Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1997, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1997, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997 41 Myndasögur •i-H ÖT •H zn © 1597 M.aw ITO. WST. 6Y SVNOOTIOH INTEUMATONAl VIA NORTH AMÍRICA SYW0(CAT£ INC. _________________Bridge Sumar- bridge 1997 Sumarbridge byrjaði mánudag- inn 19. maí. 14 pör spiluðu og var miðlungur 156. Lokaröðin var eftir- farandi: 1. Eðvarð Hallgrímsson - Magnús Sverrisson, 196 stig. 2. Tómas Sigurjónsson - Friðrik Jónsson, 191 stig. 3. Rafn Thorarensen - Hafþór Kristjánsson, 180 stig. 4. Guðlaugur Sveinsson - Sigur- jón Tryggvason, 170 stig. Spilað er alla daga nema laugar- daga í Þönglabakka 1, 3. hæð, og spilamennska hefst kl. 19. Spiluð eru forgefin spil alla daga, mitchell mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og fostudaga og Monrad barómeter miðvikudaga og sunnudaga. Vikulega eru veitt verðlaun þeim sem skorar flest bronsstig yfir vik- una og einnig dregin aukaverðlaun úr öllum nöfnum vikunnar. Það par sem skorar hæsta pró- sentuskor í sumarbridge fær að launum ferð og uppihald á Horna- tjarðarmótið í lok sept. Og þeir sem skora flest stig þrjá daga í röð geta tekið þátt í Flug- leiðaleiknum þar sem vinningshaf- inn fær þátttökurétt með erlendu pari sem kemur sérstaklega til landsins til þess að taka þátt í loka- móti sumarbridge sem haldið verð- ur laugardaginn 6. sept. Þetta verð- ur sveitakeppni með stuttum leikj- um. Nú er um að gera að mæta í sum- arbridge og næla sér í eitthvað af góðum verðlaunum og skemmta sér við að spila bridge. Umsjónarmaður sumarbridge 1997 er Elín Bjarnadóttir og keppn- isstjórar eru Jón Baldursson, Sveinn R. Eiríksson og Matthías G. Þorvaldsson. Leikhús ÞJÓDLEIKHÚSIE STÓRA SVIÐIÐ KL. 20.00 FIÐLARINN Á ÞAKINU eftir Boch/Stein/Harnick Föd. 30/5, uppselt, Id. 31/5, uppselt, sud. 1/6, uppsrlt, mvd. 4/6, örfá sæti laus, föd. 6/6, uppselt, Id. 7/6, uppselt, fös. 13/6, Id. 14/6, nokkur sæti laus, sud. 15/6, fid. 19/6. KÖTTUR Á HEITU BLIKKÞAKI eftir Tennesse Williams. Fid. 29/5, næst síðasta sýning, fid. 5/6, siöasta sýning. TUNGLSKINSEYJUHÓPURINR í SAMVINNU VIÐ ÞJOÐLEIKHUSIÐ: Óperan TUNGLSKINSEYJAN eftir Atla Heiml Sveinsson Frumsýning mvd. 21/5, 2. sýn. föd. 23/5, 3. sýn. Id. 24/5. LITLA SVIÐIÐ KL. 20.30 LISTAVERKIÐ eftir Yazmina Reza Sud. 25/5, uppselt, föd. 30/5, uppselt, Id. 31/5, uppselt, sud. 1/6, uppselt, föd. 6/6, uppselt, Id 7/6, fös 13/6, Id. 14/6, sud. 15/6. Gjafakort í leikhús - sígild og skenuntileg gjöf. Miðasalan verður opin semn hér segir fram yfir hvítasunnu: 16/5 föstud. kl. 13-20.30 17/5 laugard. kl. 13-18 18/5 hvitasunnud. LOKAÐ 19/5 annar í hvítasunnu kl. 13-20.30 20/5 þriöjud. kl. 13-18 SÍMI MIDASÖLU: 551 1200. AUGLYSING UM FORVAL Hugmyndasamkeppni um húsgögn í móttökusal Höföa Reykjavíkurborg auglýsir eftir aðilum til að taka þátt í forvali vegna hugmyndasam- keppni um hönnun húsgagna í móttökusal Höfða. Rétt til þátttöku í forvalinu hafa allir félagsmenn í Félagi húsgagna- og innanhúss- arkitekta (FHÍ) og aðrir þeir er sýnt geta fram á tilskilda menntun og reynslu á sviöi húsgagnahönnunar. Úr hópi þátttakenda í forvali veröa valdir fjórir hönnuðir/hönnunarhópar til að taka þátt i boðskeppni. Verður þeim greidd föst upphæð, kr. 150.000, fyrir tillögugerð- ina. Skiladagur í boðskeppni er 1. september 1997. Höfundi þeirrar tillögu er dóm- nefnd velur verður falið að vinna verkefnið áfram. Þátttakendur í forvali skulu skila inn upplýsingum um menntun, reynslu og helstu verkefni á sviði húsgagnahönnunar. Æskilegt er að umsókninni fylgi myndir, skyssur eða teikningar er gefi lauslega hugmynd um nálgun, stíl og áherslur (há- mark 4 bls. A4). Forvalsgögn liggja frammi í afgreiðslu Byggingadeildar Borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 5. hæð, 105 Reykjavík, frá og með miðvikudeginum 21. maí 1997. í tengslum við forvalið verður boöiö upp á skoðunarferð í Höfða föstudaginn 30. maí, kl. 11. Umsóknum ásamt fylgiskjölum skal skila inn til Byggingadeildar Borgarverkfræöings, Skúlatúni 2, fimmtu hæð, 105 Reykjavík, eigi síðar en kl. 13.00 föstudaginn 6. júní 1997, merkum: HÚSGÖGN í HÖFÐA - FORVAL ÍNNKAUPÁSfÖFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Slmi 552 58 00 - Fax 562 26 16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.