Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1997, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1997, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 18. JUNI 1997 13 Fóstureyðingar á íslandi: Hlutlaus fræðsla um staðreyndir í þætti Ríkissjón- varpsins, Kastljósi, sem fyrir allnokkru fjallaöi um fóstureyðingar, var talað um fátækt og menntunarskort í tengslum við aðgerðina fóstureyðingu. Öll erum við sammála um að menntun og góð fjár- hagsleg afkoma ætti að vera hlutskipti okkar allra. Staðreyndin er hins vegar sú að ísland væri varla á kortinu sem byggt ból ef kyn- slóðin sem nú er á miðj- um aldri - tala nú ekki um aldamótafólkið - hefði haft þann mæli- kvarða. Upplýsingamiðlun Máttarstólpar íslensks samfé- lags í dag er fólkið sem fæddist margt hvert í sárri fátækt og til- heyrði barnmörgum fjölskyldum þar sem pabbi og mamma höfðu ekkert lært í uppeldisfræðum nema það sem lærðist frá kynslóð til kynslóðar. Tímamir hafa breyst. Það er hvorki menntunar- skortur né fátækt sem ráða ferð- inni í þessu vandmeðfama máli heldur skortur á réttum upplýs- ingum, skortur á stuðningi og á stundum óábyrg innprentun þar sem staðreyndum er gróflega hag- rætt. Besta og trúlega eina leiðin til þess að bjarga á níunda hundrað bömum ár hvert frá þessum örlög- um er upplýsinga- miðfun, hiutlaus fræðsla um stað- reyndir, án þess að halla máli. Margar konur mundu þá hætta við og þakka það alla ævi. Það er því alvörumál að tala um aðgerðina fóstureyðingu sem „augnabliks fram- kvæmd“, „sjálf- sagða þjónustu", „ekki vandamál", að konur jafni sig eftir „tvær til þrjár klukkustundir" eins og gert var í fyrmefhdum þætti. Augnabliksfram- kvæmdin verður mörgum eilífðar- löng og klukkustundirnar 2-3 verða mörgum óteljandi. Smokkurinn ekki lausnin Það verður aldrei hægt að kom- ast hjá fóstureyðingum að fullu og öllu, þær eiga rétt á sér við vissar aðstæður, enda tala núgildandi lög um læknisfræðilegar og óviðráð- anlegar félagslegar ástæður, en það getur varla verið rétt að mæla nánast með þeim. Kastljósþáttur Ríkissjónvarpsins endaði á hroli- vekjandi tölum um fóstureyðing- ar utan úr hinum stóra heimi. Þær minntu ónotalega á ofbeldisvandamál samtímans m.a. gagnvart börnum. í umfjöllun um þau mál, m.a. í Japan, kemur í ljós að margir telja samasemmerki þarna á milli. Móðir Teresa sagði á sínum tíma: „Hin mesta ógnun við heimsfriðinn er hróp hins of- sótta, ófædda barns.“ Skyldu þessi orð hennar geyma sannleik? Okkur sem eldri erum ber skylda til að vera heiðarleg í um- ijöllun okkar um þessi mál við börn okkar og ungmenni. Okkur ber að reynast öllum vel og dæma engan - en við berum ábyrgð. Eið- urinn sem kveður á um að hlúa að, vernda og líkna frá getnaði til grafar er enn í fullu gildi. Fóstm'eyðingafaraldurinn á ís- landi sýnir betur en flest annað gildismat okkar. Vandinn og iausn vandans liggur hjá okkur sjálfum í siðferðismati okkar og uppeldisað- ferðrnn. Smokkurinn er ekki lausnin eins og sumir virðast halda, ekki heldur þótt hann fengist gefins á koddann hvert kvöld eða héngi ókeypis við hvers manns dyr alla daga. Um hvað snýst málið í raun? Jú, barn verður til við samfarir. Þegar upp er staðið kemur í ljós að annar aðilinn eða báðir kæra sig ekkert um þetta barn. Hvað er það sem viðkomandi kærir sig ekki um? Hvað er þetta sem við köllum fósturvísi, fóstur eða barn? Á einni dagsstund söfnum við millj- ónum króna. Ég sé fyrir mér hús við Eiríksgötu þar sem kvenfélags- konur með óþrjótandi elju og dugnaði komu á fót fyrsta flokks fæðingaraðstöðu fyrir kynsystur sínar þegar þeim þótti ekki nógu vel að þeim búið. í þessu húsi fæddist ár hvert sami fjöldi bama og sá hópur sem nú fær ekki að sjá dagsins ljós. Bömin þar urðu yfír 20.000. Væri það ekki áhugavert að opna þetta hús aftur til þjónustu fyrir mæður og börn, fyrir vafa- bömin, að þau fæddust þar sem flest og dveldu þar tímabundið eða til lengri tíma ef þyrfti, aðstand- endum og íslenskri þjóð til heilla? Sú fjárfesting margfaldaðist í öllu tilliti. Á íslandi er margt fólk sem veit ekki aura sinna tal, sumt komið á efri ár, svo og eru fyrirtæki sem græða á tá og fingri. Væri ekki ágóðanum vel varið til að fjárfesta í svo lifandi fyrirtæki? - Að auki. Ef við eigum að lifa af sem þjóð, megum við ekkert barn missa. Hugleiðum það. Hulda Jensdóttir Kjallarinn Hulda Jensdóttir Ijósmóðir „Fóstureyöingafaraldurinn á ís- landi sýnir betur en flest annaö gildismat okkar. Vandinn oglausn vandans liggur hjá okkur sjálfum í siðferðismati okkar og uppeldis■ aðferðum Lestin stoppar Eitt af því fyrsta sem ég lærði i skipulagsnámi i Bandaríkjunum var sagan um bæinn Caliente sem varð til á fyrstu árum jámbraut- anna. Þar sem gufulestirnar þurftu oft að stoppa til eftirlits og til að taka vatn og eldsneyti urðu til bæir eins og Caliente sem byggðu tilvist sína á þjónustu við járnbrautirnar. Smám saman breyttist tæknin, gufulestirnar hurfu og bens- ínknúnar og raf- knúnar lestir komu í staðinn. Þær þurftu mun sjaldnar að stoppa og með því hurfu for- sendurnar fyrir tilvist bæja eins og Caliente. Þeir liðu undir lok og urðu draugabæir og má finna fjölda þeirra um öll Bandaríkin. Um þá syngur m.a. Johnny Cash: „the train doesn’t stop here anymore". Reyndu íslendingar að stýra hinu óstýranlega? Á íslandi finnast eyðibýli með fram flestum þjóðvegum og þegar síldin hvarf urðu afskekktir síld- arbæir að draugabæjum. Enn ger- ast breytingar sem kippa stoðum undan tilvist smábæja. Afskekkt sjávarþorp byggðust upp þegar ná- lægð við fiskimið var mikilvæg til að hægt væri að vinna aflann óskemmdan. Með breyttri veiði- tækni hefur dregið úr mikilvægi nálægðarinnar og rekstrargrund- völlur þorpanna veikst. Reynt hef- ur verið að halda lífinu í þeim með opinberu fé til togarakaupa og byggingar frystihúsa. Þessu fylgdu vega- og flugvalla- „Afskekkt sjávarþorp byggðust upp þegar nálægð við fískimið var mikilvæg til að hægt væri að vinna aflann óskemmdan. Með breyttri veiðitækni hefur dregið úr mikil- vægi nálægðarinnar og rekstrar- grundvöllur þorpanna veikst. “ gerð og lán til byggingar íbúðar- húsnæðis, skóla, félagsheimila og þjónustubygginga. Spurningin er hvort hér hafi verið reynt að stýra hlutum sem ekki er hægt að stýra, líkt og ég hef áður rakið í sænskri efnahagsþróun. Fjárfestingarnar urðu oft óarðbærar og illnýtanleg- ar og oft hefur t.d. illseljanlegt húsnæði orðið þeim fjötur um fót sem flytja vilja frá þessum stöð- um. E.t.v. er hægt að nýta hina nýju hér ekki lengur tölvu- og fjarskipta- tækni til að breyta at- vinnuháttum á ein- hverjum þessara staða þar sem hún gerir það að verkum að staðarval fyrir- tækja er minna háð nálægð við þéttbýli en áður. Þó er varasamt að ofmeta þennan þátt og ekki er hægt að bjarga allri lands- byggðinni með því. Góöar samgöng- ur forsenda byggöar ísland er mjög strjálbýlt land og samgöngur erfiðar. Jafnframt aukast kröfur um greiðar og skjótar samgöngur í nútímasamfé- lagi. Það er t.d. eitt af aðalmark- miðum ESB að byggja upp gott samgöngukerfi í Evrópu. Lögð er megináhersla á stofnkerfi milli stærri borga en jafnframt að tengja strjálbýl svæði við þessar borgir með þéttriðnara dreifikerfi. Sama mynd blasir við okkur Is- lendingum. Gott stofnvegakerfi og flugsamgöngur eru forsendur byggðar utan höfuðborgarsvæðis- ins. Uppbygging stofnvegakerfis- ins hefur gengið hægt en það er þó orðið sæmilega gott og nær til flestra stærri bæja. Flugsamgöngur hafa einnig batnað og geta t.d. staðir eins og Sauðárkrókur og Húsavík, sem áður sóttu mestalla þjón- ustu til Akureyrar, nú sótt ýmsa þjónustu beint til Reykjavíkur. Til að halda byggð utan þéttbýlisstað- anna verðum við sið- an að tengja minni staði við þá bæi sem standa við hringveg- inn eða hafá góðar flugsamgöngur. Það er svo alltaf matsat- riði hvað hægt er að ganga langt í að halda uppi samgöngum við afskekkta staði „þar sem lestin stoppar ekki lengur". Þar verða málin að skoðast í ljósi breyttra atvinnuhátta, kostnaðar og hagkvæmni fyrir þjóðarbúið. Oft er talað um ofþenslu á höf- uðborgarsvæðinu. Að mínu mati er það þó varla rétt þar sem Reykjavík er mjög lítil borg á al- þjóðamælikvarða. Hins vegar er nauðsynlegt að tryggja jafnvægi í byggð landsins og verðum við að beina okkar takmarkaða fjár- magni þangað sem það gerir mest gagn. Bjarki Jóhannesson Kjallarinn Dr. Bjarki Jóhannesson skipulagsfræðingur, starfar í Svíþjóð Með og á móti Sýnir TIMMS að rangri skólastefnu hafi verið fylgt hérlendis síðastliðin ár? Sigríöur A. Þóröar- dóttir, þingmaöur sjálfstæöisflokks og formaöur menntamálanefnd- ar Alþingis: Herðum á námsskrár- vinnunni „Rannsókn- in staðfestir að það er ýmis- legt sem við þurfum að gera miklu bet- ur, standa bet- ur að stærð- fræðikennslu og raungreina- kennslu al- mennt. Upp úr 1970 voru gerð- ar breytingar á íslensku skóla- kerfl sem ég held að hafi ekki ver- ið til góðs. Nú allra síðustu ár hef- ur staðið yfir endurskoðun á lög- um um grunn- og framhaldsskóla. Við erum komin langt í þeirri vinni þar sem gerðar eru meiri kröfur og bætur innan mennta- kerfisins. Meginmálið er að gerðar séu kröfur til árangurs og að skólatím- inn sé vel nýttur. Hann hefur ver- ið styttri hér en víðast hvar ann- ars staðar. Það er verið að einsetja skólana, leggja aukna áherslu á starfsmenntun i framhaldsskólun- um og fleira sem getur bætt skóla- starflð. Ég er ekki í neinum vafa um að við erum á réttri leið og við erum að nota niðurstöðurnar úr þessari könnun til að herða enn á okkur í námsskrárvinnunni sem verið er að vinna að einmitt núna. Endurskoð- un hennar á að ljúka á næsta ári.” Skóli fyrir alla Nei - alls ekki. En niður- stöðurnar sýna að ís- lensk ung- menni á ákveðnu ald- ursskeiði búa ekki yfír sams konar kunn- áttu í ákveðn- um námsþátt- um og jafnaldrar þeirra í Singa- poor og á nokkrum öðrum ijar- lægum stöðum. Þær sýna líka að þessi sami aldurshópur íslenskra bama hefur svipaða kunnáttu í þessum námsþáttum og jafnaldrar þeirra í löndum sem nær okkur eru með tilliti til menningar og samfelagshátta. Vilji menn líta svo á að TIMMS- niðurstöðurnar gefi vísbendingar um skólastarf almennt má alveg eins fullyrða að þær sýni að áherslur í skólastarfl í Norður- Evrópu séu aðrar en í Austurlönd- um - og það ætti engum að þykja undarlegt. Hér á landi og í ná- grannalöndum okkar hafa menn hingað til viljað byggja upp skóla fyrir alla, hvemig sem þeir eru af guði gerðir og hvemig sem efna- hagslegar aðstæður þeirra eru, skóla sem mótast af umburðar- lyndi og víðsýni og býr nemendur undir líf og starf í okkar samfé- lagi. Það fmnst mér rétt skóla- stefna. Ég sé enga ástæðu til að líta á niðurstöður TIMMS-könn- unarinnar um kunnáttu ákveðins nemendahóps í ákveðnum náms- þáttum sem sönnun hins gagn- stæða. Svanhildur Kaaber, kennari og varafor- maöur fræösluráös Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.