Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1997, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1997, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 1997 25 Fréttir Keflavíkurflugvöllur: Mikil aukning í maí DV, Suðurnesjum: Spá kunnugra í íluginu að met verði sett í farþegafjölda um Kefla- víkurflugöll í sumar ætlar að rætast sé tekið mið af maímánuði. Farþeg- um um Leifsstöð hefur fjölgað um tæplega 10 þúsund í maí samborið við maímánuð í fyrra. Alls komu 92.256 farþegar í Leifs- stöð í mánuðinum. Héðan fóru 31.605 farþgar, 29.386 farþegar komu til landsins og 31.265 farþegar milli- lentu eða skiptu um flugvél. Hækk- un var á öllum tölum miðað við sama mánuð í fyrra. Hins vegar var minna magn af vörum í flugvélum. Héðan fóru 1062 tonn í maí miðað við 1281 tonn í sama mánuði i fyrra, 675 tonn af vörum komu hingað til lands á móti w 671 tonn í maí 1996. Pósturinn stóð nánast í stað, 157 tonn komu til landsins á móti 153 tonni í maí í fyrra. 704 lendingar áttu sér stað á Keflavíkurflugvelli í maí og voru Flugleiðir með langflestar, 390. Einkavélar með 80 lendingar, Flug- félag Norðurlands 7 og Atlanta 6 svo eitthvað sé nefnt. -ÆMK I I f I I I I I I I I I JARÐVEGS ÞJAPPA VONDUÐ OG TRAUST HAGKVÆM 1 REKSTRI AUÐVELD í MEÐFÖRUM LÁG BILANATÍÐNI HEKLA VELADEILD Laugavegi 170-174, slmi 569 5500 Skemmtiferðaskipið Vistamar við bryggju á Seyðisfiröi. DV-myndir Jóhann INGERSOLL-RAND DV, Seyöisfirði: Veðrið var mjög fagurt á dögun- um þegar Norræna kom að bryggju í annarri ferð sinni á þessu vori. Fyrsta komudaginn í júnibyrjun var dæmigert vorhret um allt land, kuldalegt og miskunnarlítið. Nú var allt annað uppi á teningn- um, enda voru stórtíðindi að gerast Akranes: Kratinn gaf rauðar rósir DV, Akranesi: Á bæjarstjómarfundi á Akranesi nýverið afhenti Ingvar Ingvarsson, fulltrúi Alþýðuflokksins í bæjar- stjóm og bæjarráði, öllum bæjar- stjómarmönnum og bæjarstjóra rauðar rósir vegna samkomulags, sem Akraneskaupstaður hefur gert við starfsfólk í hlutastörfum vegna uppgjörs á vinnutíma. Aðspurður sagði Ingvar. „Það hefúr verið ágreiningur um hvort greiða ætti yfirvinnukaup fyr- ir tilfallandi forfallavinnu hjá starfsmönnum leikskóla bæjarins. Að mínu mati er það mjög skýrt í samningum að svo skuli vera. Nú hefur sem sagt náðst samkomulag við starfsfólkið og ég fagna því inni- lega. Ég lagði fram bókun á fundin- um um leið og ég færði þeim hverj- um og einum rauða rós. Þetta var í sjálfsögðu í gamni og alvöru.“-DVÓ Ingvar Ingvarsson með rós. DV-mynd Daníel DV, Norðurl. vestra: Eigendaskipti hafa orðið á sauma- stofunni Evu á Blönduósi. Guðbjart- ur Á. Ólafsson og C. Madsen hafa keypt lager og vélar af Zophaníasi Zophaníassyni og tekið við starf- semi fyrirtækisins. Blönduósbær keypti húsnæði saumastofunnar af Zophaníasi en leigir það áfram und- ir starfsemina. Guðbjartur er með 70% eignarað- ild í saumastofunni og Madsen, danskur umbóðsaðili, á 30%. Mad- sen hefur annast sölu 70-80% af framleiðslu Saumastofunnar Evu um árabil. Guðbjartur segir að ekki sé að vænta mikilla breytinga á starfsem- inni. Lítils háttar fjölgun verður þó á starfsfólki og koma tvær nýjar sauma- konur til starfa. Eva er einnig prjóna- stofa, prjónar sina voð í framleiðsluna. Vegna kaupanna mun Guðbjartur láta af starfl bæjartæknifræðings á Blönduósi í haust, en áfram sirrna tækniþjónustu og annast byggingaeft- irlit i sveitum sýslunnar. -ÞÁ í ferjusiglingunum til Seyðisfjarðar. Ný tollstöð i myndarlegu afgreiðslu- húsi á hafharbakkanum var tekin í notkun. Allt frá því að ferjusigling- ar hófust fyrir 22 árum hefur að- staðan til tollafgreiðslu verið bág- borin og óviðunandi og nánast til vansæmdar. Með skipinu komu að þessu sinni 400 farþegar og tæplega 100 öku- tæki. 200 farþegar fóru með skipinu ásamt 70 ökutækjum. Farmiðasala nú gefur ekki tilefni til annars en að lita björtum augum til sumarsins. Svo skemmtilega vildi til að á sama tíma og Norræna, var hér fallegt, þýskt skemmtiferðaskip á öðrum stað í höfninni og skoðuðu Þjóðverj- ar gamla hefðarbæinn þessa morg- unstund. Dansflokkur skemmti Þjóðverjum á Seyðisfirði. Höfrung- ur efstur í úthafs- karfanum DV, Akranesi: íslensku skipin veiddu lítið af úthafskarfastofhinum á Reykja- neshrygg 26. maí til 2. júní, sam- kvæmt tölum frá Fiskistofú. Á al- þjóðlega hafsvæðinu veiddust 835 tonn og innan lögsögu íslands veiddust 406 tonn. Því hafa verið veidd 16175 tonn af 45000 tonna afla sem íslandi var úthlutað af NEAFC. Skýringin á þessum litla afla kann að vera sú að sjómannadag- urinn kemur inn í og þá voru mörg skip í landi. Höfrungur AK III250, í eigu HB hf. á Akranesi, er enn aflahæstur með 1246 tonn. Hann veiddi 172 tonn á áður- nefndu tímabili. Baldur Þorsteins- son EA er annar með 1048 tonn en var ekki á veiðum á þessu tíma- bili. -DVÓ SeyðisQörður: Tvo storskip sam- tímis í höfninni Blönduós: Eigenda- skipti á Evu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.