þurftum við að verja af hverju þetta vín með þess- um mat og af hveiju það hentar bet- ur en önnur og svo framvegis. Síðan kom önnur blindsmökkun og á end- anum þurftum við að þjóna dóm- nefndinni með cremant." Árangur íslendinganna, sem allir komust í úrslit, er einstaklega góð- ur þegar haft er í huga að enginn þeirra starfar eingöngu sem vín- þjónn: „Við erum einfaldlega ekki komin það langt í vínmenningu að sérstakir vínþjónar séu starfandi hér. Vínmenning er aftur á móti áhugamál hjá mér. Það er ekkert mjög langt síðan ég fór að stunda þetta af alvöru og má segja að ég hafi verið undir áhrifum yfirmanns míns á Naustinu, Þorfinns Gutt- ormssonar, sem er heilmikill vin- maður og spáir mikið í þá hluti. Hefúr hann kennt mér ýmislegt í þessum málurn." Kristjana útskrifaðist sem þjónn árið 1987 og starfaði lengst af á Hót- el Holti: „Þegar yfirþjónninn þar og annar þjónn tóku við rekstri Naustsins fór ég með þeim og starfa nú sem yfirþjónn á Naustinu." Kristjana segir að fyrir utan starfið beinist áhugi hennar helst að dóttur sinni lítilli, Önnu Dag- björtu. Maður hennar er Andrés Örn Sigurðsson. -HK Myndgátan Ber höfðinu við steininn. Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. DV Ragnheiður Jónsdóttir sýnir verk sín á ísafirði. Kolateikningar og grafíkverk Ragnheiður Jónsdóttir hefur opnað sýningu á kolateikningum og grafikverkum í Slunkaríki á ísafirði. Ragnheiður hefur hald- ið fiölmargar sýningar bæði hér á landi og erlendis. Hún hefur áður sýnt á ísafirði, var það í Bókasaíhinu í desember 1976. Ragnheiður Jónsdóttir hefur hlotið fiölda viðurkenninga fyrir verk sín, meðal annars hlaut hún menningarverðlaun DV 1995. Verk hennar eru í eigu Listasafns íslands, Kjarvals- staða, Norræna hússins og víða á söfnum erlendis. Sýningin í Slunkariki stendur til 1. júní. Sýningar Hljóðlátur óður í afgreiðslusal Aðalskoðunar- innar hf. í Gerpluhúsinu í Kópa- vogi hefur verið sett upp mynd- listarsýningin Hljóðlátur óður, sem er röð mynda eftir Evu Jó- hannsdóttur. Éva er tækniteikn- ari að mennt en hefur einnig lok- ið námi frá málaradeild Mynd- lista- og handíðaskólans. Hún stundaði framhaldsnám við graf- íkdeild Konsthögskolan í Stokk- hólmi. Sýningin stendur til loka júnímánaðar. Bridge Um hvítasunnuhelgina var spiluð kjördæmakeppni Bridgesambands- ins á Siglufirði. Norðurland eystra sýndi styrk sinn og hafði sigur í keppninni, Austfiarðakjördæmi varð í öðru sæti og Reykjavík í því þriðja. Spiluð voru forgefin spil og sömu spil i öllum leikjum. í sjöundu og síðustu umferð mótsins kom þetta spil fyrir. Tvö pör náðu að segja sig alla leið upp í 7 tígla sem unnust vegna hagstæðrar legu í spaðanum. Flest pörin spiluðu 6 tígla eða 6 spaða og unnu þá samn- inga. Eitt par lenti í 4 hjörtum sem töpuðust og einn sagnhafa var svo óheppinn að tapa 4 spöðum. Norður gjafari og enginn á hættu: * ÁK942 V ÁK7 * ÁÐG109 * - * D53 V 5 * 8742 * K10952 4 G8 ** 8642 ♦ K65 * Á843 * 1076 V DG1093 * 3 * DG76 Sagnhafi í norður drap hjartaút- spil á ásinn og ákvað að spila lágum spaða að heiman. Austur setti lítið spil og þá lét sagnhafi áttuna duga. Vestur drap á tíu, gaf félaga stungu í hjarta og austur spilaði sig út á tígli. Sagnhafi drap á kóng í blind- um, tók laufásinn, henti hjarta heima og hleypti síðan spaðagosan- um til austurs. Austur fékk á drottninguna og gaf félaga sínum stungu í tígli. Vörnin fékk því fióra slagi á trompið i samningi þar sem flestir sagnhafa fengu 12 slagi í slemmu. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.