Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1997, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1997, Blaðsíða 32
36 MIÐVIKUDAGUR 18. JUNI 1997 „Þetta nemur einum karfa og við hefðum betur borðað hann á heimleiðinni." Gylfi Traustason útgerðarnað- ur, sem er hótað sviptingu veiðileyfis fyrir að fara 2 kíló fram yfir kvóta, í DV. Samhjálp og sósíalismi „Samhjálp hefur verið tekin í misgripum fyrir sósíalisma. Bændum, mjölverkendum, sæ- greifum og fleiri greifum hefur verið afhentur stór hluti af ís- lenska þjóðfélaginu, ýmist án endurgjalds eða á tombólu- verði.“ Ásgeir Hannes Eiríksson, í Degi-Tímanum. List og ekki list „Þeir kalla það list, það sem ekkert er, en þegja í hel listsköp- un sem höfðar til hjartans og til- finninganna." Grímur M. Steindórsson lista- maður, í Morgunblaðinu. Ummæli Býð mig fram í alvöru „Ég heyri presta segja að ég sé ekki að bjóða mig fram til bisk- ups í alvöru, heldur til að kynna skoðanir mínar í alvöruleysi og svo til að gera mig fræga.“ Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, í DV. Aíbrot Og ótímabær dauði „Annars get ég viðurkennt að það sem raunverulega fær á mig er yfirleitt ekki rannsókn á venjulegum afbrotum. Ótímabær dauði barna og ekki síst ung- linga sem fyrirfara sér eftir að hafa lent í ógöngum sem oft tengjast áfengi eða fíkniefnum er miklu skelfilegra." Gunnlaugur Geirsson réttar- læknir, í Morgunblaðinu. Betur boröað karfann Bílbeltin voru lengi að þróast í það öryggistæki sem það er í dag. Bílbelti Sá sem fyrstur sótti um einka- leyfi á nýtilegu bílbelti (rúllubelti) var Sviinn Hans Karlsson. Sótti hann um leyfið 1962. Framleiðsla öryggisbelta í bílum hafði þó haf- ist mörgum árum áður. Fyrstar til að setja öryggisbelti í bíla voru Volvo-verksmiðjurnar sem það gerðu árið 1959. Eldri gerðir af bíl- beltum voru hengdar upp í bifreið- unum og þóttu óþjálli í notkun. Ýmsan vanda þurfti að leysa áður en góð rúllubelti komu á markað- inn. Fjöðrin, sem vafði beltið upp, > var of veik og linaðist með tíman- um, læsingin var ekki altrygg og beltin þóttu safna á sig óhreinind- um, svo eitthvað sé nefnt. Blessuð veröldin Öryggisgler og ör- yggispúði Volvo var ekki aðeins fyrsti framleiðandinn sem setti bílbelti í bíla heldur einnig þeir fyrstu til að setja öryggisgler í framrúður. Slíkt gler var sett í PV 444 og þótti það sæta miklum tíðindum. Það voru hins vegar Daimler-Benz-verk- smiðjurnar sem fyrst komu með hugmynd að öryggispúða. Nefndu þeir hann Airbag og var hugmynd- in að tryggja öryggi ökumanns ef árekstur yrði. Loftbelgur er inn- byggður í stýrisstöngina og blæs upp á sekúndubroti ef högg kemur framan á bílinn. Lengst af rigning 990 mb lægð er um 500 km suð- suðaustur af Vestmannaeyjum og þokast austsuðaustur. Frá henni er lægðardrag sem teygir sig norður Veðrið í dag undir ísland. í dag verður austan- og norðaust- anstinningskaldi en lægir heldur um og eftir hádegi. Á Austur- og Suðausturlandi verður lengst af rigning og eins allvíða annars stað- ar á landinu. Á Vesturlandi og eins sums staðar í innsveitum Norðan- lands styttir upp síðar í dag. Hiti verður frá þremur til fjórum stigum við norðurströndina upp í 11 til 14 stig suðvestanlands. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðaustankaldi, skýjað með köfl- um og úrkomulaust. Austangola verður og léttir heldur til í nótt. Hiti verður 8 til 12 stig. Sólarlag í Reykjavík: 0.03 Sólarupprás á morgun: 2.55 Síðdegisflóð í Reykjavík: 17.01 Árdegisflóð á morgun: 4.30 Veðriö kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjaö Akurnes rigning og súld Bergsstaöir skýjaö Bolungarvik súld Keflavíkurflugv. rigning Kirkjubkl. alskýjaö Raufarhöfn þokumóöa Reykjavík rigning Stórhöfói rign. á siö. klst. Helsinki skýjaö Kaupmannah. léttskýjað Ósló rigning og súld Stokkhólmur skýjað Þórshöfn rigning Amsterdam léttskýjaö Barcelona skýjaö Chicago alskýjaö Frankfurt rigning Glasgow rigning Hamborg léttskýjaö London mistur Lúxemborg skýjaö Malaga léttskýjað Mallorca skýjaö París léttskýjaö New York alskýjaö Orlando skýjaó Nuuk hálfskýjað Vín rign. á síö. klst. Washington alskýjað Winnipeg léttskýjaö 5 8 5 3 7 8 4 7 7 15 14 10 11 10 13 19 12 11 11 12 13 11 21 22 13 18 23 6 15 23 8 Ólafur Þór Erlendsson, iðnhönnuður og húsgagna- og innanhússarkitekt: Erfitt að koma hlutunum í framleiðslu DV, Suðurnesjum: „Sýningin gekk mjög vel og það voru mjög margir sem sóttu hana. íslenski básinn fékk mjög góða einkunn. Ég fékk margar áhuga- verðar fyrirspurnir um mína hluti en mig vantar framleiðanda, sem er erfiðast af þessu öllu saman, að koma hlutunum í framleiðslu. Ég er að vísu með fyrirtæki í dag sem er að framleiða hluta af mínum húsgögnum," sagði Ólafur Þór Er- lendsson, iðnhönnuður og hús- gagna- og innanhússarkitekt, en hann tók nýlega þátt í stórri hús- gagnasýningu í Danmörku ásamt hópi, sem er í félagi húsgagna- og innanhússarkitekta, frá íslandi. Maður dagsins Hópurinn sýndi húsgögn, frum- gerðir, í sameiginlegum bási, en hver fyrir sig. Ólafur hefur starfað sem verktaki hjá Teiknitofunni Örk í Keflavík frá því hann fluttist til íslands í maí í fyrra eftir tæp- lega 8 ára dvöl í Kaupmannahöfn en þar stundaði hann nám. Loka- verkefni Ólafs vakti mikla athygli við skólann og var valið fyrir sam- norræna hönnunarsýningu og fór til fjögurra stórborga í Evrópu og Ólafur Þór Erlendsson. DV mynd Ægir Már einnig til minni staða. ÓMur var einnig valinn í framkvæmd sýn- ingarinnar fyrir hönd skólans sem hann stundaði sitt nám í. Þá hefur Ólafur tekið þátt í fjölmörgum sýningum og hafa hugmyndir hans, sem hann fékk þegar hann stundaði nám, verið framleiddar án þess að hann fengi umbun fýr- ir. Aðalvinna Ólafs hjá Teiknistof- unni Örk er hins vegar ekki að teikna og hanna húsgögn. „Starfið er mjög fjölbreytt og felst meðal annars í húsahönnun, innanhúss- arktektúr og allt þar á milli. Ég hef ekki getaö lifað af því að hanna húsgögn en það er hluti af því sem ég hef áhuga á og mun gera i framtiðinni. Það er gífurleg samkeppni og það hörð á þessu sviði. Maður þarf aö fá reynslu og skapa sér nafn, láta sjá sig á sýn- ingum. Fjarlægðin frá íslandi er erfið, langt í markaðinn, en þá þarf að hafa tengslin í lagi. Maður gerir sér alltaf vonir um að hlut- irnir geti gengið upp. Viðbrögðin eru ávallt eins og að taka þátt í lottóinu, maður spilar og spilar og það getur komið vinningur, hann getur verið lítill og hann getur verið stór.“ Ólafur er einnig lærður húsa- smiður og vann viö greinina í 7 ár áður en hann fór til Danmerkur. Ólafur á sér nokkur áhugamál.„Ég hef gaman af því að fljúga og hef einkaflugmannspróf og flaug nokkur ár áður en ég fór út. Ég hef mikinn áhuga á að komast aftur í loftið. Þá er útiveran ofarlega hjá mér.“ Ólafur hefur verið í sambúð með Gíslínu Hákonai’dóttur í 13 ár. Þau eiga þrjú böm, Sindra, 5 ára, Telmu, 3 ára, og Bjarka, 3 mánaða. -ÆMK Lyklaborð Myndgátan hér aö ofan lýsir orötaki. DV KR-ingar fagna marki í leik gegn Skallgrími. KR-Keflavík Boltin byrjar aftur að rúlla í úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og er sjötta umferðin öll spil- uð í kvöld. Mikið hefur gengið á í herbúðum KR-inga frá því þeir léku síðast, þjálfaraskipti hafa orðið sem fóru ekki friðsamlega fram en nú hefur öldumar lægt. í kvöld taka KR-ingar á móti efsta liði deildarinnar, Keflvík- ingum og er það aðalleikur um- ferðarinnar. Keflvíkingar hafa unnið alla leiki sína hingað til og eru ömgglega ekki á þeim buxunum að gefa eftir í toppbar- áttunni. KR-ingar hafa aftur á móti ekki halað inn mörg stig hingað til og eigi þeir að komast í toppslaginn þá verða þeir að vinna í kvöld. Það má þvi fast- lega búast við miklum baráttu- leik í Frostaskjóli í kvöld. íþróttir íslandsmeistarar Akraness heimsækja nágrannabæinn Borgarnes og leika gegn Skalla- grímsmönnum í kvöld. Grind- víkingar fá Framara í heimsókn, á Ólafsfirði munu Leiftursmenn leika sinn fyrsta heimaleik á eig- in velli gegn Stjömunni og á Valsvelli leika Valur og ÍBV. AU- ir leikir kvöldsins hefjast kl. 20.00. Bridge Hér kemur varnarþraut fyrir suð- ur en vestur er sagnhafi í fjórum hjörtum dobluðum. Þeir sem vilja spreyta sig á vöminni skoði aðeins hendur suðurs og austurs (blinds). NS eru á hættu í spilinu, vestur opnar á einu hjarta, félagi í norður passar, austur segir 2 tígla, suður læðir inn 2 spöðum sem vestur og norðm- passa. Austur segir síðan 4 hjörtu sem þú doblar. Félagi þinn í norður spilar út spaða og þú drepur drottningu austurs á kóng. Hvernig viltu haga vörninni? 4 - w - 4 - * - 4 D «4 KD94 ♦ K8743 * G65 4 ÁKG106 •» 7 ♦ ÁG10 4 Á872 Ljóst er að félagi á sennilega eng- an punkt og því virðist eini mögu- leiki varnarinnar sá að norður eigi tvíspil í tígli. En til þess að hnekkja samningnum, verður að spila tígul- gosanum (eða tíunni)! Spilin eru svona: 4 8542 «4 653 4 95 4 10943 4 D 4* KD94 4 K8743 4 G65 4 ÁKG106 «4 7 4 ÁG10 4 Á872 4 973 44 ÁG1082 4 D62 4 KD Til að koma í veg fyrir að norður fái trompun í tígli verður vestur að taka þrisvar tromp. Alveg sama er hvaða láglit sagnhafi spilar næst, suður drepur, spilar spaða og fær síðar slag á spaðalitinn. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.