Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1997, Blaðsíða 15
15
MIÐVIKUDAGUR
*
«-.'Vtlt'/.47HTi
undir
Tindastóli
Jón Ormar Ormsson:
Á dögunum kynnti Tilveran sér mannlíf á Sauðárkróki í tilefhi af
afmœlisári bœjarins. Þegar leiklistarstarfsemi á Króknum bar á
góma kom ítrekað upp nafn rithöfundarins og leikskáldsins fóns
Ormars Ormssonar. Hann hefur á undanfómum missemm gert
mannlíf í bænum að yrkisefhi sínu.
Leikfélag Sauðárkróks sýndi leikritið Sumarið fyrir stríð eftir Jón Ormar
Ormsson fyrir rúmu ári. Leikritið hlaut góðar viðtökur og lof gagnrýnenda. Á
myndinni sést uppfærsla verksins á fjölum Þjóðleikhússins þar sem það var
meðal annars sýnt
Leiklistarhefð
„Saga leiklistar hér á Sauðár-
króki er mjög merkileg. Árið 1876
eru íbúar bæjarins ekki nema um
tuttugu. Þrátt fyrir fólksfæð sömdu
þeir og sýndu leikrit og þá ekki bara
einu sinni heldur í heila viku.
Komu nokkur hundruð manns í bæ-
inn til að sjá þá sýningu. Allar göt-
ur síðan hefur lifað í þessum glóð-
um. Hér eru
mjög góðir leik-
arar og á tölu-
verðri hefð að
byggja,“ segir
Jón Ormar
Ormsson, rit-
höfundur og
leikskáld á
Sauðárkróki.
Jón Ormar er
Strandamaður
en hefur búið á
Sauðárkróki
meira eða
minna síðastlið-
in þrjátíu ár.
„Mjög fljótlega
eftir að ég kom
hingað fór ég að
leika. Svo flutti
ég suður og átti
mínum leikferli
þá að vera lokið. En þá byrjaði ég að
þvælast inn í bæði sjónvarpsmyndir
og kvikmyndir. Ég lék frænda
tveggja ungra drengja í þáttaröðinni
Á fálkaslóðum sem gerist við Mý-
vatn. Hún var sýnd í Sjónvarpinu á
sínum tíma. Þá lék ég knattspymu-
dómara í Bíódögum Friðriks Þórs
Friðrikssonar."
Skriftir
Eftir að Jón Ormar kom aftur
norður á Sauðárkrók tók hann þátt
í listastarfi bæjarins með öðrum
hætti en áður. Hann hóf að skrifa.
„Ég skrifaði leikritiö Sumarið fyrir
stríð sem leikfélagið sýndi hér í
fyrravor. Það gekk mjög vel. Allir
sem komu að sýningunni stóðu sig
með prýði. Leikur og leikstjóm var
til fyrirmyndar og uppfærslan var
góð. Leiksýningin endaði suður í
Þjóðleikhúsi. Þegar kirkjan okkar
varð hundrað ára tók ég saman um
klukkutímaleikverk um upphaf
kirkjubyggingar hér. Annað hef ég
nú eiginlega ekki skrifað fyrir leik-
svið.“
Mörg járn í eldinum
Um þessar mundir er Jón Ormar
að skrifa söguannál Sauðárkróks
fyrir árin 1947-1997. „Þetta er ekki
sagnfræði í venjulegum skilningi
heldur er hvert ár tekið út af fyrir
sig og mannlífið á hverjum tíma
skoðað. Þetta svipar að vissu leyti
til bókanna Öldin okkar.“
Að undanfornu hefur Jón unnið
dagskrárliði fyrir Afmælisnefnd
Sauðárkróks í tilefni afmælis bæjar-
ins. „Síðastliðið haust byrjuðum við
á dagskrá um Guðrúnu frá Lundi og
Gyrði Elíasson.
í janúar tókum
við saman og
fluttum Sauðár-
krók í ævisög-
um. Þar getur
að líta ótrúlega
fjölbreytni frá-
sagna á 120 ára
tímabili. Við
reyndum að
feta árin og fá
sem marg-
breytilegasta
lýsingu á svæð-
inu og íbúum
þess. Síðan vor-
um við með
dagskrá um Pét-
ur Sigurðsson
tónskáld og
Friðrik Karlsen
en þeir eru
þekktir fyrir kvæðið Vor sem Skag-
firðingar syngja bæði fullir og ófull-
ir ef þeir vilja komast í stuð.“
Brúðkaup aldarinnar
Jón Ormar stendur að fjórum
leiksýningum sem sýndar verða á
afmælishátíð Sauðárkróks. Föstu-
daginn 20. júní mun Ungmennafé-
lagið Tindastóll frumsýna revíuna
Glaðar tíðir - gamalt og nýtt. Þar
eru dregnar fram myndir úr skáld-
skap Sauðkrækinga. Brúðkaup ald-
arinnar, sem Sauðkrækingar kalla
svo, verður rifjað upp í Sauðár-
krókskirkju laugardaginn 21. júní.
Þar er minnst brúðkaupa systranna
Maríu og Ingibjargar Claessen. Mar-
ía giftist 1902 Sigurði Thoroddsen,
fyrsta verkfræðingi á íslandi, og
Ingibjörg Jóni Þorlákssyni, siðar
forsætisráðherra, 1904. Þóttu þetta
góðir ráðahagir og eru í minnum
hafðir. Jón Ormar hefur tekið sam-
an dagskrá í tali og tónum um lista-
skáld bæjarins. Hún verður sýnd 28.
júní. Þar er viðfangsefnið ýmsir
hagyrðingar sem sett hafa mark sitt
á bæjarlífið á Króknum. Loks verð-
ur 19. júlí sett upp söguleiksýning
eftir Jón þar sem stiklað verður á
sögu bæjarins fyrstu þrjátíu ár
byggðar.
-VÁ
Jón Ormar Ormsson.
med/large/x-large
VERÐ AÐEiNS
Dökkar, beinar
30-36
Herrastæröir
KANISPORT
Herrastærðir
KANISPORT
LAUGAVEGl 67, SÍMI 551 2880
ART SKOR 15 - 40% AFSL
FULLAR BÚÐIR AF NÝJUM VÖRUM
HEIMSFRÆG VÖRUMERKI
KRINGLUNNI, SÍMI 568 9995
SENDUM í PÓSTKROFU