Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1997, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1997, Side 14
14 MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Réttlætanleg eftirgjöf Samkomulag hefur náðst við Dani og Grænlendinga um nýja miðlínu milli íslands og Grænlands. Hlutverki Kolbeinseyjar sem viðmiðunarpunkts við ákvörðun miðlínu á hafsvæðinu er lokið. Danir, fyrir hönd Græn- lendinga, viðurkenndu Kolbeinsey ekki sem viðmiðun- arpunkt. Hið umdeilda svæði var um 10 þúsund ferkíló- metrar að stærð. í samkomulaginu felst að íslendingar fá 30 prósent í sinn hlut en Grænlendingar 70 prósent. í samkomulaginu eru áhrif Grímseyjar að fullu viður- kennd við afmörkun miðlínunnar. Deila þjóðanna um Kolbeinsey hefur verið óleyst frá því að íslendingar færðu út landhelgina í 200 mílur fyr- ir 22 árum. íslendingar ákváðu að nota Kolbeinsey og Grímsey sem viðmiðunarpunkta. Danir og Grænlending- ar hafa aldrei fallist á þá túlkun. Þama hefur því verið grátt svæði. Loðna veiðist á hafsvæðinu. Ágreiningur- inn um það varð opinber í fyrra þegar Landhelgisgæsl- an stuggaði við dönskum skipum sem voru þar að veið- um. Þeir hagsmunaárekstrar knúðu fram viðræður þjóð- anna sem nú hafa leitt til samkomulags. Það er viðkvæmt mál að gefa eftir hluta lögsögu lands- ins. Það er hins vegar rétt aðferð að semja um slíkt við nágrannaríki fremur en leita með málið til dómstóla. Sú leið er neyðarúrræði. Mat íslenskra stjómvalda var, eft- ir nákvæma skoðun sérfræðinga, að hagstætt hafi verið að semja á þessum grundvelli. Um það er vart deilt að Kolbeinsey hverfur í hafið, verði ekki gripið til róttækra björgunaraðgerða. Eyjan var um 1500 fermetrar að stærð fyrir nokkrum árum. í fyrra var hún aðeins um 370 fer- metrar. Stöðugt brotnar úr klettaeyjunni og því er að- eins tímaspursmál hvenær náttúruöflin hafa betur í þeirri baráttu. Tillögur höföu komið fram um björgun Kolbeinseyjar. Þær hefðu haft mikinn kostnað í för með sér og vafamál hvort hægt væri að bjarga henni. Sjór brýtur hana nið- ur og hafís molar klettinn smátt og smátt. Jafnvel þótt það tækist með ærnum tilkostnaði að halda klettaeyj- unni er óljóst hvort tilvist hennar dygði sem grunnlínu- punktur miðlínu færi málið fyrir dómstóla. Miðað við samningsstöðu okkar í málinu er hægt að réttlæta eftirgjöf lögsögunnar. Varlegt er að álíta að hag- stæðari niðurstaða hefði fengist fyrir alþjóðlegum dóm- stóli. í samningnum er áhrifasvæði Grímseyjar að fullu viðurkennt og 30 prósent af áhrifasvæði Kolbeinseyjar. Það svæði nemur rúmum þrjú þúsund ferkílómetrum. Samkomulag það sem náðist milli þjóðanna hefur ver- ið samþykkt á ríkisstjómarfundi og kynnt utanríkis- og sjávarútvegsnefnd og verður lagt fyrir Alþingi í haust. Líklegt má telja að það verði samþykkt þar. Samhliða viðræðum íslendinga, Dana og Grænlend- inga fóru fram viðræður við Færeyinga. íslendingar og Færeyingar hafa ekki náð samkomulagi um afmörkim hafsvæðis milli landanna. íslendingar nota Hvalbak sem viðmiðun. Samningsstaða íslands í því máli er talin betri. Hvalbakur er stærri en Kolbeinsey og minnkar ekki. Færeyingar eru í nokkrum vanda þegar kemur að samningum um þetta hafsvæði vegna deilna við Breta um afmörkun hafsvæðis milli Færeyja og Bretlands og álitamáls um áhrifasvæði eyja. Þar eru miklir hagsmun- ir í húfi vegna hugsanlegra olíulinda á hafsbotni. Mikilvægt er fyrir íslendinga að halda áfram samn- ingaviðræðum við Færeyinga og ganga formlega frá skiptingu hafsvæðis milli landanna. Jónas Haraldsson „Pegar Karvel hafði á ný náð nokkurri heilsu lét hann það verða sitt fyrsta verk á Alþingi að fá þess freistað að ná fram nokkrum réttarbótum..." skrifar Helgi Seljan. Karvelslögin enn og aftur Þeir eru eflaust marg- ir sem muna vel eftir hremmingum Karvels Pálmasonar, fyrrverandi alþingismanns, í kjölfar hjartaaðgerða fyrir all- nokkrum árum, en þeirra mun hann aldrei bíða bætur. Þegar Karvel hafði á ný náð nokkurri heilsu lét hann það verða sitt fyrsta verk á Alþingi að fá þess freistað að ná fram nokkrum réttarbót- um fyrir það fólk sem ætti eftir að lenda í ámóta hremmingum, þó ekki væru nú slíkar sem hann lenti í. Lágmarksbætur Karvel flutti frum- varp á Alþingi um svo- kallaða sjúklingatrygg- ingu, ákveðnar lág- marksbætur þeim til handa sem yrðu fyrir heilsutjóni af völdum læknismeðferðar eða mistaka starfsfólks á sjúkrastofnunum. Ekki féllst Alþingi á upphaf- legt frumvarp Karvels, en sam- þykkti lagabreytingu í sama anda inn í kaflann um slysatryggingu í almannatryggingalögunum. Fljót- lega kom í ljós við framkvæmd þessarar lagabreytingar að það fólk sem Karvel þó helzt hafði í huga í lagasetningunni varð alger- lega útundan. Öryrkjar fengu ekki bætur sjúklingatryggingar og til þess vitnað að ekki væri nein al- menn heimild í almannatrygg- Kjallarinn Helgi Seljan félagsmálafulltrúi ingalögum að sam- an mættu fara bætur sjúklinga- tryggingar og al- mennar örorku- bætur. Þegar þetta kom í ljós leituðum við Karvel til þáver- andi tryggingaráð- herra, Sighvats Björgvinssonar, um úrbætur á þessu máli. Sig- hvatur brást hið bezta við, taldi framkvæmdina óhæfu, setti starfs- hóp á laggirnar þar sem við Kar- „Upphafsmaðurínn að þessu öllu, Karvel Pálmason, var ánægður með málalyktir og taldi nú eins og við hér að öllu réttlæti yrði fullnægt. Hins vegar fréttist von bráðar af enn einni hindrun...“ vel áttum báðir sæti undir öruggri stjórn ráðuneytisfulltrúans, Dagg- ar Pálsdóttur lögfræðings. Útkom- an varð svo lagabót sem Alþingi staðfesti síðar og er nú í 43. gr. laga um almannatryggingar þar sem segir í yfirfyrirsögn: Saman mega þó fara, og þar er d. liður svohljóðandi nú: Örorkulífeyr- ir/slysalifeyrir og bætur skv. 2. lið 1. mgr. 24. gr. en það er einmitt sjúklingatryggingin. Starfshópurinn fjallaöi um fleira, s.s. möguleika á að láta sjúklingatrygginguna ná til einka- stofa en það fékkst ekki fram. Réttlætinu fullnægt? Upphafsmaðurinn að þessu öllu, Karvel Pálmason, var ánægð- ur með málalyktir og taldi nú eins og við hér að öllu réttlæti yrði fúll- nægt. Hins vegar fréttist von bráð- ar af enn einni hindrun sem ör- yrkjar mættu og kom hún vægast sagt á óvart og þrátt fyrir viðræð- ur og beiðni um leiðréttingu hefur engin fengist. Þetta varðar þá sem í framhaldi heilsutjóns af völdum aðgerða eða mistaka verða hreinir öryrkjar, það þýðir að þeir sem harðast verða úti af völdum þessa skuli éta það sem úti frýs. Kona sem fær bótaskyldan at- burð viðurkenndan af Trygg- ingastofnun ríkisins og verður svo öryrki í framhaldinu fær blákalda neitun á bótum sjúk- lingatryggingar. Forsendur þær að hún sé nú komin með örorkubætur og stofnunin tví- borgi nú aldeilis ekki, þrátt fyrir ótvíræð fyrirmæli um slíkt í áðurnefndri 43. gr. laga um almannatryggingar. Hér er um að ræða túlkun á lögum sem alls ekki verður við unað og vonandi að tryggingaráð taki af skarið og kippi í liðinn. Við mun- um einskis láta ófreistað svo farið verði hér að lögum. En vonandi bera menn gæfu til að vitkast áður en til þess kemur að annarra leiða verði leitað. Ósæmileg afgreiðsla þessara mála verður ekki látin líð- ast. Helgi Seljan Skoðanir annarra Heiðursmannasamkomulag Þannig væri hvorki hægt að gagnrýna bankana fyrir að hækka gjöldin, né heldur ráðherra fyrir að einkavæðing kerfisins kostaði neytendur fjármagn. í skjalinu, sem var trúnaðarbréf háttsetts manns í bankakerfinu til bankastjóra, er ennfremur skýrt frá því, að þetta sé nauðsynlegt til að Páll Pétursson verði ekki berskjaldaður fyrir pólitískri gagnrýni. Hvað heitir þetta á mæltu máli? Samsæri! Hverjir eru aðilar þess? Páll Pétursson félagsmálaráðherra og íslensku bankamir. Hver er tilgangur þess? Að flytja fjármagn frá almúganum yfir til bankanna! Þetta samkomulag er báðum aðilum til vansæmdar. Forystugrein Alþýðublaðsins 4. júlí. Hver stjórnar hálendinu? í allri skipulagsvinnu sem unnin hefur verið um miðhálendið, eins og svæðisskipulaginu sem verið hefur í kynningu um skeið, hefur verið gengið út frá því að stjórnsýsla verði á höndum þeirra sveitarfé- laga sem að hálendinu liggja. Fulltrúum höfuðborg- arsvæðisins, Vestfirðinga, Akureyringa o.fl. hefur ekki verið boðin þátttaka né hafa þeir krafist þátt- töku. Það er hugsanlegt að almenn sátt sé um að fela sveitarfélögum stjórnsýsluvaldið með þessum hætti, en það er þó mun líklegra að um þetta séu menn ósammála. Birgir Guðmundsson í Degi-Tímanum 4. júlí. Skiptapar „Veiðar og vinnsla kúfisks eru vaxandi atvinnu- grein - og geta orðið gildur þáttur í afkomu fólks í sumum sjávarplássum landsins. Það skiptir mjög miklu máli að fara ofan í saumana á skipstöpum sem þessum og leiða í ljós orsakir þeirra, eftir því sem frekast er kostur, til þess að betur sé hægt að koma við fyrirbyggjandi aðgerðum. Úr forystugrein Mbl. 4. júlí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.