Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1997, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997
5
>
w
I
>
>
>
i
>
i
k
w
i
i
i
i
Fréttir
„Draugahúsiö“ rifiö:
Umfjöllun DV hafði áhrif
- segir skrifstofustjóri borgarverkfræöings
„Það var búið að vera lengi í gildi
skipulag um að rifa húsið. Af ýms-
um ástæðum tafðist það. Er óhætt
að segja að umfjöllun DV um húsið
hafi haft áhrif og ákveðið ferli fór í
gang eftir að greinin birtist. Þetta
var kannað nánar og í ljós kom að
ekkert var því til fyrirstöðu að rífa
það,“ sagði Ágúst Jónsson, skrif-
stofustjóri borgarverkfræðings, að-
spurður um ákvörðun borgarinnar
að rífa loks „draugahúsið" á horni
Bakkastígs og Mýrargötu.
í gær var hafist handa við að rífa
húsið sem hefur verið í eigu borgar-
innar. DV greindi ítarlega frá máli
hússins í síðustu viku og kvörtun-
um íbúa hverfisins vegna þess. Hús-
ið hefur staðið autt í rúmt ár. Það
var orðið mjög ljótt og illa farið að
mati íbúa í hverfinu. Þá var það
einnig stórhættuleg slysagildra fyr-
ir börn í hverfinu sem oft sáust að
leik í því.
Orðið mjög tímabært
„Ég geri ráð fyrir að húsið verði
rifið til grunna á næstu dögum.
Samkvæmt skipulaginu er þama lít-
il lóð sem er hugsuð annaðhvort fyr-
ir aðflutt hús eða jafnvel nýbygg-
ingu. Sú bygging yrði þá minni en
húsið sem hefur staðið þarna,“
sagði Ágúst.
íbúar í hverfinu voru mjög
ánægðir í gær að sjá framkvæmdir
hafnar við að rífa húsið. „Þetta var
orðið mjög tímabært. Hverfið verð-
ur allt annað og betra þegar við
losnum við þetta hús,“ sagði einn
íbúanna við DV.
-RR
I gær var byrjaö að rífa „draugahúsiö" á horni Bakkastígs og Mýrargötu. Umfjöllun DV um húsiö hafði þau áhrif að
ákveöiö var að hefjast handa við niðurrifiö. DV-mynd S
Metur
meðferð
við offitu
„Um þessar mundir er ég að
vinna úr niðurstöðum rannsókn-
arinnar og allt bendir til að þær
séu mjög góðar. Ég hef borið þær
saman við erlendar rannsóknir
og þetta eru bestu niðurstöður
sem ég hef séð hingað til og
miklu betri en við þorðum að
vona,“ segir Eiríkur Orri Guð-
mundsson læknanemi sem vinn-
ur að rannsókn á árangri í hóp-
meðferð offitusjúklinga. Rann-
sóknina vinnur hann við Rann-
sóknarstofnun Jónasar Krist-
jánssonar undir leiðsögn Sig-
urbjöms Birgissonar, sérfræð-
ings i meltingarsjúkdómum.
Rannsókn Eiríks Orra nær til
allra sem tekið hafa þátt í hóp-
meðferð offitusjúklinga við
Heilsustofnun NLFÍ frá haustinu
1992 til ársloka 1995. Alls em það
150 manns og hefur hann metið
bæði skammtíma- og langtímaár-
angur af meðferðinni ,-VÁ
Heitavatns-
laust í
Garðabæ
Hluti Garðabæjar, nánar tiltekið
nokkur hús við Hæðarbraut og nær-
liggjandi götur, hafði ekkert heitt
vatn frá hádegi í gær. Að sögn Sigur-
þórs Þorgrímssonar, verkstjóra hjá
Hitaveitu Reykjavíkur, sem sér Garð-
bæingum fyrir heitu vatni, olli
skemmd af völdum vinnuvéla bilun í
heitavatnspipu. Búist var við að heitt
vatn yrði aftur komið í þessi hús um
kvöldmatarleytið í gær. -glm
Þátturá CBS um bakteríur á almenningsstöðum:
, Banvænar
bakteríur
- engin hætta, segir Haraldur Briem
Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS
f sýndi á dögunum sjónvarpsþátt um
f bakteríur á almenningsstöðum. Þar
| kom fram að bakteríur grassera í al-
gengum tækjum og tólum úr hvers-
dagslífinu sem fjöldi fólks umgengst
dag hvern. Tekin voru sýni af al-
menningssímum, hraðbönkum,
handfóngum almenningsvagna og
öðru slíku. í þeim mátti finna gríðar-
legan fjölda baktería og sumar stór-
hættulegar.
Mikið uppistand hefur orðið i
> Bandaríkjunum vegna fregna af
) hættulegum bakteríum á almenn-
k ingsstöðum. Bakteríueyðandi efni af
" ýmsu tagi hafa runnið út eins og
heitar lummur. í fyrrnefndum sjón-
varpsþætti kom hins vegar fram að
bakteríurnar geta myndað mótefni
gegn slíkum sótthreinsunarefnum og
kunna því að eflast við notkun
þeirra.
DV lék forvitni á að vita hvort hér
væri veruleg hætta á ferðum. Hvort
i
)
um peningana eða lifið væri að tefla
þegar við færum í hraðbankann. „Þá
er ég nú hræddur um að illa væri
komið fyrir okkur," segir Haraldur
Briem smitsjúkdómafræðingur.
„Ég get nú ekki séð stóra hættu í
þessu efhi. Ef við fylgjum almennum
hreinlætisreglum eins og að setja
finguma ekki beint upp í okkur eft-
ir að hafa snert á flötum sem margir
koma við, þvo okkur um hendur og
svoleiðis eigum við að geta komið í
veg fyrir að verða fyrir alvarlegu
smiti. Auðvitað er fræðilegur mögu-
leiki að við tökum á einhverju sem
inniheldur hættulegar bakteríur en
ef við þvoum okkur sæmilega reglu-
lega er engin hætta á ferðum. Lan-
goftast eru bakteríurnar sem við er-
um með á höndunum skaðlausar og
meira verndandi en hitt. Ég held að
reynsla okkar staðfesti það nú. Ann-
ars værum við meira eða minna fár-
veik,“ segir Haraldur. -VÁ
Mikil umræða hefur skapast í Bandaríkjunum um hættulegar bakteríur á almenningsstöðum. Gæti endaö með því aö
fólk taki Michael Jackson sér til fyrirmyndar og setji upp grímu og hanska þegar þaö hringir úr almenningssíma
notar hraðbanka? DV-mynd Hilmar Þór