Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1997, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997
Utlönd
Fergie er einn
dyggasti aðdá-
andi Tigers
Sara Ferguson, hertogaynja af
Jórvík, betur þekkt sem Fergie
með logagyllta
háriö, er einn
dyggasti aðdá-
andi nýjasta
undrabarnsins
í Bandaríkjun-
um, kylfmgsins
Tigers Woods.
Fergie lagði
lykkju á leið
sína um síðustu helgi til að fylgj-
ast með Tiger í Texas og rak hon-
um rembingskoss þegar hann
lauk keppni. Ekki þarf að taka
fram að Tiger sigraði.
„Þetta var fyrsta golfmótið mitt
og ég skemmti mér virkilega vel,“
sagði Fergie. Reuter
Til sölu
Þúsundir misstu af nýja þjóðhöfðingjanum á flugvellinum:
Kabila kominn til að
taka völdin í Kinshasa
Laurent Kabila, nýr þjóðhöfðingi
Saírs, kom til höfuðborgarinnar
Kinshasa í gærkvöldi til að taka við
völdum eftir að skæruliðar hans
veltu Mobutu Sese Seko einræðis-
herra úr sessi. Kabila hefur endur-
skírt landið og heitir það nú lýðveld-
ið Kongó.
Búist er við að Kabila tilkynni um
nýja bráðabirgðastjórn sína á hverri
stundu. Vesturveldin vilja að það
verði breiðfylking sem hafi það
Chevrolet Camaro Z-28 árg. ‘95 dökkblár,
ek. aðeins 6 þús. km. ssk., rafm. í öllu.
V-8 (350 cc), 275 hö.
Verð 3.250 þús.
Ath. Skipti á ódýrari
Bílamarkaöurinrt
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraut.
Kopavogi, sími "
567-1800
Löggitd bílasala
helsta markmið að undirbúa kosn-
ingar í landinu.
Komið var myrkur þegar Kabila
kom loks á flugvöllinn í Kinshasa frá
höfuðstöðvum uppreisnarmanna í
borginni Lubumbashi. Þúsundir höf-
uðborgarbúa höfðu safnast fyrir á
veginum út á flugvöll til að taka á
móti nýja þjóðhöfðingjanum. Þar
sem dráttur var á komu hans voru
flestir hins vegar farnir aftur til síns
heima.
Mjög ströng öryggisgæsla var á
flugvellinum þegar Kabila kom og
fluttu hermenn hann rakleiðis til
heimilis síðasta forsætisráðherrans í
stjórn Mobutus.
Um svipað leyti og Kabila kom til
Kinshasa skutu vopnaðir menn í ein-
kennisbúningum tvo franska rikis-
borgara til bana, að því er franskur
stjórnarerindreki skýrði frá. Ekki er
ljóst hverjir árásarmennirnir voru
né heldur hvað þeim gekk til. Frakk-
arnir tveir höfðu búið lengi í Sair.
Frönsk stjórnvöld voru nánir
bandamenn Mobutus. íbúar Kins-
hasa segja að síðustu daga 32 ára
valdaferils Mobutus hafl borið á an-
dúð almennings í garð Frakka. Tals-
menn uppreisnarmanna höfðu varað
við samsæri dyggustu stuðnings-
manna Mobutus um að myrða út-
lendinga til að knýja fram íhlutun
erlendra ríkja.
Mobutu Kongolo höfuðsmaður,
sonur Mobutus einræðisherra, vís-
nuglýsendur
othugið!
Miðvikudaginn 28. maí n.k mun aukablað fylgja
I þar sem f jallað verður m.a um hesta-
mennsku, golf og stangaveiði.
þessu blaði er bent á að hafa sam-
band við Gústaf Kristinsson, auglýs-
ingadeild DV, í síma 550 5731
Athugið að síðasti skilafrestur auglýsinga
er fyrir kl. 12 föstudaginn 23. mai.
aði í gær á bug öllum tengslum við
morðið á yfirmanni herráðsins og
landvarnaráðherra landsins, Mahele
Lieko Bokungo, í síðustu viku.
„Ég átti engan þátt í þessu. Hend-
ur minar eru hreinar," sagði Kon-
golo. Hann er nú staddur i Lomé,
höfuðborg Tógós.
Kongolo segist nú vera kaupsýslu-
maður, hann hafl sagt af sér embætti
í hernum þann 17. maí, daginn sem
hann yflrgaf Sair.
Flóttamannastofnun SÞ tilkynnti í
gær að búið væri að tæma síðustu
stóru flóttamannabúðirnar fyrir rú-
andíska flóttamenn af ættbálki hút-
úa fyrir sunnan Kisangani i Saír.
Rúmlega 34 þúsund flóttamenn hafa
verið fluttir til síns heima flugleiðis.
Reuter
Þessi ungi maður beið við vegkantinn eftir að Laurent Kabila, nýr þjóðhöfð-
ingi lýöveldisins Kongós, eins og Saír heitir nú, sýndi sig á flugvellinum í
höfuðborginni Kinshasa. Símamynd Reuter
Rússnesk yfirvöld:
Hóta endurskoðun
NATO-samnings
- fái Eystrasaltslöndin aöild
Rússnesk yfirvöld tilkynntu i gær
að þau myndu endurskoða nýtt sam-
komulag sitt við Atlantshafsbanda-
lagið, NATO, byði bandalagið
Eystrasaltslöndunum aðild. Tals-
maður rússneska utanríkisráðu-
neytisins, Valery Nesterushkin, ít-
rekaði athugasemdir Borís Jeltsíns
Rússlandsforseta frá því á mánudag-
inn. Forsetinn lýsti því þá yfir að yf-
irvöld í Moskvu myndu ekki líða til-
raun til að veita fýrrum lýðveldum
Sovétríkjanna aðild að NATO.
Gert er ráð fyrir að Jeltsín undir-
riti samkomulag Rússlands við
NATO mn öryggismál og framtíð-
arsamskipti á fundi með vestrænum
leiðtogum þann 27. maí næstkom-
andi.
Rússar eru enn andvígir stækkun
NATO. Leiðtogar bandalagsins hafa
lýst því yfir að ekkert utanaðkom-
andi land geti beitt neitunarvaldi
gegn því hvaða ríki fái aðild í fram-
tiðinni.
Eystrasaltslöndin ítrekuðu í gær
ósk sína um að fá aðild að Atlants-
hafsbandalaginu. „Afstaða okkar
hefur ekki breyst. Litháen var inn-
limað í Sovétríkin með valdi. Við
lítum ekki á land okkar sem fyrrum
sovéskt lýðveldi,“ sagði Algirdas
Brazauskas, forseti Litháens, í gær.
Reuter