Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1997, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1997, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 1997 37 DV Endurminning kallar Samúel þessa mynd sína, sem akrýl á valborö. Akrýl, vatns- og tússlitir Um þessar mundir stendur yfir sýning í Austursal Listasafnsins á Akureyri á verkum eftir Samúel Jóhannsson (Sajóh). Samúel er fæddur 29. ágúst 1946 Á Akureyri. Hann er sjálfmenntaöur i mynd- listinni og vinnm' jöfnum höndum með akrýl-, vatns- og tússlitum og bleki. Samúel hefur haldið sextán einkasýningar, bæði á Akureyri og í Reykjavík og tekið þátt í íjöl- mörgum samsýningum, meðal annars á Kjarlvalsstöðum og í Norræna húsinu. Sýning Samúels Jóhannssonar stendur til 28. júní. Sýningar Leiðtogafundur 1997 Aðeins eitt verk er á sýningu Þórdísar Öldu Sigurðardóttur í Tehúsinu í garði Hlaðvarpans við Vesturgötu 3. Verkið er innsetn- ing, gert úr tré, salati, maís og fjöðrum og nefnir listakonan það Leiðtogafundur 1997. Þórdís út- skrifaðist úr skúlptúrdeild Mynd- lista- og handíðaskóla íslands árið 1984 og stundaði síðan nám í Munchen. Þetta er sjötta einka- sýning hennar. Auk þess hefur hún tekið þátt í samsýningum á íslandi og ýmsum Evrópulöndum. Hægt er að sjá listaverkið allan sólarhringinn til 29. júní í gegn- um glugga Tehússins. Danskt-íslenskt málþing um handrit í fyrramálið kl. 9 hefst danskt islensk málþing. Er það haldið í hátíðasal Háskóla íslands. Fund- arstjóri er Stefán Karlsson. Menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, setur þingið. Fyrsti fundur hefst síðan kl. 10.30. Þingið stendur í tvo daga og er reiknað með því að því ljúki kl. 15.40 á fóstudag. Þegar íslenskar konur öðluðust kosningarétt Kvennakirkjan, Kvenréttinda- félag íslands og Kvenfélagasam- band íslands minnast þess á morgun að íslenskar konur öðl- uðust kosningarétt og kjörgengi til Alþingis 19. júní 1915. Dags- ins verður minnst með guðs- þjónustu í Laugardalnum, á þeim stað er konur komu áður fyrr með óhreint lfn heimilisins til þvotta í heitu laugunum. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir flyt- ur ræðu kvöldsins, en guðsþjón- ustan hefst kl. 20.30. Samkomur Gasflæði í kringum svarthol Ráðstefna um gasflæði í kringum svarthol á vegum Stjarnvísindafélagsins hefst á Laugarvatni í dag og stendur til 21. júní. Val Kilmer leikur Simon Templar, sem gengur undir nafninu Dýr- lingurinn. Dýrlingurinn Kringlubíó og Laugarásbíó sýna Dýrlinginn (The Saint), sem byggð er á skáldsögum Leslie Charteris, kvikmyndum og sjónvarpsmyndaseríum sem gerðar hafa verið um hetjuna Simon Templar, öðru nafni Dýr- lingurinn. Simon Templar er heiðurs- maður og meistaraþjófur, maður þúsund dulargerva sem ávallt tekst að sleppa úr höndum hvort sem er forhertra glæpamanna eða Interpol. Hans aðalstarf er þó að berjast fyrir réttlæti í heiminum og þar sem miklu óréttlæti er beitt skýtur hann upp kollinum. Papar á Gauknum Skemmtanir Það verður dúndrandi stemning á hinum vinsæla veitingastað Gauki á Stöng í kvöld þegar hinir einu sönnu Papar skemmta gest- um af sinni alkunnu snilld. Papar hafa í nokkur ár verið sú hljóm- sveit sem hefur veriö fremst í flutningi á hressri þjóðlagatónlist, gert það í sínum stíl. Gott dæmi um tónlist þeirra er plata sem þeir gáfu út á síðasta ári og lög af henni hafa verið vinsæl hjá veit- ingahúsagestum þar sem þeir hafa spilaö. Papar verða sem sagt á Gauknum í kvöld en annað kvöld er það bítlasveitin Sixties sem kemur til með að skemmta gestum á Gauknum. Hún mun í leiðinni kynna lög af væntanlegri plötu sinni sem er sú þriðja sem þessi vinsæla hljómsveit sendir frá sér. Papar skemmta á Gauki á Stöng i kvöld. Nelly's Café í kvöld verður dansstemning á Nelly’s Café og er það Nonni Ragn- ars sem ætlar aö sjá til þess að engum leiðist. Nonni kemur fram kl. 22. Spámaðurinn Ægir heldur sínu striki og spáir í tarotspil milli kl. 19 og 21. Þjóðvegir eru greiðfærir Vegir á landinu eru flestir greið- færir. Vegir mn hálendið eru enn þá öfærir en þó er fært í Eldgjá úr Skaftártungu. Öxarfjarðarheiði er ófær en á Mjóafjarðarheiði er búið að heimila akstur bíla með 2 tonna ásþunga og minna. Víða er nú unn- Færð á vegum ið á endurbótum á bundnu slitlagi, meðal annars á Skeiðarársandi og eru vegfarendur beðnir að haga akstri í samræmi við sérstakar merkingar á þeim stöðum til að forðast skemmdir á bílum vegna steinkasts. Ástand vega 0 Steinkast 13 Hálka og snjór án fyrirstööu Lokað Hl Vegavinna-aðgát 0 Öxulþungatakmarkanir (3 Þungfært © Fært fjallabílum Hulda og Arnkell eignast son Myndarlegi drengurinn á myndinni fæddist 16. maí kl. 14.24. Hann var við fæðingu 4185 grömm Barn dagsins að þyngd og mældist 53 sentímetrar. Foreldrar hans eru Hulda Nanna Lúðvíksdóttir og Arnkell Bergmann Amkelsson og er hann þeirra fyrsta bam. Kvikmyndir í hlutverki Simons Templar er Val Kilmer. Helsti mótleikari hans er Elisabeth Shue. Leik- stjóri Dýrlingsins er Phillip Noyce, ástralskur leikstjóri sem þykir einkar snjall leikstjóri spennumynda. Nýjar myndir: Háskólabíó: í blíðu og striðu Laugarásbíó: Lygari, lygari Kringlubíó: Dýrlingurinn Saga-bíó: Körfudraugurinn Bíóhöllin: Ofurvald Bíóborgin: Visnaður Regnboginn: Fimmta frumefnið Stjörnubíó: Kung Fu-kappinn i Beverly Hills Krossgátan T~ r* 7~ 5 \o r* '1 tö nr ET lé? »r if l t 21 j Lárétt: 1 sár, 5 barði, 8 yfirhöfnin, 9 fljótum, 10 skaði, 11 veg, 12 skekkir, 15 ráf, 17 undirfórul, 19 hræðist, 20 bönd, 21 júgurbólga. Lóðrétt: 1 snáðar, 2 fæða, 3 andlits- svipur, 4 bíta, 5 fljótum, 6 hlé, 7 bergmál, 13 holdug, 14 fátæki, 16 frostskemmd, 18 forfeður, 19 ár- mynni. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 elding, 7 peysa, 9 ón, 10 lyst, 11 gan, 12 indæll, 15 barka, 16 ið, 17 lúa, 19 unna, 21 ýr, 22 prata. Lóðrétt: 1 epli, 2 leyna, 3 dys, 4 naglana, 5 góa, 6 ennið, 8 stækur, 13 drap, 14 lint, 15 blý, 18 úr, 20 AA. Gengið Almennt gengi kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqengi Dollar 70,200 70,560 71,810 Pund 115,090 115,680 116,580 Kan. dollar 50,610 50,930 51,360 Dönsk kr. 10,6940 10,7510 10,8940 Norsk kr 9,7420 9,7960 10,1310 Sænsk kr. 9,1290 9,1790 9,2080 Fi. mark 13,6260 13,7070 13,8070 Fra. franki 12,0610 12,1290 12,3030 Belg. franki 1,9726 1,9844 2,0108 Sviss. franki 48,6400 48,9100 48,7600 Holl. gyllini 36,1900 36,4100 36,8800 Þýskt mark 40,7100 40,9200 41,4700 lt. líra 0,041520 0,041780 0,04181 Aust. sch. 5,7820 5,8180 5,8940 Port. escudo 0,4032 0,4058 0,4138 Spá. peseti 0,4820 0,4850 0,4921 Jap. yen 0,618600 0,622300 0,56680 irskt pund 106,110 106,770 110,700 SDR 97,230000 97,810000 97,97000 ECU 79,6100 80,0900 80,9400 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.