Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1997, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 1997
útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aöstoöarritstjóri: EUAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deiidir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreiflng: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerö: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblaö 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Auknar verðkannanir
Samkomulag Neytendasamtakanna viö fjölmennustu
samtök launafólks í landinu, Alþýðusambandið og
bandalag opinberra starfsmanna, getur markað tímamót
í neytendamálum, ef vel er á spöðum haldið. Það ætti
einkum að geta leitt til fleiri og betri verðkannana.
Með samningnum fá Neytendasamtökin nokkuð af
peningunum, sem ríkið hefur ekki viljað veita þeim. Á
Norðurlöndum leggur ríkið neytendasamtökum til
mikið fé, meðal annars af því að það veit, að verðkann-
anir eru ein bezta leiðin til að halda verðlagi í skeQum.
Mikilvægt er, að verðlag haldist stöðugt hér á landi í
kjölfar kjarasamninganna, sem gerðir voru síðla vetrar.
Þeir fela í sér árvissar kjarabætur, svo framarlega sem
þær fara ekki út í verðlagið. Af því stafar áhugi stéttar-
samtakanna á þáttöku í óbeinu verðlagseftirliti.
Ekki eru síðri hagsmunir ríkisins, sem stóð fyrir þjóð-
arsátt um kjarasamningana. Ef verðlag helzt stöðugt í
landinu á næstu misserum, hefur ríkið meira svigrúm
en ella til að fylgja skynsamlegri hagsteöiu. Fjárveitinga-
valdið vill ekki átta sig á þessu augljósa samhengi.
Enginn vafi er á, að verðkannanir halda verðlagi í
skeQum. Viðskipti færast frá aðilum, sem halda verðlagi
uppi, til hinna, sem halda því niðri. Þessi tilfærsla eyk-
ur hagkvæmni í rekstri og bætir lífskjör alfra þeirra,
sem vilja notfæra sér upplýsingamar og nenna því.
Dagblaðið var fyrst til að gera verðkannanir að föstum
þætti daglega lífsins fyrir um hálfum öðrum áratug. Síð-
an hafa fleiri aðilar komið til skjalanna, svo sem Sam-
keppnisstofnun. Og nú fá Neytendasamtökin fé til að
verða umsvifamikill aðili á þessu mikilvæga sviði.
Gott er að nokkrir aðilar stundi verðkannanir, hver
með sínum hætti. Meiri íjölbreytni eykur líkur á, að vel
sé að könnunum staðið, auk þess sem heildarfjöldi
verðkannana verður miklu meiri en ella. Allt eflir þetta
hin beinu og óbeinu áhrif á verðlagið í landinu.
Verðkannanir eru ekki aðeins gagnlegar á sviðum,
þar sem margir aðilar eru í samkeppni og bjóða misjafht
verð. Þær koma líka að gagni með því að sýna fólki, á
hvaða sviðum fákeppni lýsir sér í svipuðu verði allra
þeirra, sem er að bjóða sömu vöru eða þjónustu.
Vegna fámennis þjóðarinnar og langvinnrar þjónustu
stjómvalda við gæludýr sín í atvinnulífinu er fáokun of
útbreidd hér á landi. Verðkannanir einar megna ekki að
rífa niður fáokunina, en þær geta virkjað almenningsálit
og leitt til pólitískra aðgerða til að opna markaðinn.
Þess vegna er mikilvægt, að verðkannanir feli einnig
í sér fjölþjóðlegan samanburð, svo að fólk geti séð,
hvemig íslenzka samkeppnisástandið er í samanburði
við önnur lönd. Þannig verður óbein samkeppni meiri
en væri á fámennum markaði einum og lokuðum sér.
Þetta er sérstaklega mikilvægt í verðkönnunum á bú-
vöm, sem nýtur sérstakrar náðar stjómvalda. Nauðsyn-
legt er að vekja athygli almennings og um leið kjósenda
á, hver er kostnaður hans af verðmun á landbúnaðaraf-
urðum hér á landi og til dæmis í Bandaríkjunum.
Þá þurfa verðkannanir einnig stuðning af gæðakönn-
unum, þar sem sérfróðir menn eru kvaddir til að meta
vöm og þjónustu til gæða. Verðið eitt er ekki algildur
mælikvarði á hagsmuni neytenda, því að stundum em í
verðkönnunum bornar saman misgóðar vörur.
Á öllum þessum sviðum bíða ótal verkefni eftir ávöxt-
um hins nýja samstarfs Neytendasamtakanna og helztu
samtaka launafólks. Það er einmitt í svona málum, sem
í ljós kemur, hvort opna þjóðfélagið virkar eða ekki.
Jónas Kristjánsson
Það er alltaf grafalvarlegt mál
þegar 15 íslendingar eru sviptir
frelsi sínu og fluttir nauðugir yfir
opið haf til annars ríkis. Slíkt er vé-
fenging á yfírráðum íslendinga og
sjálfstæði þeirra.
Alvarlegt þótt sekir væru, hvað
þá saklausir menn. Aðeins einn af
áhöfn Sigurðar, skipstjórinn, var
ábyrgur. Hvað gefur Norðmönnum
vald til slíkra aðgerða? Venjuleg lög-
regluaðgerð segja þeir. Hvaðan kem-
ur norskri lögreglu vald fyrir norð-
an landhelgi íslands? Þeir tala um
þetta svæði á sama hátt og maður
sem sé staddur í Noregi... Erum við
strax komin til Noregs ef við siglum
norður úr íslenskri landhelgi?
Norskt varöskip viö gæslu í síldarsmugunni.
Jan Mayen:
Hvað ætlast Norð-
menn fyrir?
fram. „Gætið ykkar
landhelgi betur, og við
gætum okkar land-
helgi betur.“
Islenskum stjóm-
málamönnum er afar
illa við íslensk utan-
ríkismál (að þorska-
stríðinu við Breta
undanskildu) vegna
þess að þau trufla inn-
byrðis deilur þeirra,
gætu jafnvel sameinað
þjóöina. Hvað verður
þá um samstarfið á
vinstra væng stjórn-
málanna og verkföllin
okkar? Þeir vilja helst
fá deilur við erlenda
aðila sem allra fyrst út
af borðinu svo þeir
„Sá sem segir gagnaðilanum að
hann verði að ná samningi við
hann er búinn að gefast upp fyr■
irfam og gefa viðsemjandanum
sjálfdæmi um skiimáia.u
Kjallarinn
Jóhann J.
Ólafsson
stórkaupmaöur
Getur norsk lögregla tekið ís-
lendinga fasta úti á rúmsjó vegna
meintrar bókhaldsóreiðu? Ef svo er
þá krefst ég þess að íslensk stjóm-
völd geri grein fyrir réttindum ís-
lendinga eða réttleysi öllu heldur
og hvort íslensk stjómvöld hafi
gróflega framselt réttindi íslenskra
borgara til Norðmanna.
Á alþjóölegri siglingaleiö
Nú er það svo að íslenskt skip
sem siglir á þessu svæði til veiða er
á siglingu á alþjóðlegri siglingar-
leið og því ekki undir lögsögu ann-
arra þjóða. Skip undir íslenskum
fána em undir íslenskri lögsögu á
úthöfunum. Áhöfh þess lýtur is-
lenskum lögum. Þegar Norðmenn
fullyrða að hér sé aðeins um lög-
reglumál að ræða eru þeir einfald-
lega að segja : „Yfírráð okkar yflr
Jan Mayen og landhelgi hennar eru
algjör og óvéfengjanleg. Það sem
þar gerist er norskt innanríkismál
og kemur ykkur einfaldlega ekki
viö.“ Þetta er kjami málsins. Það er
aukaatriði hvort Norðmenn hafi
farið offari.
Líklega munu norskir dómstólar
sýkna útgerð Sigurðar VE í málinu.
íslendingar munu verða mjög glað-
ir og hrósa Norðmönnum fyrir rétt-
sýni þeirra og velvild og gleyma
öllu. En frá sjónarmiði Norðmanna
er aðalatriðið, að það era Norð-
menn sem era að sýkna íslendinga
og þar með að undirstrika yfirráð
sín yfir Jan Mayen, 200 mílna fisk-
veiðilögsögu hennar og samsvar-
andi hluta íslenska landgrunnsins.
Þetta er nauðsynlegur undanfari
næsta skrefs.Norðmanna að þeir
eigni sér sfídarsmuguna, sem með
þessu er að verða norskt innhaf að
þeirra áliti.
í þessu mikla hagsmunamáli láta
Norðmenn ergelsi og skammaryrði
íslendinga sér í léttu rúmi liggja.
Þeir líta á þau sem fjörbrot fjár sem
verið er að skera. Best sé að espa ís-
lendinga ekki meira upp en orðið er
og róa þá niður. Þeir hafa jafnvel
boðist tU að halda okkur upp á
snakki um þessi mál.
Strangara eftirlit með norskum
skipum í íslenskri landhelgi er ein-
mitt viðbrögð sem þeir vUja kalla
geti haldið deUum sínum innbyrðis
áfram ótruflaðir. Margrét Frí-
mannsdóttir, formaður Alþýðu-
bandalagsins, hefur sagt í útvarpi
og í Alþýðublaðinu að við verðum
að ná samkomulagi við Norðmenn.
Sá sem segir gagnaðUanum að
hann verði að ná samningi við
hann er búinn að gefast upp fyrir-
fram og gefa viðsemjandanum sjálf-
dæmi um skilmála. Menn sjá af
þessu að það liggur mikið á -að
losna við þetta óþægUega mál sem
fyrst og gleyma því.
Léleg bíti
Lögregluaðgerðir Norðmanna
eru grafalvarlegt mál. 30. október
1979 skrifar Eyjólfur Konráð Jóns-
son í Morgunblaðið: „1. töluliður
Jan Mayen er á okkar landgranni.
2. töluliður. Svæðið heitir íslenska
hásléttan. 11 töluliður. Norðmenn
yrðu fýrstir þjóða tU að ryðjast inn
á landgrann annars ríkis vegna
óbyggðar smáeyjar, með þeim
hætti, sem þeir hafa nú tilkynnt að
þeir ætla sér.“ Stein-
grímur Hermannsson,
þáverandi sjávarút-
vegsráðherra, sagði í
þingræðu að sér hafi
aUtaf fundist eyjan
Jan Mayen eiga að
vera íslensk. Hvernig
stendur á því að mál
era komin í þessar
ógöngur?
HaUdór Ásgrímsson
utanrfkisráðherra
sagði í tUefai af núver-
andi deUu að samn-
ingur okkar við Norð-
rnenn frá 1980 um Jan
Mayen byggðist á
drengskap Norð-
manna. Ef sá dreng-
skapur brygðist þyrfti
að taka samnmga
við Norðmenn upp
aftur eða segja þeim
upp.Viðm'kenning á
„prinsippum" fýrir
drengskap era léleg
bíti. Prinsippið blíf-
ur, en drengskapur-
inn vUl fljótt gleym-
ast, enda erfiður í
túlkun. Það er lífsnauðsyn fyrir
okkur að fá aðra lausn á þessum
málum því núverandi fyrirkomulag
verður aldrei tU friðs.
Ég hefi þann Ula grun að með
lögregluaðgerðum sínum séu Norð-
menn að gæla við þá hugsun að láta
á það reyna í annað sinn á þessu ár-
þúsundi hvort sjálfstætt þjóðríki á
íslandi fái staðist.
Við Islendingar þurfum að fara
að ýta frá okkur. Það er óþolandi að
Norðmenn stöðvi eðlUegan aðgang
okkar að landgranni okkar, sem al-
þjóðleg þróun gefur okkur tilkaU
tU, aðgang að og áhrif á umhverfi,
sem hefur verið okkar í eUefuhund-
rað ár. Við beitum ekki vopnum né
valdi. Við verðum að beita öðrum
aðferðum tU þess að fá viðunandi
ástand og réttindi á þessu svæði.
Þjóðin mun aldrei sætta sig við nú-
verandi ástand. Það veröur ávaUt
stór skuggi á samvisku hennar og
óveðursský yfir samskiptum íslend-
inga og Norðmanna.
Jóhann J. Ólafsson
Skoðanir annarra
Framtíðarsýn í fyrirtækjum
„Flestir eru því sammála að léleg stjómun feUi
fýrirtæki fremur en óheppni. Einhver kynni þó að
halda því fram að það flokkist undir óheppni ef
framleiðsluvara fyrirtækis verður gjörsamlega úrelt
í einu vetfangi vegna nýrrar tækni. Framtíðarsýn
er nauðsynleg til að fyrirtæki hafi trygga yfirburði
á hverjum tíma ... Helsta verk stjómanda er að
tryggja fyrirtækinu stöðuga yfirburði á sínu sviði.
Það er erfitt og mikið verk að ná yfirburðum - og
halda þeim!“
Jón G. Hauksson í leiðara 4. tbl.
Frjálsrar verslunar.
Umferðin frá Reykjavík
„Vori og sumri fylgir aukin umferð um vegi. AU-
ir æða úr og í bæinn á sama tíma. Þarf svo sem ekki
sumar tU að ómöguleg verði umferðin út úr þessu
ólánlega höfúðborgamesi, þar sem aðeins er hægt
að komast út og inn í borgina úr einni átt... Ein
renna tekm- við allri umferð frá Seltjamamesi
og vel inn fýrir EUiðaár. Virðast framkvæmdaaðUar
og umferðamefndir Ula hafa skynjað þessa klemmu
höfuðborgarinnar ... Sú von að bílarnir hverfi bara
á leið út úr Reykjavík minnir á Bakkabræður með
lík foður síns á Brúnku."
Elin Pálmadóttir í Gárum Mbl. 15. júní
Sígilt dæmi um sósíalisma
„Skemmst er að mfanast þegar ríkisvaldið tók
miUjarðatugi frá samhjálpinni tU að greiða bændum
fyrir nýjan búvörusamning og er hann aðefas hluti
af samfeUdum niðurgreiðslum og uppbótum tU land-
búnaðarins í áratugi. Sala ríkisfyrirtækja er annað
sorglegt dæmi um þróun sósíalismans hér á landi.
Enn þá hefúr fslenskum stjómmálamönnum ekki
tekist að selja eignir ríkisfas á öðru verði en
tombóluverði og ekki fundið aðra kaupendur en
vini og vandamenn."
Ásgeir Hannes í Degi-Tímanum 14. júni.