Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1997, Blaðsíða 36
>
C3 o
GC LJ-I o
v|g =»
«=c JJ LO
oo =
l— LTD
FRETTASKOTI0
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Frjálst,óháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 18. JUNI 1997
Löngum flóknum viöræðum loks lokið:
Símamenn sömdu
snemma í morgun
Playboy mun koma til landsins í
ágúst til að taka myndir af íslensk-
um fyrirsætum.
^ Playboy:
' Islenskar
fyrirsætur
Playboy-tímaritið er um þessar
mundir að leita að íslenskum fyrir-
sætum. Fyrirsætumar verða mynd-
aðar hér á landi í ágúst.
Margar frægar fyrirsætur hafa se-
tið fyrir hjá Playboy, eins og Cindy
Crawford og Claudia Schiffer. Mynd-
imar verða teknar um allt land og
^^nunu engin módel undir 18 ára aldri
fá að taka þátt.
Athygli vekur að fyrirsætur sem
hafa áhuga á að sitja fyrir hjá Pla-
yboy þurfa að borga sjálfar Polaroid-
filmu fyrir prufumyndatöku. Þykir
stúlkum, sem hafa haft samband við
DV, það skjóta skökku við að fyrir-
'tæki sem veltir miiljörðum skuli ekki
hafa efni á að borga filmur. -sf
Kópavogur:
Þreifingar
í pólitík
„Fólk hefur aðeins rætt saman
<; ofcn meira er það nú ekki,“ sagði Val-
þór Hlöðversson, bæjarfulltrúi Al-
þýðubandalagsins í Kópavogi, um
sameiginlegt framboð A-flokkanna
og jafnvel Kvennalista í Kópavogi
næsta vor.
Hann sagði að engar málefnaleg-
ar umræður hefðu áttsér stað, hvað
þá að farið væri að ræða niðurröð-
un á lista.
Þá hafa bréfaskriftir farið fram
milli A-flokkanna í Hafnarfirði um
viðræður vegna hugsanlegs sameig-
inlegs framboðs í komandi sveitar-
stjómarkosningum.
Á nokkrum öðrum stöðum á
landinu er fólk að skoða
framboðsmálin með sameiginlegt
j-j^ramboð i huga. Einna lengst mun
þetta vera komið í Reykjanesbæ. -
S.dór
HVENÆR KOMA
ÞEIR FRÁ
PLAYGIRL?
Samningamenn Félags ísl.
símamanna og Pósts og sima hf.
undirrituðu í morgun nýjan
kjarasamning. Viðræður aðila
hafa staðið yfir í tæplega eitt ár
samhliða einkavæðingu P&S og
hafa því verið mjög flóknar og
erfiðar, að sögn formanns Fé-
lags isl. símamanna, Einars
Gústafssonar. Nýi kjarasamn-
ingurinn gildir út aldamótaárið
2000. Kjaraliðir samninganna
eru að sögn hans á svipuðum
nótum og samið hefur verið um
að undanförnu á vinnumarkaðn-
um.
„Við erum að fara inn í allt
annað umhverfi en við höfum
verið í. Við höfum verið í ríkis-
kerfinu og erum að fara inn á
hinn frjálsa markað og semja
við hlutafélag þannig að allur
útreikningur á kjörum okkar
fyrir og eftir þennan nýja samn-
ing er mjög flókinn," sagði Ein-
ar i samtali við DV i morgun.
Lífeyrismálin voru lengi einn
erfiðasti hjalli samningamanna
að yfirstíga en eftir að sam-
komulag tókst við fjármálaráð-
herra fyrr í vor um lífeyrisrétt-
indi fyrir og eftir einkavæðingu
komst skriður á samningamálin
og var skrifað undir kl. rúmlega
sjö í morgun. Að sögn Einars er
samkomulag um það að þeir
sem hafa verið í lífeyrissjóði
ríkisstarfsmanna verða þar
áfram, en aðrir, einkum fólk
með stuttan starfstíma með rýr
áunnin réttindi, verður að öll-
um líkindum í söfnunarsjóði lif-
eyrisréttinda.
„Samningaferlið hefur verið
mjög flókið og vandasamt og
hefur átt langan aðdraganda og
kostað miklar vangaveltur fyrir
báða samningsaðila. Þjóðhátíð-
ardagurinn fór að visu í þetta,
sem er ný reynsla fyrir okkur
flest, en þegar þetta var nú kom-
ið á skrið þá töldu menn að full
ástæða væri til að reyna að
keyra þetta áfram og það tókst,“
sagði Einar Gústafsson að lok-
um. -SÁ
Tólf þúsund manns
Páll Óskar var síðasti fiytjandinn á tónleikum í Lækjargötu í gærkvöidi. Mikill mannfjöldi var þar saman kominn til að
hlýða á hljómsveitir sem þar léku og lauk öllu saman upp úr klukkan eitt í nótt. Fólkið var svo að tínast úr bænum til
klukkan þrjú. DV-mynd Hilmar Þór
L O K I
Veðrið á morgun:
Rignir með
suðurströnd-
inni
Á morgun verður austlæg átt
á landinu, víðast gola eða kaldi.
Rigning verður með suður- og
austurströndinni en léttir held-
ur til í öðrum landshlutum.
Hiti verður 5 til 14 stig. Hlýjast
verður á höfuðborgarsvæðinu
og í nágrenni þess en kaldast á
norðausturhorninu.
Veðrið í dag er á bls. 36
Féll útbyrðis
af skemmti-
ferðaskipi
Skipverji féll útbyrðis af
skemmtiferðaskipinu Bremen norð-
austur af Homi í gær. Leitað var
fram eftir kvöldi í gærkvöldi án ár-
angurs.
Þegar Landhelgisgæslan fékk til-
kynningu um slysið var of langt um
liðið frá því að maðurinn féll í sjó-
inn til þess að þyrlan væri send til
leitar.
Akureyri:
Handtekinn
með
stunguspaða
DV, Akureyri:
Lögreglan á Akureyri handtók
ungan mann í miðbænum aðfara-
nótt 17. júní en sá var vopnaður
stunguspaða.
Að sögn mannsins hafði hann
orðið fyrir árás nokkurra manna
skömmu áður og hafði náð sér i
spaðann til þess að ná sér niðri á
árásarmönnunum. Lögreglan varð á
vegi hans áður en hann hitti árásar-
menn sína að nýju. Maðurinn var
nokkuð skrámaður á andliti og víð-
ar um líkamann eftir árásina.
Aðfaranótt þjóðhátíðardagsins
var erilsöm hjá lögreglu á Akureyri.
Sex menn vom settir í fanga-
geymslu, þrír teknir vegna ölvun-
araksturs, rúða var brotin í mið-
bænum og talsvert um ölvun þar en
ölvun í miðbænum á Akureyri
þessa nótt hefur farið vaxandi und-
anfarin ár.
Hátíðahöldin á Akureyri í gær-
kvöldi fóru hins vegar mjög vel
fram að sögn lögreglu sem átti náð-
ugt kvöld. -gk
EM í bridge:
Tveir sigrar
islands í gær
Tvær umferðir voru spilaðar á
EM I bridge á ítaliu í gær og sigr-
aði ísland í báðum leikjunum -
fyrst Austurríki, 19-11, síðan Lit-
háen, 16-14, en féll samt úr 5. sæti
í það níunda. ísland hefur unnið 5
leiki, tapað 2, í 7 fyrstu umferðun-
um.
Staðan: Ítalía 141, Danmörk 134,
Noregur 132, Króatía 125, Frakk-
land 123, Júgóslavía 122,5, Ung-
verjaland og Spánn 121 og ísland
119 stig. Þátttökuþjóðir eru 36 og
umferðir 35. Fimm efstu löndin
komast í næstu heimsmeistara-
keppni. -hsím
Fjórhjóladrifinn fjölskyldubíll
- hannaður fyrir íslenskar aðstæður
CR-V Sjálfskiptur með tveimur
loftpúðum kostar frá 2.270.000,-
0
HONDA
S: 568 9900