Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1997, Blaðsíða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 21. MAI 1997
Viðskipti
íslenski hlutabréfamarkaðurinn:
Enginn skyndigróði
Þingvísit. hlutabr.
„ Það eru 2-3 vikur síðan við sáum
fyrir endann á mjög stöðugu hækk-
unarferli. Þau fyrirtæki sem hafa
verið í veiðum og vinnslu uppsjávar-
fiska hafa keyrt lestina áfram og um
leið og fréttist af því að síldin gæfi
sig ekki eins vel og áður linnti þess-
ari samfelldu hækkunarhrinu. Verð-
ið er í einstaka tilvikum eitthvað að
síga, einhver dæmi eru vissulega um
hækkun en heilt yfir stendur verðið
nokkuð í stað. Flestir spá því að eng-
ar sérstakar forsendur séu til frekari
hækkunar að svo stöddu," segir Dav-
íð Björnsson, deildarstjóri fyrir-
tækja- og stofnanasviðs Landsbréfa, í
samtali við DV í gær.
Ákveöið æöi
Skagstrendingur
vinsælastur
Skagstrendingur var langvin-
sælasta fyrirtækið á hlutabréfa-
mörkuðum Verðbréfaþings og Opna
tilboðsmarkaðnum í síðustu viku. í
heild seldust hlutabréf fyrir um 673
milljónir.
Þar af seldust bréf í Skagstrend-
ingi fyrir um 115 milljónir. Bréf í
Flugleiðum og SR-mjöli voru einnig
vinsæl, seldust fyrir um 63 milljón-
ir kr. í hvoru fyrirtæki. Bréf í Þor-
móði ramma seldust fyrir rúmar 60
milljónir og í Búlandstindi fyrir um
40 milljónir. Bréf í Marel seldust
fyrir 45 milljónir króna.
Bréf í Eimskip seldust í síðustu
viku fyrir um 11 milljónir króna, í
Olís fyrir rúma milljón og bréf í Sjó-
vá-Almennum seldust fyrir tæpar 20
milljónir.
Mestu viöskipti með hlutabréf á
árinu hafa verið í SR-mjöli, fyrir
um 745 milljónir króna, í íslands-
banka, fyrir um 662 milljónir, og í
Þormóöi ramma, fyrir 446 milljónir
króna.
Verðið á áli hefur hækkað örlítið
á milli vikna, tonnið fékkst á 1.656
dollara á föstudag. Dollar hefur
lækkað örlítið en pundið hækkað
frá því í síðustu viku. Það er þó
lægra en það hefur verið um nokkra
hríð, fæst fyrir 115,50 kr. Japanska
jenið heldur áfram að hækka en
þýska markið er enn á niðurleið.
-sv
Davíð segir að alger sprenging
hafi orðið á á hlutabréfamarkaðn-
um fyrri hluta ársins. Áður hafi fyr-
irtæki og vanir hlutabréfakaupend-
ur einokað markaðinn en nú hafi
allir komið inn. Fjöldi dæma er til
um ungt háskólafólk sem sá sér hag
í því að taka sér bankalán til þess
að kaupa hlutabréf. Þingvisitala
hlutabréfa hafði fyrstu vikuna í mai
hækkað um rúm 40% frá áramót-
um. Hækkunin er nú rúm 36%.
„Þetta var ákveðið æði meðan
hlutabréfin héldu áfram að hækka
um allt að þrjú prósent á hverjum
degi. Toppnum er náð og viðskiptin
hafa dregist saman,“
Davíð segir að ekkert bendi samt
til verðhruns. Væri slíkt hugsanlegt
stafaði það af því að menn horfðu
fram á slakari afkomu fyrirtækja en
þeir höfðu vænst. Milliuppgjör fyr-
irtækja liggi fyrir í júlí eða ágúst og
ef einhver óvænt tíðindi komi fram
þar geti hlutimir breyst.
Fjárfest til lengri tíma
Sem dæmi um það sem var að
gerast á hlutabréfamarkaðnum
fyrri hluta ársins hefur sala Eski-
fjarðarbæjar í Hraðfrystihúsi Eski-
ijarðar í janúar verið nefnd. Þá
Hlutabréfamarkaður:
Sala Eskifjaröarbæjar í í Hraöfrystihúsi Eskifjaröar hefur veriö tekiö sem dæmi um uppganginn á hlutabréfamark-
aönum í vetur. Skynsamlegra hefði veriö aö selja síöar. DV-mynd Emil
seldi bærinn bréfin fyrir um 10
milljónir að nafnverði, um 85 millj-
ónir króna, en ef hann hefði beðið í
fjóra mánuði til viðbótar hefði verið
hægt að tvöfalda fjárhæðina, slíkur
var uppgangurinn.
„Þrátt fyrir jafnvægi nú er engin
ástæða til þess að setja einhver rauð
strik. Menn þurfa að fara inn á
markaðinn nú með því hugarfari að
skyndigróði er ekki í farvatninu.
Þeir sem ætla inn á markaðinn til
örfárra vikna eiga ekki erindi inn á
hann nú. Ætli menn sér hins vegar
að fjárfesta til tveggja til þriggja ára úr því með góðri áhættudreifingu,"
gætu þeir haft sæmilega ávöxtun út segir Davíð Björnsson. -sv
m HHR8H MMB ■HHB
3000 3020,55
Þingvísit. hlutabr.
DV
INTIS:
Lægri gjöld
INTIS rekur Internetsamband
til útlanda og selur fyrirtækjum
og stofnunum á íslandi samband
við Internetið. Fyrirtækið hefur
nú lækkað bandvíddargjöld um
18-21 prósent. Fastagjöld fyrir
fyrstu 15 kílóbita á sekúndu í
smásölu og önnur gjöld haldast
óbreytt. Lækkunin gildir frá 1.
apríl. Þrátt fyrir þessa lækkun
gjaldskrár er stefnt að tvöfoldun
sambandsins til N-Ameríku á
næstunni, úr tveimur megabit-
um á sekúndu í fjóra. Jafnframt
rekur INTIS tveggja megabita
samband til Evrópu sem fyrr.
Gjaldskrá INTIS er að finna á
Internetinu (http: //www.is-
net.is/is/gj aldskra.html).
SÍF:
Gæðakerfi
vottað
Gæðakerfi SÍF hf., Sölusam-
bands íslenskra fiskframleið-
enda hf.) hefur veri vottað sam-
kvæmt ISO 9001 staðlinum.
Gæðakerfið nær til þróunar,
framleiðslueftirlits, sölu og út-
flutnings á söltuðum og hertum
sjávarafurðum framleiddum
samkvæmt framleiðsluleiðbein-
ingum SÍF hjá íslenskum fram-
leiðendum. Vottun hf. vottaði
gæðakerfið en ráðgjafarfyrir-
tækiö Hagvangur annaðist ráð-
gjöf við vinnuna.
Tryggingamiðstöðin:
Aldrei meiri
hagnaður
Árið 1996 var Tryggingamið-
stöðinni afar hagstætt. Hagnað-
ur nam 237 milljónum og er sá
mesti í sögu félagsins. Athygli
vekur að afkoma ökutækjatrygg-
inga batnaði verulega frá fyrra
ári. Ástæðan er færri slysatjón í
umferðinni. Hagnaður af fjár-
málarekstri er nú 178 milljónir
króna á móti 58 milljónum árið
áður. Þar munar mestu að nú er
gert upp með hlutdeildaraðferð
en hagnaður félagsins er 68
milljónum hærri fyrir bragðið.
Olís 70 ára:
Veisluhöld og
vinningar
Olís verður 70 ára á árinu.
Eiginlegur afmælisdagur er 3.
október og fram að honum verð-
ur ýmislegt gert til hátíðabrigða.
Afmælisleikur Olís, Veisluhöld
og vinningar, byggist á því að
allir viöskiptavinir Olis, 15 ára
og eldri, sem kaupa fyrir meira
en 500 kr., fá afhentan númerað-
an miða. Viðkomandi fyllir
hann út með nafni og heimils-
fangi og siðan veröur dregið úr
innsendum miðum. í hverjum
mánuði verða dregnir út 70
ferðavinningar til og frá ákveðn-
um borgum í Evrópu. Aö auki
verður dreginn út einn Toyota
Carina skutbíil úr heildarpottin-
um þann 3. október.
Silfurtún í Garðabæ:
Markaössókn
til Kina
Útflutningsráð íslands og Silf-
urtún ehf. í Garðabæ hafa gert
með sér samkomulag um sam-
starf á sviði þjónustu og mark-
aðssetningar í Kína. Tilgangur-
inn er að opna fyrir og auka
þjónustu við íslensk fyrirtæki í
sambandi við markaðsupplýs-
ingar og gera þeim auðveldara
að hefja markaðssetningu af-
urða og þjónustu í Kína. Silfur-
tún hefur undanfarið rekið sölu-
skrifstofu í Peking og hefur því
yfir aö ráða reynslu, staðarþekk-
ingu og starfskröftum til að
vinna að verkefnum á sviði
markaðssóknar inn á þennan
stóra markað. -sv