Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1997, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1997, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 1997 7 Sandkorn Fréttir Á Þjóðminja- safnið Vandræði KR-inga og 29 ára bið þeirra eftir íslandsmeistaratitli og öll taugaveiklunin í kringum það mál hefur und- anfarin ár orð- ið brandara- smiðum mikil uppspretta. Það er farið að tala um KR-brand- ara alveg eins og Hafnaríjarð- arbrandara. Eftir uppákomuna um síðustu helgi, þegar þjálfarinn var rekinn, annar ráðinn og leikmenn fóru i verkfall, fóru brandarasmið- imir strax af stað. Einn fullyrti að fyrsta verk Haralds Haraldssonar, hins nýja þjálfara KR, hafi verið að fara með liðið á Þjóðminjasafnið til aö sýna því íslandsbikarinn sem KR-ingar unnu siðast. Einnig reimaða holtann sem þá var leikið með. Því er einnig haldiö fram að ástæða þess að leikmenn KR fóru aö æfa aftur, eftir verkfallið, hafi verið sú aö þeir voru minntir á að það yrði haldið Reykjavikurmeist- aramót á næsta ári eins og venju- lega. SR Pálsson Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra er ekki vinsælasti maður- inn meðal sjómanna í Vestmanna- eyjum um þess- ar mundir, en hann er fyrsti þingmaður kjördæmisins. Ástæðan er fyrst og fremst sú að hann skuli hafa leyft að he^a sild- veiðamar með- an síldin var mögur og verð- laus. Sjómenn segja aö ekki hafi verið um annað að ræða fyrir þá og útgerðarmenn en veiða síldina í þessu ástandi vegna þess að um er að ræða viðmiðunarár fyrir síldar- kvóta, sem settur verður á eftir eitt eða tvö ár. í reiði sinni rifja sjó- menn líka upp það sem margir köll- uðu gjöf Þorsteins til Kolkrabbans á Sildarverksmiðjum ríkisins. Þess vegna kalla sjómenn í Vestmanna- eyjum ráðherrann nú i daglegu tali sín í milli SR Pálsson. Tvöfaldan viskí, takk Það gerðist fyrir nokkm að feðg- ar tveir, kunnir athafhamenn í Reykjavík, komu nær daglega í Naustið í há- deginu og borð- uðu og drukku mikið af viskíi. Einu sinni gerðist það að þeir drukku óvenjumikið eftir matinn. Klukkanvar farin að ganga íjögur og enn dmkku þeir feðgar. Þá allt í einu greip sonurinn fyrir hjartað og kveinkaði sér mikið. Starfsfólk Naustsins brá strax við og kallaði á sjúkrabíl. Hann kom fljótlega, og allir vom að stumra yfir syninum. Faðir horfði á um stund en sagði svo: „Get ég fengið tvöfaldan viskí, varla þurfa allir að standa í þessu veseni? Enginn guð í Görðum Hinar eilífú uppákomur innan þjóðkirkjunnar og safnaðarstjóma hafa orðiö mörgum hagyrðingnum að yrkise&i. Einn af þeim sem mildð hafa ort um þessi mál er Hákon Aðalsteinsson, hagyrðingur og skógarbóndi að Húsum í Fljóts- dal. Nýjasta uppákoman tengdist því að koma presti til starfa í Garðasókn. Um það orti Há- kon: Ýmsar stefhur virðist trúin taka en tækifærin bregðast eins og gengur. Yfir sóknum traustir verðir vaka, þó virðist flæktur drottins nafla strengur, því nú er enginn guð í Görðum lengur. Umsjón Sigurdór Slgurdórsson Sameining Reykjavíkur vÉ, og Kjalarness? Kjalames ■Nsssr Reykjavík Reykj avík/Kj alarnes: Kosið um sam- einingu - einfaldur meirihluti á hvorum stað ræður Bæjarfulltrúar Reykjanesbæjar tvístígandi: Umboðsmaður Alþingis úrskurði í vínveitingamálum DV, Suðurnesjum: Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi nýlega að óska eftir úrskurði umboðsmanns Al- þingis í sambandi við veitingu vín- veitingaleyfa. Forseti bæjarstjómar, Drífa Sig- fúsdóttir, segir I bókun sinni. „Að tmdanfbrnu hefur skapast nokkur óvissa hvort bæjarfulltrúum sé heimilt að greiða atkvæði í sam- ræmi við sannfæringu sína þegar bæjarstjóm veitir umsagnir um veitingu vínveitingaleyfa. Vínveit- ingaleyfi er veitt ákveðnum einstak- lingi og gildir aðeins um það hús- næði sem sótt er um hverju sinni. Bæjarfulltrúar þekkja oft til fyrri starfa viðkomndi aðila og getur því orðstír hans ráðið úrslitum. Einnig kemur fyrir að deilt sé um hvort vínveitingar henti á þeim stað sem um er að ræða, valdi nágrönnum ónæði. Bæjarfúlltrúi sem hefúr orð á sér Björk snjöll í New York DV, Akranesi: Björk olli aðdáendum sínum ekki vonbrigðum þegar hún kom fram á Tíbet-tónleikunum í New York og þótti framkoma hennar á tónleikun- um vera hreint stórkostleg. Hún kynnti nokkur lög sem verða á nýju plötunni Homogenous en platan kemur út í september. Lögin voru Techno Prayer, State of Em- ergency, Hunter og Pluto. Auk þess kynnti Björk nýjar end- urunnar útgáfur af lögunum Isobel og Hyperballad, hryllingsútgáfuna af Hyperballad. Hljómsveitin sem spilaði með Björk á tónleikunum mun spila á tónleikaferð hennar að ári. Hún er skipuð Eumir Deodato, Mark Bell og átta manna strengjahljómsveit frá Bandaríkjunum -DVÓ fulloröinsfræöslan Matshæft eininganám SUMARÖNN: 9 VIKUR Fyrstu prófáfangar framhalds- skóla & fornám/samræmdu pr.: ENS, DAN, ÞÝS, NOR, SPÆ, FRA, STÆ, EÐL, EFN, ÍSL, ICELANDIC Námsaöstoð: öll stig fyrir að vera íhaldssamur við veit- ingu umsagnar um vínveitingaleyfi hefur e.t.v, fengið atkvæði fjöl- margra vegna afstöðu sinnar til málaflokksins. Er hægt að krefjast þess að hann greiði atkvæði gegn samvisku sinn,“ segir í bókun Drífu, sem telur aö vegna þeirrar óvissu sem skapast hefur við afgreiðslu vínveitingaleyfa sé mikilvægt að úr- skurðað verði í málinu. -ÆMK Laugardaginn 21. júní verður kosið um sameiningu Reykjavíkur og Kjalarneshrepps. Að sögn Krist- ínar Árnadóttur, aðstoðarkonu borgarstjóra, ræður einfaldur meirihluti úrslitum á hvorum stað, óháð því hve kosningaþátt- taka verður mikil. í Reykjavík verða kjörstaðirnir fimm, það er í Ráðhúsinu, Laugar- dalshöll, Foldaskóla, Árbæjarskóla og Fellaskóla. Á Kjalarnesi verður kosið í Fólkvangi en þar eru 343 á kjör- skrá. Kosning stendur yfir frá klukkan 10 til 22. Ekki er vitað til þess að nokkur andstaða sé gegn sameiningunni í Reykjavík. Raunar er sameiningin talin góður kostur fyrir borgina vegna þess hve mikið byggingar- land fáist með sameiningunni. Aftur á móti eru skoðanir skipt- ar á Kjalarnesi. Jónas Vigfússon, sveitarstjóri Kjalarneshrepps, sagði að fleiri séu þeirrar skoðun- ar að sameiningin verði sam- þykkt en að munurinn verði ekki mikill. Hann segir að bæði andstæðing- ar sameiningarinnar sem og fylgj- endur haldi uppi hörðum áróðri fyrir sínum málstað. -S.dór Sumartilboð 0 10-20% afsláttur af öllum bakpokum Cortina Sport Skólavörðustíg 20 - Sími 552-1555 GÓÐIR Fjölbreytt úrval af vönduðum fataskápum á frábœru veröi Wtgnm • fSií iig Pif-iilSpWiilSí fípíSÉM íflfiiS 160.- Aöeins í Húsgagnahöllinni Breidd 120 cm Hœö 203 cm Dýpt 55 cm fullopöinsfræöslan |ÍB-4pUÍ| Simi 557 1155 Geröuberg 1 V Litlr: Beyki og hvíft HÚSGAGNAHÖLUN Bfldshöfðl 20 -112 Rvík - S:510 8000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.