Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1997, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1997, Blaðsíða 26
42 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997 Afmæli_____________________ Kcirl H. Björnsson Karl H. Bjömsson, fyrrv. bóndi að Stóru-Borg í Víðidal, til heimilis þar og að Bólstaðarhlíð 45, Reykjavík, varð níræður í gær. Grein birtist um Karl í blaðinu í gær en vegna mistaka í uppsetningu birtist röng mynd með greininni. Greinin er þvi endurbirt með réttri mynd og viðkomandi beðnir afsök- unar á mistökunum. Starfsferill Karl fæddist að Gauksmýri í Linakradal og ólst þar upp við öll al- menn sveitastörf. Hann fór fjórtán ára til vinnu utan heimilisins, vann m.a. í Engey og i Reykjavik, dvaldi um skeið hjá hálfsystur sinni, Guð- nýju, í Vestmannaeyjum og stund- aði nám við Reykjaskóla. Karl hóf búskap með konu sinni að Stóru-Borg 1932 þar sem þau stunduðu síðan hefðbundinn bú- skap auk þess að nýta hlunnindi jarðarinnar. í samvinnu við Flugfé- lag Islands hófu þau hjón- in sumarhótelrekstur fyr- ir útlendinga á Stóru- Borg 1970 og sinntu þeim rekstri í níu ár. Karl hefur alla tíð ver- ið mikill áhugamaður um ættfræði, örnefni, forn- sögur og almenna sagn- fræði. Þá er hann vel skáldmæltur þótt hann flíki lítt ljóðum sínum. Fjölskylda Karl kvæntist 17.6. 1932 Margréti Tryggvadóttur, f. 24.9. 1911, hús- freyju og aðalstofnanda og fyrsta formanni kvenfélagsins Ársólar í Vesturhópi. Hún er dóttir Tryggva Guðmundssonar og Guðrúnar Magnúsdótur, bænda í Klömbrum i Vesturhópi og síðar á Stóru-Borg. Börn Karls og Margrétar eru Björn Tryggvi Karls- son, f. 28.3. 1932, kennari, var kvæntur Hrefnu Pét- ursdóttur, sem nú er lát- in, og er sonur þeirra Guðmundur Tryggvason, viðskiptafræðingur hjá Tryggingastofnun rikis- ins, en dóttir Hrefnu frá fyrra hjónabandi er Edda Jónsdóttir, kennari í Noregi; Ólöf Hulda Karls- dóttir, f. 22.5. 1938, kenn- ari við Seljaskóla, og er dóttir hennar Unnur Margrét Hall- dórsdóttir; Guðrún Karlsdóttir, f. 14.2. 1942, forstöðumaður skráning- ardeildar Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns, gift Leo Inga- syni, bæjarskjalaverði í Kópavogi, og eru böm þeirra Karlotta María Leosdóttir, myndlistar- og háskóla- nemi, og Gunnar Leó Leosson, nemi við HÍ og Tónlistarskólann í Reykja- vík. Hálfsystkini Karls, sammæðra: Sigurlaug Sigurvaldadóttir, dó á fyrsta ári; Ólöf María Sigurvalda- dóttir; Sigurlaug Jakobína Sigur- valdadóttir; Sigurbjörg Sigríður Sig- urvaldadóttir; Guðríður Guðmunds- dóttir. Alsystkini Karls: KristjEuia Björnsdóttir, dó í frumbemsku; Kristin M.J. Bjömson (skáldanafn: Ómar ungi); Þorbjörg S.S.L. Björns- dóttir; Sigurvaldi S. Björnsson; Hall- grímur Th. Bjömsson. Af þessum ellefu systkinum komust níu til full- orðinsára og hafa flest náð hárri elli. Tvö systkina hans lifa enn, Kristín og Sigurvaldi. Foreldrar Karls vom Björn Jósa- fat Jósafatsson, f. 15.8. 1868, d. 8.6. 1957, bóndi á Gauksmýri, og Ólöf Sigurðardóttir, f. 16.1. 1865, d. 2.7. 1925, húsfreyja. Karl H. Björnsson. Birna Kolbrún Margeirsdóttir Birna Kolbrún Margeirsdóttir fé- lagsleiðbeinandi, Melbraut 10, Garði, varð fimmtug i gær. Starfsferill Birna fæddist í Sandgerði og ólst þar upp. Hún hefur verið félagsleið- beinandi við elliheimilið Garðvang frá 1987. Bima hefur starfað og sungið með kirkjukór Útskálakirkju frá 1978. Hún hefúr starfað í kvenfélag- inu Gefn í mörg ár, hefur verið í slysavarnadeild kvenna frá 1978 og setið í stjórn deildarinnar í mörg ár. Fjölskylda Eiginmaður Birnu er Ámi Jónasson, f. 9.3. 1947, skipstjóri. Hann er sonur Jónasar Guðmundssonar, fyrrv. framkvæmdastjóra í Keflavík, og Bjargar Áma- dóttir húsmóður. Böm Birnu og Áma eru Jónas, f. 13.7. 1968, sjómað- ur í Garði, kona hans er Ragnheiður Ragnarsdóttir ræstitæknir og er sonur þeirra Ragnar Björn, f. 10.8. 1993; Elenora Katrín, f. 14.10. 1969, ritari, búsett maður hennar er Gunn- ar Einarsson pípulagn- ingamaður og er sonur þeirra Friðrik, f. 21.12. 1992; Ámi, f. 7.2. 1974, nemi við Fjölbrauta- skóla Suðumesja og for- maður æskulýðsnefnd- ar Gerðahrepps; Björg, f. 7.11. 1980, nemi við Fjölbrautaskóla Suður- nesja. Systkini Birnu: Sigurð- ur, f. 31.5. 1929, d. 15.8. 1983, var kvæntur í Garði, Helgu Hjaltadóttur; Helga Ósk, f. 30.4. 1931, gift Guðmundi Þorkels- syni; Ingibjörg, f. 15.2. 1933, gift Sveini Pálssyni; Margrét, f. 24.9. 1938, gift Haraldi Sigurðssyni; Frið- jón, f. 23.2. 1941; Hreiðar, f. 1.5. 1945, kvæntur Sigurbjörgu Baldursdótt- ur; Kjartan, f. 1.5. 1945, kvæntur Valdísi Þorgilsdóttur; Anna, f. 10.11. 1950, gift Þóri Lúðvíkssyni. Foreldrar Birnu vom Margeir Sigurðsson, f. 2.11. 1906, d. 7.8. 1986, verkamaður i Sandgerði til 1965 og síðan í Reykjavík, og Elenora Þórð- ardóttir, f. 9.9. 1907, d. 3.6.1987, hús- móðir. Andlát Björg Ellingsen Björg Ellingsen húsmóðir, Njörvasundi 32, Reykjavík, lést þann 12.5. sl. Hún verður jarðsung- in frá Dómkirkjunni í Reykjavík á morgun, fimmtudaginn 22.5., kl. 10.30. Blóm em vinsamlega afþökk- uð en þeim sem vilja minnast henn- ar er bent á Parkinsonsamtökin á íslandi. Starfsferill Björg fæddist í Reykjavík 10.12. 1916 og ólst upp við Stýrimannastíg- inn. Hún fór ung til London og lærði þar snyrtifræði sem hún starf- aði síðan við um hríð. Eftir að Björg gifti sig stundaði hún húsmóður- störf. Fjölskylda Björg giftist 30.7. 1938 Einari Ragnari Jónssyni (í Smára), f. 7.2. 1904, d. 11.7. 1984, forstjóra og bókaút- gefanda í Reykjavík. Hann var sonur Jóns Einarsson- ar, hreppstjóra í Munda- koti á Eyrarbakka, og k.h., Guðrúnar Jóhannsdóttur húsmóður. Böm Bjargar og Ragnars em Ema María Ragnars- dóttir, f. 2.4. 1941, innan- hússarkitekt og iðnhönnuður í Sví- þjóð, var gift Gesti Ólafssyni skipu- lagsfræðingi og em synir þeirra Ragn- ar Kristján Gestsson, f. 4.8. 1965, kvæntur Hildi Jónsdóttur, og er dóttir þeirra Hrefna Björg, og Ólafúr Hrólfúr Gestsson, f. 4.12.1969, kona hans er María Björnsdóttir og er dóttir þeirra Ema Kristín; Auður Guðrún, f. 28.7. 1942, meinatæknir og húsmóðir í Mosfellsbæ, gift Davíð Helgasyni, deildar- stjóra í Hampiðjunni, og eru dætur þeirra Dagný Björg Davíðsdóttir, f. 31.12. 1966, sonur hennar er Dav- íð Kári, og Edda Ragna Davíðsdóttir, f. 26.1. 1970, maður hennar er Kristján Magnússon; Jón Óttar Ragnarsson, f. 10.8. 1945, ffarn- kvæmdastjóri í Bandaríkjunum, var kvæntur Ingibjörgu Eddu Edmunds- dóttur sem lést 8.2. 1978, dóttir þeirra er Sólveig Ema Jónsdóttir og er mað- ur hennar Þorsteinn Gunnarsson, eig- inkona Jóns er Margrét Hrafnsdóttir og er sonur þeirra Einar Ragnar Jóns- son. Systkini Bjargar: Erna Ástríður, f. 26.7. 1903, húsmóðir í Reykjavík; Erl- ing Jóhannes, f. 20.7.1905, d. 30.11.1970; Othar Edvin, f. 27.5. 1908, forstjóri Ell- ingsen í Reykjavík; Liv Ingibjörg, f. 5.1. 1910, d. 17.3. 1967, húsmóðir í Reykja- vík; Mathilde Marie, f. 11.7.1912, d. 1.8. 1980, húsmóðir í Reykjavík; Dagný Petrine, f. 3.9.1915, d. 19.8.1937. Foreldrar Bjargar vom Othar Peter Jæger Ellingsen, f. í Krókey i Namn- dal i Þrændalögum 1875, slippstjóri og kaupmaður í Reykjavík, og k.h., Marie Johanne Ellingsen, f. Berg, 13.12.1881, húsmóðir, dóttir Anders Berg, verk- fræðings og verksmiðjueiganda í Kristiansand í Noregi. Björg Ellingsen. Fréttir S-Þingeyjarsýsla: Ríkið undirbýr sölu á jörðinni Saltvík - ekki ólíklegt að öflug trjáþurrkunarverksmiðja rísi á jörðinni og nýti heita vatnið frá Reykjahverfi DV, Akureyri: Landbúnaðarráðuneytið hefur farið þess á leit við Héraðsdóm Norðurlands eystra aö tveir menn verði dómkvaddir til að meta jörð- ina Saltvík sem er skammt sunnan Húsavíkur. Þegar mat á jörðinni liggur fyrir er áformað að viðræður hefjist milli ráðuneytisins og Húsavíkurbæjar um kaup bæjarins á jörðinni. Ekki er reiknað með að íbúðarhús verði byggð á jörðinni sem er skammt frá bænum, en vitað er að Húsvíkingar hafa horft til jarðarinnar sem fram- tíðarlands fyrir atvinnulíf bæjarins. DV hefur áður skýrt frá því að Húsvíkingar horfi mjög til Saltvík- urlandsins með það í huga að reisa þar trjáþurrkunarverksmiðju. Slik verksmiðja er reyndar starfrækt á Húsavík nú, en landrými hennar er uppurið. En það er annað sem vinnst með flutningi og/eða stækk- un verksmiðjunnar í landi Satlvík- ur. Heita vatnið sem Húsvíkingar fá inn á bæjarkerfið frá Reykjahverfi er allt of heitt og veldur tæringu í lögnum þegar það kemur inn á bæ- jarkerfið þrátt fyrir langa aðrennsl- isleið. Ef atvinnurekstur risi á Salt- víkurjörðinni myndi vera hægt að setja vatnið inn á kerfi verksmiðju þar og hleypa því síðan til bæjarins eftir nokkra kælingu. Ástæðan fyrir því að horft er til reksturs trjá- þurrkunarverksmiðju á þessum stað er sú að verksmiðja Aldin, sem þurrkar trjávið á Húsavík, notar eingöngu heitt vatn sem orku við þurrkunina og er eina verksmiðjan í heiminum sem það gerir. Einar Njálsson, bæjarstjóri á Húsavík, segir of snemmt að segja fyrir um hvað gerist á Saltvíkur- jörðinni. „Fyrst er að sjá hvort bær- inn kaupir jörðina, sem ég sé reynd- ar ekki mikla annmarka á, og svo kemur í ljós hvernig jörðin yrði nýtt, en vissulega yrði um að ræða framtíðarsvæði fyrir okkur varð- andi atvinnulífið. Allar fram- kvæmdir á jörðinni yrðu þó í sam- vinnu við ábúendur á jörðinni sem stunda ferðaþjónustu og ég sé ekk- ert því til fyrirstöðu að eftir sem áður væri hægt að nytja tún jarðar- innar,“ segir Einar. -gk Til hamingju með afmælið 21. maí 90 ára Gunnar Sveinsson, Garðvangi, Garði. 85 ára Bjami Ágústsson, Skipholti 28, Reykjavík. 80 ára Þórhallur Tryggvason, Reynimel 26, Reykjavík. 70 ára Haukur Pétursson, Byggðarenda 18, Reykjavík. Hulda Þorsteinsdóttir, Brekastig 11 B, Vestmannaeyj- um. Pernille A. Ágústsson, Suðurbyggð 7, Akureyri. Bjöm Björgvtn Þorvaldsson, Strandgötu 6, Ólafsfirði. 60 ára Sigrún I. Karlsdóttir, félagsráð- gjafi og deildarstjóri, Eskihlíð 16 A, Reykja- vík. Sigrún dvel- ur hjá dóttur sinni í London á afmælisdaginn. Birgir Kristinn Scheving, Birkiteigi 3, Keflavík. 50 ára Matthildur Matthíasdóttir, Reynilundi 9, Garðabæ. Benedikt Jón Hilmarsson, Dalbarði 15, Eskifirði. 40 ára Gunnar Helgi Helgason, Grýtubakka 20, Reykjavik. Kristín Úlfsdóttir, Laugarvegi 39, Siglufirði. Jóhanna Pálsdóttir, Hraunbæ 60, Reykjavík. Guðmundur Pálsson, Nökkvavogi 26, Reykjavík. Steindór Sveinsson, Fagrahjalla 3, Vopnafiröi. Ragnar W. Hallbergsson, Birtingakvísl 38, Reykjavík. Kristinn H. Ólafsson, Gerðavegi 28, Garði. Sverrir Gestsson, Ullartanga 7, Fellahreppi. Þórir Jens Ástvaldsson, Bjamhólastíg 8, Kópavogi. Lilja Mahshid Akasheh, Aratúni 40, Garðabæ. Johnny Glenn Wright, Áskrifendur »10%; aukaafslátt af smáauglýsingum DV aWtmil \lhirr,jns Smáauglýsingar 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.