Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1997, Blaðsíða 4
Fréttir MIÐVIKUDAGUR 18. JUNI1997 Lántökugjöld á gömul húsbréfalán: Hef ekki gert neitt heið- ursmannasamkomulag Páll Pétursson félagsmálaráð- herra segist ekki kannast við neitt heiðursmannasamkomulag milli ráðuneytisins og samtaka viðskipta- bankanna um að Húsnæðisstofnun taki að innheimta lántökugjald vegna yfirtöku eldri húsbréfalána. Aðstoðarmaður hans sagði hins veg- ar í frétt DV sl. mánudag að hug- myndin að þessu nýja gjaldi væri frá ráðuneytinu komin og hugsuð til þess að síminnkandi hópur lán- takenda nýrra lána stæði ekki einn undir kostnaði við lán í húsbréfa- kerfinu. Guðmundur Árni Stefánsson, al- þingismaður og fyrrverandi félags- málaráðherra, segir að þessi rök fyrir hinni fyrirhuguðu gjaldtöku af yfirtöku eldri húsbréfalána standist ekki. Lántökugjald fyrir húsbréfa- lán sé 1% og er innheimt þannig að fasteignaveðbréf, sem er jafnframt geflð út til tryggingar húsbréfinu, sé 1% hærra en sjálft húsbréfið. Þannig sé lántökugjaldiö í stöðugri innheimtu allan tíma lánsins en ekki greitt með eingreiðslu á lán- tökudegi. Eins og kom fram í DV á mánu- dag er fyrmefnd hugmynd sú að láta Húsnæðisstofnun taka upp hið nýja lántökugjald en bankarnir haldi síðan áfram að innheimta gjaldið þegar þeir yfirtaka viðskipti með húsbréf. DV hefur undir hönd- um bréf frá bankamanni til annars bankamanns þar sem hugmyndin er reifuð, en jafnframt hefur veriö fjallað um hana í stjóm Húsnæðis- stofnunar nú nýlega. Félagsmálaráðherra kvaðst í samtali við DV hvorki vilja tjá sig um þetta mál né um innihald bankabréfsins þar sem segir að fé- lagsmálaráðuneytið hafi lagt það til að gert verði heiðursmanna- samkomulag milli formanna sam- - segir Páll Pétursson félagsmálaráöherra Hugmyndir eru uppi um, samkvæmt upplýsingum DV, að stjórn Húsnæðisstofnunar setji á hið nýja lántökugjald áður en viðskiptin færast yfir í bankakerfið sem veröur á næstunni. taka viðskiptabanka og sparisjóða og félagsmálaráðherra um að Hús- næðisstofnun taki upp fyrrnefnt lántökugjald á eldri húsbréfalán. Gjaldið skuli taka upp áður en bankarnir yfirtaka þessa starf- semi af Húsnæðisstofnun og þeim verði þannig forðað frá því að gera sig óvinsæla hjá almenningi. Sá kross lendi á baki Húsnæðis- stofnunar. Hákon Hákonarson, formaður stjórnar Húsnæðisstofnunar, segir að samkvæmt ársreikningi Hús- næðisstofnunar komi það fram að það virðist ekki þörf fyrir sérstaka gjaldtöku fyrir þessa þjónustu. „Frá minni hendi liggur það fyrir að við höfum ekki ákveðið neina nýja gjaldtöku á neina þá þjónustu- þætti sem eru í okkar rekstri í dag,“ sagði Hákon. Aðspurður um hvort stjórn Húsnæðisstofnunar væri í raun að verja lántakendm- húsbréfalána fyrir gjaldtökuáráttu, ættaðri úr bankakerfinu og félags- málaráðuneytinu, sagði Hákon: „Mér er ekki kunnugt um neina árás, hvorki úr launsátri né beint í fangið á mér, úr ráðuneytinu en ef hún kemur þá tekst ég á við það,“ sagði stjórnarformaður Húsnæðis- stofnunar. -SÁ Páll Pétursson félagsmálaráðherra neitar aö hafa gert „heiöursmannasamkomuiag“ um nýtt lántökugjald á eldri húsbréfalán. Tollgæslan í Leifsstöð: Gottskálk hættur Gottskálk Ólafsson, yfirmaður tollgæslunnar á Keflavíkurflug- velli, hefur að eigin ósk fengið lausn frá starfi, að því er Helgi Ágústsson, ráðuneytisstjóri ut- anríkisráðuneytisins, segir í samtali við DV. „Við reglubundna skoðun hjá Ríkisendurskoöun á fjárreiðum sýslumannsembættisins á Kefla- víkurflugvelli kom í ljós að til- tekinn starfsmaður hafði án heimildar tekiö sér fiármimi að láni af opinberu fé í vörslu emb- ættisins," sagði Helgi. Hann sagði að ekki hefði ver- ið um háar fiárhæðir að ræða og þegar búið að greiða þær að fullu. „Við höfum þvi ákveðið að hafast ekkert frekar að í mál- inu,“ sagði ráðuneytissfiórinn að lokum. -SÁ Dagfari Geðbót forsetans Það setti hroll að mörgum í fyrra þegar Ijóst var að nánast ekkert gat komið í veg fyrir að Ólafur Ragnar Grímsson yrði forseti íslands. Það gekk eftir svo sem alþjóð veit. Síð- ar hefur komið í ljós að þjóðin er almennt sátt við forseta sinn og forsetafrú. Þau eru saman i emb- ættinu sem einn maður og ágætir fulltrúar landsins. Það er vægt til orða tekið að Ólafur Ragnar hafi verið umdeildur stjómmálaforingi. Það var því von að sumir andstæð- ingar hans í stjórnmálum ættu erfitt að sjá hann fyrir sér á friðar- stóli í þjóðhöfðingjaembættinu. Ólafur Ragnar veit sem er að menn fara með gát í þessu starfi. Það er ekki sama hvað forseti ís- lands segir. Þótt forsetinn segi ekk- ert nema sannleikann er það jafn- vel gagnrýnt. Þannig lét Ólafur Ragnar það út úr sér þegar hann heimsótti Barðstrendinga að vegir í sýslunni væm vondir. Það þóttu heimamönnum ekki ný tíðindi. Þeir höfðu jafnvel málað þekktustu steinnibbur þjóðvegarins svo auð- veldara væri að krækja fyrir ófær- umar. Bílar margra voru að niður- lotum komnir enda vegakerfi sýsl- unnar fremur gert fyrir farartæki á beltum en hjólum. Hreinskilni forsetans fór þó fyr- ir brjóstið á sumum. Jafnvel þing- menn vora að amast við þessu, gamlir starfsfélagar forsetans. Þeir héldu því fram að það væri ekki forseta lýðveldisins að benda á þetta. Forseta-bensinn virðist þó hafa þolað vestfirsku holumar því heimsókn forsetahjónanna í Dali er fyrirhuguð. Þar em vegir betri en í nágrannasýslunni. Ólafur Ragnar stendur sig sem sagt ágætlega í embætti. Jafnvel fyrrverandi pólitískir andstæðing- ar hafa tekið hann í sátt, svo sem vera ber. Forsetinn er sameining- artákn þjóðarinnar. Mesta breytingin eftir forseta- skiptin í fyrra hefur þó farið hljótt. Það er þó breyting sem miklu máli skiptir og var alveg nauðsynleg. Vigdís Finnbogadóttir stóð sig vel í embætti og var farsæll forseti. Á einhvem hátt tókst henni þó að gera embættið nánast heilagt. Það var nánast yfir gagnrýni hafið og það var að kalla bannað að gera grín að embættinu eða forsetanum. Það var reynt í áramótaskaupi og fór illa í sjálfskipaða varðhunda. Ólafur Ragnar var og er hins vegar þeirrar náttúru að það er hægt að gera grín að hinu háa embætti og þeim sem því gegnir. Það er nauð- synlegt geðheilsu þjóðarinnar. Ólafur Ragnar er þjóð sinni því sannkölluð geðbót. Óhjákvæmilegt er að þjóðhöfð- ingjaembætti breyti framkomu manna og útliti. Forsetahjónin eru ávallt sem klippt út úr tískublaði. Forsetafrúin skiptir um dragtir og hatta við hvert tækifæri og finu fótin forsetans eru útpæld. Þau era dökk sem og vestið og bindið grátt. Forsetinn gætir og að því að skyrtuermarnar komi hæfilega langt undan jakkaermunum og tog- ar reglulega í þær til öryggis. Landsþekkt bylgja á glókolli forset- ans er ekki eins áberandi og var. Það er því hugað að hverju smáat- riði. Eftir þessu hafa grínararnir Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson, öðra nafni Tvíhöfði, tekið. Þeir birtu af sér mynd í líki forsetahjón- anna þar sem hvert smáatriði var útfært. Mynd sem þessi bjargar deginum. Þarna voru forsetahjónin lifandi komin. Eini munurinn var forsetahjónunum í hag. Tvíhöfðinn er ófríðari. Það er liðin tíð að ekki megi gera grín að forsetanum. Þökk sé Ólafi Ragnari. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.