Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1997, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1997, Síða 6
6 MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 1997 Neytendur__________________________________________________________________________x>v Frumskógur flugfargjaldanna innanlands: Afsláttarsæti að klárast Reykjavík - Akureyri - fram og til baka - íslandsflug Flugfélag íslands Noröurleiö (rúta) 16.000 krónur 14.000 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 14.130 Tilboð Almennt Verkalýðs- Hopp- Apex fargj. fargj. fargj. Pex fargjald, elli- og ororkuþ. FOTl Ferðalangar sumarsins hafa skyndilega fengið aukið val um ferðamáta innanlands. Að nota einkabílinn er ekki endilega hag- kvæmasti kosturinn í öllum til- fellum. Flug og rúta er kostur sem fjölskyldunni býðst á ágætum kjörum. Nýjasta útspil flugfélag- anna hefur verið áberandi i frétt- um að undanförnu. íslandsflug reið á vaðið með tilboðsverð í júlí og Flugfélag íslands fylgdi í kjöl- farið með sumarglaðningsfar- gjöldum sem gilda til 31. júlí. Þrátt fyrir þessar tilboðs- sprengjur hafa afsláttarverð ým- iss konar verið í boði hjá flugfé- lögunum um all langt skeið. Yfir- leitt eru afsláttarfargjöldin fljót að klárast og því betra að hafa varann á þegar að pöntun far- gjalda kemur. Tilboðsbomburnar sem féllu núna síðast eru vel seld- ar og algengt að flug um helgar í júlí sé uppbókað. Neytendasíðan gerði úttekt á þeim verðkjörum sem ferðalöng- um bjóðast. í ljós kom að verka- lýðsfargjöld hjá Flugfélagi íslands eru enn hagkvæmasti kosturinn á algengustu flugleiðunum fyrir fullorðna. Eins og kom fram í DV í gær er sætum í vélar Flugfélags íslands skipt upp í kvóta. Aðeins þriðj- ungur sæta í hverri vél er ráðstaf- að undir sumarglaðningsfargjöld- in, 5 sæti undir verkalýðsfargjöld, 10 fyrir apex og afgangurinn skiptist á milli pex-miða, al- mennra fargjalda, elli- og örorku- lífeyrisþega og hoppfargjalda. Tilboðsverð íslandsflugs nær til allra sæta í vélum félagsins og ef uppselt er í vélarnar fram og til- baka, ætlar fyrirtækið að setja inn aukavélar til að anna mark- aðnum. Annar afsláttur í flug hjá félaginu féll úr gildi á meðan til- boðsverðið stendur. Hjá Norðurleið er eitt verð í rútuferð til Akureyrar, 7.000 kr. Elli- og örorkulífeyrisþegar ásamt handhöfum Einkaklúbbskorta fá 30% afslátt af því verði, eða á 4.900 kr. Gjaldskrá barna Gjaldtaka i rútur hefst fjórum árum síðar fyrir börn en í flugi. Fram að fjögurra ára aldri er frítt i rútur fyrir börn í fylgd með full- orðnum. í flugi borgar fólk trygg- ingu fyrir ungbörn frá 0-2ja ára, yfirleitt um 10% af fargjaldi þess fullorðna einstaklings sem barnið ferðast með. Frá 2ja til 11 ára er greitt barnafargjald í flug en frá 4 til 11 ára í rútu. Skilmálar Ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið. Til að nota fargjöldin sem leynast í frumskóginum þarf oftar en ekki að uppfylla ýmiss konar skilyrði. Það á þó ekki við um tilboðsverð íslandsflugs, sum- arglaðning Flugfélags íslands og almennt fargjald félagsins. Bókan- ir og borganir eru frjálslegri sem og dvalartíminn á áfangastað. Fargjald fyrir elli- og örorkulíf- eyrisþega hlítur sömu skilmálum og almennt fargjald en bjóðast eingöngu þeim sem tilheyra áður- greindum hóp. Fyrir önnur far- gjöld eru eftirfarandi skilmálar settir: Verkalýösfargjald Lágmarksdvöl er 3 dagar og há- marksdvöl 1 mánuður. Fargjaldið er aðeins fyrir félagsmenn aðild- arfélaganna og íjölskyldur þeirra. Hægt er að breyta bókunum gegn ákveðinni þóknun. Fargjaldið er eingöngu selt eftir hádegi á laug- ardögum og farþegi verður að sýna persónuskilríki þegar hann kaupir miða og ferðast til að sanna rétt til afsláttar. Apex-fargjald Á apex-fargjaldi er lágmarks- dvöl 3 dagar og hámarksdvöl 1 mánuður. Farseðla verður að greiða um leið og bókað er en bóka verður báðar leiðir á sama tíma með minnst 2ja daga fyrir- vara. apex-fargjaldi má ekki breyta. Pex-fargjald Lágmarksdvöl á pex-fargjaldi er 2 dagar og hámark 1 mánuður. Farseðla veröur að greiða um leið og fyrra flug er bókað, fram að brottfor. Bókunum má ekki breyta. Seinni leggur má vera op- inn, hann má bóka fram að brott- för. Eftir að bókað hefur verið má ekki breyta bókuninni nema gegn greiðslu. Hoppfargjöld Til að ferðast á „hoppi“ er mið- að við 12 til 25 ára aldur. Þetta eru sæti sem eru enn laus rétt fyr- ir brottför. Farþegar geta ekki bókað í þau heldur mæta á flug- völlinn 60 mínútum fyrir brottför og taka númer. Það ræðst af far- þegum vélarinnar í önnur sæti, hversu mörg sæti eru laus á þessu fargjaldi. Eingöngu er hægt að kaupa eina leið í senn, ekki fram og til baka. Elli- og örorkulífeyrisþegum er að sjálfsögðu frjálst að nota önnur fargjöld en þau sem eru sérmerkt hópnum. Þá verða þeir bara að fylgja sömu skilmálum og aðrir. Fjölskyldan á norðurleiö Jón og Gunna ætla að skreppa frá Reykjavík norður á Akureyri og njóta þess að fá sér ís í Brynju og sundsprett í lauginni. Eðlilega taka þau bæði börnin sín með, Stjána 7 ára og Tótu 1 árs. Bíllinn er aðeins farinn að gefa sig og þvi ætla þau að nota almenningsfar- artæki. Þau báru saman það verð sem þeim stendur til boða á far- gjöldum fjölskyldunnar. Ódýrasti kosturinn fyrir þau er að fara með rútu, það kostar 17.500 fram og til baka. Á verka- lýðsfargjöldum kostar ferðin 17.525 kr., á tilboðsverði íslands- flugs 20.700 kr. og á sumarglaðn- ingi Flugfélags íslands 21.566 kr. Önnur fargjöld eru síðan talsvert hærri en þessi. Ef þau hins vegar ákveða, hvað sem líðan einkabíls- ins líður, að fara á kagganum norður þá er ekki óeðlilegt að reikna með 15.000 króna kostnaði við aksturinn. Inni í þeim kostn- aði er bensín (8 á hundraði), slit, hjólbarðar og tryggingar.-ST Snyrtivörur vanmerktar í könnun sem Heilbrigðiseftirlitið í Reykjavík gerði í verslunum í Reykjavík á merkingum sólarolía kom í ljós að um 79% olíanna var án fymingardagsetninga og 2% með fyrningardagsetningu sem var út- runnin. Vegna þess að fyrningar- dagsetningamcir vantaði á olíumar er ekki hægt að fullyrða um hvort viðkomandi vörur voru vanmerktar eða ekki. Vanmerktar snyrtivörur Þá hefur Heilbrigðiseftirlitið einnig látið kanna merkingar á snyrtivörum sem seldar eru í nokkrum verslunum borgarinnar. Kannað var hvort snyrtivörumar væru merktar með nafni og heim- ilisfangi framleiðanda eða umboðs- aðila, tungumálamerkingar væra á íslensku, dönsku, norsku, sænsku eða ensku og hvort þær væru sér- staklega merktar ef vörurnar inni- héldu hættuleg efni. Um 62% var- anna reyndust vanmerktar. Verst var ástand naglasnyrtivara en 97% þeirra reyndust vanmerktar. -ST Helmingshækk- un á gúrkum Gúrkuverð hækkaði mikið á fóstudag. í Fjarðarkaupum fór kílóverðið í 285 úr 145 kr. Hækk- unin var talsvert minni í Bónusi. Þar hækkaði kOóverðið í 149 kr. úr 99 kr. Verð á tómötum hækk- aði í Bónus úr 149 kr. kg í 229 kr. Græn paprika hækkaði einnig í Bónusi úr 269 kr. kg í 329 kr. Verð á tómötum í Hagkaupi er 289 kr. kg og á grænni papriku 598 kr. kg. -ST 1‘í oK j w ** )-tt - \ 'Z' mmmm S* 1 Pá • QC Ungir listamenn aö störfum á Austurvelli í vikunni. Sumir listamannanna voru á stultum og máluöu á léreftiö með miklum tilþrifum. DV-mynd ÞÖK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.