Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1997, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1997, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997 45 Álafosskórinn syngur I Bæjarleik- húsinu í kvöld. Alíslensk dagskrá Álafosskórinn í MosfeUsbæ ætl- ar að ljúka vetrarstarfinu með tvennum tónleikum og eru þeir fyrri í Bæjarleikhúsinu í Mosfells- bæ í kvöld. Undanfarið hefúr kór- inn æft með Tónlistarsambandi al- þýðu fyrir Norðurlandámótiö, Vi i Norden, sem haldið verður í Udd- evalla I Sviþjóð í sumar. Á tónleik- unum í kvöld, sem hefjast kl. 20.30, er söngskráin fjölbreytt og alis- lensk, þar á meðal verður flutt nýtt verk, Eyjan, sem er eftir stjóm- anda kórsins, Helga R. Einarsson. Seinni tónleikamir em annað kvöld i Grensáskirkju. Kirkjutónleikar Katalín Lörincz orgelleikari og Kristján EIís Jónasson baríton halda tónleika í Akraneskirkju í kvöld kl. 20.30. Á tónleikunum mun Katalín leika nokkur orgel- verk eftir Franz Lizt, J.S. Bach, Vivaldi og fleiri og saman flytja þau Katalín og Kristján lög eftir Bach og Beethoven. Katalín er fædd og uppalin í Ungverjalandi. Eftir að hafa sigrað í orgelleik í keppni i Flórens lauk hún námi frá Músíkakademíunni í Búdapest sem tónsmiður, kennari og einleikari árið 1986. Hún fluttist til íslands 1993. Kristján Elís hefur komið fram sem einsöngvari með mörgum kómm og einnig hefur hann haldið nokkra sjálfstæða ein- söngstónleika. Tórdeikar Orgel og slagverk Orgel- og slagverkstónleikar verða á Kirkjulistaviku í Hall- grímskirkju í kvöld kl. 20.00. Sví- amir Matthias Wage og Anders Ástrand munu flytja sérstæða út- setningu á Bolero eftir Ravel, síð- an verður spuni í smátíma. Að spunanum loknum flytja þeir Prelúdíu í C-dúr eftir Johann Sebastian Bach. Loks munu þeir fá eitthvert stef frá tónleikagestum og spinna í kringum það. Þeir Mattias Wager orgelleikari og Anders Ástrand slagverksleikari eru báðir þekktir í Svíþjóð. Þeir hafa starfað saman um tíma auk þess að sinna öðrum verkefnum. Hefur Wager til að mynda haldið tónleika í flestum löndum Evrópu. Ástrand hefur komið víða við og er meðlimur nokkurra kammer- sveita. Þá má geta þess að hann lék á víbrafón í tvö sumur með hinum fræga djassharmoníkuleikara Art Van Damme. Málþing um lífs- gæði og hjúkrun Málþing um lífsgæði og hjúkrun verður haldið á morgun, funmtu- daginn 22. maí, kl. 13-17, á Grand hóteli í Reykjavík. Þar verður fjall- að um málefni fólks með lang- vinna sjúkdóma frá mismunandi sjónarhorni. Samkomur Aðalfundur SÍBS-deildarinnar á Vífilsstöð- um verður haldinn í kvöld, kl. 20.30, í Vatnagörðum 18, Reykja- vík. Sigurður Júlíusson læknir flytur fyrirlestur sem hann nefnir Nefið og kæfisvefn. Sýning á merki Kristnihátíðar í dag er síðasti sýningardagur á tillögum að merkjum sem sendar voru inn í opna samkeppni um merki Kristnihátíðar árið 2000. Er sýningin í Ráðhúsinu tfl kl. 19. Sixties á Gauki á Stöng: Bítlastuð á Gauknum Hljómsveitin Sixties hefur ver- ið iðin við spflamennsku á und- anfórnum árum enda hafa vin- sældimar verið miklar. Allt frá því Sixties sendu frá sér fyrstu plötu sína, sem innihélt lög frá þeim árum sem margir kalla Bítlatímabilið, hefur hljómsveitin haft í nógu að snúast og leikið vítt og breitt um landið. í kvöld mæta hinir bráðhressu Sixties á Gauki á Stöng og halda uppi líf- legri stemningu fram á nótt, þar Skemmtanir verða lög frá sjöunda áratugnum fyrirferðarmikil og sjálfsagt leik- ur hljómsveitin lög af þeim tveim- ur plötum sem hafa komið út undir hennar nafni. Annað kvöld leikur svo önnur vinsæl hljómsveit, Sóldögg, á Gauknum og heldur uppi stemn- ingu á skemmtikvöldi sem nefnist Two- dogs kvöld. Sixties leikur fyrir gesti á Gauki á Stöng í kvöld. Víða ásþunga- takmarkanir Þjóðvegir á landinu eru viðast hvar færir, en þar sem ekki er bundið slitlag er aurbleyta og því eru ásþungatakmarkanir, yfirleitt er um að ræða 7 tonna hámarks- þyngd en fer þó allt niður í 2 tonn á Lágheiði fyrir norðan, sem nýbúið Færð á vegum er að opna, einnig er búið að opna Mjóafiarðarheiði, en hún er þung- fær. Á Hellisheiði eystri eru hálku- blettir. Öxarfiarðarheiði er enn lok- uð. Vegavinnuflokkar eru komnir af stað og er meðal annars verið að lagfæra vegi á Snæfellsnesi. Ástand vega Hálka og snjór 0 Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir fokaðrSt°ÖU ® Þungfært (£) Fært fjallabílum Arnór Jón eignast bróður Litli drengurinn á myndinni fæddist á fæð- ingardeOd Landspítalans 13. maí kl. 6.07. Hann var við fæðingu 3625 grömm Barn dagsins að þyngd og mældist 51 sentímetra langur. For- eldrar hans eru Katrín Hermannsdóttir og Hlyn- ur Bjarki Sigurðsson. Hann á einn bróður, Am- ór Jón, sem er þriggja og hálfs árs gamall. Pierce Brosnan og Linda Hamilton leika aöalhlutverkin í Tindur Dantes Tindur Dantes í myndinni Tindur Dantes (Dante’s Peak), sem Háskólabíó og Sam-bíóin sýna, er það mikið og óvænt eldgos sem setin: af stað hraða og mikla atburðarás. Tindur Dantes er nafn á bæ þar sem átta þúsund manns búa. Bærinn er í skjóli eldfialls sem hefur ekki bært á sér lengi og íbúar hafa enga trú á því að það gjósi nokkum tímann. Það kem- ur í ljós að enginn leikur sér að náttúruöflunum og dag einn vaknar risinn af löngum svefni og byrjar að spúa eldi yfir allt og alla. Martröð þeirra sem búa í bænum er senn að hefiast. Kvikmyndir Aðalhlutverkið í myndinni leikur Pierce Brosnan, sem þekktastiu- er nú fyrir að vera sá fimmti í röðinni sem leikur James Bond. Mótleikari hans er Linda HamOton, sem gat sér gott orð í Terminator-myndunum tveimur. Leikstjóri er Roger Donaldson. Nýjar myndir: Háskólabíó: Tindur Dantes Laugarásbió: Lygari, lygari Kringlubíó: Veislan mikla Saga-bíó: Lesið í snjóinn Bíóhöllin: Beavis og Butt-Head Bíóborgin: Donnie Brasco Regnboginn: Supercop Stjörnubíó: Amy og villigæsirnar Stjörnubió: Lokauppgjörið Krossgátan Lárétt: 1 óheppnar, 8 sæðiskirtOl, 9 leyfist, 10 röskur, 12 gljúfur, 14 aft- ur, 15 rotnun, 17 borgar, 19 við- kvæman, 22 mynni, 23 orka, 24 venslamenn. Lóðrétt: 1 brotleg, 2 slota, 3 kliður, 4 hár, 5 gaura, 6 leiði, 7 slá, 11 kindunum, 13 frjálsa, 14 aukast, 16 bikkja, 18 lærði, 20 áköf, 21 komast. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 brík, 5 SOS, 7 lof, 8 átök, 10 ólæti, 11 rá, 12 marfló, 14 sóa, 16 álfa, 17 unni, 18 tón, 20 magri, 21 sa. Lóðrétt: 1 blóms, 2 rola, 3 ífæran, 4 kát, 5 stillti, 6 skálana, 9 öróf, 13 fáir, 15 óna, 17 um, 19 ós. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 134 21.05.1997 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollaenai Dollar 69,520 69,880 71,810 Pund 115,160 115,750 116,580 Kan. dollar 50,930 51,240 51,360 Dönsk kr. 10,8090 10,8660 10,8940 Norsk kr 9,8710 9,9250 10,1310 Sænsk kr. 9,2590 9,3100 9,2080 Fi. mark 13,6490 13,7300 13,8070 Fra.franki 12,2200 12,2890 12,3030 Belg.franki 1,9933 2,0053 2,0108 Sviss. franki 49,4900 49,7600 48,7600 Holl. gyllini 36,6000 36,8200 36,8800 Þýskt mark 41,1700 41,3800 41,4700 ít. lira 0,04177 0,04203 0,04181 Aust. sch. 5,8480 5,8840 5,8940 Port. escudo 0,4086 0,4112 0,4138 Spá. peseti 0,4890 0,4920 0,4921 Jap. yen 0,60960 0,61320 0,56680 írskt pund 106,640 107,300 110,700 SDR 96,90000 97,48000 97,97000 ECU 80,3800 80,8600 80,9400 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.